Þjóðviljinn - 17.03.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Qupperneq 6
Samfélagið í upplausn eflir ránsherferð leiftursóknarinnar Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Það verður að verja samneysluna og það verðurað taka á vanda húsbyggjenda strax í dag Svavar Gestsson: íhaldið og Alþýðubandalagið eru meginandstæður íslenskra stjórnmála. Það þarf að heimta það aft- ursem frjálshyggjuöflin hafa rœnt af fólkinu, - það þarf líklega að hœkka kaupið í sumar um 44% til þess að ná meðaltalskaupmœtti áranna 1980-82, segir Svav- arGestsson formaður Al- þýðuþandalagsins m.a. í viðtalinu sem hér fer á eftin - Forðum var Alþýðubanda- lagið hinn stóri valkostur sem jók fylgi sitt mjög í stjórnarandstöðu. Nú hefur setið að völdum ein æg- ilegasta hægristjórn sem sögur fara af, en fylgið virðist rýrna fremur en hitt? - Alþýðubandalagið er sá stóri flokkur íslenskra vinstrimanna en ekki nærri nógu stór einkum ekki í samanburði við íhaldið. AI- þýðubandalagið hefur 10 þing- menn; aðrir stjórnarandstöðu- flokkar minna. I næstu kosning- um verður Alþýðubandalagið næststærsti flokkur landsins - hvenær sem þær kosningar verða. Ég vildi gjarnan fá þær sem fyrst. Það er reyndar ekkert sjálfgef- ið að flokkur auki fylgi sitt í stjórnarandstöðu - einkum ekki ábyrgur flokkur eins og Alþýðu- bandalagið. Við erum ábyrg gagnvart umbjóðendum okkar, íslensku verkafólki. Við iðkum ekki trúðleika en leggjum áherslu á að pólitík snýst um málefni en ekki leikaraskap. Tvœr meginandstœður í þjóðfélaginu takast á tvær meginandstæður- launavinnu og auðmagns, verkalýðshreyfingar og fj ármagnseigenda, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur. Launamenn - þeir sem eiga ekk- ert að selja nema vinnuafl sitt - eru yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar og einmitt þeir þurfa að eiga öflugan stjórnmálaflokk sem hefur í fullu tré við afturhaldsöfl- in. Milliflokkar sem eru ýmist heilir eða hálfir á kafi í viðhorfum afturhaidsins geta aldrei myndað það mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn sem dugar til langframa. Nú hefur Alþýðubandalagið tapað fylgi samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið á þessu ári. í septem- ber sl. mældist Alþýðubandalag- ið með yfir 20% fylgi, en hefur nú samkvæmt flestum könnunum í kringum 13-14%. Hvað hefur gerst frá því í september sem skýrir þetta fylgistap? - Alþýðubandalagið hefur ekki tapað fylgi frá síðustu kosn- ingum. Það mun koma í ljós. Eftir því sem nær dregur kosning- um vega málefnin þyngra. Hér hefur verið einsflokkskerfi í kosningabaráttu í þrjá mánuði. Sveifla til Jóns Baldvins skýrist af því. Hættan sem við stöndum frammi fyrir nú er að mynduð verði viðreisnarstjórn íhalds og krata eftir næstu kosningar. Það má ekki gerast. Það var sú stjórn sem innleiddi það efnahags- stjórnkerfi sem nú er að sliga þjóðina - ekki síst eftir að núver- andi ríkisstjórn gekk feti framar. Fagleg og pólitísk barótta - Er þá Alþýðubandalagið á uppleið um þessar mundir? - Hvað segja þér 30 fundir frá áramótum í öllum kjördæmum landsins, ágætar undirtektir á nærri hundrað vinnustöðum í Reykjaneskjördæmi, glæsileg kvennastefna Alþýðubandalags- ins, stefnuumræða og almennt eitt líflegasta flokksstarf sem lengi hefur verið í flokki okkar? Mér segja þessar staðreyndir það að íslenskir sósíalistar gera sér betur grein fyrir því að það er lífsnauðsyn fyrir verkalýðsbarátt- una og þjóðfrelsisbaráttuna ein- mitt nú að eiga öflugt Alþýðu- bandalag. Það kom til mín maður eftir borgarstjórnarkosningarnar 1982 þegar íhaldið hafði unnið borgina og við höfðum tapað borgarfulltrúum og sagði að nú hefði hann ákveðið að ganga í flokkinn: Nú finn ég að það er þörf fyrir mína starfskrafta - þetta má ekki ganga svona lengur til. Þessar raddir hef ég heyrt að undanförnu hjá fjölda félaga. Við skulum muna að flokkur okkar er málstaður. Við skulum einnig muna að verkalýðshreyf- ingin nær aldrei að breyta þjóðfé- laginu varanlega - nema hún eigi stjórnmálaflokk. Þannig verður faglega og pólitíska baráttan að fara saman, hlið við hlið, eins og Eðvarð Sigurðsson benti oft á. Hann sagði reyndar líka í síðustu ríkisstjórn: Kaupmátturinn er þetta hár vegna þess að Alþýðu- bandalagið er í ríkisstjórn. Þessi orð Eðvarðs er hollt að hafa í huga. - Alþýðubandalagið hefur boð- ið hinum stjórnarandstöðuflokk- unum upp á viðræður um nýtt landsstjórnarafl. Undirtektirnar hafa vægast sagt verið nei- kvæðar. Hafa aðrir en Alþýðu- bandalagið engan áhuga á sam- starfi félagshyggjuafla? - Alþýðubandalagið er samfýlkingar-einingarflokkur. Það Iiggur í eðli Alþýðubanda- lagsins. Sundrung félagshyggju- fólks er ein meginástæða kjara- skerðingarinnar og árásanna á þjóðfrelsið á undanförnum miss- erum. Frammi fyrir þeim verk- efnum sem blasa við í dag er það einfaldlega ábyrgðarleysi að reyna ekki allt sem unnt er til að laða þá saman sem saman eiga. Ábyrgðarlausir sundrungaraðilar Það ber að gagnrýna þá ábyrgðarlausu sundrungaraðila sem stýra Bandalagi jafnaðar- manna og Kvennaframboðinu í Reykjavík. En ég hef líka orðið var við að stuðningsmenn þessara afla hafa lýst óánægju með skiln- ingsleysi forystumanna sinna. Ég hef orðið var við áhuga á því og skilning um allt land að nauðsyn- legt sé að félagshyggjufólk þjappi sér saman. Alþýðubandalagið mun aldrei láta undan síga við að boða það erindi: Annað hvort Alþýðubandalagið eitt eða í bandalagi við aðra er eina svarið sem við eigum í dag andspænis miskunnarlausri harðstjórn pen- ingaaflanna sem nú er að svipta fólk eigum á nauðungaruppboð- unum, þau eru orðin táknrænasta afleiðing stjórnarstefnunnar ásamt Lögbirtingarblaðinu sem þeir Albert og Steingrímur gefa út til þess að tilkynna um nauðungaruppboðin. - Heidur þú að viðræðutilboð Alþýðubandalagsins hafi verið mistök? - Af hverju? Þó að þessir aðilar - einkum Bandalag jafnaðar- manna og Kvennaframboðið í Reykjavík - hafi svarað út úr breytir það engu um að erindið á og átti rétt á sér. Það er ekki síður nauðsynlegt að fá það fram hverj- ir það eru sem vilja iðka sundr- ungariðju í stað samstarfs félags- hyggjufólks. Það er eins gott að það liggi þá fyrir svart á hvítu. Vonbrigði Morgunblaðsins - Andstæðingarnir segja, að innan Alþýðubandalagsins sé óeining í kjaramálum og í verkalýðshreyfingunni. Er Alþýðubandalagið með trú- verðuga pólitík um bætt kjör og hærra kaup? - Já, sú stefna liggur fyrir í frumvarpi um alhliða aðgerðir í efnahagsmálum sem við lögðum fram í haust a) um að tryggja kaupmátt b) um fulla atvinnu og c) um að ekki yrði verðbólgu- skriða á nýjan leik. Ég hef tekið eftir því að Morg- unblaðið og afturhaldið er að gera sér vonir um að við séum á einhverju undanhaldi. Morgunblaðið og íhaldið eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum: Það mun koma í ljós þegar líður á árið að samstaða verður betri með verkalýðshreyfingunni í bar- áttu hennar en 1984. Það var ógæfan að verkalýðssamtökin skyldu ekki ná betur saman; þar er engum einum um að kenna. Aðal atriðið er heldur ekki það heldur hitt að menn læri af reynslunni. Um þessi mál verður meðal annars fjallað á mið- stjórnarfundi okkar í lok þessa mánaðar. - I tengslum við svonefnda skattalækkunarleið hefur stund- um borið á góma að „ný- sköpunarstjórn“ gæti verið lausnarorðið. Hafa skoðanir þín- ar eftir lélegar viðtökur stjórnar- andstöðunnar breyst í þessu efni? - Eins og Guðmundur J. benti á í Hafnarfjarðarbíói á fundi okk- ar þar: Það er ólíklegt annað en heildsalarnir og braskararnir ráði ferðinni í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa ekki áhuga á stjórnar- samstarfi við Alþýðubandalagið. Og þeir ráða. En það er jafnljóst að margir atvinnurekendur, í framleiðslugreinunum telja að launamenn og framleiðslan þurfi nú að eiga samleið gegn millilið- unum og vaxtaokrinu. Um þetta erum við sammála og um þetta skrifaði ég reyndar grein í þetta blað í fyrrasumar. En aðalatriðið er að menn átti sig á meginandstæðum íslenskra stjórnmála, þær eru íhaldið og Alþýðubandalagið. Framsókn- arflokkurinn er nú að fram- kvæma leiftursóknarstefnuna fyrir íhaldið. Svona fer fyrir veiklunduðum miðflokkum sem snúast eins og vindhanar. Margir Sjálfstæðismenn eru þeirrar skoðunar að engu breyti hvort atkvæði íhaldsins eru hjá þeim eða Jóni Baldvin; atkvæðin sem íhaldið leggi inn hjá krötun- um fyrir kosningar verði tekin út í pólitík eftir kosningar. Þar með er spurningin um öflugan and- stæðing íhaldsins og hverjir aðrir en Alþýðubandalagið hafa þrótt, dug, kjark og stefnu til þess að ráðast gegn afturhaldi þessa lands? Svar: Enginn annar. Skattabreytingar - Samningar eru lausir í haust. Hvaða kröfur telur þú árang- ursríkast að setja á oddinn? - Það þarf að heimta það aftur sem frjálshyggjuöflin hafa rænt af fólkinu á undanförnum misser- um. Það þarf líklega að hækka kaup í sumar um 44% til þess að ná meðaltalskaupmætti áranna 1980-1982. Það þarf að verja samneysluna og það verður að taka á vanda húsbyggjenda strax. Það verður að semja um skatta- breytingar, því neðanjarðarhag- kerfið hefur sogað til sín stórfellt fjármagn sem næst ekki eftir venjulegum beinum skattlagn- ingarleiðum. Allt þetta hlýtur að verða undir í samningum í haust og sjálfsagt margt fleira. En aðal- atriðið er: kaupmáttartryggingin, og það þarf að byrja á því fyrst af öllu. Það á ekki að setja trygging- arkröfurnar fram síðast heldur fyrst, svo ég vitni enn í Guðmund J. í Reykjanesför okkar á dögun- um. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.