Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 20

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Síða 20
Ný bók eftir Hemingway Fjallar um samanburð á nauta- bönum Úter komin ný bók eftir Ernest Hemingway, sem skrifuð var 1959. Deilt er um þessa út- gáfu, en efni bókarinnar var áður þekkt í styltra formi. Forsaga þessa máls er sú, að árið 1959 fór Hemingway þá Nó- belsskáld, 'en að því er virtist þrotinn að hugmyndum, til Spán- ar. Hann hafði samið við tímarit- ið Life um að skrifa 10 þúsund orða grein um tvo þekktustu nautabana Spánar sem þá voru, Dominguin og Ordonez, og keppni þeirra um hylli áhorf- enda. Úr þessu ferðalagi varð svo 120 þúsund orða frásögn sem aldrei kom út, heldur var hún klippt niður í 35 þúsund orð. Hét greinaflokkurinn þá „Sumarið hættulega“. Ekki er allur texti Hemingways heldur með í þeirri bók sam- nefndri sem nú kemur út, heldur tæpur helmingur. Enn treystir út- gefandi sér ekki til láta frægð rit- höfundarins vinna bug á tregðu lesandans við að lesa þær lang- drengnu og mjög smásmugulegu lýsingar á nautaati, sem enn eru óprentaðar. Hemingway var mikill áhuga- maður um nautaat, sem honum Nautabaninn Ordones (til hægri) kastar húfu sinni til Hemingways. Myndin er tekin 1959. þótti hæfa við þá ímynd karls í krapinu sem hann vildi samsama sjálfum sér. Nautaat er veiga- mikill þáttur f sögunúm Fiesta og Dauði eftir nón. Sú bók sem nú kemur út er ekki sögð með betri textum Hemingways. Samt sýni hún vel hetjuskapartilburði hans, umburðarleysi gagnvart þeim sem veikburða voru og ótta hans sjálfs við þann dauða sem í hönd fór. V\ I0NDON - REYKJAVIK -á3dögum Vissirðu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. -framtíð fyrir stafni °kkar ugin ■ ÞÍNln W6A 1^9888^ 97?4/5 PSWlcfi I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.