Þjóðviljinn - 29.03.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1985, Síða 4
LEIÐARI StDriðjuraforkan niðurgreidd - glansmyndin dofnar Fátt er gleöilegra en þegar tilkynnt er um hagnað fyrirtækja;að þau hafi borið sig og . starfsmenn njóti þess að einhverju í launum. Að sama skapi er fátt hvimleiðara en þegarfyrirtæki beita blekkingarstarfsemi um hagnað eða tap, eftir því sem borgar sig hverju sinni, - að ekki sé nú talað um þegar virtir fjölmiðlar taka upp blekkingarstarf- semi um hagnað sem er ekki þjóðhagslega fyrir hendi. Einmitt þetta gerði Morg- unblaðið í ritstjórnargrein í gær, - þegar það hefur hagnað Járnblendifélagsins að Grundartanga til skýjanna. Á sama degi og Morgunblaðið ástundar áróðursblekkingar í leiðara stingur blaðið undir stól upplýsingum sem þurrka út þá glansmynd sem stóriðjupostularnir í Sjálf- stæðisflokknum vilja gefa þjóðinni af slíkum rekstri. í Morgunblaðinu í gær er ekki að finna staf um fréttatilkynningu, sem Ólafur Ragn- ar Grímsson stjórnarmaður í Landsvirkjun sendi fjölmiðlum um rekstrarstyrk Lands- virkjunar til Járnblendifélagsins. Þar kemur fram, að Járnblendifélagið greiðir um helmingi minna verð fyrir rafork- una en Alusuisse-hringurinn og telur þó enginn að það verð sé of hátt. Meðalverð raforku frá Landsvirkjun til Járnblendifé- lagsins er 6.6 millidalir, Alusuisse greiðir nú um 12.6 millidali, en hins vegar selur Landsvirkjun til almenningsveitna raforku fyrir 32 millidali. Forstjóri Járnblendifélagsins tilkynnir að fyrirtækið hafi skilað 132.2 milljón króna hagnaði. Ef Járnblendifélagið hefði greitt Landsvirkjun sama verð fyrir raforkuna á árinu 1984 og Alusuisse gerir nú, hefði fyrir- tækið orðið að greiða Landsvirkjun 111.9 milljónir króna til viðbótar. Auðvitað er al- menningur látinn greiða þennan rekstrar- styrk í gegnum hærra verð frá Landsvirkjun til neytenda. Hér er því um enn einn þáttinn í sorgarleik stóriðjudraumanna að ræða. í fréttatilkynningu Ólafs Ragnars segir: „í raun greiðir almenningur í landinu veru- legar útflutningsbætur til Járnblendiverk- smiðjunnar í gegnum hið lága orkuverð. Afurðir verksmiðjunnar eru að (Dessu leyti í sama flokki og ostar og kindakjöt. Þótt raforkuverðið til Alusuisse sé engan veginn nógu hátt er það lágmarkskrafa að Járnblendiverksmiðjan greiði hliðstætt verð fyrir orkuna og ÍSAL. Það er því nauðsyn- legt að eignaraðilar Landsvirkjunar, - ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyri - og stjórn Landsvirkjunnar, beiti sér fyrir því að teknir verði upp að nýju samningar um raforku- verð til Jámblendiverksmiðjunnar". í sjálfu sér er gleðilegt að launafólk í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga skuli hafa fengið launauppbót og enginn efast um að fólkið hafi unnið fyrir því. Það leiðir hugann að því að óeðlilega lágt hlutfall rekstrarkostnaðar fyrirtækja á íslandi fer í launagreiðslur, enda eru laun hérlendra hrikalega lág miðað við nágrannaþjóðir okkar. Morgunblaðið lætur einnig skína í tilganginn með launauppbót, með því að segja í leiðara í gær, „að forsendur slíkra greiðslna eru fallnar“, þegar illa árar í rekstri. Sífellt fleiri eru farnir að átta sig á því að stóriðjan er ekki sá kostur í atvinnulífi sem íslendingar geta reitt sig á í framtíðinni. Það ævintýri borgar sig einfaldlega ekki. Það er engum til góðs að upplýsingum um hið lága raforkuverð, sem almenningur greiðir niður fyrir stóriðjuna sé stungið undir stól. KUPPT OG SKORIÐ Fiskur og tundurdufl Nú er svo komið að meira að segja Dagfara á DV þykir nóg um það hve lúsiðinn Geir Hallgríms- son er við að „auka hervœðingu á íslandi". Það er minnst á ratsjár- stöðvarnar í pistli hans í fyrradag og það nýmæli að varðskip og fískiskip íslensk „verði notuð til tundurduflatálmana". Verði nú stutt í að Landhelgisgæslan og LÍÚ verði eins konar útibú frá Pentagon og að sjómennirnir verði munstraðir í herinn. Síðan segir Dagfari: „Þetta er út af fyrir sig mikið þjóðráð hjá Geir, þvíþá fœrfiski- skipaflotinn það verkefni að veiða tundurdufl úrsjónum eftirað fisk- urinn er upp urinn. Og þá fœr landhelgisgœslan það verkefni að aðstoða flotann á tundurdufla- veiðum þegar ekki þarf að hafa áhyggjur af fiskveiðum í land- helginni. Þannig getur gœslan og land- helgisbrjótarnir sameinast um varnir landsins, enda eru varnirn- ar mun mikilvœgari en fiskurinn eða fólkið í landi nú. Það gerir lega landsins, eins og allir vita. Skítt veri með þjóðina og sjávar- útveginn meðan Atlantshafs- bandalagið lifir og stendur vörð um legu landsins“. Lausaleiksbörn og velferð Bragð er að þá barnið finnur stendur þar. Vilborg Davíðsdótt- ir skrifaði grein í DV á dögunum þar sem hún veittist m.a. að frjálshyggju Friedmans og hans nóta. Hún vitnaði m.a. til þeirrar kenningar Friedmanhjónanna, að velferðarkerfið hafi leitt til þess að óskilgetnum börnum fjölgi gífurlega. Ástæðan sé augljós: „einstœðarkonurfá réttá opinberum styrkjum ef þeer eignast börn“ sagði Rose Frie- dman á blaðamannafundi sem tímaritið Frelsi hefur víst skýrt frá með pompi og pragt. Það er margt skrýtið við staðhæfingar hinna frægu frjáls- hyggjuhjóna um samfélagsmál. Og það spaugilegasta við þessa hér er blátt áfram það, að hún er kolröng. Styðst ekki við stað- reyndir. Vikurritið Newsweek birti ný- lega grein um þungun unglings- stúlkna í ýmsum löndum. Það kom á daginn að í Bandaríkjun- um verða helmingi fleiri stúíkur ófrískar á aldrinum 15-19 ára en í Bretlandi og þrisvar sinnum fleiri en í Svíþjóð og Frakklandi. Bæði fæðingar og fóstureyðingar á þessum aldri eru a.m.k. tvisvar og allt upp í níu sinnum algengari í Bandaríkjunum en í evrópskum velferðarþjóðfélögum. Styrkir eða ekki styrkir við einstæðar mæður koma þessu máli ekkert við, segir rannsóknin. Staðhæf- ingin um að ungar og einstæðar konur eignist börn vegna styrkja er bull: í þeim löndum sem Bandaríkin eru borin saman við er fyrirgreiðsla við mæður og þá einstæðar mæður yfirleitt miklu betri en í Bandaríkjunum. Newsweek segir, að ástæðan fyrir því að svo miklu munar á Bandaríkjunum og þeim löndum sem höfð eru til samanburðar sé fyrst og fremst sú, að kynlíf, sér- staklega kynlíf unglinga, sé miklu þvingaðra og háð boðum og bönnum en í hinum löndunum. í flóttamanna- samtökum Það er verið að tala um það í blöðum hvort Alþýðubandalagið eigi heima í Öðru alþjóðasam- bandinu eða ekki. Jón Baldvin formaður Alþýðuflokksins segir í því tilefni á þá leið, að Alþýðu- bandalagið hafi um nokkurt skeið verið „eins konar pólitísk flóttamannasamtök, á flótta frá fortið sinni". Sjálfsagt finnst mörgum þetta bölvuð skilgreining, en svo þarf alls ekki að vera. Alþýðubanda- lagið er pólitísk flóttamanna- samtök að verulegu leyti þótt ekki væri nema vegna þess að í flestum kynslóðum Alþýðu- bandalagsmanna er mikið af fólki sem hóf feril sinn í Alþýðu- flokknum en flúði þaðan undan miklum hægrisveiflum og öðrum leiðindum. Það fólk átti sér pólit- íska fortíð sem það flúði, sem betur fer. Það er reyndar svo, að ef marka má Landnámu og aðrar ágætar bækur fornar, þá eru ís- lendingar í raun og veru einskon- ar pólitísk flóttamannasamtök undan norsku konungsvaldi. Og þótt einhver kvartaði yfir því, að hann hefði gert „kröpp kaup“ í því að hreppa Kaldbak en láta akra - þá sneru menn ekki við aftur, heldur hófust handa í nýju landi. Nei, það er ekki sem óbest að vera í flóttamannasamtökum. Morgunblaðið skrifar lofgrein um járnblendiverksmiðjuna að Grundartanga í leiðara í gær. Hún er farin að græða, segir blað- ið. Það er Sverri Hermannssyni og skipulagssnilld hans að þakka, segir blaðið. Hér er komin fyrir- myndin fyrir aðra, segir blaðið. Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga er spor inn í hina sælu framtíð samvirkrar blöndu menntunar, þekkingar, fram- taks, vinnu og fjármagns. Það er nú svo. Nú hefur Ólafur Ragnar minnt menn á það, að Járnblendifélagið greiðir ekki nema helming þess orkuverðs sem Álverið greiðir - og þar eftir miklu miklu minna en almenningur eða þá önnur fyrir- tæki. Ef þeir á Grundartanga borguðu svipað og álverið væri þessi framtíðararður Morgun- blaðsins kominn til Landsvirkj- unar. Og almenningur þyrfti þá ekki að borga hina glæstu fram- tíðarsýn Morgunblaðsins niður með háu orkuverði í þeim mæli sem nú gerist. í fyrrnefndum leiðara er að sönnu minnst á það einu orði að Járnblendifélagið borgi lágt orkuverð. En manni sýnist helst af þeirri klausu, að annaðhvort skipti það engu máli - eða þá að þetta fírnalága verð sé enn eitt snilldarbragð Sverris Hermanns- sonar iðnaðarráðherra. -ÁB DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviíjans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8lustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglý8inga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. • Áskriftarverð á mánuðl: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 29. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.