Þjóðviljinn - 29.03.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 29.03.1985, Side 6
AUGLÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi (fjárlögunum fyrir árið 1985 er 1,4 millj. kr. fjárveiting, sem ætluð ertil styrktar leikstarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjár- veitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Umsóknir sendist Menntamálaráðuneytinu fyrir 10. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 27. mars 1985. agfc, Laust embætti |9§ sem forseti íslands veitir Embætti prófessors í lyfjagerðarfræði í læknadeild Háskóla íslands (lyfjafræði lyfsala) er lausttil umsókn- ar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 25. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 27. mars 1985. Tölvuútboð Alþingis Alþingi óskar eftir að kaupa 14 einka- tölvurog viðeigandi búnað til ritvinnslu og spjaldskrárvinnslu. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu Alþingis frá kl. 10 mánudaginn 1. apríl og verða skýrð á fundi í Vonarstræti 12, kl. 10 þriðjudaginn 2. apríl. Tilboð verða opn- uð á skrifstofu forseta sameinaðs Al- þingis kl. 10 mánudaginn 29. apríl n.k. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 Sáttmálasjóður Umsóknir um styrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors fyrir 1. maí 1985. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-19, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskóla- ráði, liggja frammi í skrifstofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. Rektor Háskóla íslands Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavíkur halda skemmtifund og félagsvist fyrir eldri félagsmenn laugardaginn 30. mars kl. 15 í Lindarbæ, Lindargötu 9. Stjórnir félaganna. ÞJÓDMÁL Fjallkóngar iðnaðarráðherra hafa ekki haft erindi sem erfiði í leit sinni að erlendum samstarfsaðila um Kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Kísilmálmverksmiðjan Enginn arangur hjá stóriöjunefnd Ráðherra neitar að gefa alþingi upplýsingar um gang viðrœðna við erlendfyrirtœki Eftir 22ja mánaða leit Sverris Hermannssonar að erlendum samstarfsaðiia um byggingu og rekstur Kísilmálmverksmiðju í Reyðarfirði, er málið enn í sömu óvissunni. Ráðherra neitaði á þriðjudag að gefa alþingi upplýs- ingar um við hvaða erlenda aðila hefði verið rætt og hvað hefði komið fram í þeim viðræðum. Hann sagði aðeins að þeir væru hátt á annan tug og væru ekki reiðubúnir til að ganga til samn- inga á grundvelli 18 millidala raf- orkuverðs, en við það eru arð- semisútreikningar verksmiðj- unnar miðaðir. Ekki hafa verið gerð formleg tilboð um annað raforkuverð eða breytta eignar- aðild, en Sverrir kvaðst reiðubú- inn til að beita sér fyrir laga- setningu um meirihlutaeign út- lendinga í verksmiðjunni ef þeir óskuðu þess. Það var Helgi Seljan sem hóf umræðuna með fyrirspurn um gang viðræðnanna. Hann benti á að það skipti miklu fyrir íbúa við Reyðarfjörð hvað úr þessu máli yrði og að úrslit þyrftu að fara að fást. f fjölmiðlum hefði oftlega verið sagt frá hinu og þessu fyrir- tækinu sem verið væri að ræða við og jafnvel látið í veðri vaka að málið væri að komast í höfn. Eftir Það skiptir miklu fyrir íbúa Reyðar- fjaröar hver úrslit þessa máls verða, sagði Helgi Seljan á alþingi. 22ja mánaða meðgöngutíma væri eðlilegt að ráðherra gæfi alþingi skýrslu, en hún hefði verið sorg- lega rýr, þar sem hann kysi að skýla árangursleysi sínu bak við leynd sem viðkomandi aðilum hefði verið lofað. Síðan sagði Helgi: „í kosninga- baráttunni fyrir austan var mikið talað um að hægt gengi, en það myndi nú breytast ef aðrir tækju við. Nú eru fjallkóngur þeirra leitarmanna, Birgir ísleifur Gunnarsson og aðrir nefndar- menn búnir að þeytast út um allar holtagrundir til að leita að til- tækum aðila til að framkvæma óskastefnu iðnaðarráðherra, en án árangurs. Og nú kemur fram að það er orkuverðið sem er hindrunin. Auðvitað viljaútlend- ingar þrýsta 18 millidalaverðinu niður m.a. í ljósi þeirra samninga sem gerðir hafa verið við Alusu- isse. Ég skil mætavel að þeir kæri sig ekki um að fara upp fyrir það verð sem ráðherra þótti þar hæfi- legt,“ sagði Helgi. - ÁI. Ragnhildur Hundsar samþykkt alþingis Ekki ennfarið að kanna kostnað við einsetinn skóla ári eftir að alþingi samþykkti að það skyldi gert Þann 10. apríl nk. er liðið heilt ár frá því alþingi samþykkti þingsályktunartillögu frá Guð- rúnu Helgadóttur um að könnun skyldi gerð á kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga við einsetningu skóla, samfelldan skóladag og máltíðir í skólum landsins. Niðurstöðurnar átti að leggja fyrir yfirstandandi þing, en könnunin er ekki farin af stað, ennþá! Þetta kom m.a. fram í umræð- um á alþingi vegna fyrirspurnar Guðrúnar um hvað framkvæmd þingsályktunarinnar liði. Ragn- hildur Helgadóttir menntamála- ráðherra sagðist hafa vísað fram- kvæmdinni til nefndar sem er að kanna tengsl heimila og skóla og Salóme Þorkelsdóttir er formað- ur fyrir. Nefndin hefur rætt málið á einum fundi með fræðslu- stjórum landSins og er beðið eftir tillögum frá þeim um hvernig best væri að kanna þessi mál. Fyrr verður ekkert gert, sagði Sa- lóme. Guðrún Helgadóttir og Eiður Guðnason gagnrýndu þessa málsmeðferð ráðherra harðlega. Nefndinni væri ætlað allt annað hlutverk, m.a. að stuðla að sam- heldni fjölskyldunnar og það væri ekkert annað en að drepa málinu á dreif að vísa þingsályktuninni þangað. Nefndin hefði unnið ágætt starf á allt öðru sviði, og spurning væri hvort alþingi ætti að láta bjóða sér að ráðherra hundsaði samþykktír þess á þennan hátt. - ÁI. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.