Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI T. SKRETTING A/S óskar að ráða fóðurráðgjafa til starfa á íslandi. Starfið krefst mikilla ferðalaga og getur m.a. falið í sér verkefni í Færeyjum. Megin viðfangsefni verða: - Sala á fóðurvörum og tækjum til fiskeldis og loð- dýraræktar. - Ráðgjöf um fóður og fóðurnotkun. - Hafa samband við viðskiptavini með heimsóknum og símleiðis. - Að fylgjast með þróun fiskeldis og loðdýrabúskapar og veita ráðgjöf og þjónustu á þessum sviðum. Skrifstofuaðstaða verður í tengslum við samstarfsað- ila okkar, Síldarverksmiðjuna í Krossanesi, en ráðgert er að hefja þar framleiðslu á laxafóðri þegar markaðs- aðstæður leyfa. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af fiskeldi og menntun á einhverju eftirtalinna sviða: sjávarút- vegsfræði, búfræði, líffræði eða lífefnafræði. Önnur nauðsynleg þjálfun og þekking verður veitt, m.a. með dvöl í Noregi. T. Skretting A/S er'norskt fyrirtæki sem framleiðir yfir 100 tegundir fóðurblandna fyrir húsdýr og eldisfisk. Fyrirtækið framleiðir árlega yfir 80.000 tonn af kjarnfóðri og fiskfóðri og er nú stærsti fiskfóðurframleiðandi á Norðurlöndum. Árið 1984 var velta T. Skretting A/S 358 milljónir norskra króna og starfsmenn eru nú 130. Fyrirtækið framleiðir fóðurvörur í háum gæðaflokki og reynir með framleiðslu sinni og ráðgjöf aö stuðla að sem hagkvæmustum rekstri hjá hverjum ein- stökum viðskiptavini. Áhersla er lögð á góða vinnuaðstöðu og leitast er við að búa starfsmönnum gott umhverfi. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar hf. í síma 96-26200, samband skal haft við Finnboga Jónsson, framkvæmdastjóra, eða hjá T. Skretting A/S í síma 9047-4-586000, samband skal haft við Torgeir Skretting, framkvæmdastjóra eða Finn Hallingstad, markaðsstjóra. Skrifleg umsókn sendist fyrir 1. maí nk. til: Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600 AKUREYFtl. T. SKRETTING A/S. €k Sankti Jósefsspítali f Landakoti Félagsráðgjafi óskast hálfan daginn helst frá 1. júní. Upplýsingar gefur félagsráðgjafi spítalans í síma 19600 kl. 8-12. Auglýsing varðandi ríkisborgararétt barna Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt öðl- ast skilgetin börn, fædd 1. júlí 1982 og síðar, sjálfkrafta íslenskt ríkisfang við fæðingu, ef annað hvort faðir þess eða móðir er íslenskur ríkisborgari. Fyrir 1. júlí 1982 öðluðust skilgetin börn að jafnaði því aðeins íslenskt ríkisfang við fæðingu, ef faðir þess var íslenskur ríkisborgari. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 49/1982 um breyting á lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt get- ur skilgetið barn íslenskrar móður, sem fætt er fyrir 1. júlí 1982, fengið íslenskt ríkisfang, enda gefi móðir barnsins um það skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en 30. júní 1985. Skilyrði þessa er að móðir barnsins hafi verið íslensk við fæðingu þess og sé það þegar yfiriýsingin er gefin, og að barnið sé þá innan 18 ára aldurs. Barn, sem orðið er 15 ára þegar yfirlýsingin er gefin, þarf að lýsa samþykki sínu svo að hún sé gild. Samkvæmt þessu getur íslensk móðir skilgetin barns, sem fætt er fyrir 1. júlí 1982 og ekki er orðið 18 ára, gefið skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins um að hún óski þess að barnið fái íslenskan ríkisborg- ararétt. í yfirlýsingu móður skal koma fram, að hún hafi verið íslenskur ríkisborgari við fæðingu barnsins og að hún sé það þegar yfirlýsingin er gefin. Yfiriýsingin skal og greina ríkisborgararétt barnsins. Yfirlýsingu þarf að fylgja hjúskaparvottorð móður og fæðingarvottorð barnsins, svo og samþykki þess, ef það er orðið 15 ára. Athygli er vakin á því að frestur til að gefa yfirlýs- ingu þessa efnis til dómsmálaráðuneytisins renn- ur út 30. júní 1985. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 18. apríl 1985. /tttfrœðigetraun 14 Að þessu sinni á að finna út afa 6 manns. Á myndum 1-6 eru afarnir en á myndum 7-12 eru barnabörn þeirra. Spurn- ingin er þá bara hver er afi hvers. Er t.d. Ágúst Kvaran leikstjóri afi Þorsteins Gunn- arssonar leikhússtjóra eða 1. Björn E. Árnason lögg.endurskoð- andi 2. Einar Benediktsson skáld 3. ÓlafurThorsfor- ] sætisráðherra kannski Sigurðar Pálssonar leikritaskálds? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, merktar Ættfræðigetraun 14 og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birtast í næsta sunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. 4. PéturMagnússon ráðherra 5. Þorleifur Jónsson alþingismaðurí Hólum 6. Þorsteinn Þor- steinsson skipstjóri í Þórshamri Verðlaunabókin Með kveðju frá Dublin Með kveðju frá Dublin er verðlaunabókin í ættfræðiget- rauninni að þessu sinni. Þessi sér- stæða skáldsaga kom út sem Uglubók hjá Máli og menningu fyrir sl. jól. Þetta er spennu- þrungin mögnuð ástarsaga með heimsósómann stríðan undir niðri og tilvistarkreppu mannkynsins á öldutoppum. Hún er „svaka góð“ einsog ung- lingarnir segja, - og enginn átti heldur á öðru von, því höfundur- 7. Jakob Magnússon leikstjóri og tónlist- arm. 8. Jón L. Árnason skákmeistari 9. OddurBenedikts- son stærðfræði- doktor 10. Sigurður Pálsson skáld 11. Þorsteinn Gunn- arsson leikhús- stjóri 12. Þorsteinn Þor- steinson frkvstj. Coldwater í Bandaríkjunum inn er enginn annar en Árni komið út skáldsagan Geirfugl- Bergmann ritstjóri á Þjóðviljan- arnir og lífsreynslusagan Mið- um. Af hans hendi hefur áður vikudagur í Moskvu. Lausn á œttfrœðigetraun 13 Dregið hefur verið úr réttum lausnum sem bárust við ættfræði- getraun 13 og kom upp nafn Þóru Ásu Guðjónssen, Háagerði 15, Reykjavík. Rétt svör voru þessi: 1. Helgi Helgason fréttamað- ur er kvæntur Asdísi, dóttur Ás- mundar Sveinssonar mynd- höggvara. 2. Styrmir Gunnarsson er kvæntur Sigrúnu, dóttur Finn- boga Rúts Valdimarssonar bankastjóra. 3. Dagur Þorleifsson sagnfræð- ingur er kvæntur Ingibjörgu, dóttur Hjartar Eldjárns Þórarins- sonar á Tjörn. 4. Helgi H. Jónsson fréttamað- ur er kvæntur Helgu, dóttur Jóns Skaftasonar borgarfógeta. 5. Gestur Steinþórsson skatt- stjóri er kvæntur Drífu, dóttur Páls Hallgrímssonar fv. sýslu- manns. 6. Finnur Torfi Stefánsson lög- fræðingur er kvæntur Eddu, dótt- ur Þórarins Guðnasonar læknis. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.