Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 14
STYRKIR ÚR MENNINGAR- OG FRAMFARASJÓÐI LUDVIGS STORR Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr fyrir árið 1985. Sjóðurinn var formlega stofn- aður árið 1979, en tilgangur hans er eins og stendur í skipulagsskrá: „Að stuðla að fram- förum á sviði jarðefnafræða, byggingariðn- aðar og skipasmíða með því að styrkja vís- indamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræð- inga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðar- menn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnar- efnum í þessum greinum." Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Há- skólans og ber að skila umsóknum fyrir 20. maí nk. AJþýðubankinn hff Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1985 verður hald- inn í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, laugardaginn 27. apríl 1985 og hefst kl. 13:30. DAGSKRÁ: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 18. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. c) Tillaga um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 23., 24. og 26. apríl næstkomandi. F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Benedikt Davíðsson, formaður. Þórunn Valdimarsdóttir, ritari. Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og Ijósmóður til sumarafleysinga. Gott húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-1386. SÓFINN B/ELDUR Ég hefi verið að ganga úti í góða veðrinu. Mér fundust allir menn fallegir og jafnvel góðir og ég var löngu búinn að fyrirgefa bankastjórnunum bflana þeirra og einkaforstjórunum allar mút- ugjafir og skuggabrask. En þá bar skugga á sem ég verð að minnast hér á. Það gekk að mér kona, sem mér hefur alltaf litist vel á og býr ein í næsta húsi. Og hún sagði si sona: Þú ert bara orðinn ansi þrif- legur! Hún ætlaði náttúrlega að vera kurteis og kannski jákvæð, en samt var þetta svo sárt eins og rekinn hefði verið hnífur í belg- inn á mér og sjálfsvitundina um leið. Ég er nefnilega svolítið feitur og hefi alltaf verið það. Ég er svona tíu fimmtán kfló yfir óska- þyngdinni. Niður með megrunarauðvaldíð Ég man enn þá sælu daga, þeg- ar hver maður át feitt kjöt og þambaði almennilega mjólk og steikti físki í sméri. Allir undu glaðir við sitt. En auðvaldið getur aldrei séð alþýðuna í friði við sínar saklausu skemmtanir, ég segi það bara. Ef það er ekki hergagnaauðvaldið þá er það brennivínsauðvaldið. Og ef það er ekki brennivíns- auðvaldið sem gerir okkur lífið leitt, þá er það megrunarauð- valdið. Það er þetta megrunarauðvald sem hefur fundið það upp, að hver sá sem ekki hefur óska- þyngd sé ekki bara dauðans matur löngu fyrir tímann. Það væri nú sök sér. Nei. Sá sem er í feitara lagi, hann er hlægilegur og aumkunarverður, honum er ekki treystandi (hann vantar þennan andskotans sjálfsaga, eða hvað það nú heitir) hann er líka óhæfur til ásta. Kannanir leiða í ljós að það eru bara mjóar konur sem hafa kynþokka. Kannanir leiða í ljós að þeir karlar einir vekja hrifningu kvenna sem hafa hvorki rass né maga. Ég er að vísu viss um að þetta er lygi og aldrei hefi ég farið af þeirri heilbrigðu skoðun, að það geti aldrei orðið of mikið af góðri konu. Og ég hef aldrei getað þol- að þessar fyrirsæturenglur, sem minna mig einatt á njálg í yfirliði. En það trúir mér enginn. Megr- unarauðvaldið hefur búið til skoðanakannanir með leiðandi spurningum sem falsa allar niður- stöður. Og svo endar allt með því að það eru ekki einu sinni saumuð á okkur föt, því allt er miðað við einhverja mjóna. Ja svei því! Meðan ég var að hugsa svona sé ég þýskt blað í búðarglugga og það var um feitt fólk svo ég keypti það strax. Og viti menn: sólin skein þá ekki til einskis. Þetta þýska blað sálfur Spiegel, sagði nefnilega að ég hefði alltaf haft rétt fyrir mér. Megrunarkúrarnir eru bara bisness og vitleysa. Þeir eru skaðleg íhlutun um efnaskipti mannsins. Þeir eru yfirleitt gagnslausir. Og meira að segja: það kemur í ljós með skýrslum og könnunum, að feitlagið fólk er einatt heilsubetra en horað. Það hefur betri taugar, það fremur sjaldnar sjálfsmorð og meltir bet- ur. Óskaþyngdin er eins og hver önnur vitleysa. Bættu við hana 20% og þér mun vel farnast! Það er eins og ég hefi alltaf sagt: þótt víða séu óvinir á fleti fyrir leynist vonin í enn fleiri stöðum. Líka fyrir okkur, þessa þybbnu. Ég ætla að horfa beint í augun á nágrannakonunni þegar ég mæti henni næst og segja það, sem hún langamma mín var vön að segja og hafði eftir ömmu sinni úr Móðuharðindunum: Meðan sá magri drepst, grenn- ist sá feiti! Hilmar AIÞÝDUBANDAIAGIÐ Kvennafylkingin Morgunrabb á laugardegi Hittumst í morgunkaffi kl. 11 - 14 á laugardaginn. Stefnuumræðan Konur á Akureyri og nágrenni Fundur verður haldinn í kvennahópnum sunnudaginn 21. apríl kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Svanfríður og Sigríður segja frá kvennastefnunni og rætt verður um fyrirhugaða fundaröð kvenna í Alþýðubandalaginu. Allar konur velkomnar. Samráðsnefnd um stefnuumræðu er kvödd saman til fundar þriðjudaginn 23. apríl kl 17.15. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Stokkseyrarferð Sumardaginn fyrsta Á vegum spilahóps ABR verður efnt til ferðar til Eyrarbakkaog Stokkseyrar á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl nk. Lagt verður af stað f rá Hverfis- götu 105 kl. 13. Margrét Frí- mannsdóttir oddviti á Stokkseyri tekur á móti hópnum og býður í kaffi. Leiðsögumaður er Hjalti Kristgeirsson. Þeir, sem hafa áhuga á að slást með í ferðina þurfa að láta skrá sig á skrifstofu Alþýðubandalagsins, sími 17500. Kostnaður á bilinu 150- 200 kr. Iþýðubandalagið Hafnarfirði æjarmálaráð jndur í Bæjarmálaráði ABH mánudaginn 29. apríl kl. 20.30 í <álanum Strandgötu 41. QtiiSrnin ndirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund. Fjölmennið ° ' Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur 2. deildar Aðalfundur 2. deildar ABR verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.30 í Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn. Stjórnin. Alþýðubandalagið Borgarnesi Opið hús í Röðli Alþýðubandalagið í Borgarnesi heldur opið hús í Röðli, föstudag- inn 26. apríl kl. 20.30. Umræðuefni: Baráttuleið verkalýðsins eða stéttasamvinna? Gestir kvöldsins verða Pótur Tyrfingsson og Már Guðmundsson. Fólagar og stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna. Allir velkomnir. Pétur Már. Stjórnarfundur Fundur I stjórn ÆFR verður haldinn sunnudaginn 21. apríl kl. 17.00. Rætt verður um 1. maí, störf nefnda og fleira. Fundurinn er opinn öllum félögum í Æskulýðsfylkingu Alþýöubandalagsins. Stjórnin Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Fyrirlestur Á sunnudaginn 21. apríl nk. kl. 14.00 kemur dr. Oleg Resevsky prófessor í sagnfræði I heimsókn og heldur fyrirlestur um sögulegt framlag Sovétríkjanna til sigurs yfir nasismanum. Fundarstjóri verður Einar Bragason. Allir eru hvattir til að mæta. Stjórnin. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.