Þjóðviljinn - 01.05.1985, Side 1
1- MAÍ
ÞJÓÐMÁL
MENNING
Fjölmiðlar
Fjöldauppsagnir á NT
Magnús Ólafsson ritstjórisagði upp störfum í gœrmorgun. Ágreiningur um reksturinn.
Síðla gœrdagsins fengu 6 aðrir á ritstjórn uppsagnarbréf. 13 manns á
ritstjórninni hœtta störfum. Öánœgjaá blaðinu. Blaðamaður á NT: Sovéskt hreinsunarkerfi
Astæðurnar eru fyrst og fremst
ágreiningur milli mín og
stjórnarinnar um rekstrarleg
málefni blaðsins, sagði Magnús
Ólafsson ritstjóri NT, sem sagði
upp störfum sínum á fundi stjórn-
arinnar í gærmorgun. Nokkrir
blaðamenn sögðu einnig upp
störfum en um fimmleytið í gær
var 6 mönnum á ritstjórninni sagt
upp. Þannig munu alls um 15
manns af ritstjórn NT hætta
störfum í sumar auk þess sem 6 til
viðbótar á öðrum deildum blaðs-
ins var fenginn reisupassinn í
gær.
„í minni uppsögn tilgreini ég
hættuna á gjaldþroti og blaða-
dauða,” sagði einn blaðamann-
anna í viðtali við Þjóðviljann í
gær. Annar sem fékk uppsagn-
arbréf kailaði þessar aðfarir „sov-
éskt hreinsunarkerfi”. Gífurleg
reiði rfkti meðal starfsmanna
blaðsins í gær.
Einsog kunnugt er hefur rekst-
ur NT gengið fremur illa uppá
síðkastið og stjórnin tók ákvörð-
un um að hætta mánudagsútgáfu
blaðsins fyrir skömmu. Hún hef-
ur gert kröfur um frekari niður-
skurð við misjafnar undirtektir á
blaðinu.
Þá hefur ýmsum starfsmönn-
um blaðsins gengið erfiðlega að
fá laun sín greidd og hefur gætt
mikillar óánægju vegna þess.
Stjórnarmenn í NT eru m.a.
þeir Einar Birnir stórkaupmað-
ur, Haukur Ingibergsson fram-
kvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins, Þorsteinn Ólafsson úr
SÍS og Hákon Sigurgrímsson
stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda.
Allt frá því í verkfallinu í haust
hefur gætt ágreinings milli rit-
stjóra og stjórnar hlutafélagsins.
Þá hafði náðst samkomulag milli
prentara og þeirra dagblaða sem
koma út hjá Biaðaprenti, en
stjórn hlutafélagsins felldi slíkt
samkomulag. I Framsóknar-
flokknum hefur og gætt nokkurr-
ar óánægju með frelsistilburði á
ritstjórninni. Magnús Ólafsson
kvaðst hafa tilgreint mjög ítar-
lega í uppsögn sinni ástæður
hennar, en að svo komnu máli
vildi hann ekki fara ítarlegar útí
þá sálma.
úg.
1. maí
Tveir fundir
í Reykjavík
Tveir fundir verða í Reykjavík
að aflokinni kröfugöngu; annar á
vegum Samtaka kvenna á vinn-
umarkaði niður á Hallærisplani,
en hinn á vegum fulltrúaráðsfé-
laganna í Reykjavík niður á
Lækjartorgi.
Safnast verður saman á
Hlemmtorgi kl. 13.30 og gengið
þaðan niður Laugaveginn í mið-
bæinn. Þar mun gangan væntan-
lega tvístrast á tvo fundi á Hallær-
isplaninu og á Lækjartorgi. Eftir
það mun vera boðið uppá kaffi,
svosem að Hverfisgötu 105 hjá
Alþýðubandalaginu. Um kvöldið
verður þar einnig boðað til fagn-
aðar á vegum Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík.
Reyndar geta þeir sem vilja
farið þegar á stúfana í fyrramálið
þarsem herstöðvaandstæðingar
verða með kaffi í nýju húsnæði
sínu að Mjölnisholti 14. hæð
(gengið inn frá Brautarholti).
Húsnæðið verður opnað kl. 10.30
f.h. í Þjóðviljanum í dag greinir
frá ýmsu öðru víða um landið á
þessum baráttudegi.
í tilefni baráttudagsins sendum
við lesendum og launafólki öllu
heitar kveðjur með orðum skáld-
sins um hina ungbornu tíð:
Heimtar kotungum rétt og hin
kúgaða stétt/hristir klafann og sér
að hún er voldug og sterk.
Neðanjarðarhagkerfið
Okurstarfsemi með verðbréf
Benedikt Guðbjörnsson lögfrœðingur Landsbankans:
Viðskipti með nafnlaus verðbréf stangast á við Ólafslög og opna smugu til okurlánastarfsemi
rátt fyrir ótvíræð ákvæði Ól-
afslaga frá 10. aprfl 1979 um
að verðtryggðar sparifjárkröfur
eða skuldbindingar skuli ætíð
skráðar á nafn er það samkvæmt
heimildum Þjóðviljans viðtekin
regla á íslenska verðbréfamark-
aðnum að slík skuldabréf séu fram-
seld eyðuframsali eða á hand-
hafa án þess að nafn kaupandans
komi nokkurn tíma fram. Slík
verðbréf ganga oft kaupum og
sölum með afTöllum á milli fjár-
málaspekúlanta án þess að þau
viðskipti komi nokkurn tíma
fram opinberlega. Þjóðviljinn
hefur áreiðanlegar heimildir um
þessa viðskiptahætti, þar sem
fjársterkir aðilar notfæra sér
neyð almennings til okurlána-
starfsemi.
„Ég veit aö þessi starfsemi
tíðkast í stórum stíl, og þessi við-
skiptamáti opnar mönnum leið til
að fara framhjá okurlögunum,”
sagði Benedikt Guðbjörnsson
lögfræðingur Landsbankans í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Benedikt sagði að hér á landi
hefði þróast neðanjarðarmark-
aður með verðtryggð skuldabréf
sem væri að nokkru leyti hlið-
stæður þeim bflaviðskiptum, sem
voru algeng hér á landi í eina tíð,
þar sem menn seldu bfla sína með
óútfylltu afsali. Bfllinn var síðan
seldur þriðja aðila án þess að
milliliðurinn kæmi nokkurs stað-
ar fram í viðskiptunum. Benedikt
sagði að slík viðskipti hefðu á sín-
um tíma verið dæmd ólögmæt.
Benedikt sagði það algengt að
menn seldu verðtryggð skulda-
bréf og gæfu viðtakenda umboð
til að fylla út nafn eiganda bréfs-
ins. Með slíkum viðskiptum gefst
engin trygging fyrir því að bréfið
hafi ekki gengið á milli tveggja
eða fjögurra aðila áður en það
kemur í innheimtu, sagði Bene-
dikt, og það stríðir gegn umrædd-
um lögum um að útgáfa eða fram-
sal slíkra bréfa skuli ætíð vera á
nafn.
-ólg.