Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 8
MENNING Kötturinn slóttugi Leikfélag Akureyrar sýnir: KÖTTURINN SEM FÓR SÍNAR EIGIN LEIÐIR eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd: Messiana Tómasdóttir. Ólafur Haukur hefur gert svo- h'tið leikrit upp úr einni af hinum frábæru sögum Rudyards Kipling um dýr og menn og hvernig sam- skipti þeirra hafa þróast í tímans rás. Hér er sagt frá því hvernig siðmenningin heldur innreið sína, en það gerist auðvitað þegar konan kemur til sögunnar. Fram að því voru öll dýrin villt og mað- urinn sömuleiðis. Þá var hins veg- ar numið úr honum rifbein og af því gerð kona sem freistaði hans með alls kyns lífsgæðum til að láta af villimennsku sinni og ger- ast taminn hellisbúi. Konan beitti sfðan hundinn, hestinn og kúna sömu brögðum, fékk þau til að þjóna sér gegn borgun í fríðu. Eina dýrið sem ekki lét temja sig var kötturinn, en með klækjum tókst honum að gera einstakan samning við konuna, þ.e. njóta allra lífsgæðanna en varðveita þó frelsið sem hin dýrin höfðu látið af hendi. Þetta er skemmtileg og heill- andi saga sem segir okkur margt um lífsgæðin og frelsið og hvernig siðmenningin byggist á því að af- sala sér ákveðnum hlutum og fá aðra í staðinn. Persónur eru mótaðar skýrum og skemmti- legum dráttum, einkum maður- inn, konan og kötturinn, og það eru nokkuð góðir sprettir í text- anum, en hann hefði vel þolað rækilegri úrvinnslu og meiri upp- áfinningasemi af hendi höfundar, en henni vitum við að Ólafur Haukur hefur töluvert af. Eink- um er bagalegt hvað endirinn er snubbóttur, það er einsog leikrit- ið gufi bara allt í einu upp. Það sem vegur upp á móti þess- um vanköntum er annars vegar skemmtilegir söngvar Ólafs Hauks en hins vegar uppáfinn- ingasöm og skemmtileg uppsetn- ing Sigrúnar Valbergsdóttur. Messíana Tómasdóttir gerir leikmyndina og fylgdi með í þeim kaupum að hún varð að gera hana utanum leikmyndina fyrir Piaf. Það leysir hún með því að klæða þá leikmynd skemmti- legum efnum og árangurinn verð- ur afar skemmtilegt leiksvæði á mörgum hæðum og pöllum, sem Sigrún notfærir sér vel til að gera sýninguna hreyfanlega og til- breytingarríka. Búningar eru sér- lega vel unnir og ýmsir leikmunir bera vott um skopskyn og hug- myndaflug. Allir leikaramir standa vel fyrir sínu. Þráinn Karlsson gerir manninn skemmtilega sjálfbirg- ingslegan, hégómlegan og mátu- lega heimskan. Theodór Jú- líusson er kattliðugur, kankvís og slóttugur í hlutverki kattarins, Marínó Þorsteinsson yndislega hundslegur og þjónslundaður í sínu hlutverki, og Pétur Eggerz og Sunna Borg hafa fallegar hreyfíngar og skemmtileg gervi sem hestur og kýr. Þá er Þórey Aðalsteinsdóttir einkar klæk- indaleg og kvenleg í sínu hlut- verki, og Rósberg Snædal leikur bamið með sannfærandi og hroðalegum orgum og skemmti- legum hreyfingum. Þetta er vel útfærð sýning sem hlýtur að orka sterkt á ímyndunarafl og hugsun barna sem fullorðinna, en hún hefði vel getað borið töluvert meiri og fjöl- breytilegri texta. Sverrir Hólmarsson. Stökur Þingeyingar hafa átt og eiga marga snjalla hagyröinga. Einn af þeim er Snorri Gunn- iaugsson bóndi á Geitafelli. Allir vísnavinir í Þingeyjarsýsl- um kannast við Snorra á Geitafelli eins og hann er jafn- an nefndur og vísur eftir hann hafa birst í Víkurblaðinu á Húsavík. Snorri erorðinn 82 ára gamall og er hættur að standa fyrir búi en sonur hans ertekinn við búskap áGeita- felli. En lítum þá á nokkrar vís- urSnorra. Þessi vísa er ort um tólf bama faðir. Brakaði lengi í reiða og rá rétt þó gengi að stíma. Lífsirts strengi lék hann á langan fengi tíma. Snorri heyrði á tal tveggja manna sem vildu komast á loðnu- bát: Eftur hverju eruð þið ungu menn að bíða? Á þurru landi loðnumið leynast furðu víða. Svona yrkir Snorri um björtu hliðar tilvemnnar. Þó að sitthvað þyki að þá mun lífið sanna, að samt er enn á sínum stað sálargöfgi manna. Starfsbræður Snorra munu ef- laust flestir taka undir með hon- um þegar hann segir: Bóndann varla bugað fá björg þó falli í vegi. Bóndann kalla annir á áður en hallar degi. Frekast em það bændur sem yrkja þannig: Oft er svalt um sumarmál svellalög um flóann. Seinn gœgist gróðurnál gegnum sinuþófann. Þegar jarðýtur djöfluðust við gerð Kísilvegarins í túni Snorra orti hann: Kísillœtin leiðast mér landið tcetist niður, þar við bætist að hér er enginn nœturfriður. Snorri hefur alla tíð verið mik- ill hestamaður og sem slíkur að sjálfsögðu ort hestavísur eins og til að mynda þessa: Blœrinn strýkur hvíta kinn hvetur góða Sörla minn, er stígur vikivakann sinn, viljugur og ganglaginn. Einhvem tímann rétt fyrir jólin var Snorri staddur í verslun á Húsavík, þar var kaffikanna á miðju gólfí og Snorra var sagt af afgreiðslustúlku að hann fengi ekki sopa nema hann kæmi með góða vísu, jólavísu: Að því marki mun ég keppa meðan í mér leynist sinna að ég megi aðeins skreppa inná milli lœra þinna. Snorri hefur lagt svo fyrir að við útför hans verði aðeins þetta sagt og ekki orð meira: Ævivinur Ijóðs og lagsins lagði úr vör með forgangsharði, aðrir voru í önnum dagsins, enginn granni fylgdi úr hlaði. Á öllum sviðum visinn var ’ann, verkasmár og hvergi laginn, ekki í neinu af öðrum bar ’ann enda gleymdur sama daginn. Snorri hefur alltaf haft gaman af að dansa, en segist nú vera hættur að fara á böll. Síðast þegar hann fór á dansleik orti hann þessa vísu: Þó ég reyni að horfa hátt, og hreykja mér í sollinn, verður alltaf ósköp lágt uppá tómann kollinn. Við kveðjum Snorra á Geita- felli með vísu sem hann orti til konu sinnar einhverju sinni um sauðburðinn, þegar þau vom orðin þreytt, en hún taldi of snemmt að fara að sofa, margt væri ógert: Þú ert dugleg, það ég finn, þú skaltfá að ráða. Nœgir annar armur þinn á við mína báða. - S.dór. „Rosberg Snædal leikur bamið með sannfærandi og hroðalegum orðum og skemmtilegum hreyfingum.“ Leiðinlegt Bostonfólk BOSTONFÓLKH) (The Bostonians) Bandaríkin 1984. Leikstjóm: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabwala (eftir skáldsögu Henry James). Leikarar: Vanessa Redgrave, Christ- opher Reeve, Jessica Tandy o.fl. James Ivory leikstjóri mun hafa skilað af sér nokkrum þokkalegum kvikmyndum, þará- meðal einni (The Europeans) sem byggð er á sögu eftir Henry James, bandarískan nítjánduald- arhöfund sem kjölfróðir bók- menntamenn tala um ósköp notalega. James Ivory leikstjóri hefði átt að hlífa okkur við nýjustu mynd sinni, Bostonfólkinu, sem Regn- boginn er enn að reyna að sýna í A-salnum. Ýmsir mikilhæfir karlpungar brugðust á sínum tíma við blásokkahreyfingunni af mikilhæfu ráðleysi og eðlilegum sálarháska. Þannig verður Strindberg til dæmis karl- og kvenfólki ennþá tilefni frjórra deilna um ótta, eðli og uppreisn. Bostonbók Henry James í þessari útgáfu James Ivory vekur nú- tímamanni hinsvegarþá huggun- arhugleiðingu eina saman að víðar sé pottur brotinn í leik- stjórn og handritsgerð en hér á Fróni. Hvað gengur mönnum til að kasta milljónum í jafnfráleitan efnivið? Þetta er sumsé eitthvað útfrá súffragettum kringum 1875; ást- arþríhyrningur þarsem uppþorn- uð kvenréttindajússa og myndar- legur karlhlunkur keppa um hylli ungrar fegurðardísar. Þrátt fyrir ágætan leik, sérstaklega Vanessu Redgrave, er áhorfandanum nánast alveg sama hvorumegin hryggjar skvísan liggur að lokum; og að leita innsýnar, upplýsinga, boðskapar, tilfinninga um við- fangsefni í þessari mynd er gamla sagan um nálina og heystakkinn. Enda gekk fólk af öllum gerðum út unnvörpum fyrir hlé og eftir. MÖRÐUR ÁRNASON Soldið skrítið að þetta skuli vera svona þreytandi. Þarna eru góðir leikarar, Vanessa, Reeve súpermaður, Linda litla Hunt og fleiri, fallegt umhverfi, smekkleg • kvikmyndataka. En eftir stendur ekki neitt nema helst endirinn sem er ennþá bjánalegri en happíend happí- endanna í Foringjanum og fyrir- manninum þegar Ríkarður Gere bar lágstéttarbrúðina á höndum sér útúr ljótu verksmiðjunni til hamingjunnar í millistéttareld- húsinu. ’Borgarnesdagar '85 Ingiríður Óskarsdóttir sýnd í Austurbœjarbíói í tengslum við „Borgarnes- dagana ’85“ sem byrja í Laugardalshöllinni 2. maí, mun leikdeild ungmennafé- lagsins Skallagríms í Borgar- nesi sýna í Reykjavík gaman- leikinn „IngiríðurÓskarsdótt- ir, eða Geiri djók snýr heim eftiralllangafjarveru“, eftir T rausta Jónsson veður- fræðing. Leikurinn verður sýndur tvisv- ar í Austurbæjarbíói föstudaginn 3. maí, kl. 20.30 og kl. 23.30. „Ingiríður" hefur verið sýnd hvorki meira né minna en 20 sinnum í Borgarnesi, við ágæta aðsókn og undirtektir. Hlutverk eru 9 en alls taka um 20 manns þátt í sýningunni. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sig- urðsson, tónlist og söngtextar eru eftir Bjarna Valtý Guðjónsson, útsetning eftir Bjöm Leifsson, sem einnig stjómar hljóm- sveitinni. - mhg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 1. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.