Þjóðviljinn - 01.05.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Page 3
_____________________FRÉTTIR________ Alþýðubankinn Viðbygging í portinu Stefán bankastjóri: hús Nýlistasafnsins ekki rifið nœstu árin Skipulagsnefnd borgarinnar hefur fyrir sinn hatt gefíð Al- þýðubankanum leyfí tU viðbygg- ingar í portinu bakvið hús bank- ans á horni Laugavegar og Vatns- stígs. Þar leigir Nýlistasafnið nú tvö gömul hús í eigu bankans. Er- indið á eftir að hljóta samþykki byggingarnefndar og umhverf- ismálanefndar. Að sögn Bene- dikts Davíðssonar bankaráðs- manns hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um byggingar þarna, og Stefán Gunnarsson bankastjóri telur víst að hús Ný- listasafnsins verði ekki rifíð á næstunni. 1979. Þau voru á sínum tíma höfuðstöðvar listahópsins í SÚM. í húsunum er nú hið eigin- lega Nýlistasafn og þrír sýning- arsalir. Á síðustu árum hafa leikfélög á hrakhólum fengið inni fyrir sýningar, Egg-leikhúsið og Álþýðuleikhúsið. Alþýðubank- inn hefur reynst safninu afar hugnanlegur leigusali og leigan lág, enda sjóðir „Nýló” ekki digr- ir. „Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda,” sagði Ólafur Lárusson formaður safnstjórnar- innar um nýtt leiguhúsnæði fyrir Nýlistasafnið. -m. Víkur nýlistin fyrir fjármunum alþýðunnar? Mynd: Valdís. Bláa lónið Biýn þörf á aðstöðu Hitaveita Suðurnesja kannar áhugann á að koma upp þjónustufyrir baðgesti í lóninu. 5 miljónirfyrir lágmarksaðstöðu Að sögn Stefáns er einkum til umræðu innan bankans að byggja í fyrstu um 100 fermetra hús áfast Laugavegshúsinu. Sú hugmynd gerir ekki ráð fyrir að gömul hús víki. „Það verður ekki næstu árin,” sagði Stefán, - en jafn- framt að ljóst væri að þessi hús stæðu ekki til eilífðarnóns. Bene- dikt sagði að bankinn væri fyrst og fremst að kanna viðhorf borg- arnefnda til bygginga í portinu. Þegar erindi bankans var af- greitt í skipulagsnefnd gerði Sig- urður Harðarson athugasemdir við að auka bankastarfsemi á þessu svæði. Hann taldi einnig að byggingarhugmyndum bankans væri að ýmsu leyti áfátt tækni- lega. Nýlistasafnið flutti inní gömlu húsin í Vatnsstígsportinu árið Hitaveita Suðurnesja mun á næstu dögum auglýsa eftir að- ilum sem vilja taka þátt í því að koma upp aðstöðu og þjónustu fyrir baðgesti við Bláa lónið í Svartsengi. ÖII aðstaða við lónið er mjög bágborin og brýn þörf á úrbótum því aðsókn að lóninu hefur mjög aukist og búist er við fjölda erlendra ferðamanna í sumar sem koma gagngert til að baða sig í lóninu. „Það er engin aðstaða sem mönnum er bjóðandi við lónið í dag og það verður að koma þess- um málum í lag. Það er spurning hvort Hitaveitan á að vera aðili að rekstri slíkrar þjónustu sem þama þarf að koma upp en við viljum í það minnsta láta kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því hjá einhverjum að koma einhverri aðstöðu upp við lónið,” sagði Júl- íus Jónsson skrifstofustjóri Hita- veitu Suðurnesja í gær. Stjórn Hitaveitunnar hefur látið gera áætlun varðandi hugs- anlega uppbyggingu við lónið fyrir baðgesti og er þar reiknað með að það kosti um 5 miljónir að koma málum í viðunandi horf. -*g- Skeiðarár- sandur hækkar Skeiðarársandur hefur hækk- að að meðaltali um 1,73 sentí- metra á ári frá árinu 1932, eða samtals 88 sentímetra. Þetta kemur fram £ síðasta hefti Náttúrufræðingsins. Þar er frá því greint, að árið 1932 hafi Helgi Arason á Fagurhólsmýri sett koparbolta í Borgarklett, sem er röskan kílómetra norður af Ing- ólfshöfða. Merkið var nákvæm- lega 1 meter ofan við sandinn. Þegar fjarlægðin var svo mæld síðast vom einungis tólf sentí- metrar ofan á sandinn þannig að hækkunin nemur 88 sentímetrum á þessum tíma. Þetta er órækur vitnisburður um að Skeiðarár- sandur er enn að hækka. ös. Skákmótið Meistara- áfangi hjá Karli? Áttunda umferð skákmótsins í Borgarnesi var tefld í gær. Jansa vann Hauk, Curt Hansen vann Dan Hanson, Karl Þorsteins vann Margeir en Guðmundur Sigur- jónsson og Morky gerðu jafntefli. Eftir 8 umferðir eru Jansa og Curt Hansen efstir með 6 vinn- inga. Guðmundur Sigurjónsson, Morky og Karl Þorsteins eru næstir með 5 vinninga. Að sögn Guðmundar Arn- laugssonar vantar Karl Þorsteins nú aðeins einn vinning úr þrem síðustu umferðunum til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. -ólg. Sovétríkin-41 ferð 1985 Mest ferðaúrval sem birst hefur. Við fljúgum alla föstu- dagaog sunnudaga. Til Kaupmannahafnar með Flug- leiðum og samdægurs eða daginn eftir til Sovétríkj- anna með stærstaflugfélagi heims, Aeroflot, þotuflug. Baðstrandarferðir, skoðunarferðir til flestra þekktustu staða. Danskir fararstjórar. Ótrúlega lágt verð. Fyrsta flokks hótel (Intourist). Kynnið ykkur af eigin raun umdeildasta ríki veraldar. Sjón er sögu ríkari. Bæk- lingar sendir. Aeroflot flýgur til flestra ríkja heims- Kynnið ykkur verðið. Allar upplýsingar hjá okkur. Gleðilega hátíð. Feróaskritstola KJARTANS HELGASONAR Gnodavog 44 - 104 Reykjavík - Sími 91-68 62 55

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.