Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 7
Þjóðleikhúsið sýnir ÍSLANDSKLUKKUNA eftir Halidór Laxness Leikstjórn: Sveinn Einarsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jón Nordal. Það er til marks um hin sterku tök sem skáldverkið íslands- klukkan greip þjóðina þegar í stað, að þegar hún eignaðist sitt langþráða leikhús árið 1950 var leikgerð íslandsklukkunnar eitt af þremur opnunarverkum húss- ins og jafnframt það sem mestra vinsælda naut. Það mun hafa ver- ið Lárus Pálsson sem átti frum- kvæði að því að Halldór umritaði skáldsögu sína fyrir svið og hann átti einnig veg og vanda at' upp- setningunni, sem varð margfræg og ógleymanleg öllum sem sáu og hefur vafalaust verið nánast ótrú- legt afrek miðað við stöðu leiklistar á íslandi á þeim misser- um. Þessi leikgerð varð aðeins hin fyrsta í röðinni af fjölmörgum leikgerðum verka Halldórs Lax ness. Árátta leikhúsfólks að setja skáldsögur hans á svið, og þær vinsældir, sem þær sviðsetningar hafa einatt notið, helgast sjálf- sagt hvort tveggja fyrst og fremst af þeirri sterku löngun sem fólk hefur til að sjá ljóslifandi fyrir sér á sviði þær persónur sem skáldið hafði mótað svo skýrum dráttum í bókum sínum. Og vissulega hafa þessar stórbrotnu persónur og þessi snjalli texti auðgað leikhús- líf þjóðarinnar að miklum mun. Nú er íslandsklukkan sýnd í þriðja sinn í Þjóðleikhúsinu í til- efni 35 ára afmælis hússins og fer vel á því. Þessi leikgerð er um margt breytt frá hinni upphaf- legu, ýmislegt hefur verið fellt úr, en einnig eru viðbætur nokkrar. Styttingar eru mestar fyrsta hluta verksins og virðast þær standa til bóta og móta sýningunni skýrari fer síðara samtalið fram í kansel- líinu meðan etasráðið er rakað, einsog er raunar í bókinni. Yfir- leitt virðist sú stefna hafa verið tekin að reyna að koma hinum margslungna söguþræði bókar- innar sem skýrast til skila, og er það vafalaust til hjálpar þeim sem ekki eru gagnkunnugir honum, þó þetta dragi að ég held sums staðar úr leikrænum áhrifum. Eina tilfærslu á tilsvari á ég erf- itt með að sættast við. í upphafi sýningar er Jón Hreggviðsson látinn kynna söguna og fer hann þá með þau orð sem Arnas bað hann að skilnaði að bera þjóð- inni, þess efnis að ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þegar svo kemur að því að við sjáum % Arnas kveðja Jón mælir hann ekki við hann þessi orð, sem þó geta alls ekki haft sitt raunveru- lega vægi fyrr en við höfum séð og heyrt viðskipti þeirra Arnasar og Úffelens. Sökum þess hve þýð- ingarmikil þessi orð eru til skiln- ings á gerðum Arnasar hlýtur þetta að teljast meira en hæpin ráðstöfun. íslandsklukkan er auðvitað eitt af rismestu snilldarverkum Hall- dórs Laxness, kannski sú bók þar sem myndin sem hann hefur gefið okkur af íslandi, landinu, sög- unni og þjóðinni, ristir dýpst og rís hæst. Það liggur við að unnt sé að heimfæra orð Jóns Marteins- sonar, að breyttu breytanda, upp af hápunktum sýningarinnar. Þar, sem víðar, var textameðferð Helga til fyrirmyndar. Honum tekst að gefa persónunni þann þunga sem henni ber. Snæfríður er samsettari og slungnari persóna. Hún er drottning íslands, huldukonan sem ríkir yfir nóttunni, en um leið ástríðufull kona af holdi og blóði, stolt og skapmikil. Hún sver sig í ætt við kvenhetjur Eddu. Það er ekki auðvelt að koma öllu þessu fyrir í einni persónu, en Tinna Gunnlaugsdóttir stenst þá raun með glæsibrag. Útlit hennar og fas er hárrétt, skaphiti og stolt geisla af henni. Hún sýnir vel þró- un Snæfríðar frá því hún er dutt- lungafull yngismey í upphafi, gegnum harðar raunir og niður- lægingu, þar til hún sættir sig við örlög sín í lokin. Best sýnir hún; baráttu Snæfríðar milli tveggja afla, ástarinnar og ættarstoltsins, þegar hún hittir Arnas aftur íj Skálholti og lætur undan ást sinni. Arnas Arnæus, þessi duli og misvitri maður sem þrívegis svík- ur sína huldumey, fyrst fyrir bækur íslands, síðan fyrir rétt- lætið og loks fyrir frelsi landsins - hann er harmrænasta persóna verksins og líklega erfiðust í túlk- un. Þorsteinn Gunnarsson náði ekki að sýna okkur harmleik hans í allri sinni stærð, hinn bitra ósigur, en hann náði næmum tökum á djúpri hugsun og há- leitum hugsjónum þessarar per- sónu. Meðferð hans á ræðu Ám- asar yfir Úffelen í lokin var meistaraleg, meitluð og þung. íslandsklukkan býr yfir miklu safni skýrt dreginna og eftir- minnilegra persóna. Margar þeirra endurskapast með ágætum í þessari sýningu. Þannig nær Arnar Jónsson að gera innilokun og kvöl dómkirkjuprestsins afar Snæfríður Islandssól (Tinna Gunnlaugsdóttir) ber fé á Jón varðmann úr Kjós- inni (Valdimar Helgason) til að hann leysi Jón Hreggviðsson undan öxinni. Mynd: Valdís. Klukka landsins línur. Viðbæturnar em einkum fólgnar í skýringum á gangi sög- unnar sem fluttar eru milli atriða. Þetta þótti mér orka nokkuð tví- mælis í sýningunni, verka sem stflbrot vegna þess að leikgerðin er enn sem fyrr í höfuðatriðum röð sjálfstæðra atriða sem standa fyrir sínu og þurfa í rauninni ekki frekari skýringa við. Þetta til- hlaup til einskonar Nikulásar Nickelby-aðferðar verkar utan- gama, þó vel mætti hugsa sér að útfæra aðferðina gagngert á verk- ið, en þá yrði að gera alveg nýja leikgerð. Hins vegar virðist mér upp- setningaraðferð Sveins, notkun mjög einfaldaðrar sviðsmyndar og frjálslegra skiptinga, verða til þess að sýningin rennur mjög lið- lega áfram, og m.a. veitir hún möguleika á að skipta í tvennt atriðum sem í fyrstu gerð em samhangandi á dálítið klaufa- legan hátt, þ.e.atriðinuí Bræðra- tungu svo og samtölum Amasar við Úffelen og etastráðið, en nú á verk Halldórs, að það verði aldrei að eilífu til neitt ísland nema það sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt líf - það ís- land sem Halldór hefur skapað í sínum bókum. Ýmsar af persónum íslands- klukkunnar em af goðsögulegri stærð. Þetta á einkum við um Jón Hreggviðsson og Snæfríði. Það er ekki hlaupið að því að endurgera slíkar persónur á sviði þannig að þær nái sinni réttu stærð, og menn verða sjálfsagt seint á einu máli um hvernig það beri að gera. Jón Hreggviðsson er ímynd þrautpíndrar en þrautseigrar al- þýðu þessa lands, hrjúfur, kald- hæðinn, lífseigur, laus við tál- sýnir. Helgi Skúlason leggur áherslu á hörku hans, gráglettni og ískalt raunsæi. Túlkun hans er heilsteypt og sjálfri sér sam- kvæm, en verður kannski dálítið einhæf. Þó tekst Helga að hefja persónuna upp í lýríska hæð í hinni vandmeðförnu ræðu um Snæfríði, sem réttilega varð einn ljósa, einkum í því atriði þegar Snæfríður krefur hann um farar- eyri. Framsögn Arnas er orðin snilldarleg, hann gefur hverju orði réttan tón, hverri setningu rétta hrynjandi. Harald G. Har- alds gerir drykkjuæði jungkærans og niðurlægingu góð skil, en ég er ekki sannfærður um að tilraunir leikstjóra til að sýna hann í skop- legu ljósi hafi verið viturlegar. Róbert Amfinnsson sýnir okkur Eydalín lögmann sem lífs- þreyttan höfðingja, sligaðan af böli heimsins, ráðþrota gagnvart dóttur sinni. Guðrún Stephensen dregur upp hárfína mynd af flagðinu, konu Arnasar, gerir persónuna dásamlega ógeðfellda og túlkar af snilld fyrirlitningu hennar á íslendingum. Ýmsar minniháttar persónur verða eftirminnilegar, ekki síst varðmaðurinn úr Kjósinni sem Valdimar Helgason mótar af mikilli sparsemi, en þannig að hvert orð fellur rétt. Guðbjörg Þorbjamardóttir gæddi móður Jóns þeirri réttu auðmýkt hjart- ans og Þómnn Magnea gerir meistaralega smámynd úr marg- hrjáðri og biturri konu Jóns. Þá er Bessi Bjarnason einkar grátbroslegur sem hinn misheppnaði galdramaður og Valur Gíslason virðurlegur gam- all þulur af Bláskógaheiði. Þá er að geta Jónanna tveggja útí Kaupinhafn, Martiniusar og Grindvicensis. Þeir em með mögnuðustu persónum bókar- innar, en í sýningunni þóttu mér þeir báðir einfaldaðir og skop- færðir um of. Jón Marteinsson verður yfirgengilega rosalegur í meðfömm Hjalta Rögnvalds- sonar, bæði i gervi og fasi og leikinn af krafti og hávaða, en er þetta sá slóttugi refur sem nær Jóni Hreggviðssyni útúr Blá- tumi, fær endurreista æm Magnúsar í Bræðratungu og drekkir honum síðan, og segir jafnframt margar af spaklegustu setningum verksins? Jón Grind- vicensis er að sönnu skopleg fíg- úra, en er hann alveg sá aumingi sem hann verður í meðförum Sig- urðar Sigurjónssonar? Hér er ekki verið að setja spurningar- merki við útfærslu leikaranna heldur túlkunarleiðir. Rúrik Haraldsson og Flosi Ól- afsson era hæfilega skoplegir en heldur tilþrifalitlir sem ráðamenn íslands í Danmörku. Flosi virðist vera orðinn sérfræðingur í að hlaupa á eftir stelpum á sviði leikhússins. Gísli Alfreðsson er virðulegur Úffelen. Margir fleiri koma auðvitað við sögu í sýning- unni en yrði of langt upp að telja. Sigurjón Jóhannsson hefur gert einfalda og yfirleitt vel virka leikmynd, og búningar hans eru með sérstökum ágætum, einkum glæsilegir búningar Snæfríðar. Bókabruninn varð áhrifamikill; þar fór saman góð leikmynd, lýs- ing og leikstjórn. Jón Nordal gerði tónlist til flutnings milli at- riða og hljómaði hún afar þjóð- lega en dálítið banalt. Sverrir Hólmarsson. Mlðvlkudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.