Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 1
GLÆTAN
UM HELGINA
LANDIÐ
Tillaga Steingríms J. Sigfússonar og
Kolbrúnar Jóns dóttur um bann við
byggingu ratsjárstöðva felld á
Alþingi ígœr. Þrírframsóknarmenn
sögðu já við tillögunni. Bandalag
jafnaðarmanna slóst í hóp áhuga-
manna um aukin umsvifhersins
Asi í Bæ
látinn
Ási í Bæ lést í Reykjavík að-
faranótt 1. maí. Ási, eða Ástgeir
Ólafsson, einsog hann hét fullu
nafni, fæddist 27. febrúar árið
1914 í Litla-Bæ í Vestmannaeyj-
um og var því 71 árs að aldri.
Flestir íslendingar tengja nafn
Ása í Bæ við lög hans og texta,
sem fjölmargir tengdust sjó-
mennsku og heimabyggð hans,
Vestmannaeyjum. En Ása var
fleira til lista lagt. Hann samdi og
gaf út nokkrar bækur, bæði frum-
samdar skáldsögur og smásögur,
auk frásöguþátta. Fyrir nokkrum
árum gaf hann jafnframt út
hljómplötu þar sem hann spilaði
og söng eigin lög og texta, sem
náði miklum vinsældum.
Ási í Bæ var sjómaður í húð og
hár alla sína ævi, þó hann hafi á
milli sjómennskunnar stundað
skrifstofustörf. Hann var til aö>
mynda bæjarritari í
Vestmannaeyjum árin 1966-
1968. Siðustu sumur ævi sinnar
stundaði Ási skak á trillu frá
Reykjavík.
Asi í Bæ var alla tíð sannfærður
sósíalisti. Hann var á sínum tíma
félagi í Kommúnistaflokki ís-
lands og síðar í Sósíalistaflokkn-
um. Hann var lesendum Þjóðvilj-
ans að góðu kunnur fyrir fjöl-
margar greinar sem hann skrifaði
í blaðið gegnum tíðina og eitt sinn
var hann um skeið fastur dálka-
höfundur við blaðið og skrifaði
þá um útvarp og sjónvarp.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Friðmey Eyjólfsdóttur, og þrjú
börn. Ási í Bæ verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu á þriðju-
daginn klukkan 15.
Þjóðviljinn vottar aðstandend-
um Ása samúð sína.
Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra, lýsti yfír í gær að hinar
umdeildu ratsjárstöðvar á vegum
Bandaríkjahers yrðu reistar á
Vestfjörðum og Norð-austur-
landi. Hann myndi á næstu vikum
ganga frá leyfum í þessu skyni, og
kvaðst jafnframt reikna með að
framkvæmdir gætu hafíst þegar á
næsta ári. Sagðist utanrfldsráð-
herra túlka afgreiðslu alþingis á
tillögu Steingríms J. Sigfússonar
og Kolbrúnar Jónsdóttur, um að
fallið yrði frá áformum um að
reisa stöðvarnar, á þann veg að
þingið hefði í raun samþykkt
stöðvarnar.
í gær kom til atkvæðagreiðslu í
sameinuðu þingi þingsályktunar-
tillaga Steingríms J. Sigfússonar
og Kolbrúnar Jónsdóttur um „að
fallið skuli frá öllum hugmyndum
um að heimila að reisa nýjar
hernaðarratsjárstöðvar á Is-
landi“. í tillögunni var einnig gert
ráð fyrir að nkisstjórninni væri
falið „að synja öllum óskum sem
kunna að berast um leyfi til að
reisa slík mannvirki á íslenskri
grund“.
Nokkur eftirvænting var um
það hvernig atkvæði myndu falla,
m.a. vegna þess að Haraldur Ól-
afsson (F) hafði lagt til að tillög-
unni yrði vísað til ríkisstjórnar-
innar. Fyrir því höfðu engir
áhuga nema þingmenn Fram-
sóknar en allir viðstaddir þing-
menn Framsóknarflokksins
greiddu því atkvæði. Allir aðrir
vildu tillöguna til atkvæða og
lögðust 43 þingmenn gegn því í
nafnakalli að henni yrði vísað til
ríkisstjórnarinnar.
Við nafnakall var tillaga Stein-
gríms og Kolbrúnar felld með 42
mótatkvæðum, 15 voru henni
samþykkir, 2 voru fjarverandi og
Haraldur Ólafsson greiddi ekki
atkvæði.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
voru að sjálfsögðu allir andvígir.
Hið sama gilti um þingmenn AI-
þýðuflokksins. Þrír framsóknar-
menn, Guðmundur Bjarnason,
Ingvar Gíslason og Páíl Péturs-
son greiddu atkvæði með tillögu-
nni. Allir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins og Kvennalistans
sögðu já við tillögunni. Bandalag
jafnaðarmanna klofnaði og var
Kolbrún Jónsdóttir ein um að
vilja samþykkja tillöguna af þing-
mönnum bandalagsins. Hinirþrír
voru allir andvígir henni.
hágé.
Sjá bls. 2
„Því fáninn rauði okkar merki er“. Þúsundir manna fylktu liði um land allt á 1. maí og var andúðin á ríkisstjórninni hinn
rauði þráður hjá ræðumönnum dagsins. Ljósm. Valdís. „.. , , _ ,
Sja bls 5 og 6
Pjóðskjöl
Fann eiðstaf Sveins
Barst safninu fyrir fjórum áratugum
Eiðstafur fyrsta forseta íslands
undirritaður á Þingvöllum 17.
júní 1944 hefur ekki verið vel að-
gengilegur á þjóðskjalasafninu til
þessa. Þegar núverandi Þjóð-
skjalavörður, Ólafur Ásgeirsson,
tók við embætti á síðasta ári fann
hann eiðstaf Sveins Björnssonar
vel geymdan með ýmislegu dóti í
skrifborðsskúffu, og er plaggið
nú fyrst, 41 ári eftir undirritun,
komið á sinn stað í safninu, með
álíka skjölum annarra forseta og
konunga íslands.
Ólafur sagði Þjóðviljanum í
gær að eiðstafnum hefði fylgt
beiðni frá afhendanda, - skrif-
stofustjóra alþingis, - um að mót-
taka væri staðfest, „og ég var
eiginlega að hugsa um að gera
það“. Olafur tók fram að eiðstaf-
urinn hefði alls ekki legið undir
skemmdum, og gæti raunar verið
að kvittun fyrir móttöku hafi ver-
ið send á sínum tíma; beiðni um
slíkt þá komið í tvíriti.
Þess má geta að plaggið frá 17.
júní 1944 ber þess greinileg merki
að hafa verið úti í rigningu.
- m