Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR TOR^J Ratsjármálið Herstöðvaandstæðingar einangraðir í Framsókn Steingrímur J. Sigfússon: Málinu engan veginn lokiðþvíheimamenn eiga eftir að segja sitt síðasta orð. Framsóknarflokkurinn hefur ekki áhuga á að hindra uppbyggingu vígbúnaðarins. Nei, og ég vil leggja áherslu á að málinu er alls ekki lokið af minni hálfu og þaðan af síður af hálfu þeirra heimamanna ann- arra sem andvígir eru uppsetn- ingu ratsjárstöðvanna. Það er óf- rávíkjanleg krafa að tekið verði tillit til heimamanna áður en endanleg ákvörðun verður tekin, sagði Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær að aflokinni at- kvæðagreiðslu um ratsjárstöðvar á Alþingi. „Ríkisstjórnin á að beita sér fyrir því að kanna vilja heima- manna og menn geta áreiðanlega náð samkomulagi um fram- kvæmd slíkrar athugunar. Fyrir liggur andstaða í ákveðnum sveitarfélögum, bæði hreppsyfir- valda og almennings. Hverjar sem lyktir þessa máls verða, hefur það þó orðið til þess að fjöldi fólks víða um land hefur farið að hugleiða hvert stefnir í vígbúnaðarkapphlaupinu.“ „En er ekki ríkisstjórnin ráðin i að reisa stöðvarnar hvað sem hver segir?” jJ’að er að minnsta kosti ljóst að Famsóknarflokkurinn hefur ekki áhuga á að koma í veg fyrir það. Ég hef raunar þá trú að ríkis- stjórnin hefði sprungið ef Geir Hallgrímsson hefði ekki fengið að fara sínu fram. Atkvæða- greiðslan er líka vitnisburður um það hve einangraðir herstöðva- andstæðingar eru í forystuliði Framsóknarflokksins. Ég held að forsætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra hafi fyrir hönd Fram- sóknarflokksins þegar í fyrra vet- ur verið búnir að taka ákvörðun um að standa að byggingu rat- sjárstöðvanna". „Má reikna með að skipuieg andstaða heimamanna verði nú tekin upp í ríkari mæli en verið hefur?” „Ég tel það bæði rétt og skyldu þeirra sem hafa aðrar meiningar um það hvernig þeirra landi skuli ráðstafað að láta ekki traðka á sér, að reyna að ná fram rétti sín- um. Það er rétt að leggja áherslu á, að mannvirkjagerð þarf að fara í gegn um stofnanir og nefndir sveitarfélagsins, eins og byg- ginganefnd. Hinsvegar er auðvit- að allsendis óvíst að utanríkisráð- herra telji sig þurfa að viður- kenna sveitarstjórn. Hernámið setur sér sín eigin lög“. hágé Ritstjórnarfundur á NT í gær, frá vinstri eru Egill Helgason, Heiður Helgadóttir, Guðmundur Hermannsson, Sverrir Albertsson fróttastjóri, Árni Bjarnason, Árni Þórður Jónsson og Guðlaugur Bergmundsson.Ljósm. E.ÓI. Fleiri hætta á NT Mikil ólga er ennþá á NT og í gær munu þrír starfsmenn í við- bót hafa sagt upp störfum, einn fréttastjóri og tveir starfsmenn erlendu fréttadeildarinnar. Enn er alls óvíst um framtíð blaðs- ins. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur blaðstjórn ákveðið að freista þess að skera niður útgjöld blaðsins um 300 þúsund á mánuði. Ein af ástæð- unum fyrir því að í odda skarst með Magnúsi Ólafssyni, fráfar- andi ritstjóra, og blaðstjórn var einmitt að Magnús neitaði að leggja fram tillögur að niður- skurði. Innan Framsóknarflokksins er víða nokkur óánægja með aðförina á hendur Magnúsi, einkum meðal yngri manna, þar sem Magnús nýtur trausts fyrir störf sín. Ungir Framsókn- armenn munu áforma að senda sendinefnd á fund Steingríms Hermannssonar til að mótmæla ástandinu. í morgun hélt Steingrímur fund með blað- stjórninni um málið. -ÖS Borgarnes-dagar ’85 Borgfirðingar kynna sig Glæsileg sýning áframleiðslu, þjónustu og menningu Borgarness og Borgarfjarðar opnuð í Laugardalshöll ígœr Ígær var opnuð í Laugardals- höll glæsileg sýning á fram- leiðslu, þjónustu og menningu Borgarness og Borgarfjarðar. Það var Gísli V. Halldórsson for- maður sýningarstjórnar sem opn- aði sýninguna með tölu. Hann sagði að 21 aðili tæki þátt í þessari sýningu sem nefnist „Borgarnes-dagar ’85”. Hin fjöl- mörgu iðnaðarfyrirtæki sem starfa í Borgarnesi sýna fram- A Imannatryggingar leiðslu sína, þá er ferðamanna- þjónusta þeirra Borgfirðinga kynnt, sem og menningarmál héraðsins, myndlist, söngur, hljóðfæraleikur og síðast en ekki síst leiklist. Aldraðir fá 1255 kr. hækkun Elli- og örorkulífeyrisþegar hafa nú fengið nokkra leiðréttingu sinna mála, því frá og með 1. maí hækka bætur almannatrygginga um 7%, en tekjutrygging og heimiiisuppbót um 12%. Þetta jafngildir 1255 króna hækkun fyrir einstaklinga mcð fulla tekjutryggingu og heimilisuppbót. Greiðslan til þeirra verður nú 13.523 krónur í stað 12.268 króna, Á þriðjudag tilkynnti heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið þessa hækkun, sem kemur til framkvæmda við næstu greiðslu bótanna, 10. maí. Eflaust má rekja hækkunina nú til þeirra upplýsinga kjararannsókna- nefndar frá fyrri viku, að kaupmáttur ellilífeyrisþega hafi aldrei verið lægri en hann er nú. Á alþingi liggja margar fyrirspurnir fyrir ráðherra vegna þessa ásamt tillögu um 20% hækkun bótanna strax. -ÁI. Gísli sagði að undanfarin miss- eri hefði orðið fólksfækkun í Borgarnesi eftir verulega fólks- fjölgun árin þar á undan. Þessari þróun sagði hann Borgnesinga ákveðna í að snúa við og væri þessi sýning liður í að efla og treysta atvinnulífið í Borgarnesi, sem væri undirstaða þessa að hægt væri að snúa þróuninni við. Sýningin verður opin í dag, föstudag frá kl. 18.45 til 22.00 og laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 22.00. Þess má geta að Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi mun sýna leikritið „Ingiríður Óskarsdóttir” eða „Geiri djók snýr heim eftir alllanga fjarveru” eftir Trausta Jónsson veðurfræð- ing í Austurbæjarbíói í dag 3. maí kl. 20.30 og aftur kl. 23.30. Haraldur Ólafsson greiðir ekki atkvæði. Hann er að vísu á móti ratsjárstöðvunum en hann er líka í sama flokki og Söiunefnd- in. Húsnœðislán Misskilningur um gjalddaga F-lánfalla ígjalddaga 1. maí en eftirleiðis gefstfólki kostur á að fjórskipta greiðslum Fyrr í vetur var skuldunautum Húsnæðisstofnun- ar ríkisins send bréf þar sem þeim var boðið upp á að fjórskipta greiðslum, sem hingað til hefur verið aðeins einn gjalddagi á. Nú 1. maí, en þá falla F lán í gjalddaga hafa margir orðið hissa á að fá gíróseðla upp á alla afborgun lánsins en átt von á að skiptingin tæki gildi strax. Jens Sörensen hjá veðdeild Landsbankans sagði að talsvert hefði verið um misskilning af þessu tæi. Hins vegar hefði verið skýrt kveðið á um það í bréfi stofnunarinnar að frá og með næsta gjalddaga gæfist kostur á að skipta afborgunum. Nú væru menn hins vegar að greiða fýrir tímabilið 1. maí 1984 til 1. maí 1985. Hann kvað fyrstu afborgun fyrir næsta tímabil vera 1. ágúst nk. og svo koll af kolli á 3ja mánaða fresti. Jens sagði að nokkuð væri um vanskil á húsnæðislánum en ljóst væri að vanskil hjá bönkunum væru mun meiri. Hann taldi sennilegt að skil bötnuðu eftir að fólki gæfist kostur á að dreifa greiðslum yfir allt árið. -v. Mannshvarf Lýst eftir Reyni S. FriögeirssyrÁ Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir Reyni Smára Friðgeirssyni en ekkert hefur til hans spurst síð- an 13. aprfl sl. Þá fór hann út frá bróður sínum, en daginn eftir fannst bifreið hans uppí Hval- fjarðarbotni þar sem henni hafði verið ekið útaf. Reynir Smári er 27 ára gamall, 175 sm að hæð. Þeir sem kynnu að hafa orðið Reynis varir eru beðnir að gera lögreglunni í Hafnarfirði viðvart. -S.dór. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.