Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Lögreglustöðin Hafnarfirði
Herfileg vinnuaðstaða
Húsakostur hrörlegur og fangahús til vansæmdar segir í úttekt Landssambands lögreglumanna.
Heilbrigðisyfirvöld orðið að lokafangaklefum vegna ólyktar. „Herfilegt ástand“ segir Vinnueftirlitið.
Nýframkvæmdir dragast sífellt á langinn
Starfsaðstaða lögreglunnar í
Hafnarfirði er fyrir neðan all-
ar hellur að mati Vinnueftirlits
ríkisins. Heilbrigðiseftirlitið í
Hafnarfírði og héraðslæknir hafa
ítrekað gert kröfur um úrbætur á
fangaklefum og jafnvel látið loka
sumum klefanna vegna stækrar
klóaklyktar úr niðurföllum í klef-
unum. Þrátt fyrir margítrekaðar
kröfur um úrbætur varðandi að-
stöðu starfsmanna og þá er dvelja
þurfa í fangaklefum lögreglu-
stöðvarinnar hefur lítið miðað á
undanförnum árum. Fest voru
kaup á nýju húsnæði fyrir lög-
reglustöð árið 1983 en fram-
kvæmdir við innréttingar hafa
sífellt dregist á langinn og eru enn
ekki hafnar. Samkvæmt nýjustu
áætlunum á að flytja í nýju lög-
reglustöðina á miðju næsta ári.
„Ástandið á stöðinni er í einu
orði sagt herfilegt. Vinnustaður-
inn er mjög slæmur og það er
varla hægt að snúa sér við fyrir
þrengslum, hvað þá að vinna
vandasöm verk,“ segir Kári
Kristjánsson starfsmaður Vinnu-
eftirlitsins en hann hefur kynnt
sér aðstöðu lögreglumanna.
„Þetta er búið að velkjast gífur-
lega lengi í kerfinu en nú virðist
Neytendasamtökin
Mótmæla
260% hækkun
iðgjalda
Lögboðin iðgjöld ábyrgðar-
trygginga ökutækja hafa á síð-
ustu 3 árum hækkað um 260% og
taka Neytendasamtökin eindreg-
ið undir mótmæli Félags íslenskra
bifreiðaeigenda vegna þessa,
segir í ályktun stjórnar Neytenda-
samtakanna.
í ályktuninni segir ennfremur
að ákvörðun um iðgjald hafi ver-
ið gefin frjáls árið 1983 en ljóst sé
að tryggingarfélögin hafa samráð
um iðgjöldin og hækkanir á þeim.
Stjórn Neytendasamtakanna
bendir á að með hliðsjón af
lögum um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti sé slíkt óheimilt þegar verð-
lagning er frjáls. Telur stjórn
Neytendasamtakanna eðlilegt að
iðgjaldaákvarðanir tryggingafé-
laganna verði settar undir strangt
verðlagseftirlit láti tryggingafé-
lögin ekki af samráðinu.
i
þetta loks komið á rekspöl með
nýja húsnæðið og við ætlum að
bíða og sjá til hvað verður“.
Lögreglustöðin þar sem yfir 30
manns starfa er í tveimur húsum
samtals um 150 fermetrar. Nýja
lögreglustöðin er hins vegar um
960 fermetrar. Engin frárennsli
eru úr fangaklefum heldur fer
saur og þvag beint niður í hraunið
undir byggingunni. Liggur því
þungur daunn oft yfir stöðinni
eins og segir í úttektarskýrslu sem
Landssamband lögreglumanna
hefur látið gera. Þar er húsnæðið
sagt hrörlegt og að fangahús sé til
vansæmdar.
„Mér finnst þetta vera ófremd-
arástand og það gildir bæði fyrir
starfsmenn og þá sem þurfa að
gista í fangaklefum. Það er ekk-
ert leyndarmál að við höfum
þurft að láta loka klefum þarna
um tíma og ástandið er langt í frá
nógu gott,“ sagði Jóhann A. Sig-
urðsson héraðslæknir í Hafnar-
firði.
„Það má segir að varla sé pláss
fyrir starfsmenn hér inni,“ sagði
Steingrímur Atlason yfirlög-
regluþjónn ‘í Hafnarfirði um
starfsaðstöðuna. „Við höfum
þrýst lengi á um úrbætur en mið-
að hægt. Það hillir undir lausn á
þessu og við eigum að geta flutt
inn í nýtt húsnæði á miðju næsta
ári samkvæmt síðustu áætlunum
en mér kæmi það ekki á óvart að
það drægist eitthvað. Eftir þvf
sem menn byrja seinna því seinna
verður þetta tilbúið,“ sagði
Steingrímur Atlason.
-•g-
Aðeins eitt klósett er í lögreglustöðinni gömlu sem bæði starfsmenn og fangar
þurfa að nota. Myndin er tekin úr einum fangaklefanum, en heilbrigðisyfirvöld
hafa látið loka sumum klefanna af og til og í einum þeirra varð að steypa fyrir
niðurfallið vegna ólyktar. Mynd - E.ÓI.
Sjávarútvegsráðherra
Fiskveiðasjóður hunsar
óskir stjómarinnar
Skúli Alexandersson alþingis-
maður bar fram fyrirspurn til
sjávarútvegsráðherra um hvort
Fiskveiðasjóður hefði orðið við
þeirri beiðni ríkisstjórnarinnar
að ákveða viðmiðunarverð er
gilti við endursölu þeirra fiski-
skipa sem farin eru eða eru að
fara á uppboð að kröfu Fisk-
veiðasjóðs. Halldór Ásgrímsson
svaraði fyrirspurn Skúla á þann
veg að síðan 15. janúar sl. hefði
málið verið rætt á mörgum fund-
um en ekki verið afgreitt.
Þetta þýðir með öðrum orðum,
að Fiskveiðasjóður hefur alger-
lega hunsað þessa ósk ríkisstjórn-
arinnar og hefur sj ávarútvegsráð-
herra ekki kippt í taumana enn,
heldur látið málið danka.
Þess má geta að ráðherra vísaði
í svari sínu til þess að Fiskveiða-
sjóður hefði nú þegar boðið í eitt
skip og hljóðaði tilboð sjóðsins
uppá húftryggingarverð skipsins,
en fram til þess hefur það verið
venja Fiskveiðasjóðs að bjóða í
sem nemur öllum áhvflandi
skuldum á uppboðsskipum.
Skúli benti á þegar hann svar-
aði ráðherra að ekki væri'hægt að
líta á þetta mál öðru vísi en svo að
húftryggingaverð skipanna yrði
hið svo kallaða viðmiðunarverð
og væri nauðsynlegt að ráðherra
segði til um hvort svo væri. Ráð-
herra svaraði þessu engu.
- S.dór
Borgarstjórn
Leysið
læknadeiluna!
Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi
og læknir kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár í gær og bar upp tillögu
sem samþykkt var einum rómi í
borgarstjórn.
Tillagan hljóðar svo: „Borgar-
stjórn lýsir áhyggjum sínum yfir
því að heimilislæknar og heilsu-
gæslulæknar í Reykjavík skuli
hafa sagt upp störfum. Borgar-
stjórn hvetur samningsaðila til
þess að gera allt sem í þeirra valdi
stendur svo að samkomulag megi
nást. Að öðrum kosti er heil-
brigðisþjónustu Reykvíkinga
stefnt í voða.“
Furður
Klukkutími
í borgarstjórn
Fundur í borgarstjórn Reykja-
víkur hófst að Skúlatúni 2 í gær
klukkan 17. Fundinum lauk
klukkan 18.07 og hlýtur fundur-
inn að vera einhver allra stysti
borgarstjórnarfundur sögunnar.
Fundum í borgarstjórn lýkur yf-
irleitt ekki fyrren langt er liðið á
kvöld og jafnvel á næsta morgun.
Skýringin á stuttum fundi er
frekar einföld: Davíð Oddsson
borgarstjóri er í Jerúsalem og án
hans yfirsýnar gerir meirihluti
stjórnarinnar ekki margt. - m
Bílar
Yfir 1400
á uppboði
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
hefur auglýst uppboð á ríflega
1400 bifreiðum og vinnuvélum á
fimmtudaginn í næstu viku.
Uppboðin eru að kröfu toll-
stjórans í Reykjavík, Gjald-
heimtunnar, Vöku h/f, skipta-
réttar Reykjavíkur og ýmissa lög-
manna, banka og stofnana. Ríf-
lega 900 bifreiðar af þessurn rúm-
lega 1400 eru boðnar upp eftir
kröfu Gjaldheimtunnar. Upp-
boðið fer fram kl. 18.00 n.k.
fimmtudag að Smiðshöfða l.-lg.
BORGARNESDACAR
i LAUGARDALSHÖU. 2.-5. MAÍ
í KVÖLD:
Kl. 18:45 Söngvar úr Ingiríði Oskarsdottur, eftir
Trausta veðurfræðing.
Kl. 21:00 Tískusýning.
Vörusýning, matvælasýning, listsýning, leikir. Bragðið
gómsæta rétti, skoðið listaverk 20 þekktustu listmálara
landsins og spáið í silfur Egils - 10.000 króna verðlaun.
Borgarnes er komið í bæinn.
Lukkugesturinn fær verðlaun
OPIÐ KL. 13-22
TIL SUNNUDAGSKVOLDS