Þjóðviljinn - 03.05.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Nýr baráttutónn 1. maí
Um allt land einkenndust hátíöahöldin 1. maí
ekki aðeins af dásamlegri veöurblíöu sem hlið-
hollir guöir sendu íslenskri alþýöu, heldur ekki
síður af nýjum og jákvæðum baráttutón. Undir
fánum og lúðrablæstri var einsog nokkurs kon-
ar samruni heföi átt sér staö: sundurleitar raddir
sem höfðu áöur hvíslast hver í sínu horni runnu
saman í sterka og volduga rödd sem bergmál-
aöi um allt landiö, frá fundi til fundar. Hvar sem
hlustað var heyröist þessi sami, nýi tónn: Viö
erum hætt aö láta troða á okkur lengur, viö erum
hætt aö halda sífellt undan, við erum hætt aö
láta bjóöa okkur uppá endalausar kjaraskerö-
ingar!
Þessi nýi, bjartsýni baráttuandi mun væntan-
lega reynast halddrjúgt nesti þegar verkaiýös-
hreyfingin gengur til samninga. Það er stað-
reynd aö kaupmáttur hefur í tíö þessarar stjórn-
ar hrapaö geigvænlega. Þaö er líka staöreynd
aö hann er enn á niðurleið. Þaö er sömuleiðis
staöreynd aö umsamdir kauptaxtar eru orðnir
svo lágir aö fólk hreinlega lifir ekki af þeim. Þetta
hafa meira aö segja atvinnurekendurnir sjálfir
viðurkennt í verki meö því að hefja greiðslur
umfram kauptaxta í nokkrum yfirgripsmiklum
mæli. Það er að sjálfsögðu ekki hægt aö amast
við því að fólk fái borgað yfir taxta. En um leið og
slíkt verður útbreitt - þá er verkalýðshreyfingin
hætt aö semja um hiö raunverulega kaup. Þetta
er það sem atvinnurekendur stefna að og þann-
ig ætla þeir sér aö koma verkalýðshreyfingunni
á kné. Þessvegna er þaö svo mikilvægt aö hinn
nýi tónn, hinn nýi baráttuandi, veröi virkjaður til
aö endurheimta fyrri sóknarstööu verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Fólkiö vill meiri laun og er reiöubúiö til aö
leggja lið sitt af mörkum í baráttu. En þaö er ekki
nóg aö fá hærri kauptölur - það veröur aö
tryggja aö máttur kaupsins haldist. Þessvegna
verður krafa númer eitt, tvö og þrjú að vera um
algerlega höggþétta kauptryggingu. 1. maí var
líka augljóst að menn vildu haröa baráttulínu og
hjá mörgum ræðumanna kom fram eindreginn
vilji til að hafna samráðsleiðinni gagnvart stétt-
arandstæðingnum.
Reagan og
Reagan forseti fékk því ekki framgengt á
þingi á dögunum aö gagnbyltingarsveitum í Nic-
aragua veröi send meiri hernaðaraðstoð. Nú
reynir forsetinn aö ná sér niöri á stjórn Sandin-
ista meö öörum hætti: meö því aö setja
viðskipta- og samgöngubann á Nicaragua.
Reagan hefur ekki dregið dul á það aö með
hernaðarlegum og efnahagslegum þvingunum
vill hann koma stjórn Sandinista á kné. Réttlæt-
ing þessara bolabragöa á að vera sú, að Nicar-
agua sé aö veröa kommúnískt alræöisríki á
borð við Kúbu. Þaö er rétt, að góður vinskapur
er meö Kúbu og Nicaragua. En hitt er og víst, að
talsmenn byltingarinnar í Nicaragua hafa lagt
mikla áherslu á nauðsyn þess, að þeir fari aðrar
leiðir en Kúbumenn og halda m.a. bæöi í
blandað hagkerfi og fjölf lokkakerf i. Aöferðir Re-
Konur voru áberandi í hátíðarhöldum 1. maí.
Það er aö vonum, því þaö er einfaldlega óhrekj-
anleg staðreynd, aö þaö eru konur sem hafa
farið verst út úr skerðingarhrinum stjórnarinnar.
Þær fylla láglaunahópana. Þær veröa aö taka á
sig niðurskurð á félagslegri þjónustu. Þær eru
líka langflestar í hópum þeirra sem eru einar
fyrirvinnur heimilanna.
Baráttutónninn sem varö til 1. maí er ekki síst
sökum framgöngu íslenskra kvenna.
-ÖS
Nicaragua
agans eru svo ekki til neins annars fallnar en að
greiöa götu þeirri þróun byltingar í Nicaragua
sem gæti endað í sama punkti og kúbanska
byltingin. í raun gerir Reagan sem fyrirrennarar
hans: gerir allt sem gæti ýtt ósvikinni þjóöfé-
lagsbyltingu í álfunni undir áhrif Sovétmanna.
Einhverntíma var sagt: Þetta er verra en glæp-
ur, þetta er heimska.
Þaö er mikil nauðsyn að fordæma fáránlegan
yfirgang og valdhroka sem Bandaríkjastjórn
sýnir Nicaragua. Um leið er rétt að ítreka nauð-
syn þess, að vinstrimenn og lýðræðissinnar
víða um lönd veiti Sandinistum þann gagnrýna
stuðning sem er til þess fallinn að efla bestu
hliðar byltingarinnar gegn Somozaklíkunni - þá
strauma hennar sem liggja til sósíalisma í lýð-
ræði. • ÁB
KUPPT OG SKORHE)
Miövikudagur 1 mai 1985
iRITSTJORNARGREIN-
Fram til sóknar
Barátta íslenskrar verkalýöshreytingar fyrir
bættum kjörum launamanna er óneitanlega
samtvinnuö stóóu og þróun islenskra stjórn-
mála Ekki sist um þessar mundir. þegaMJ^
inu situr rlkisstjórn. sem hefur itrek^j.
af þvl aó meta hagsmuni laun^;
anburóí vió óendanlen^
manna og kaun£
Stundn^
II
VtklíFALLÍikf i
TfL FÍLAGA
bætur sem verkalýóshreyfingm hefur samió
um i kjarasamnmgum hafa verió hrifsaóar til
baka jafnharóan bemt og óbeint af rikisvald
inu Nu er svo komiö málum. að rikisstjórnm
segist umbúóalaust ætla að standa aó geró
komandi kjarasamnmga meó aóilum vmnu
markaóarins Það er meö oöru'- oróum full
Ijóst að bein aðild núveraf stjörnar að
geró komandi kjaras"
verkalýðshreyfm
nægilega H
sér u-
••
o*4
K 1X0'
v'í»'í> - ,4*.
•\V'<
'Vf'í'A
ýiundum s
fundió j<
,'tmqin a
•n?
ekki gera
lyrir, þvi
ídió eitt
qjarnar
nú er
VSI.
Glaðbeittur sóknarhugur ein-
kenndi margar ræður á 1. maí og
blíðskaparveðrið í Reykjavík
hefur væntanlega ekki dregið úr
bjartsýni manna.
í líflegu kaffisamsæti Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík fluttu
þau Gunnlaugur Ástgeirsson
varaformaður Hins íslenska
kennarafélags og Bjarnfríður Le-
ósdóttir stjórnarformaður
Verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins eldheitar baráttu-
ræður. Gunnlaugur fjallaði m.a.
um það í ræðu sinni hversu bar-
áttan fyrir aukinni menntun hefði
skipað veglegan sess í baráttu
verkalýðshreyfingar fram á okk-
ar daga, hversu nauðsynleg sam-
vinna væri milli menntamanna og
annarra launamanna, enda væri
stéttarstaða þeirra sú sama. í ljósi
hinnar fornu samstöðu gagnrýndi
hann tilburði í þá átt að gera
menntamenn og launabaráttu
þeirra tortryggilega og hvatti til
eindregnari samstöðu og kröfu-
hörku en við höfðum séð uppá
síðkastið.
Bjarnfríður Leósdóttir
gagnrýndi harkalega hvers konar
undanlátssemi í samskiptum við
atvinnurekendur og ríkisvald og
lýsti nauðsyn samstöðunnar fyrir
kröfum um mannsæmandi laun.
Þessir ræðumenn báðir og vel
flestir aðrir talsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar á 1. maí vöruðu
við frjálshyggjunni. Þeir deildu
hart á hvernig verkalýðsbaráttan
hefði verið leidd fram að þessu.
Gunnlaugur og Bjarnfríður
fengu langvinnt og hlýlegt lófatak
að loknum ræðum sínum í hinu
fjölmenna 1. maí kaffi hjá Al-
þýðubandalaginu.
Um kvöldið var fagnaður hjá
ABR, þarsem ritstjóri Þjóðvilj-
ans fór með skens og sagði
rússneska samráðsbrandara.
Köld
og nöpur
staðreynd
„Það er köld og nöpur stað-
reynd að íslensk verkalýðshreyf-
ing hefur átt í vök að verjast á
síðustu árum,” segir m.a. í
leiðara Alþýðublaðsins 1. maí.
„Samtökum launafólks hefur
ekki tekist að spyrna við fótum,
þótt á lífskjörin hafi ítrekað verið
gengið. Það hefur sigið á ógæfu-
hliðina og launafólk þúsundum
saman hefur margt hvert bókstaf-
lega fundið jörðina gliðna undan
fótum sér.”
Og síðar segir: „Einhverra
hluta vegna hefur verkalýðs-
hreyfingunni ekki tekist að stilla
saman strengi íslenskra Iauna-
manna til framsóknar í sann-
gjarnri kröfu um mannsæmandi
laun fyrir eðlilegt vinnuframlag.
Það hefur vantað neista.”
Endurreisum
drauminn
í leiðara NT 1. maí segir að
markmiðin séu skýr: „Við viljum
þjóðfélag jöfnunar, frelsis og
bræðralags. Við höfnum sjöföld-
um launamun. Við höfnum því
samfélagi þarsem menn geta orð-
ið miljónerar á þjóðhagslega
óhagkvæmum innflutningi. Við
viljum endurreisa drauminn um
það að fjölskylda geti lifað á af-
rakstri átta stunda vinnudags.
Við viljum endurreisa drauminn
um það að allir geti, án þess að
leggja líf sitt í rúst, fengið íbúð til
þess að búa í. Við viljum endur-
reisa drauminn um jafna aðstöðu
allra til náms. Við viljum endur-
reisa drauminn um ókeypis
læknisþjónustu öllum til handa.
Þess vegna höfnum við frjáls-
hyggjuþjóðfélaginu,” segir þar.
Sjaldan hefur NT reitt jafn hátt til
höggs í nafni réttlætisins gegn nú-
verandi ríkisstjórn og í þessum
leiðara.
Hundur í
Mogga
í Morgunblaðinu kveður við
annan tón á 1. maí, þarsem lop-
inn var spunninn eftir þemanu
„stétt með stétt” og sjálfa
heimsbyltingu Alþýðubandalags-
ins á bakvið næsta götuhorn. Sýn-
ishorn:
„Á nýliðnum vetri reyndi tölu-
vert á innviði Alþýðusambands
íslands bæði í kjaraviðræðunum
á síðasta hausti og á þingi sam-
bandsins. Lengi vel virtust for-
ystumenn Alþýðusambandsins
og Vinnuveitendasambandsins
þeirrar skoðunar, að viðræður
þeirra um skattalækkunarleið
myndu bera árangur.”
„Forystumenn Alþýðusam-
bandsins og vinnuveitenda hafa
tekið tilboði ríkisstjórnarinnar
um samráð með það fyrir augum
að bæta kjörin og í þeirri von, að
komist verði hjá kollsteypu næsta
haust.”
Og Mogginn þykist vita hug
þjóðar of allan: „Ekki er vafi á
því að þessi sátta- og samráðsleið
nýtur víðtæks stuðnings meðal
þjóðarinnar.” En eitthvað veit
leiðarahöfundur um deildar
meiningar: „Forystumenn allra
launþega sætta sig þó ekki við þá
stefnu sem forysta Alþýðusam-
bandsins hefur mótað einsog sést
best á gagnrýni formanns
launamálaráðs og hagfræðings
BHMR á forseta Alþýðusam-
bandsins.”
Heimsbyltingin
Þá segir Mogginn gramur: „Sé
litið á stjórnmálastarf verkalýðs-
foringja og þróun þess metin frá
1. maí 1984 hljóta menn að
staldra við þá staðreynd að Al-
þýðubandalagið sem stjórnmála-
flokkur er hættur að skipta
nokkru máli sem pólitískt afl í
kjaramálum, þar er nú aðeins rif-
ist um völd og áhrif og á flokks-
vettvangi hafa þeir haft betur sem
fylgja markmiðum Fylkingarinn-
ar um heimsbyltingu.” Þarna er
miklu púðri eytt á flokk sem
„skiptir ekki lengur máli”, eða er
Mogginn bara að tefla samráðinu
fram gegn heimsbyltingunni?
-ég-
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN