Þjóðviljinn - 03.05.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Síða 8
MINNING Framhald af bls. 17 Hann kunni þá list flestum bet- ur að láta fólk starfa með sér og treysti samstarfsmönnum fyrir þeim verkum, sem þeim voru lögð í hendur. Björn var mjög skapmikill en kunni vel að hemja það. Hann naut virðingar og trausts jafnt vina og samherja sem andstæð- inga. Eg átti því láni að fagna að starfa með Bimi að okkar sam- eiginlegu áhugamálum á sviði verkalýðsmála í meira en 3 ára- tugi. Frá því samstarfi eru margar minningar og honum á ég mikið að þakka. Björn var „verkamaður" í þess orðs bestu merkingu. Hag verka- manna og lífsafkomu helgaði hann krafta sína öðru fremur og metnað þeirra og sjálfsvirðingu vildi hann efla með öllum ráðum. Mætti verkalýðshreyfingunni auðnast að fá til forystu sem flesta hans líka. Björn kvæntist eftirlifandi konu sinni Þórgunni Sveinsdótt- ur 1941 og reyndist hún traustur förunautur og þá bestur þegar mest á reyndi. Þau hjón eignuð- ust 4 böm. Að lokum kveð ég góðan vin og félaga og votta Þórgunni, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum innilega samúð. Þórir Daníelsson Björn Jónsson fyrrverandi forseti ASÍ er látinn. Andlát hans bar að 26. apríl síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Eg átti því láni að fagna að kynnast Birni Jónssyni, fyrst sem unglingur er hann kom í heim- sókn til föður mfns og síðar sem, samstarfsmaður í flokkspólitík. Faðir minn og Björn vom miklir mátar og entist vinátta þeirra meðan báðir lifðu. Hann var sá, samherji í verkalýðsbaráttunni sem faðir minn mat allra mest. Þannig hygg ég að hafi verið með fleiri er Bimi kynntust á þeim vettvangi að þeir mátu hann um- fram aðra menn. Björn var fæddur 3. september 1916 og var því 68 ára er hann lést. Hann ólst upp í stórum systkinahópi við mikla fátækt. Hann braust til mennta og reyndist námsmaður með ágæt- um. Þegar hann lauk stúdents- prófi 1936 þefði hannlátt að fá styrk samkvæmt venju vegna góðs ár- angurs en vegna stjórnmála-1 skoðana sinna var þessum dúx hafnað. Þar með vom draumar hans um frekara nám erlendis, sem hugur hans stóð til, að engu orðnir. En gegn því að aðrir fá- tækir karlar og konur hlytu sömu örlög skyldi hann berjast. Eftir menntaskólanámið fór hann að vinna á mölinni. Þá hóf- ust afskipti hans fyrir alvöru af verkalýðsmálum. Hann var strax harðsnúinn í þeirri baráttu og ekki alltaf vinsæll meðal eldri fé- laga. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar og hafði snemma kjart til að tala fýrir þeim. Áhrif hans fóru vaxandi innan Verka- mannafélags Akureyrar. Hann var kosinn í stjórn þess 1944 og sat þar óslitið til 1973, formaður frá 1947 og formaður Einingar frá 1963. Verkalýðsbaráttan hafði verið hörð og kraftmikil á Akureyri frá fyrstu tíð. Það var Birni mikill skóli. í formannstíð Björns var jafnan litið til þess hvað Eining ætlaði að gera. Hvað hugðist Björn Jónsson fyrir? var spuming sem brann á vörum manna þegar átök voru framundan í kjarabar- áttunni. Bjöm var í miðstjórn Al- þýðusambands íslands frá 1952 og forseti sambandsins 1972 til 1980 en varð þá að láta af störfum vegna heilsubrests. Norðlenskur verkalýður missti mikinn foringja þegar Bjöm lét af formennsku í Einingu og Al- þýðusambandi Norðurlands 1973. En heildarsamtök alþýð- unnar í landinu höfðu kallað hann til forystustarfa og því kalli hlaut hann að hlýða. Mér er til efs að Alþýðusamband íslands hafi í annan tíma risið hærra en þegar Björn var þar mestur áhrifamað- ur. Eitt er víst að öðmvísi hefði verið haldið á málum í kjarabar- áttu fólksins í landinu undanfarið hefði hans notið við. Forysta ASÍ hefur ekki borið sitt barr síðan. Verkalýðsbarátta og allt það starf sem því fylgdi leit Bjöm aldrei á sem vinnukvöð. Það var honum hugsjón sem hann lagði sig allan í að framfylgja. Málstað- ur verkafólks var honum allt og hann var alltaf tilbúinn að fórna öllu fyrir hann. Skipti þar engu hvort það var ráðherradómur eða aðrar vegtyllur. Hann var engu slíku háður. Betra að svo væri um fleiri stjórnmálamenn. Bjöm var afskaplega hjálpsamur maður og tók oftsinnis á sig ótrúlegar skuldbindingar vegna annarra. Á sama hátt var hann harður og ósveigjanlegur þegar honum fannst níðst á þeim sem minna máttu sín. Stjómmál og verkalýðsbarátta Af kynnum mínum við Björn og samstarfi við hann lærði ég meira um íslensk stjómmál en ég hef gert í annan tíma. Hann opnaði mér sýn inn í heim stjómmálanna með þeim hætti að ógleymanlegt er. Reynsla hans og yfirsýn var þann veg að hann átti auðvelt með að skilgreina. Leiftrandi gáf- ur hans og góð menntun veittu honum yfirburði án nokkurs hroka. Hann gat verið dómharð- ur um menn en hann virti and- stæðinga sína sem komu fram af drengskap og heiðarleika. Það er hverjum manni mikið happ að fá að kynnast náið mikil- hæfum forystumönnum. Ég fæ seint fullþakkað að hafa fengið að njóta samstarfs við Bjöm Jónsson um skamman tíma. Ég tók mikið mark á því hvaða álit faðir minn hafði á samferða- mönnum sínum. Hann mat Bjöm Jónsson umfram aðra menn í ís- lenskri verkalýðshreyfingu sem fyrr segir. Hann sat þar hæstur á stalli með Sigurði Guðnasyni og Eðvarði Sigurðssyni. Það var mikil óhamingja fyrir íslenskan Eftir gerð sólstöðusamninga 1977, Bjöm til vinstri, þá Snorri Jónsson arftaki hans á forsetastóli ASl og loks Guðmundur J. Guðmundsson. voru órjúfanlega tengd í huga Björns. Verkalýðshreyfingunni var nauðsyn að eiga sér pólitískan málsvara. Sá málsvari átti að gera stefnu verkalýðsins að sinni en ekki öfugt. Þessi einbeitta stefna Björns gerði hann ekki vinsælan í flokki. Björn var kosinn í bæjar- stjórn Akureyrar 1954. Hann sat þar til 1962. Þingmaður Norður- lands eystra var hann frá 1956 til 1974. Hann bar hag Norðurlands fyrir brjósti en sérstaklega þótti honum vænt um heimabyggð sína Akureyri. Þar hafði hann menntast og þroskast í hinum harða skóla lífsins. Björn sat á þingi fyrir Alþýðu- bandaiagið til 1971. Þá hafði hann ásamt Hannibal Valde- marssyni gengist fyrir stofiiun Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, en þau samtök unnu sem kunnugt er stórsigur í kosningun- um 1971. Þau kosningaúrslit ollu straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Hugsun Björns var sú að flokkurinn gæti orðið sam- einingarafl íslenskra vinstri manna. Hann gekk nauðugur til þeirrar stjórnarmyndunar sem fylgdi í kjölfar þessara kosninga. Hann óttaðist að slíkt myndi hindra samstarf og sameiningu vinstri manna. Sú varð og raunin. Árið 1973 varð Björn ráðherra í þessari stjóm eftir mikinn þrýst- ing frá félögum sínum. En Björn Jónsson var ekki þeirrar gerðar að hann girntist ráðherr- astóla. „Mér er ekki um það gefið að taka við embætti ráðherra“, sagði hann við mig, „en sem fé- lagmálaráðherra get ég kannski komið einhverjum málum verka- lýðshreyfingarinnar áfram.“ Á þeim tíma sem við Björn vorum saman í SFV urðu kynni okkar náin. Ég var búsettur í hans kjördæmi þegar Samtökin voru stofnuð og ferðaðist oft með honum auk þess sem ég var tíður festur á heimili hans á Akureyri. ig kynntist því þá hve Björn var laginn samningamaður. Því kom mér minna á óvart en ýmsum öðr- um sá persónulegi sigur sem Björn vann í kosningunum 1971. verkaiýð að Bjöm Jónsson skyldi vera burt kailaður frá störfum jafn snemma og raun bar vitni. Hann var óumdeildur foringi og sá mikli sigur sem A-flokkamir höfðu unnið skömmu áður, (þingkosningamar 1978) var að mínu viti meira verk Bjöms en annarra og á ég þar ekki síst við sigur Alþýðuflokksins sem Bjöm var þá fulltrúi fyrir. Hans beið því mikið starf. Björn Jónsson var hamhleypa til vinnu. Starf hans var allatíð mjög krefjandi. Hann var aldrei heilsuhraustur maður og gekk oftsinnis fram af sér. Honum var ósýnt um að hlífa sér og sparaði ekki að leggja nótt við dag þegar svo bar undir. Hann tók sér sjald- an frí og naut minnst þess orlofs sem honum hafði tekist að afla öðmm. Hans bestu hvíldarstund- ir vom við íslenskar silungsár og veiðivötn og þær næðisstundir sem hann fékk við bóklestur. í einkalífi sínu var Björn mikill hamingjumaður. Kona hans var Þórgunnur Sveinsdóttir og lifir hún mann sinn. Þórgunnur eða Nunna eins og hún er kölluð af kunningjunum, er einn þessi klettur sem aldrei haggast hvað sem á gengur. í Iífi verkalýðsfor- ingja og stjórnmálamanns sem sífellt stendur í harðri baráttu er sterk fjölskylda oft það sem ríður baggamuninn um baráttuþrek og úthald. Þannig manneskja er Nunna, hæglát og staðföst með þessa næmu tilfinningu hvenær rétt er að koma inn í málin. Veg- tyllur finnast henni heldir til vandræða en taka verður því eins og öðm ef það er nauðsynlegt til að vinna að því sem mestu máli skiptir, bættum hag íslenskrar al- þýðu. Það fannst á að allt þetta kunni Bjöm vel að meta. íslensk verkalýðshreyfing á nú á bak að sjá einum mikilhæfasta foringja sem hún hefur eignast. Það er ósk mín nú þegar hann er til moldar borinn að hún megi eignast fleiri slíka. Ég þakka fyrir samstarfið, fyrir kynninguna og þann lærdóm sem ég hlaut af þeim kynnum. Þórgunni, böm- unum og öðmm ættingjum og vinum votta ég samúð mína. Kári Amórsson. í dag er til moldar borinn B jöm Jónsson fyrrverandi forseti Al- þýðusambands íslands. Ekki er það ætlun mín að tí- unda hér ævistarf Bjöms, enda enginn vafi að það munu aðrir gera en örfáum kveðjuorðum langar mig að koma á framfæri. Vart mun á nokkurn hallað þó fullyrt sé að Björn hafi verið einn virtasti forystumaður Alþýðu- samtakanna um langt árabil. Það var því mikil blóðtaka fyrir verkalýðshreyfinguna, þegar Björn varð sökum heilsubrests að hætta forystu fyrir hreyfingunni, og enginn vafi er á að margt væri nú öðruvísi, að því er verkalýðs- hreyfinguna varðar og raunar þjóðmálin líka hefði hans notið við. Það er því miður alltof sjald- gæft að saman fari í einstaklingi skörp greind og hæfileiki til að nýta þá kosti, ekki sjálfum sér til framdráttar heldur fjöldanum til hagsældar. í Birni Jónssyni fóm þessir kostir saman, um það munu flestir sammála, sem hann þekktu og með honum störfuðu. Segja má að Bjöm hafi frá unga aldri verið í fylkingar- brjósti, í baráttunni fyrir bættum hag launafólks. Fyrstu áratugina á sínum heimaslóðum nyrðra, en síðar, sem hin virti leiðtogi heildarsam- takanna. Oft er því haldið fram og því miður of oft með réttu að þeir, sem gefa kost á sér til forustu í verkalýðshreyfingunni eða þjóðmálabaráttunni, geri það í eigin ágóðaskyni. Slíkt mun eng- um hafa dottið í hug að ætla Bimi Jónssyni. A.m.k. ekki þeir sem til þekktu. Bjöm var fyrst og fremst hug- sjónamaður, bæði í baráttunni á vígstöðvum verkalýðshreyfingar- innar og þjóðmálabaráttunni. Hann vissi sjálfur af eigin raun hvað kröpp kjör voru og gaf sig allan og líklega meira en það, í baráttunni fyrir betra og réttlát- ara þjóðfélagi. ^—, Björn var í eðli sínu að mér fannst hlédrægur, og lét ekki mikið á sér bera. Var andvígur öllu skmmi og auglýsinga- mennsku, taldi sem og er rétt, að raunhæfur árangur næðist fyrst og fremst á málefnalegum gmnd- velli. Þannig vildi hann vinna og þannig vann hann, og það var oft unun að fylgjast með hvemig honum tókst, að laða saman og fylkja undir einu merki hinum ó- líkustu sjónarmiðum. En nú er kallið komið. Ég kveð þig vinur og samherji, með sökn- uð í huga. Verk þín til hagsældar lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi sjást víða, og verður lengi minnst. Hafðu þakkir kæri vinur fyrir allar ánægjustundirnar, sem við áttum saman, og allan þann lær- dóm, sem þú veittir mér í gegnum árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta eiginkonu og ættingj- um öllum dýpstu samúð. Karvel Pálmason. í dag kveðja félagar í Verka- lýðsfélaginu Einingu þann mann, sem hæst hefur borið í sögu félag- sins og var raunar skapari þess. Hans mun einnig lengi verða minnst sem eins hins snjallasta og stjórbrotnasta foringja, sem ís- lenskur verkalýður hefur átt á þessari öld. Bjöm Jónsson er til grafar borinn í dag, kannski sadd- ur lífdaga vegna langvarandi van- heilsu, en hafði samt, þótt starfs- kraftar entust ekki til æviloka, afkstað meiru á sínu æviskeiði, en algent er að aðrir komi í verk, jafnvel þótt til afreksmanna séu taldir. Björn var um fjögra áratuga skeið í forystusveit íslenskra verkalýðssamtaka. Allt starf hans var samtvinnað starfi félag- anna og velgengni þeirra og hinna einstöku félagsmanna það markmið og leiðarljós, sem hon- um slokknaði aldrei. Hér á Akur- eyri var starfsvettvangur hans lengi fram eftir ævi, hér hóf hann að vinna verkamannavinnu ung- ur að árum og tók strax þátt í starfi verkalýðsfélagsinns, og brátt kom í ljós, að hann var slík- ur maður, að ekkert það starf bar að höndum, sem vinna þurfti fyrir félögin í bænum, að Birni væri ekki betur treyst til þess en öðmm mönnum. Og hann gekk aldrei hikandi eða hálfum huga að nokkm starfi. Hann var eld- hugi og hamhleypa til verka, mikilhæfur skipuleggjandi og stjórnmálamaður, enda átti það fyrir honum að liggja að vera brjóstvörn verkafólks á Alþingi í fulla tvo tugi ára. Björn var fastur fyrir og lítt gef- ið um það að láta hlut sinn, en góður samningamaður. Þeim, sem sátu hinum megin við borð- ið, þegar setið var að samningum um kjör verkafólks, varð það áreiðanlega fljótt ljóst, að and- spænis þeim sat engin gunga, sem hægt var að ógna eða blekkja til að hann léti undan, heldur mað- ur, sem hafði þekkingu á því, sem hann var að fjalla um, og fullan hug á að þoka málefnum stéttar- systkina sinna til betri vegar, enda voru margir sigrar unnir undir forystu hans. En viðsemj- endunum varð það líka ljóst, að foringinn hinum megin við borð- ið var heiðarlegur, orðum hans var hægt að treysta, hann var drengur góður. Við stofnun Verkalýðsfélags- ins Einingar 10. febrúar 1963 varð Björn Jónsson formaður fé- lagsins, enda hafði hann manna mest unnið að því að sameina konur og karla í einu félagi og efla með því mátt þeirra til sam- eiginlegra átaka, sameiginlegra stórvinninga. Hann var formaður þessa félags í áratug, en hafði áður verið formaður Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar í 15 ár. Þannig var hann í aldarfjórðung, og þó raunar lengur, hinn leiðandi maður í samtökum verkafólks á Akur- eyri, og áður en starfstíma hans hér lauk, var hann orðinn forseti Alþýðusambands íslands. Lokaorð Björns Jónssonar á stofnfundi félags okkar veturinn 1963 voru þessi: „Að stofnun félagsins hefur verið staðið af slíkri eindrægni að fátít mun vera. Allir hafa verið á einu máli um sameininguna - um hana hefur ríkt fullkomin eining og vil ég vona að sú eining haldist um málefni félagsins í framtíðinni - að hún fylgi ekki einungis hinu táknræna og ágæta nafni þess heldur sanni sig ávallt i verki og því betur sem meira liggur við“. Það er von okkar, að þessi orð Björn Jónssonar gleymist aldrei, heldur verði ávallt höfð að leiðarljósi í félagi okkar og verka- lýðshreyfingunni almennt, ásamt minningunni um þann látna for- ingja og heiðursmann, sem við kveðjum í dag. Eiginkonu hans og ástvinum öllum sendum við samúðarkveðj- ur. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar Árið 1948 sá ég B jöm Jónsson í fyrsta skiptið, það var á Akur- eyri. Mér varð strax ljóst að hann hafði næma dómgreind á íslenskt mannlíf og kjör þeirra sem verst voru settir. Hann var ekki orðinn forseti Alþýðusambandsins þá en engan undraði þótt að því kæmi. Björn Jónsson var ávallt mað- ur sterkra hugsjóna. Með bestu þökk fyrir fallegt lífsstarf kveð ég hann með vinsemd og virðingu. Þorkell Valdimarsson. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. maf 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.