Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Blaðsíða 9
Landverndarsamtök vatna- svæða Blöndu og Héraðs- vatna héldu aðalfund sinn í Húnaveri þann 12. apríl 1985 við ágæta fundarsókn og áhugaverðar umræður. Auk aðalfundarstarfa var aðalmái fundarins samstaða og stuðn- ingur við Náttúruverndarráð vegna hinnar svokölluðu Mý- vatnsdeilu, og rétt náttúru- verndar gegn rányrkjuyfir- gangi skammtímagróðans. Eftirfarandi ályktun þar um var gerð á fundinum og samþykkt einróma: „Aðalfundurinn... fordæmir þá ákvörðun iðnaðarráðherra að hafa að engu álit Náttúruvernd- arráðs varðandi veitingu náma- leyfis til handa Kísiliðjunni við Mývatn. Fundurinn minnir á, að sam- kvæmt sérstökum lögum um verndun Laxár og Mývatns, þá er hverskonar mannvirkjagerð og jarðrask óheimilt, nema leyfi Náttúruverndarráðs komi til. Frá Mývatni. Náttúruvernd Brýnt að menn haldi vöku sinni Ályktanir aðalfundar Landverndarsamtaka Blöndu og Héraðsvatna Það er því ljóst, að með þessari ákvörðun er iðnaðarráðherra að gera Náttúruverndarráð alger- lega valdalausa stofnun, sem óþarft sé að taka tillit til, nema þegar valdamönnum hentar. Er þá illa komið fyrir einni helstu brjóstvörn náttúruverndar hér á landi og e.t.v. staðfesting á þeirri skoðun margra í land- verndarsamtökum vatnsvæða Blöndu og Héraðsvatns, að útslit Blöndudeilunnar vorið 1982 hafi fært víglínu náttúruverndarfólks til baka, til áranna fyrir Laxár- deilu. Fundurinn skorar því á öll nátt- úruverndarsamtök í landinu að rísa upp og mótmæla harðlega þessari málsmeðferð iðnaðarráð- herra“. Ennfremur samþykkti fundur- inn samhljóða eftirfarandi álykt- un: „Aðalfundurinn... vekur at- hygli á gildi innlends iðnaðar. Bendir fundurinn á, að nú er í uppsiglingu hér á landi iðnfyrir- tæki, er hyggjast endurvinna úrgangs-hráefni, er til falla í landinu sjálfu. Má þar nefna fyr- irtækið Sindrastál í Reykjavík, er hafið hefur endurvinnslu brota- járns, og nýlega stofnað Stálfélag hf, er hyggst ma. hefja fram- leiðslu steypustyrktarjárns úr brotajárni. Á Ákureyri hefur verið komið á fót gúmmíendur- vinnslu, sem vinnur ýmsar vörur úr úrgangs gúmmí, svo sem hjól- börðum o.fl. Þessar tilraunir telur fundurinn allar athygli verðar, bæði frá þjóðhagslegu og ekki síður frá náttúruverndarlegu sjónarmiði, þar sem um er að ræða að losna við úrgangsefni, sem mikið fellur til af og veldur bæði mengun og óþrifum í náttúrunni. Endurvinnsla á gleri er ekki hafin hér á landi, en hugsanlegt er, að hún gæti átt framtíð fyrir sér. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga frá iðnaðarráðherra um að dregin skuli til baka ríkisábyrgð vegna lána til Stálfélagsins hf. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða rökum slík tillaga er studd. Telur fundurinn að rannsaka beri þjóðhagslegt gildi og fjárhagslega hagkvæmni Stálfélagsins hf. mun nánar, áður en til þess kemur, að slík tilraun verði stöðvuð. Bœkur Fyrsti íslenski óperusöngvarinn ✓ / Arsrit Sögufélags Isfirðinga Blaðinu hefur borist Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1984. Ritstjóri þess er Jón Þ. Þór en með honum er í ritstjórn Eyj- ólfur Jónsson, Lýður Björns- son og Sigurlaug Bjarnadóttir. Bókin hefst á dagbókarbrotum Jóns Auðuns Jónssonar fyrrver- andi alþingismanns þar sem hann segir frá ferð til Miðjarðarhafs- landa og stóð yfir frá 14. nóv. 1904-27. febrúar 1905. Jón Auðunn var þá yfirfiskimatsmað- ur og fór hann þessa för á vegum Ásgeirsverslunar á ísafirði með gufúskipinu Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrsta gufuskipinu, sem íslend- ingar eignuðust til millilandasigl- inga. - JÓn Þ. Þór skrifar ýtarlega og fróðlega grein þar sem hann rekur sögu bamafræðslunnar á ísafirði frá upphafi hennar og til ársins 1907. Var fyrst farið að hreyfa þeim málum um 1870 en Barnaskólinn á ísafirði tók til starfa á þjóðhátíðarárinu 1874. Birtur er kafli úr minningum Páls Pálssonar útvegsbónda í Hnífsdal en minningar þessar skráði Páll sér „til gamans" 1972 og 1973. Þá er erindi Guðrúnar P. Helgadótt- ur um Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri en það var flutt á þjóðhátíð á Hrafnseyri 17. júní 1983. Ása Hjördís Þórðardóttir segir okkur frá fyrsta íslenska óperusöngvar- anum, Ara Maurusi Johnson. Ari fæddist árið 1860. Nam söng í Kaupmannahöfn og Þýskalandi, bjó í Hamborg í 34 ár og þótti með fremstu óperusöngmönnum sinnar tíðar. Eftir að Ari fór utan kom hann aðeins einu sinni snögga ferð til íslands. Var það í júlí 1901. Söng hann þá í Góð- templarahúsinu í Reykjavík til ágóða fyrir minnisvarða um Jón- as Hallgrímsson. Almennt er ekki vitað mikið um þennan brautryðjanda íslenskrar söng- frægðar á erlendri grund og er því mikill fengur að þessari frásögn. Þorsteinn Einarsson greinir frá fornum veiðitækjum og fleiru að Látrum bak Látrabjargs, og Geir Gunnarsson segir frá bakaríinu í Bolungarvík, sem stofnað var 1903 og lifir enn við góða heilsu. Bjarni Guðmundsson ritar um barnaskólann í Haukadal í Dýra- firði, sem starfaði frá 1885-1889. Birtar eru „fréttir af Vesturlandi frá árunum 1787-1792“ og er þetta þriðji hluti þeirrar syrpu. Enn má nefna greinar þeirra Her- manns Pálssonar, „Nú falla öll vörn til Dýrafjarðar", Eyjólfs Jónssonar um þréttándaveðrið 1909 og borgaralegt hjónaband frá 1891 og loks upplýsingar um Byggðasafn Vestfjarða. Nokkrar myndir eru í ritinu, sem er hið vandaðasta að allri gerð. - mhg Þá telur fundurinn að íslensk iðnfyrirtæki eigi að sitja við sama borð t.d. hvað raforkuverð snert- ir, og þeir útlendu auðhringar, sem þegar hafa haslað sér völl hér á landi og nú er verið að lokka í auknum mæli til þátttöku í ís- lenskum atvinnurekstri, og ætl- unin er, að því er virðist, að selja rafmagn undir kostnaðarverði.“ Það var samdóma álit fundar- manna, að brýnt væri að náttúru- verndarfólk héldi vöku sinni. Því þó að í bili hafi lækkað raddir og fækkað bræðravígum vegna Blönduvirkjunardeilu, þá er grunnorsökin óbætt og óbætan- leg. Slík sóun á lífríki að ástæðu- lausu, má aldrei aftur henda. Öll rök, sem náttúruverndarfólk bar framn þá, eru í fullu gildi enn, og verða hvergi hrakin. Framtíð mannkynsins byggist á framlagi hvers einstaklings. Ábyrgðin er allra. Afleiðingarn- ar sömuleiðis. Skattamál Hlunnindajarðir lagðar í lögum um tekjustofn sveitarfélaga, þar sem fjallað er um fasteignaskatt segir, að sveitarfélögum sé heimilt að leggja skatt á hlunnindi, sem eru í eigu utansveitarmanna, er nemi 4% af virðingarverði þeirra. í frumvarpi þeirra Gunnars G. Schram, Friðriks Sóphussonar, Ólafs G. Einarssonar og Péturs Sigurðssonar, sem nú liggur fyrir Alþingi, er lagt til að þetta ákvæði verði fellt úr lögunum. Segja flutningsmenn skatt þenn- an brjóta í bága við grundvallar- reglur skattaréttar þar sem hann mismuni þegnum eftir búsetu og sé jafnvel andstæður eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrárinnar. Sveitarstjóm Kjósarhrepps og Búnaðarsamband Kjalarnes- þings skutu málinu til Búnaðar- þings. Lagði þingið til að frv. yrði fellt og færði fyrir því eftir- greindar ástæður: Það hefur stöðugt færst í vöxt á seinustu áratugum, að fjársterkir menn hafa keypt hlunnindajarðir til þess eingöngu að nýta hlunn- í eyði indi þeirra en lítt hirt um það, hvort annar búskapur er rekinn á þeim jörðum. Má víða sjá þess dæmi að hlunnindajarðir hafa þannig farið í eyði og minnkað þannig tekjumöguleika viðkom- andi sveitarsjóða. Ekki er óeðli- legt, að meðþví heimildarákvæði í gildandi lögum, að leggja megi hærri fasteignaskatt á hlunnindi í eigu utansveitarmanna, sé að ein- hverju leyti reynt að hamla gegn þessari þróun og bæta, að litlu þó, þessa tekjuskerðingu sveitar- félaganna. Þá sýnir reynslan, að oft er illa eða alls ekki sinnt þeim skyldum, sem þessar jarðir bera sem aðrar, svo sem fjallskilum, og verða þá viðkomandi hreppur að sjá fyrir því, að inna þær skyldur af hendi. Þá má nefna, að sýslusjóðsgjöld eru að hluta lögð á eftir fasteigna- mati og svo mun einnig vera um niðurjöfnunskólakostnaðar þar sem skólar eru reknir sameigin- lega af fleiri en einu sveitarfélagi. Fleiri útgjaldaþætti sveitarfélag- anna mætti nefna, sem byggðir eru á þessum verðstuðli. _ mhg Föstudagur 3. maí 1985 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.