Þjóðviljinn - 03.05.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 03.05.1985, Page 10
IANDIÐ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Stöður yf irfélagsráðgjafa og deildarfélagsráðgjafa við Geðdeild og aðrar deildir Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eru lausar til umsóknar. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Umsóknum sé skilað inn fyrir 31. maí 1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Forval - Ijósaperur í samvinnu við „Innkaupanefnd sjúkrastofnana" hefur verið ákveðið að láta fara fram forval á flúr- og glóper- um til notkunar í sjúkrastofnunum. Þeir sem hafa áhuga skulu senda Innkaupastofnun ríkisins, eigi síð- ar en 20. maí nk., nöfn sín ásamt tæknilegum upplýs- ingum um perurnar og annað sem æskilegt er, merkt: „FORVAL nr. 3125/85“. Á grundvelli þessara upplýs- inga mun síðar fara fram lokað útboð á perunum, í samræmi við niðurstöður forvals. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Málflutnings- skrifstofa Málflutningsskrifstofa Ragnars Aöalsteins- sonar, hæstaréttarlögmanns, sem verið hef- ur í Austurstræti 17, er flutt I Borgartún 24, 3. hæö. Símanúmer er óbreytt 27611. Jafn- framt hefur sú breyting orðið á eignar- og rekstraraðild skrifstofunnar, sem lýst er hér að neðan. Frá og með 2. maí 1985 rekum við sameigin- lega málflutningsskrifstofu að Borgartúni 24, 3. hæð, og annast skrifstofan öll almenn lög- fræðistörf. Málflutningsskrifstofa Ragnar Aðalsteinsson hrl. Lilja Ólafsdóttir lögfr. Sigurður Helgi Guðjónsson hdl. Viðar Már Matthíasson hdl. Borgartún 24. Pósthólf 399. 121 Reykjavík. Sími 27611. Styrkur til háskólanáms í Kína Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Kína skólaárið 1985-86. Styrk- urinn er ætlaður til náms í kínverskri tungu og bók- menntum. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 23. maí nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Sér- stök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 30. apríl 1985. Laus staða I viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar staða lektors með kennsluskyldu á sviði stærð- fræði, hagrannsókna og skyldra greina. Gert er ráð fyrir að stöðunni verði ráðstafað frá 1. júlí nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu 'um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 1. júní 1985. Menntamálaráðuneytið, 26. apríl 1985. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 3. maí 1985 Mjólkin Framleiðendum fækkaði um 864 á árabilinu 1963-1984 Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur birt skýrslu um tölu mjólkurinnleggjenda hjá mjólkursamlögunum á landinu á árabilinu 1963-1984. Tölur frá öllum mjólkurbúun- um, sem starfandi eru nú, lágu ekki fyrir fyrr en 1975. Þá voru mjólkurinnleggjendur alls 2897 en 1984 2033. Hafði fækk- að á þessum 10 árum um 864 eða um 86,3 á ári að meðaltali. Ef litið er á breytinguna hjá hverju mjólkursamlagi fyrir sig þá er hún þessi: Árið 1963 voru mjólkur- innleggjendur hjá Mjólkurstöð- inni í Reykjavík 248. Árið 1984 voru þeir 77, fækkun 171. - Hjá Ms í Borgarnesi voru innleggjendur á þessu tímabili flestir 1965, 392. Arið 1984 187, fækkun 205. - Hjá Ms Hvamms- tanga voru innleggjendur flestir 1964, 258 en 1984 69, fækkun 189. - Hjá Ms. Blönduósi voru innleggjendur flestir 1969, 206, 1984 79, fækkun 127. - Hjá Ms á Sauðárkróki voru innleggjendur flestir 1965, 400. 1984 156, fækk- un 244. - Hjá Ms Akureyri 526 Ættarmót Niðjar Jónasar í Hróarsdal Síðustu helgina í júlí í sumar halda niðjar Jónasar Jónas- sonar, bónda og smá- skammtalæknis, Hróarsdal, Hegranesi, ættarmót. Sumarið 1980 var haldið ættar- mót í Hróarsdal og var þar fjöl- menni. í sumar verður dagskráin svipuð. Aðalhátíðin verður laugardaginn 27. júlí. Þá verður m.a. guðsþjónusta í Rípurkirkju og samkoma á eftir. Þeir, sem koma langt að, geta tjaldað í tún- inu í Hróarsdal frá og með föstu- degi. Væntanlegir ættarmótsgest- ir eru beðnir að tilkynna þátttöku til einhverra neðangreindra: Páls Jónassonar, Rauðagerði 26, Reykjavík, sími 91-82505. Þórarins Jónassonar, Hróars- dal, Hegranesi, sími um Sauðár- krók. Sigurðar Jónssonar, Möðru- vallastræti 1, Akureyri, sími 96- 22529. - mhg 1963, 261 1984, fækkun 265. - Hjá Ms. Húsavík 341 1963, 127 1984, fækkun 214. - Hjá Ms. Þórshöfn 9 1963, 3 1984, fækkun 6. - Hjá Ms. Vopnafirði voru innleggjendur flestir 1964 og 1966, 46, 1984, 15 fækkun 31. - Hjá Ms. Egilsstöðum 169 1963, 72 1984, fækkun 97. - Hjá Ms. Neskaupstað, flestir 1978, 15, 10 1984, fækkun 5. - Hjá Ms. Djúp- avogi flestir 1964 og 1965, 60, 1984 20, fækkun 40. - Hjá Mb. Flóamanna 1107 1963, 738 1984, fækkun 369. - Árið 1966 voru innleggjendur hjá Ms. Horna- firði 87. 1984 45, fækkun 42. - Árið 1973 voru innleggjendur hjá Ms. ísafirði 96, árið 1984 56, ■fækkun 40. - Árið 1974 voru innleggjendur hjá Ms. Patreks- firði 41. 1984 28, fækkun 13. - Árið 1975 voru innleggjendur hjá Ms. Búðardal 158,1984 90, fækk- un 68. - Ýmsar ástæður geta legið til þess að mjólkurframleiðendum hefur fækkað svo mjög á þessu 10 ára tímabili. Margir bændur hafa hreinlega hætt búskap. Aðrir hafa horfið að annarri búvöru- framieiðslu. Mjólkin hefur á hinn bóginn ekki minnkað í hlutfalli við fækkun framleiðenda, og fer því raunar fjarri. Kemur þar hvorttveggja til að kúabúin hafa stækkað og nytin vaxið vegna áhrifa kynbótastarfseminnar. Hið síðara er jákvætt. Því færri gripir, sem gefa jafn miklar afur- ðir og fleiri, þeim mun betra. Hitt orkar svo sannarlega tvímælis hversu heillavænlegt það er fyrir bændastéttina í heild, og raunar þjóðina alla, að framleiðslan fær- ist á æ færri hendur. - mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.