Þjóðviljinn - 03.05.1985, Side 19
ÍÞRÓTTIR
Handbolti
Island-Noregur
A morgun
Drengja-
landsliðið
Þann 17. maí hefjast í Ung-
verjalandi úrslit í Evrópukeppni
drengjalandsliða í knattspyrnu.
ísland vann sér þátttökurétt þar
með því að sigra Dani í undan-
keppni sl. haust og leikur þar í
riðli með Skotum, Frökkum og
Grikkjum.
Íþróttasíða Þjóðviljans á
morgun verður helguð drengja-
landsliðinu sem hefur undirbúið
sig fyrir keppnina af óvenju
mikilli kostgæfni. Rætt er við
Þorstein Guðjónsson fyrirliða
Lárus Loftsson þjálfara og Pétur
Ormslev landsliðsmann úr Fram,
en hann lék með unglingalands-
liðinu í sams konar keppni í Ung-
verjalandi fyrir níu árum. -VS
Piltar í Köben
Heimsmeistarakeppni
í kvennahandbolta
í kvöld í Digranesi
Leika íforkeppni HM
íslenska landsliðið í hand-
knattleik, skipað piltum 21 árs og
yngri, tekur þátt í forkeppni fyrir
heimsmeistaramótið um helgina.
Leikið verður í Kaupmannahöfn
og er ísland í riðli með Hollandi
og Finnlandi. Sú þjóð sem sigrar
kemst í aðalkeppnina.
Bogdan Kowalczyck valdi 14
leikmenn til fararinnar og eru
þeir eftirtaldir, fjöldi 21 árs
íandsleikja fylgir:
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, UBK.......12
Guðmundur A. Jónsson, Þrótti........5
Aðrir leikmenn:
AgnarSigurösson, Fram...............0
Geir Sveinsson, Val................20
Gylfi Birgisson, Þór Ve............11
Hermundur Sigmundss. Stjörnunni...>11
Jakob Jónsson, Stavanger............8
Jakob Sigurðsson, Val..............20
Karl Þráinsson, Víkingi............18
ÓskarÁrmannsson, FH.................0
SigurjónSigurðsson, Haukum..........5
Snorri Leifsson, Haukum.............6
Sigurjón Guðmundss. Stjörnunni......9
ValdimarGrímsson, Val...............6
Leikið verður við Hollendinga
í kvöld og Finna á sunnu-
dagsmorguninn. ísland þurfti að
taka þátt í forkeppninni þar sem
hætt var við að senda lið í síðasta
heimsmeistaramót - en þar áður
hafði náðst frábær árangur, eða
sjötta sæti, í þeirri keppni.
-VS
Leiknir fær
liðsstyrk
Leiknir Fáskrúðsfirði, 4. deildar-
meistari í knattspyrnu 1984, hefur
fengið góðan liðsstyrk fyrir 3.
deildarkeppnina í sumar. Þorfinnur
Hjaltason, varamarkvörður Vals,
hefur gengið til liðs við Fáskrúðsfirð-
inga ásamt Einari Áskelssyni úr Þór á
Akureyri. Báðir léku þeir einn leik
með liðum sínum í 1. deildinni í fyrra.
-VS
í kvöld leikur íslenska kvennalandsliðið í handknattieik fyrri leik
sinn gegn norska landsliðinu. Leikirnir eru liðir í B-hcimsmeistara-
keppninni og það lið sem vinnur fær sæti í A-keppninni. Báðir leikirnir
fara fram hérna heima og fyrri leikurinn er heimaleikur og er því
mikilvægt að þær nái góðum árangri í kvöld.
Að sögn Viðars Símonarsonar fyrr í vikunni hafa þau verið að
undirbúa sig nú í langan tíma fyrir þessa leiki, æft hefur verið stíft og
nú síðast dvöldu þau um helgina í æfingabúðum á Selfossi. Það kom
einnig fram að það er mikill hugur í stelpunum enda hefur undirbúnin-
gurinn aldrei verið betri fyrir nokkurn kvenna-landsleik.
Norska liðið er talið það besta á Norðurlöndunum og nýverið
sigruðu þær Svíana á útivelli. Að sögn kunnugra hefur liðið á að skipa
klassaleikmönnum sem samtals hafa leikið 587 landsleiki. Okkar
stúlkur ættu þó að geta staðið í þeim og kannski sigrað ef rétt er haldið
á spöðunum. Sú staðreynd að báðir leikirnir verða leiknir hér segir
nokkuð um væntingar norska liðsins en hvað skeður er önnur saga.
Nú ríður á að við styðjum við bakið á stúlkunum okkar enda er
kominn tími til að þær fái að sanna ágæti sitt fyrir fullu húsi. Það er því
vonandi að allir fjölmenni í Digranes í kvöld en leikurinn hefst kl.
20.00.
Á undan verður forleikur, þar munu leika Stjörnulið Ómars Ragn-
arssonar gegn bæjarstjórn Kópavogs. Stjörnulið Ómars hefur á að
skipa kunnum knattspyrnu- og grínköppum þar á meðal Albert Guð-
mundssyni og Ladda. I hverju þeir koma til með að keppa er ekki ljóst
og mun því verða haldið leyndu fram á síðustu stundu. Hinn leikurinn
fer fram á morgun í Seljaskóla kl. 14.00 en þá verður einnig leikinn
forleikur en að þessu sinni skríplast stjórn HSÍ gegn stjörnuliðinu.
Viðar Símonarson landsliðsþjálfari hefur valið 16 stúlkur fyrir
leikina, athyglisvert er að margar af þessum stúlkum eru í yngri
kantinum en þær hafa allar leikið með unglingalandsliðinu. Það er því
ungt og ferskt lið sem leikur í kvöld. Stelpurnar hafa lofað spennandi
Ieik og óskum við þeim góðs gengis. HRA
\
Helgar-
sportið
Heimsmeistarakeppnin
„Unnið stig en
ekki tapað“
Shiltonfrábœr í Búkarest. Whiteside sökkti Tyrkjum, fær
leikbann. Holland úr leik? Júkkar í vandrœðum íLux.
Golf
Fyrsta opna golfmótið hjá
Golfklúbbnum Keili á þessu ári,
Kays-opið, verður haldið á morg-
un, laugardag, á Hvaleyrinni.
Þetta verður 18 holu höggleikur,
með og án forgjafar. Aukaverð-
laun verða fyrir að vera næstur
holu á 5(17). holu, golfsett með
poka og kerru, og á 7. og 11. holu
verða golfkerrur í verðlaun. Þátt-
taka tilkynnist í golfskála GK,
eða í síma 53360, fyrir kl. 18 í dag.
Rástímar verða gefnir upp í sama
síma í kvöld milli kl. 20 og 22.
Þátttaka takmarkast við forgjöf 0-
24.
Körfubolti
Reykjavíkurmótinu í minni-
bolta lýkur á morgun í Haga-
skóla. Keppni hefst kl. 9.30 en
lokaleikur mótsins, milli a-liða ÍR
og Vals, á að hefjast kl. 13.30.
Skíði
Fossavatnsgangan er á dagskrá
á morgun, laugardag, við ísa-
fjörð. Þetta er trimmganga, 24
km, og upplýsingar eru gefnar í
símum 94-3092 og 94-4162.
Knattspyrna
Litlu bikarkeppninni í karla-
flokki lýkur um helgina með
leikjum Hauka og ÍA og ÍBK-
Breiðabliks.
„Þetta var unnið stig en ekki
tapað,“ sagði Bobby Robson
landsliðseinvaldur Englands eftir
að lið hans hafði gert markalaust
jafntefli við Rúmena í Búkarest í
fyrrakvöld. Þetta er fyrsta stigið
sem England tapar í 3. riðli und-
ankeppni HM og enn hefur liðið
ekki fengið á sig mark í fjórum
leikjum.
Englendingar voru hættulegri
framanaf og á 16. mínútu skallaði
Bryan Robson í þverslá rúm-
enska marksins eftir aukaspyrnu
John Barnes. Rúmenar sóttu síð-
an stíft í seinni hálfleik en Peter
Shilton var í banastuði í enska
markinu og varði oft vel, sérstak-
lega frá Hagi níu mínútum fyrir
leikslok.
Norður-írar styrktu stöðu sína
í sama riðli með 2-0 sigri á Tyrkj-
um í Belfast. Norman Whiteside
skoraði bæði mörkin, það fyrra
með glæsilegum skalla eftir langa
sendingu frá John McClelland á
45. mín. og það síðara á 54. mín.
Whiteside var síðan bókaður, og
það þýðir að hann missir af næsta
leik Norður-íra í keppninni, gegn
Tyrkjum á útivelli í september.
Austurríkismenn eiga alla
möguleika á að lenda í öðru sæti
5. riðlis og fá aukaleiki um sæti í
Mexíkó eftir að hafa náð 1-1 jafn-
tefli í Hollandi í fyrrakvöld. Hol-
land verður nú að sigra Ung-
verjaland á útivelli til að ná öðru
sætinu. Wim Kieft skallaði í mark
Austurríkismanna á 55. mín. en
Walter Schachner jafnaði fimm
mínútum síðar.
Möguleikar íra á að komast til
Mexíkó eru sáralitlir eftir marka-
laust jafntefli gegn Norðmönnum
í Dublin. Sviss og Danmörk
standa langbest að vígi í 6. riðli.
Belgar stigu stórt skref þegar
þeir unnu Pólverja 2-0 í Brussel í
1. riðli. Þeir léku vel og Erwin
Vandenbergh á 30. mín. og Fra-
nkie Vercauteren á 53. mín.
skoruðu mörkin.
Júgóslavar lentu í mestu vand-
ræðum í Luxemburg. Heimaliðið
hefur sýnt miklar framfarir að
undanförnu - en tveimur mínút-
um fyrir leikslok gerði Vokrri
vonir þess sitt fyrsta stig að engu
er hann gerði sigurmark Júgósla-
va, 0-1.
VS
Leiðrétting
Trausti Haraldsson knattspyrnu-
maður úr Fram var rangfeðraður í
miðvikudagsblaðinu og biðjumst við
velvirðingar á því.
Föstudagur 3. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Knattspyrna
Þór vann
Þór tryggði sér sigur í bikar-
keppni KRA í fyrradag með því
að sigra KA 1-0. KA dugði jafn-
tefli vegna betri markatölu og var
sterkari aðilinn lengi vel án þess
að ná að skapa sér færi. Á 2. mín-
útu seinni hálfleiks felldi Þorvald-
ur Jónsson markvörður KA
Bjarna Sveinbjörnsson innan
vítateigs. Dæmd var vítaspyrna
og úr henni skoraði Jónas
Róbertsson sigurmarkið. Sann-
gjörn úrslit þegar upp var staðið.
Þór fékk 6 stig, KA 4, Leiftur 2 en
Vaskur ekkert. -K&H/Akureyri
Knattspyrna
Aberdeen
meistari
Aberdeen varð í fyrrakvöld
skoskur meistari þegar Celtic og Ran-
gers skildu jöfn, 1-1. Celtic gat náð
Aberdeen að stigum en nú skilja fimm
stig liðin að þegar tvær umferðir eru
eftir.
f Englandi voru nokkrir leikir í
neðri deildunum í vikunni. f 2. deild
gerðu Barnsley og Grimsby jafntefli,
0-0, og Wimbledon tapaði fyrir
Huddersfield, 0-1. Millwall er sama
og öruggt með sæti í 2. deild og Chest-
erfield tryggði sér sæti í 3. deild,-VS
HM-fótbolti
Frakkar tapa!
Búlgarar unnu Frakka í gær í
Sofíu með tveimur mörkum gegn
engu, skoruðu sitt markið í hvor-
um hálfleik. Fer nú að þyngjast
róður Evrópumeistaranna í 4.
riðli undankeppni HM.
Sovétmenn réttu hinsvegar úr
sínum kút í Moskvu með yfir-
burðasigri, 4:0, gegn Svissurum,
öll mörk skoruð í fyrri hálfleik.
Sviss heldur þó ennþá forystu
sinni í riðlinum. -n*
Staðan
f Evrópuriðlum undankeppni HM í knatt-
spymu eftir leikina í vikunni er þessi:
1. rlðill:
Belgía-Pólland 2:0
Belgía ....5 3 1 1 7:3 7
Póliand . ..3 1 1 1 5:5 3
Albanía .. .4 1 1 2 5:7 3
Grikkland ... 4 1 1 2 3:5 3
2. riðill:
Tókkóslóvakía-V-Þýskaland 1:5
V.Þýskaland 5 5 0 0 18:4 10
Portúgal 5 3 0 2 8:7 6
Svíþjóð 4 2 0 2 7:4 4
Tókkóslóvakía 4 112 6:7 3
Malta 6 0 1 5 3:20 1
3. riðill:
N.lrland-Tyrkland 2:0
Rúmenía-England 0:0
England .4310 14:0 7
N.írland .5 3 0 2 7:5 6
Finnland .4 2 0 2 4:8 4
Rúmenía .3111 5:3 3
Tyrkland .4 0 0 4 1:15 0
4. rlðill:
Luxemburg-Júgóslavia 0:1
2:0
Júgóslavía .5 3 2 0 5:2 8
Frakkland .5311 7:2 7
Búlgaria .5311 7:3 7
A.Þýskaland .4 1 0 3 7:6 2
Luxemburg ..5 0 0 5 0:15 0
5. riðlll:
Holland-Austurriki 1:1
Ungverjaland „5 5 0 0 12:3 10
Holland „5212 10:5 5
Austurríki „5 2 1 2 5:8 5
Kýpur „5 0 0 5 3:14 0
6. riðlll:
Irland-Noregur 1:1
Sovétrikin-Sviss 4:0
Sviss 4 2 1 1 3:5 5
Sovét 4 1 2 1 6:3 4
Danmörk 3 2 0 1 4:1 4
Noregur 5 1 2 2 2:3 4
Iriand 4 1 1 2 1:4 3
7. rlðill:
Wales-Spánn 3:0
Wales 5 3 0 2 6:5 6
4 2 0 2 6:3 4
Spánri 4 2 0 2 5:6 4
Island 3 1 0 2 2:5 2
■