Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Erla Sœvarsdóttir, 15 ára: Nei, ég er sko ekki búin aö fá vinnu og ekkert búin að sækja um ennþá. Veit eigin- lega ekki hvar ég á að sækja um. Nei, ég kemst ekki í vinnu á írafossi, það er bara fyrir þá krakka sem eiga heima fyrir austan. Júlíana Kristjáns- dóttir, 15 ára: Já, ég fékk vinnu í bakaríi. Ég sótti bara um og fékk strax svar. Vel borgað? Já, já, kaupið er allt í lagi. Ég byrja á mánudaginn en veit ekki hvort ég verð í allt sumar eða tek eitthvert frí. ívar Örn Þór- hallsson, 15 ára: Ég er búinn að sækja um hjá Sláturfélagi Suðurlands og á að tala við þá aftur um miðjan mánuð og fæ þá svar. Nei, ég hef ekki unnið þar áður, sótti bara um. Það er ekkert ákveðið hvað ég geri ef svarið verður nei. Litli bróðir (vars, Þórhallur 2 ára vildi fá að vera með á myndinni og sagðist vera bú- inn að fá vinnu sem aðstoðar- leiðsögumaður á Rhodós í sumar. Jónas Finnbjörns- son, 22 ára: Já, ég er búinn að fá vinnu í sumar. Annars er ég ekki dæmigerður unglingur því ég var að Ijúka sveinsprófi í mál- araiðn og fékk vinnu í faginu. Það er vel borgað enda mikil vinna. Ragna Kristins- dóttir, 15 ára: Ég er ekki búin að fá neina vinnu, vil allt annað en ung- lingavinnuna. Ég spurði mann sem á fiskbúð um vinnu pg hann ætlar að tékka á því. Ég hef unnið hjá honum 1 dag í viku í vetur. Mig langar sko ekki í unglingavinnuna, það er meira en illa borgað, 35 krón- ur var borgað á tímann í fyrra. Barnapössun er líka illa borg- uð. í fyrrá vann ég í frystihúsi útá landi en hér í bænum fæ ég ekki vinnu í frystihúsi fyrr en ég er oðin 16. vjníí'W'9*'' hug'eið'ngum Atvinnumiðlun námsmaraia Unglingavinnan Á Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar er rekin atvinnu- miðlun fyrir unglinga. Gunnar Helgason upplýsti að annars veg- ar væri það atvinnumiðlun fyrir 14 til 15 ára unglinga, öðru nafni unglingavinnan eða Vinnuskóli Reykjavíkurborgar. Undanfarin ár hafa um 11 til 1200 unglingar sótt um vinnu hjá vinnuskólanum og sagðist Gunn- ar búast við að fjöldinn yrði svip- aður í ár en of snemmt væri að segja til um það því innritun hófst síðastliðinn mánudag. Unglinga- vinnan er frá 1. júní (3. júní í ár) til 1. ágúst. Kaupið væri ekki búið að ákveða enn en það yrði gert fljótlega af skólanefnd vinnu- skólans. Að sögn Gunnars fá allir þeir sem um sækja vinnu í vinn- uskólanum. Hins vegar er um atvinnumiðl- un fyrir 16 ára unglinga og eldri að ræða. „Við reynum að hjálpa þeim eftir megni. Það fer eftir atvinnumöguleikum og ýmsu öðru hvort það er hægt og eins hvort þau þurfa að bíða lengi áður en úr rætist. Það er þó óhætt að segja að meirihlutinn fær vinnu. Það hafa færri sótt um en undanfarin ár. Bæði virðist það vera vegna þess að skólunum seinkar þetta árið og eins virðist meira framboð á vinnu, sagði Gunnar Helgason. -aró. Gunnar Helgason, Ijósm. Valdís. Atvinnumiðlun námsmanna tók til starfa 2. maí og nú þegar eru um 180 manns búnir að láta skrá sig, sagði Soflía Karlsdóttir, annar starfsmaður atvinnumiðl- unarinar. Við höldum áfram skráningu út júní. Að atvinnumiðluninni standa samtök framhaldsskólanema og stúdenta. Við erum með fólk á skrá frá 16 uppí 25 ára aldur. Þeir Soffía Karlsdóttir. Ljósm. Valdís. sem eru eldri eru yfirleitt lengra komnir í námi og eiga auðveldara með að fá vinnu. Þetta er 8. árið sem AN starfar og það hafa sjaldan svona margir verið búnir að skrá sig fyrstu vik- una. í fyrra voru það alls 514 sem skráðu sig, 185 fengu vinnu í gegnum AN en 285 útveguðu sér starf sjálfir. Skráningargjald er 200 krónur en viðkomandi fær það endurgreitt ef hann fær ekki vinnu gegnum AN. Atvinnumiðl- unin rekur sig að mestu leyti sjálf en í ár fengum við 120 þúsund króna fjárveitingu frá ríkinu. Við sendum út bréf til um 200 atvinnurekenda áður en við byrj- uðum og þeir hringja svo hingað og biðja um fólk. Það eru um 20 atvinnurekendur sem hafa leitað til okkar. Mér finnst þeir ekki gera nógu mikið af því að hafa samband við okkur. Við erum með mikið framboð af fólki með sérþekkingu á ýmsum sviðum og oft víðtæka starfsreynslu. En þetta er auðvitað allt breytt í ár vegna verkfalla og uppsagna í skólunum. Það voru margir sem hættu og fengu sér vinnu og því kannski ekki ráðið eins mikið í sumarvinnifcpg oft áður. -aró. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (1) 1. We are the world - USA for Africa (-) 2. Rythm of the night - Debrage (-) 3. Behind the mask - Greg Phillinganes (-) 4. Look Mama - Howard Jones (-) 5. The heat is on - Glenn Frey (2) 6. Things can only get better-Howard Jones (—) 7. Wide boy - Nik Kershaw (-) 8. Welcome to the pleasuredome - Frankie goes to Hollywood (-) 9. Kiss me - Stephen Tintin Duffy (-) 10. Would 1 lie to you - Eurythmics Rás 2 (2) 1. Wide boy - Nick Kershaw (3) 2. Behind the mask - Greg Philliganes (1) 3. We are the World - USA for Africa (8) 4. Kiss me - Stephen Tintin Duffy (-) 5. A view to kill - Duran Duran (4) 6. Some like it hot - Powerstation (7). 7. The beast in me - Bonnie Pointer (5) 8. Welcome to the Pleasure Dome - Frankie goes to Hollywood (9) . 9. Look mama - Howard Jones (-) 10. Lad det swinge - Bobbysocks Grammið (1) 1. Meat is murder - The Smiths (3) 2. Stella - Yellow (2) 3. First circle - Pat Methany Group (4) 4. Nighttime - Killing Joke (8) 5. Power Station - Power Station (—) 6. Centerfield - John Foggerty (—) 7. Who’s afraid - Art of Noise (5) 8. Treasure - The Coucteau Twins (6) 9. It will end in tears - This mortal coil (-) 10. Part time - James Blood Ulmer

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.