Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur, 10. maí 1985 104. tölublað 50. örgangur DJÚÐVIUINN Launamannasamtök Kennarar ganga úr BSRB Valgeir Gestsson Kennarasambandinu: Greinilegur meirihluti, lýðrœðisleg ákvörðun. Munum leita samstarfs og samstöðu með öðrum samtökum launafólks. Haraldur Steinþórsson BSRB: Nýjar aðstœður. Örlagaríktfyrir baráttugetuna. Andstœðingarnir aldrei öflugri. Þarfaðfylkja öllum saman gegn sérhyggju ogfrjálshyggju etta veikir okkur auðvitað, sagði Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB að tölum birtum í gærkvöldi, „en er von- andi ekkert rothögg. Eg er ósátt- ur við að slík burðarstoð, sem Kennarasambandið hefur verið innan BSRB, skuli brcsta. Ég er því miður smeykur um að þetta reynist örlagaríkt fyrir baráttu- getu launafólks í heild, að þetta valdi auknum vanda fyrir alla verkalýðshreyfinguna. En ótví- ræður meirihluti kennara hefur afgreitt þetta mál og við í BSRB höfum lagt á það áherslu að vilji félagsmanna ráði í hverju máli í allsherjaratkvæðagreiðslu“. Þing BSRB hefst eftir fjórar vikur og sagði Haraldur að það hlyti að snúast um hvernig haga ætti kjarabaráttu við þesar nýju aðstæður. „Sameinað afl atvinnurekenda og stjórnvalda hefur aldrei veri öflugra en að undanförnu, svo að það verður að leitast við að fylkja saman öllum þeim sem vilja vinna gegn styrk vaxandi sér- hyggju og svokallaðrar frjáls- hyggju“, sagði varaformaður BSRB að lokum. „Þessi úrslit koma mér ekki á óvart“, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands ís- lands í gærkveldi. „Þó þetta séu ekki endanlegar tölur þá er þetta greinilegur meirihluti fyrir úr- sögn, skýr lína á grundvelli lýð- ræðislegrar ákvörðunar". „Jú ég veit að þetta kemur til með að hafa töluverð áhrif á BSRB en ég vona að samtökin beri gæfu til að skipuleggja sitt starf samkvæmt því“. Valgeir lagði áherslu á að ríkis- starfsmenn hefðu fyrir verið skipulagðir í tvennum sam- tökum. Það hefði verið ljóst í ára- tug að hverju stefndi. Úrsögn kennara væri afleiðing af þessum klofningi. , „Það sem er náttúrlega stærsta máli fyrir Kennarasambandið er að fá samningsrétt og við horfum til þess að það takist einnig í framtíðinni að koma á einu stétt- arfélagi kennara". Valgeir kvað úrsögnina ekki taka gildi fyrr en um áramótin og fram að þeim tíma myndi Kenn- arasambandið vinna innan BSRB einsog hingað til. „Við höfum engan áhuga á að einangra okkur úti í horni og í launabaráttunni í ár munum við hér eftir sem hing- að til vera reiðubúnir til að vinna með öðrum samtökum launa- fólks og leita samstöðu og sam- starfs“, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands ís- lands að lokum. -óg/m NT Jón og Helgi neila Ritstjórastaðan virðist ekki kappsmál Blaðstjórn NT leitar nú að rit- stjóra í stað Magnúsar Olafs- sonar sem sagði upp fyrir nokkru einsog flestir vita. DV hafði í gær eftir öruggum heimildum að búið væri að ráð tvo menn til starfans, þá Helga Pétursson útvarpsmann og Jón Kristjánsson Framsóknar- þingmann að austan, og átti sá síðarnefndi að sjá um stjórnmála- skrif. Bæði ritstjóraefnin báru fréttina til baka í samtölum við Þjóðviljann í gær. „Hef aldrei heyrt á þetta rninnst" sagði Jón Kristjánsson, „þetta hlýtur að vera mikill mis- skilningur eða tilbúningur". Jón sagði að ekkert hefði verið minnst á þetta við sig, „enda hef ég ekki áhuga á þessu starfi“. í áðurnefndri frétt sagði að Jón hefði orðið ofaná í atkvæða- greiðslu í þingflokki Framsóknar en helsti keppinauturinn, Ingvar Gíslason, beðið lægri hlut. „Nei, kannast ekki við það“ sagði Helgi Pétursson spurður hvort hann yrði ritstjóri á NT. „Það er talað við marga, og að ég sé í einhverjum hópi, sem verið er að spyrja, það getur vel verið. “ -m/ÁI „Dýrin mín stór og smá“ gæti hún Brynhildur sagt þar sem hún hallar sér upp að einu af stærri gerðinni. Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður var ein þeirra listamanna sem hlutu 12 mánaða starfslaun við úthlutun í fyrradag. Hún er nú að vinna að uppsetningu sýningar íslenskra glerlistarmanna á Kjarvalsstöðum sem opnuð veröur á morgun. Mynd: Valdís. SVR - útboð Volvo í 5. sæti Tilboð Í20 nýja vagna opnað. Scanía með lœgsta tilboðið. Volvo aðeins Í5. sœti. Sem kunnugt er hefur Volvo einokað Strætisvagna Reykja- víkur um langt árabil. Volvo- vagnar hafa verið teknir þegar margir vagnar hafa verið keyptir í einu og síðan hefur Volvo líka haft alla endurnýjun. Nú þessa dagana er verið að taka einn Volvo-vagn í notkun og kostar hann á götuna 4,6 miljónir króna. Aftur á móti lét Innkaupastofnun Reykjavíkur gera tilboð í 20 vagna nýlega og kom þá í Ijós að fjögur fyrirtæki buðu vagna á lægra verði en Volvo. Lægsta tilboðið kom frá Scanía Vabis, uppá 4,0 miljónir króna fullbúinn vagn. Mercedes Benz bauð 4,2 miljónir, danskt fyrir- tæki bauð vagna fyrir 4,3 miljón- ir, Leyland var með tæpar 4,4 miljónir en Vplvo með rúmar 4,4 miljónir króna. Hér er um að ræða fullsmíðaða vagna, yfir- byggingar Bflasmiðjunnar eru orðnar það dýrar að vart kemur til greina að flytja vagnana inn án yfirbygginga. Nú bíða menn eftir því hvað Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gera. Menn muna íkarus-málið fræga þegar margfalt ódýrari vögnum frá íkarus var hafnað fyrir Volvo. Hér gæti því nýtt lkarus-mál verið í uppsiglingu. -S.dór. Utanríkisverslun Fálkasala ríkisins Járnblendi-Jón villflytja útfálka, stöðvaþarmeð smygl ogefla rannsóknir. Ævarfuglafrœðingur:Ágœthugmynd, en ýmisþrándur í götu. í staðinn fyrir að standa í sí- felldum, eltingarleik við fálka- þjófa eigum við að kippa undan þeim fótunum með því að ryðjast sjálfir inná fálkamarkaðinn. Þetta segir Jón Sigurðsson for- stjóri í Morgunblaðsgrein í gær og leggur til að hjálpar- og björg- unarsveitir verði launaðar á vorin til að taka egg úr hreiðrum, úr eggjunum klekjast svo fálkaung- ar sem yrðu þjálfaðir og seldir auðmönnum erlendis. Hagnaður yrði svo nýttur til rannsókna á fálkastofninum. „Hugmyndin ein og sér er ágæt“ sagði Ævar Petersen fugla- fræðingur við Þjóðviljann í gær, en taldi þó að á væru ýmsir skeinuhættir annmarkar. Fálka- viðskipti væru illa séð í grann- löndum okkar sem eru flestöll skuldbundin af Washington- samningnum sem bannar meðal annars sölu villtra fálka. Þetta mundi torvelda fálkaviðskiptin og ekki síður hitt að náttúru- verndarsamtök erlendis gætu snúist öndverð með ýmisskonar afleiðingum fyrir íslendinga og íslenskar vörur á erlendri grund. „Ég tek ekki afstöðu með eða á móti“, sagði Ævar. „Hugmyndin einangruð er að mörgu leyti skyn- samleg, en fálkasala gæti skemmt fyrir okkur á öðrum sviðum. Þetta þyrfti að kanna mjög vel áður en af stað væri farið". -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.