Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTT1R Ólafur Haukur Ólafsson úr KR sigraöi fyrir skömmu í (slands- glímunni sem fram fór að Laugum eins og áður hefur verið sagt frá. Ólafur Haukur ber því Grettisbelt- ið næsta árið og á myndinni hér að ofan sem Ágúst Snæbjörns- son tók er kappinn skrýddur pessum glæsilega og merka grip. ísí Tvær nýjar greinar íþróttablaðinu breytt Sambandsstjórnarfundur ÍSÍ sem var haldinn þann 4. maí sam- þykkti að viðurkenna nýjar íþróttagreinar, keilu og vegg- bolta, þar sem stofnað hefur verið íþróttafélag um þessar greinar sem sótt hefur um inngöngu í IBR. Greinarnar eru þar með hlutgengnar innan ÍSÍ og teljast eftirleiðis á meðal þeirra íþrótta- greina sem eru á stefnuskrá ÍSÍ. Þá var samþykkt á fundinum að hætta útgáfu íþróttablaðsins í samvinnu við núverandi aðila, Frjálst framtak, og var þeirri samþykkt vísað til framkvæmda- stjórnar ÍSÍ. Þess í stað taki fram- kvæmdastjórnin við útgáfunni og geri blaðið að málgagni íþrótta- hreyfingarinnar eins og til- gangurinn var í upphafi. Helgar- sportid Golf Opna Hagkaups-mótið, glæsi- legasta verðlaunamót landsins, verður haldið á Hólmsvelli í Leiru um helgina og hefst kl. 9 í fyrra- málið. Leiknar verða 36 holur eftir Stableford, 18 holur hvorn dag. GSÍ-keppni fer fram á golfvell- inum í Vestmannaeyjum á morg- un, laugardag, og hefst kl. 13. Skráning verður í Golfskálanum til kl. 20 í kvöld. Knattspyrna Forleikur íslandsmótsins - Meistarakeppni KSÍ - fer fram á Kópavogsvellinum í kvöld og þar mætast Fram og ÍA. íslandsmótið hefst síðan á mánudagskvöldið með leik KR og Þróttar í 1. deild. Sjá nánar annars staðar á síðunni. England Everton þarf að vinna alla fjóra til að ná sambœrilegum árangri og Liverpool 1979. Geturfengið 99 stig, Liverpool hefðifengið 98. Kraftlyftingar Tveir til Hollands EM ’86 á íslandi? Akureyringarnir Kári Elísson og Víkingur Traustason verða meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Haag í Hollandi um helgina. Jón Páll Sig- marsson varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla í ökkla. Everton jafnaði stigamet Li- verpool í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Liðið er komið með 87 stig og á enn eftir fjóra leiki - getur því náð 99 stig- um alls. En þriggja stiga reglan hefur aðeins verið í gildi í fjögur ár. Besti árangur framað því er 68 stig, en þeim árangri náði Liver- pool árið 1979. Vann þá 30 leiki, gerði 8 jafntefli og tapaði aðeins 4 leikjum. Til þess að ná sambærilegum árangri þarf Everton að vinna alla þá fjóra leiki sem liðið á eftir. Samkvæmt tveggja stiga reglunni væri Everton nú með 60 stig og gæti náð mest 68 stigum, eða jafnað met Liverpool. En samkvæmt þriggja stiga reglunni yrðu 99 stig betri árang- ur en 68 var hjá Liverpool - ár- angur Liverpool 1979 hefði fært liðinu 98 stig nú. Everton getur því jafnað, eða bætt besta árang- urinn til þessa, eftir því hvernig litið er á málið. Met eða ekki met- Everton hefur náð stórkostlegum árangri í vetur, hefur rutt Liverpool af stalli sínum og er um þessar mundir yfirburðalið í ensku knattspyrnunni. -VS Kári hlaut silfur í 67,5 kg flokki á síðasta Evrópumeistaramóti en Vík- ingur keppir í 125 kg flokki og er búist við honum í baráttu um 4.-5. sæti. Ólafur Sigurgeirsson formaður Kraftlyftingasambands fslands verð- ur fararstjóri. Hann mun dæma á mótinu og sitja þing Evrópusam- bandsins og meðal verkefna hans þar verður að fá næsta Evrópumeistara- mót hingað til lands á næsta ári. 1. deildarkeppnin Þrjár umferðir á 10 dögum Valur Afmæliskaffi Knattspyrnufclagið Valur býður öllum félagsmönnum og velunnurum sínum í afmæliskaffi á morgun, laug- ardag, milli kl. 15 og 17. Félagið var stofnað þann 11. maí 1911 oger því74 ára á morgun. Fyrstu þrjár umferðir 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu verða keyrðar í gegn á tíu dögum. Fyrsti leikurinn fer fram á mánu- dagskvöldið en síðasti leikur þriðju umferðar fer fram tíu dögum síðar, fímmtudaginn 23. maí. Þessi lið mætast í þremur fyrstu umferðunum: 13. mai ■ 14. mai ■ 14. maí ■ 14. maí 16. maí 17. maí - 17. maí - 17. mai - 19. maí - 19. maí - 1. umferð: - KR-Þróttur - Vikingur-Valur - Víðir-FH - Þór A-lA - Fram-lBK 2. umferð: ■ lA-Víðir • FH-KR ■ Valur-Þróttur IBK-Þór A. ■ Víkingur-Fram Síðast þegar ÍA og Fram mættust, í bikarúrslitaleiknum í fyrra, var mikið fjör og margt sögulegt gerðist - eins og jöfnunarmark ÍA sem sést á þess- ari mynd. í kvöld má búast við skemmtilegum leik þegar félögin leika I Meistarakeppninni á Kópa- vogsvelli. Knattspyrna Gunnar meðKR? Gunnar Gíslason ætti að geta leikið með KR-ingum á mánu- Meistarakeppnin í Kópavogi í kvöld ÍA og Fram leikaforleik íslandsmótsins Meistarakeppni KSÍ fer fram í 17. skipti í kvöld þegar íslands- og bikarmeistarar Akurnesinga mæta silfurliðinu úr bikarnum, Frömurum, á Kópavogsvellinum kl. 19.30. Þetta er þriðja árið í röð sem 1A leikur í Meistarakeppninni en liðið tap- aði fyrir ÍBV í fyrra og fyrir Víkingi í hittifyrra. Það er hægt að kalla leikinn í kvöld forleik ís- landsmótsins sem hefst á mánudaginn. ÍA og Fram eru í upphafi móts talin tvö af þremur sigurstrang- legustu liðum 1. deildar, ásamt Val, og leikurinn í kvöld ætti að geta gefið einhverjar vísbendingar í þeim málum. fA hefur misst sterka menn frá því í fyrra en Framarar hafa hins vegar bætt við sig mannskap þannig að saman hefur dregið. Leikurinn í kvöld er sá fyrsti í ár á „alvörugrasi" en liðin koma óvenju vel undirbúin til leiks að þessu sinni, sérstaklega Fram- ara vegna gervigrassins. Fram hefur þrívegis sigrað í Meistarakeppninni, 1971, 1974 og 1981 en ÍA einu sinni, 1978. Keflvíkingar hafa hins vegar oftast sigrað, fimm sinnum alls. Dómari í kvöld verður Þorvarður Björnsson. -VS 3. umferð: 21. maí - KR-lA 22. mai - Fram-Valur 22. maí - Víðir-lBK 22. mai - Þór A.-Víkingur 23. maí - Þróttur-FH Síðan kemur rúmlega viku hlé vegna HM-leiks íslands og Skot- lands þann 28. maí og síðan hálfs- mánaðar hlé í kringum HM- leikinn við Spán þann 12. júní. Eftir það verður leikið þétt framí miðjan september, nema hvað ríflega hálfsmánaðar frí verður í kringum verslunarmannahelg- ina. -VS Tvær umferðir leiknar í maí Keppni í 2. deild i knattspyrnu hefst á fimmtudaginn, uppstigningardag, meS heilli umferð. Tvær umferðir verða leiknar í þessum mánuði og þar mætast þessi lið: 1. umferb: 16. maí - KS-lBV 16. maí - Skallagrímur-KA 16. maí - Njarðvík-Breiðablik 16. maí - Völsungur-Leiftur 16. mai - Fylkir-lBl 2. umferð: 19. maí - (BV-Breiðablik 19. mai - Leiftur-Njarðvík 19. mal- iBl-Völsungur 19. mal- KS-Skallagrímur 29. maí - KA-Fylkir dagskvöldið þegar þeir mæta Þrótti í fyrsta leik íslandsmótsins í knattspyrnu. Gunnar meiddist í leik fyrir nokkrum vikum og var í gipsi um tíma en er óðum að ná sér. Þá er ekki útilokað að Sæ- björn Guðmundsson geti leikið en hann hefur verið að komast í gang að undanförnu eftir meiðsli. Guðmundur Magnússon ung- lingalandsliðsmaður er hins veg- ar enn á hækjum eftir að hafa meiðst í leik með unglingalands- liðinu gegn drengjalandsliðinu fyrri skömmu. -VS Gunnar Glslason - óðum að ná sér. Föstudagur 10. maí 1985 Knattspyrna ÍA vann 5-0 í A vann Hauka 5-0 í Hafn- arfirði og Keflavík vann Breiðablik 3-1 í Kópavogi í síðustu umferð Litlu bikar- keppninnar um síðustu helgi. Lokastaðan í keppninni varð því þessi: |A................4 4 0 0 12-3 8 FH.................4 2 11 8-7 5 IBK................4 2 0 2 7-6 4 Breiðablik.........4 1 1 2 13-9 3 Haukar...........4 0 0 4 4-19 0 Knattspyrna Frakkar mæta Uruguay Keppni milli Evrópu- og Suður- Ameríkumeistara landsliða í knatt- spyrnu fer í fyrsta skipti fram á þessu ári. Það eru Frakkland og Uruguay sem ríða á vaðið og verður leikið í Frakklandi þann 21. ágúst. Stefnt er að því að þetta verði fastur viðburður á fjögurra ára fresti og leikið í heimsálfunum til skiptis. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.