Þjóðviljinn - 10.05.1985, Blaðsíða 13
Kjarvalsstaðir
Gler, olía, teikningar
Prjár sýningar opnaðar um helgina
og sú fjórða í Norrcena húsinu
Á morgun, laugardag kl. 14,
verða opnaðar þrjár sýningar
aðKjarvalsstöðum. Þargefst
fólki tækifæri til að skoða gler-
list, skúlptúra, teikningar, olíu-
málverk, vatnslitamyndir,
málaðar Ijósmyndir og fleira.
Þegar blaðamann bar að garði í
gær var mikið umstang á Kjar-
valsstöðum og verið að hengja
eða stilla upp listaverkum um allt
hús. í vestursal var Kjartan Guð-
jónsson að störfum. Hann ætlar
að sýna 71 verk, mest olíumál-
verk en einnig vatnslitamyndir.
„Þetta er fimmta einkasýning-
in mín, ég hef verið heldur tregur
við að sýna en þó hef ég færst í
aukana í ellinni. Undanfarin ár
hef ég mest sýnt grafík en nú
sleppi ég henni alveg. Hvað ég er
að fást við? Aðallega sjávarlíf og
kvenfólk. Ég er ekki bestur til að
dæma um hvort eitthvað hefur
breyst hjá mér, það er hlutverk
gagnrýnenda. Og þó, ég er ekki
frá þvf að litirnir hafi breyst. Það
fylgir kvenfólkinu, það hefur
heitari liti“, sagði Kjartan Guð-
jónsson.
í hinum endanum, þe. austur-
sal eða Kjarvalssal, var Ólafur
Lárusson búinn að breiða út á
gólf aragrúa af litlum myndum.
„Ég sýni um 240 verk, langmest
teikningar en líka geysistórar
ljósmyndir sem ég mála inn á.“
Ólafur segist hafa verið í eitt ár
að vinna upp í þessa sýningu.
„Mestu afkastaði ég á tveimur
mánuðum í fyrrasumar þegar ég
dvaldi í listamiðstöðinni Svea-
borg í Finnlandi. Sveaborg er
eyja skammt frá Helsinki og þar
er þjóðtrúin mjög lifandi, fólk
segir mikið af draugasögum og
það er nokkuð almennt að fólk
hafi séð drauga. Ég fór oft út á
nóttinni til að leita að draugum
en fann enga. Hins vegar frétti ég
af sænskri listakonu sem var
þarna á undan mér og varð að
fara heim því draugarnir gáfu
henni engan frið, hún var hætt að
geta sofið fyrir þeim. Þessar
Björg Orvar
í Nýlistasafni
I kvöld, föstudag kl. 20, opnar
Björg Örvar sýningu á mál-
verkum í Nýlistasafninu viö
Vatnsstíg. Að loknu námi viö
Myndlista- og handíða-
skólann hélt Björg til Davis í
Kaliforníu þar sem hún nam
við listadeild Kaliforníuhá-
skóla á árunum 1981 -83.
Þetta er önnur einkasýning
Bjargar hér á landi en í haust
sýndi hún mónóþrykk á Galleríi
Borg. Að þessu sinni ræður olían
ríkjum en flest málverkin eru
máluð á þessu ári. Sýning Bjargar
verður opin frá kl. 16 - 22 daglega
fram til 19. maí.
- ÞH
draugasögur höfðu mikil áhrif á
mig og þeirra sér stað í mörgum
teikningum sem hér eru.“
Blaðamaður setur sig í listræn-
ar stellingar og þykist eygja ýmis
áhrif frá nýja málverkinu í mynd-
um Ólafs. „Já, það er ekkert
undarlegt, ég hef orðið fyrir ýms-
um áhrifum. Þó má segja að þess-
ar myndir séu í rökréttu sam-
hengi við það sem ég hef verið að
fást við, ég var td. mikið í gjörn-
ingum á sínum tíma og þessar
myndir eru flestar gerðar í augna-
bliksupplifunum", sagði Ólafur.
Á göngunum á milli þeirra
Ólafs og Kjartans voru glerlistar-
menn að störfum. Glerbrot 85
nefnist sýning níu íslenskra gler-
listarmanna og er þetta fyrsta ís-
lenska samsýningin á verkum
sem unnin eru úr gleri. Þarna eru
allskonar verk, gluggar, skálar,
veggmyndir, skúlptúrar og í það
minnsta einn regnbogi.
Þeir sem sýna eru Brynhildur
Þorgeirsdóttir, Leifur Breið-
fjörð, Lísbet Sveinsdóttir, Pía
Rakel Sverrisdóttir, Rúrí, Sigríð-
ur Ásgeirsdóttir, Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, Steinunn Þórarins-
dóttir og Sören Staunsager Lar-
sen sem raunar er danskur en bú-
settur á Kjalarnesinu.
Vafalaust má greina áhrif víða
að því að listamennirnir eru
menntaðir víða um lönd, bæði
austan hafs og vestan.
Þessi sýning á Kjarvalsstöðum
tengist annarri glerlistarsýningu
sem opnuð verður í Norræna hús-
inu í dag. Þar gefur að líta um 200
glermuni eftir uþb. 50 glerlistar-
menn frá öllum Norðurlöndun-
um.
Báðar eru svo þessar sýningar
tengdar fimmtu norrænu glerlist-
arráðstefnunni sem hófst í gær
hér í Reykjavík en hún stendur til
15. maí. Svona ráðstefnur og sýn-
ingar í tengslum við þær hafa
áður verið haldnar á hinum
Norðurlöndunum en þetta er í
fyrsta sinn sem Reykjavík hýsir
slíka starfsemi.
Sýningarnar á Kjarvalsstöðum
verða opnar frá kl. 14 - 22 daglega
fram til 27. maí en sýningin í Nor-
ræna húsinu er opin daglega frá
kl. 14 - 19 fram til 26. maí.
- ÞH
Kjartan Guðjónsson: Litirnir verða heitari með tilkomu kvenfólksins. Mynd:
Valdís.
Rúrí var að fást eitthvað við láróttan regnboga úr gleri. Mynd: Valdís.
Ólafur Lárusson: Leitaði að draugum, fann enga en setti þá samt á pappír.
Mynd: Valdís.
Kristján Fr. GuAmundsson opnaði í síðustu viku málverkasýningu í Innrömmun Sigurjóns, Ármúla 22
hér i borg. Þetta er önnur einkasýning Kristjáns en hann var um árabil málverkasali við Týsqötuna Sýninqin
verður opm virka daga frá kl. 9 - 18 fram til 15. maí. Mynd: Valdís
Föstudagur 10. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13