Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.05.1985, Blaðsíða 7
Nú rennur fyrsta ferðahelgi sum- arsins í garð og lék okkur forvitni á, hvert krakkarnir ætluðu að fara, því við erum ekki búnar að ákveða okkur ennþá! Við tókum nokkra krakka á beinið í gær og spurðum þá spjörunum útúr, um hvað þeir ætluðu að gera um helgina. Hrannar Baldursson Teflir alla helgina „Ég ætla að tefla alla helgina því þá er íslandsmót í skólaskák", sagði Hrannar Baldursson. „Ég verð að æfa mig í allt sumar, því ég tek þátt í boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur í sumar. Ætli ég taki ekki frí frá taflinu á mánudaginn, skreppi austur á Pingvelli og renni fyrir silung, síðan verð ég að tefla og tefla í næstu viku því ég byrja í Vinnuskólanum 1. júní“. -«p Allir staðir lokaðir um helgina „Það verða allir helstu staðirnir lokaðir um helgina, svo það verður fjör í bæ, en ég og kunningjar mínir sjáum við því og förum bara um næstu helgi í staðinn“, sagði Guðrún Gestsdóttir. „Við förum sennilega á föstudaginn eftir viku og komum aftur á sunnudeginum og ætlum að vera í tjaldi, þetta er allavega ákveðið en hvert við förum er enn á huldu“. -sp Guðrún Gestsdóttir Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (-) 1. Axel F - Harold Faltermeyer (-) 2. AM (The pros and cons of hitchiking) - Rogers Walters (-) 3.1 was born to love you - Freddy Mercury (-) 4. The beast in me - Bonnie Pointer (5) 5. The heat is on - Glen Frey (8) 6. Welcome to the pleasuredome - Frankie (-) 7. Just a gigolo - David Lee Roth (-) 8. Lover come back to me - Dead or alive (-) 9. Spirit up - Patty LaBelle (4) 10. Look Mama - Howard Jones Rás 2 (1) 1. A view to kill- Duran Duran (4) 2. Axel F- Harold Faltermeyer (6) 3. 19- Paul Hardcastle (2) 4. Wide boy- Nick Kershaw (5) 5. Kiss me - Stephen Tintin Duffy (7) 6. The beast in me- Bonnie Pointer (9) 7. Some like it hot- The Power Station (8) 8. The unforgettable fire - U2 (3) 9. Behind the mask- Greg Phillinganes (19) 10. Just a gigolo/Ain’t got nobody- David Lee Roth Grammið (1) 1. Meat is murder - The Smiths (2) 2. Stella - Yello (-) 3. Shakespeare’s sister - The Smiths (3) 4. First circle - Pat Methany Group (-) 5. Rockabilly psychosis - Tramps, Gunclub. Meteos ofl. (8) 6. Treasure - The Cocteau Twins (9) 7. It will end in tears - This Mortal Coil (7) 8. Who’s afraid - Art of Noise (5) 9. Power Station - Power Station (-) 10. Brothers in arms - Dire Straits

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.