Þjóðviljinn - 05.06.1985, Blaðsíða 6
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Tilkynning til
símnotenda.
Athygli er vakin á því að símaskráin 1985 er að fullu
komin í gildi.
Eru símnotendur hvattir til að nota nýju skrána
vegna fjölmargra breytinga frá fyrri skrá t.d. urðu um
500 númerabreytingar í Árbæjarhverfi í Reykjavík
við útkomu hennar.
Þá er sérstök athygli vakin á því að Varnaliðið á
Keflavíkurflugvelli hefur fengið nýtt símanúmer 92-
52000 sem þýðir að símnotendur utan 92 svæðisins
þ.e. Suðurnesja þurfa að velja fyrst svæðisnúmerið
92 og síðan 52000.
Póst- og símamálastofnunin.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Innritun í öldungadeild verður miðvikudaginn 5. og
fimmtudaginn 6. júní kl. 17 gegn greiðslu 350 kr.
staðfestingargjalds.
Eldri nemendur þurfa að staðfesta val fyrir haustönn
og greiða staðfestingargjald hafi þeir ekki gert það
áður.
Rektor
Frá Fósturskóla íslands
Umsóknarfrestur um skólavist næsta skólaár, er
framlengdur til 10. júní nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Skólastjóri
Samtök um
byggingu tónlistarhúss
Aðalfundur verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 13. júní, kl. 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Vorhappdrætti ABR
lÉÉÍlpÉlfflWS
Vinningíir:
lu.mai 1. IxcP »i! sumn'íc.i-li^»:ii'.n»r kh.>e<i> .v-w'Sj»iv»»lM»L,»rts:m - IJMkbni: . 25.UW 2. Kec<> l»: K:nvo: 1 llcím »-•.:«' S-imviftnutefðvm l,:i.!v»r. »4»» 3. f . cð ul ftimicu J IUi:u nwft J.jf«vinnu:«:»ðw»n I-JKÍ..H 2H.WXI 4. íi'..l i vjrMmv í KitnilxTvtnneo í HiíIIjimL :> S»fT>'.mnu:trðj • faftttvín • I5.U0O 5» Dv.'i i tui:'.:irttu»i i L.jmjik'c iAi Gilltiviv »' 1 :fkv .i 'iWUt: SantvintiuftfiA. (aftthy. 15.01» 6. (r...| i <umjtlttivi i KafW.injt eiV.. (•iHtfivK > D.u.iiK't ku vcpvm SjHiviimuCciifj l.ttcujvýfi 15.000 S i»»nain»f j>» 110.000 Ver Fjökli
'Alhýðubiindíilag ið i Reykjavík:
Nú eru allra síðustu forvöð að gera skil í Vorhapp-
Byggðastofnun
Höggvið á tengsl við
landshlutesamtökin
Svavar Gestsson: Ríkisstjórnin fylgir
andbyggðastefnu. AB flytur tillögur gegn
eilífðarráðningu forstjóranna
„Hvergi í frumvarpi um
Byggðastofnun er tekið á þeim
stórfellda vanda sem nú blasir
við landsbyggðinni, ekki síst í
sjávarútvegi og landbúnaði.
Þar fylgir rfkisstjórnin f raun
andbyggðastefnu,” sagði
Svavar Gestsson m.a. í um-
ræðum um stjórnarfrumvarp
um nýja Byggðastofnun í stað
Byggðasjóðs.
Alþýðubandalagið flytur
nokkrar breytingatillögur við
frumvarpið og telur þrátt fyrir
alla galla þess, rétt að stuöla að
því að hér á landi starfi Byggða-
stofnun. Alþýðuflokkur og
Bandalag jafnaðarmanna leggja
hins vegar til að frumvarpið verði
fellt þar sem með því verði ágall-
ar núverandi kerfis framlengdir í
stað þess að flytja verkefni í
byggðaþróun út í héruðin.
I breytingatillögum AB er gert
ráð fyrir því að Byggðastofnun
heyri ekki undir forsætisráðherra
heldur félagsmálaráðherra, sem
fari þannig með byggðamálin í
heild. Einnig að þóknananefnd
ákveði laun stjórnarmanna, að
aðeins verði ráðinn einn forstjóri
og það til 6 ára. Þá leggur AB til
að Byggðastofnun hafi samvinnu
við landshlutasamtök sveitarfé-
laga, sveitarstjórnir, þróunarfé-
lög og aðra heimaaðila eftir
atvikum en með tillögum ríkis-
stjórnarinnar er klippt á öll tengsl
sem verið hafa milli Byggðasjóðs
og landshlutasamtaka sveitarfé-
laga.
Svavar Gestsson sagði m.a. að
fulltrúar landshlutasamtakanna
hefðu harðlega mótmælt þessari
tillögugerð en á undanförnum
árum hefur Byggðasjóður styrkt
landshlutasamtökin til áætlana-
gerðar í atvinnumálum. Sagði
Svavar að landsbyggðin myndi
fylgjast grannt með hver við-
brögð stjórnarliða yrðu við til-
löguflutningi AB.
Öryggisbeltin
drætti ABR.
Athugið, fjöldi glæsilegra vinninga bíður hinna stal-
heppnu. Vinningsnúmer verða birt eftir heigi.
ABR
Blikkiðjan
lönbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI46711
Meirihlutinn gegn sektum
Allsherjarnefnd villfella frumvarp um að sektum verði beittefbílbelti
eru ekki notuð
„Notkun einstaklinga á bíl-
beltum verður að byggjast á
fullvissu þeirra sjálfra um nyt-
semi hennar en ekki á ótta við
lögreglu- og dómsvald,” segir
m.a. í nefndaráliti meirihluta
allsherjarnefndar í neðri deild
alþingis. Leggur meirihlutinn
sem þeir Guðmundur Einars-
son, Ólafur Þ. Þórðarson,
Pálmi Jónsson og Friðjón
Þórðarson skipa, til að alþingi
felli frumvarp um að beita sekt-
um ef bílbelti eru ekki notuð.
í álitinu segir einnig að varan-
legur grunnur að bættri umferð-
armenningu og meira öryggi
verði ekki lagður með sektará-
kvæðum, heldur með jákvæðri
löggæslu, hvatningu og upplýs-
ingum, umferðarkennslu og að-
gerðum á sviði gatnafram-
kvæmda og skipulags.
-ÁI
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1985