Þjóðviljinn - 05.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Hafnarfjörður Stálskip vill kaupa Maí Guðrún Lárusdóttir framkvœmdastjóri: Höfum áhuga. Kom á óvart að gengið var til samningaviðrœðna við aðra áður en ákveðið var að hœtta við Útgerðarfélagið. Vinnubrögð bœjaryfirvalda vekja miklafurðu TORGIÐ Eitt þeirra útgerðarfyrirtækja sem sýnt hefur áhuga á eignum BÚH er Stálskip h/f í Hafnarfirði sem gerir út togarann Ými h/f. Á fimmtudag sendi fyrir- tækið bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf þar sem óskað var eftir við- ræðum um hugsanleg kaup á b/v Maí öðrum af tveimur togurum BÚH sem eftir eru. „Við hefðum getað sent okkar boð fyrir löngu síðan því við höf- um haft áhuga á því að ræða um hugsanleg kaup á Maí en við héidum að það kæmi ekki annað til greina en að Útgerðarfélagið yfirtæki rekstur skipsins", sagði Guðrún Lárusdóttir fram- kvæmdastjóri Stálskipa h/f í sam- tali í gær. „Við stóðum í þeirri trú eins og sjálfsagt flestir aðrir að eignir BÚH ættu að ganga til þessa nýja Útgerðarfélags og við höfðunt ekki heyrt neitt um að hætt væri við þann félagsskap. Að því leyti kom það okkur á óvart að annar aðili skyldi geta sent inn tilboð í eignir BÚH áður en nokkurt lá formlega fyrir um afdrif Útgerð- arfélagsins", sagði Guðrún. Enn hafa engin svör borist við óskum Stálskipa um viðræður við bæjaryfirvöld en að sögn bæjar- stjórans í Hafnarfirði verður er- indið lagt fyrir bæjarráð n.k. fimmtudag. Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum í gær hefur bæjarstjórinn einungis umboð frá meirihluta bæjarstjórnar til að ganga til samninga við Samherja h/f um sölu á eignum BÚH. Hefur öll málsmeðferð bæjaryfirvalda í þessu máli vakið mikla furðu en eins og skýrt hefur verið frá gengu fulltrúar minnihlutans af fundi bæjarstjórnar á dögunum í mótmælaskyni við vinnubrögð meirihlutans. -«g- Fegrum borgina-klippum Davíð!!! Stangarholt Ekki sam- mála ráðheira Magnús Skúlason: Ósáttur við túlkun á útreikningum um Ekki vitum við hvort þessi litli snáði heitir Palli en það er engu líkara en hann sé einn í heiminum. Myndin sem Einar okkar Ólason Ijósmyndari tók í Kópavoginum minnir okkur á að við sem keyrum bíla ættum að hafa fulla gát á ökulagi okkar nú sem endranær, því nú er vor og börnin fjörmikil eins og kálfar.... r Eg get ekki fallist á úrskurð fél- agsmálaráðherra, þess vegna greiddi ég atkvæði með nýju byggingarleyfi. Eftir að ýmsar breytingar voru gerðar á útliti húsanna og skipulagi á reitnum, sá ég ekki ástæðu til að leggjast gegn framkvæmdum þarna, það var einnig borið í mig á bygging- arnefndarfundi, að eftir þessar breytingar ríkti almenn ánægja meðal íbúanna. Þetta sagði Magnús Skúlason fulltrúi AB í byggingarnefnd. Hann var eini fulltrúi minnihlut- ans sem lýsti yfir áframhaldandi stuðningi við byggingarfram- kvæmdir í Stangarholti. - Það er staðreynd að nýting- arhlutfallið er ekki of hátt, hvort sem reitnum yrði skipt í tvær lóðir eða ekki. Þess vegna get ég ekki fallist á úrskurð félagsmálaráð- herra hvað svo sem réttmæti byggingarinnar sjálfrar líður. sagði Magnús. -SG Borgarstjóri Samrnni BUR og tsbjamaríns Yfirlýsing frá borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna: Borgarstjóri sinnir ekki lýðrœðislegri skyldu sinni Vegna frétta í dagblöðum að undanförnu, þar sem m.a. er haft eftir Davíð Oddssyni borgar- stjóra, að hann hafi ákveðið að efna til viðræðna milli Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og Isbjarnar- ins um hugsanlegan samruna þessara fyrirtækja, viljum við undirritaðir borgarfulltrúar í Reykjavík taka fram: 1. Rétt eins og aðrir borgarbú- ar fengu almennir borgarfulltrúar sínar fyrstu upplýsingar um ákvörðun borgarstjóra úr Morg- unblaðinu 27. maí. Það er að vísu engin nýlunda að borgarstjóri dragi borgarfulltrúa á upplýsing- um og kynni þeim ekki mál fyrr en þau eru því sem næst frágengin og engu verður um þokað. Slík vinnubrögð eru hins vegar með öllu óþolandi og í raun hundsun á öllum lýðræðishefðum. 2. Það er ekki rétt sem segir í Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. maí, að borgarstjóri hafi „kynnt borgarfulltrúum hug- myndir sínar að viðræðum þess- ara tveggja stærstu sjávarút- vegsfyrirtækja í Reykjavík.“ Engin slík kynning hefur farið fram, þó að borgarstjóri hafi sent borgarráðsfulltrúum bréf sömu helgi og fréttin í Morgunblaðinu birtist, sem var efnislega sam- hljóða henni. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir, hefur öðrum borgar- fulltrúum ekki reynst unnt að fá afrit af því bréfi á skrifstofu borg- arstjórnar, enda bréfið þar ófinnanlegt. 3. Við drögum ekki í efa form- lega heimild borgarstjóra til að hafa frumkvæði að viðræðum sem þessum, en okkur finnst löngu tímabært að hann átti sig á því, að honum ber lýðræðisleg skylda til að veita borgarfulltrú- um upplýsingar um mál sem þetta, áður en hann hleypur með það í fjölmiðla. Adda Bára Sigfúsdóttir Gerður Steinþórsdóttir Guðmundur Þ. Jónsson Guðrún Ágústsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristján Benediktsson Sigurður E. Guðmundsson Sigurjón Pétursson. Jón Baldvin Engin sinfónía í tilefni af frétt Þjóðviljans um helgina af fundi Jóns Baldvins í Laugardalshöll óskar Haukur Helgason hagfræðingur og stjórnarmaður í Sinfóníuhljóm- sveit íslands að þess sé getið að ekki er rétt að Sinfóníuhljóm- sveitin hafi leikið á umræddum fundi. Hitt er rétt að Ámundi Ámundason fór þess á leit að hljómsveitin léki á fundinum en þeirri málaleitan var hafnað. Hagkaup Reisir 28 þúsund fermetra verslun Hagkaup hf. standa nú í mikl- um byggingaframkvæmdum í Kringlumýri og um helgina var gengið frá samningi við Byggða- verk hf. í Hafnarfirði um að reisa og Ijúka ytri frágangi á verslun- armiðstöð í nýja miðbænum í Kringlumýri. Byggðaverk hf. bauð lægst í þennan verkhluta, en tilboð voru opnuð 14. maísl. Gólfflötur húss- ins er alls 27.800 fermetrar en rúmmálið 147.000 rúmmetrar. Byggingin verður stærsta húsið í Reykjavík. Samkvæmt samning- um á ytri framkvæmdum við hús- ið að vera lokið fyrir 1. nóvember nk. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 5. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.