Þjóðviljinn - 05.06.1985, Blaðsíða 9
______________________MENNING_____________________
Augað verður aldrei satf
Meistaraþjófurinn frá Hollí snýr aftur
Staðgengillinn (Body Double)
Bandaríkin 1984
Leikstjóri: Brian De Palma
Handrit: Hann og R. J. Avrech
Leikarar: Craig Wasson, Melanie
GrifTith, Gregg Henry, Dcborah
Shelton o.fl. Stjörnubíó
MÖRÐUR
ÁRNASON
Það sem hefir verið, það mun
verða, og það sem gjörst hefir,
það mun gjörast, og ekkert er nýtt
undir sólinni. Sé nokkuð til, er
um verði sagt: sjá, þetta er nýtt -
þá hefir það orðið fyrir löngu, á
tímum, sem á undan oss voru.
Predikarinn gæti sem hægast
verið lærifaðir kvikmynda-
leikstjórans Brian De Palma sem
í Stjörnubíó gefur nú kost á
StaðgenglinumlBody Double.
Það var eiginlega ekki spurningin
hvort hann væri að líkja eftir ein-
hverju heldur eftir hverju hann
væri að líkja; og þegar myndin
byrjaði komu fljótt í hugann
Hitchcock-myndirnar Vertigo,
Rear Window, og gott ef ekki
frægt myndskeið úr Notorious.
Brjánn frá Pálmholti er góður
kunningi hér í sölum, og ekki síst
fyrir myndir sem eru annaðhvort
nokkurnveginn beinar endur-
tökur (Scarface, frá Howard
Hawks) eða harla ódulin lán
(Dressed to kill, frá Psycho
Hitchcocks; Blow Out, frá Blow
Up Antonionis). En er þetta ekki
bara allt í keiinu? Hvað um
Gerplu Laxness eða Paradísar-
heimt? Hvað um bók einsog Nafn
rósarinnar þarsem farið er í ým-
issa fyrri kvikinda líki? Brandur
af brandi brennur, og svo fram-
vegis?
Gallinn við steluþjófinn De
Palma er að hann gleymir að bæta
nýjum víddum við efnivið sinn,
að endurskapa hann í sínu eigin
líki. Hann lætur sér nægja að
klæða hann í nútímabúning,
pikka upp hvikula smartstæla og
hotta á fyrirferðarmikinn töku-
mann. Það er gaman að horfa á
myndir De Palma, en þær þeirra
sem eiga sér greinilegasta fyrir-
mynd eru stolnar eru ekki mikið
meira en dáfallegur þjófnaður, -
þar skilur milli hans og til dæmis
nóbelskáldsins í listinni að taka
að láni. Hið bogna getur aldrei
orðið beint.
Og hið vantandi verður eigi tal-
ið. I fyrirmyndinni að Staðgengl-
inum, Hitchcock-myndinni Vert-
igo, er lofthræðslan í einu aðal-
hlutverkanna. Hér er innilokun-
arótti tekinn við, og tekst ekki
nógu vel. Kannski það fari eftir
því hvaða fóbíum hver áhorfandi
er haldinn. Kannski líka er það
vegna þess að það næst ekki dýpt
í lífshlaup aðalpersónunnar eða
þessa fóbíu hennar, og væri þá
um að kenna ónógu listfengi leik-
stjórans.
Onnur aðfinnsla: inní miðja
mynd er sett lag með vinsælli
hljómsveit. Kvikmyndin breytist
þá alltíeinu í Skonrokksmynd-
stungu sem rýfur eðlilegan gang
þráðar. Þetta er sennilega ekki
alveg leikstjóranum að kenna:
núna má ekki búa til kvikmynd í
Hollywood án þess að geta líka
gefið út plötu fyrir vinsældalist-
ana. En eitt með öðru gerir þetta
Staðgengilinn billegri og ekki eins
ágenga og til dæmis Dressed to
kill. Aðfinnslurnar gætu verið
fleiri og mér er kunnugt um að
myndin fékk þriðju stjörnuna í
Tjaldinu á bíósíðu blaðsins með
semingi og eftirgangsmunum.
Stirðlyndi spámaðurinn sem
Norrœnt vísna-
mót ó íslandi
Dagana 28.-30. júní n.k.
standa Vísnavinir á íslandi
fyrir norrænu vísnamóti hér á
landi. Mótiö verður haldið á
Laugarvatni, og er þetta í
fyrsta sinn sem slík samkoma
fer fram hérlendis.
Til mótsins koma margir vel
þekktir vísnasöngvarar og trúba-
dorar frá hinum Norðurlöndun-
um, og er ætlunin að nýta krafta
þeirra að mótinu loknu til hins
ýtrasta. Það mun gert með tón-
leikahaldi dagana30. júní-3. júlí
hér og þar um landið, og er fólk
hvatt til að hafa augun opin fyrir
auglýsingum þegar þar að kemur.
Craig Wasson sem Jake sem ríkur klámmyndastjóri að ráða Melanie Griffith sem klámdrottninguna Holly Body í nýja
klámmynd í plati til að finna út hver sé hvað og hvað sé hvers í Staðgenglinum eftir Brian De Palma.
hér hefur verið vitnað til viður-
kenndi að þótt allt sé aumasti
hégómi verður augað aldrei satt af
að sjá og eyrað aldrei mett af að
heyra. Og stirðlyndur gagnrýn-
andi verður að viðurkenna að
Pálma-Brjánn gerir kvikmyndir
einsog sá sem valdið hefur. Hon-
um tekst dándisvel að ná upp
spennu og halda henni, hann nær
upp erótík réttu megin við klám-
mörkin, hann velur umhverfi og
leikara af natni. Og hann stelur
það vel að það sér enginn eftir því
að sjá Staðgengilinn.
Að lokum: Stjörnubíósmenn
eiga skilið hrós fyrir prógrömmin
sín. Mig grunar að saga bíópró-
grammanna sé eitthvað á þá leið
að einusinni voru myndir ekki
sýndar með íslenskum texta og
var þá upp og ofan hvort menn
skildu samtöl eða söguþráð, - úr
því mátti bæta með prentuðum
bláþræði úr kvikmyndinni. Síðan
kom texti og vandinn leystist, en
prógrömmin héldu áfram í gamla
dúrnum og eru flest nauða-
ómerkileg. Þeir í Stjörnubíó hafa
hinsvegar tekið þann kost að
birta auk þráðarins helstu upplýs-
ingar um myndina, leikstjórann
og leikara með góðum ljósmynd-
um á fallegum pappír. Og þetta
er meiraaðsegja á sæmilegri ís-
lensku sem ekki er sterkasta hlið
þeirra sem bíóin fá til að þýða
fyrir sig prógrömm og íslenskan
texta.-m
Tónlist
Píanótónleikar Christian Eggen
Norræna húsið: Tónleikar 2. júní
1985
Ungir norrænir einleikarar
Christian Eggen, píanóleikari.
Það er sannarlega vel til fundið
af forstjóra Norræna hússins að
bjóða ungum norrænum ein-
leikurum úr þriðju og síðustu
tónlistarkeppni Sambands nor-
rænna tónlistarháskóla (Nordisk
Konservatorieráds 3. biennale
for unge nordiske solister) að
halda hér tónleika. Tilgangurinn
með þessari tónlistarkeppni er
einmitt sá að vekja athygli á ungu
tónlistarfólki og kynna það fyrir
tónleikaskipuleggjendum, út-
varpi, sjónvarpsstöðvum o.fl. Því
miður hefir það reynst svo, að
undirtektir jressara aðila hafa
verið mjög misjafnar, ef ekki
dræmar, og hafa orðið nokkur
vonbrigði hvað þetta varðar. Það
er því mjög hrósvert að forstjóri
Norræna hússins, Knut Ödegárd
ásamt Jóni Nordal, núverandi
formanni sambandsins, skuli
hafa skipulagt tónleikaröð með
þátttakendum í síðustu keppni.
Christian Eggen píanóleikari
frá Noregi lék á þriðju tónleikun-
um. Eggen er ekki við eina fjöl-
ina felldur í tónlistinni. Fyrir utan
langt og strangt píanónám, hefur
hann einnig lagt stund á hljóm-
sveitarstjórn, tónsmíðar og
margt fleira. Hann er því alhliða
tónlistarmaður, en góður píanisti
er hann, á því er enginn vafi.
Efnisskráin var skemmtileg.
Fjögur Lyrisk stykki eftir Grieg,
sem Eggen er greinilega í blóð
borið að leika, og svo Sónata í F
dúr K. 533-494 eftir Mozart.
Fyrstu tveir þættirnir voru samdir
árið 1788 en síðasti þátturinn var
saminn tveimur árum á undan. Sá
þáttur er frekar léttvægur, að
undanskildum gullfallegum moll-
kafla, en hinir tveir þættirnir eru
með því frumlegasta og dýpsta
sem Mozart samdi fyrir píanó.
Hljómar og polyfonia eru saman-
ofin á meistaralegan hátt og jafn-
ast þessir tveir kaflar á við síðustu
verk meistarans og er þá mikið
sagt. Christian Eggen lék sónöt-
una mjög fallega, en hljóðfærið,
sem er komið til ára sinna, gerði
honum erfitt fyrir. En þetta var
falleg túlkun á fallegu verki.
Eftir hlé lék Eggen hina stór-
brotnu „Barcarollu“ op. 66 eftir
F.Chopin. „Barcrollan" er mjög
erfitt verk í flutningi, og þá sér-
staklega að halda því saman.
Veiku staðirnir voru heldur dauf-
lega leiknir og varð því heildar-
svipurinn nokkuð hnökróttur, en
hápunktana byggði hann vel með
mikilli stígandi, en heildarsvipur-
inn komast ekki nægilega vel til
skila. Að síðustu lék Christian
Eggen Svítu op.45 eftir Carl Niel-
sen. Þetta var hápunktur tón-
leikanna frá hendi píanistans.
Eggen lék svítuna á meistara-
legan hátt bæði tæknilega og
músikalskt og nú vantaði ekkert á
að athygli hlustenda væri vakandi
frá byrjun til enda. En meðferð
Eggens á Intermezzoi op. 117 nr.
2 eftir Brahms sem Eggen lék
sem aukalega, kunni ég ekki að
meta.
k\^nMistn-eghaniúbít,skbU Isínniís
Letur-i
mmsmc
GunniaugurSí (briemkennirí
þrjnr vikur, rnmuÁaqunn 10- júttí
tUjóstudaýsins \>ntnQtwtn,,frk
níu tUjitnm~+-Vnkte$Ar xfm^ttr
jýrstu btjrjindavunÁrceií tiivtí-
-Jatuisefna, ntvintuirmtuui. ofc-
Nowkn h'brtiípcHM/tetMÍiönnun
bókArsmít/WpphteijpteujngfÍHr-
tzfirujMr. cÁ-Tutttuju f)j nrLtstmr
ttm tetumctkuntrg svga
stafrifsins.fi-Iwntivn oijfynr-
sf)umir:Sfuifsttrfa Mynd/ttstn -
öjj hmdíiMkote jsUvnÁð/Skip-
kvíti 1/ Svmi 1 ]ffoo,frá $til 5-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9