Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 9
NÁTTÚRAN Háfjallaklifur Eins og flestir vita er hæsta fjall fslands tæpir 2200 metrar á hæð. Eldfjallið Öræfajökull rís í alla þessa hæð svo að segja frá sjávar- máli. Þegar litið er til margra fjalla erlendis verður sumum oft á að hugsa að Öræfajökull hljóti að vera lágt fja.ll. Til dæmis eru Alpafjöll mikið til 2500-4000 metrar á hæð yfir sjó. Fyrrgreind ályktun er að hluta til rétt: Þegar miðað er við hæð ofan sjávar- máls. Hitt er svo einnig rétt að hin eiginlega mishæð, miðuð við næsta umhverfi, er hreint ekki svo lítil. Margir af tindum Alp- anna eru lægri en Öræfajökull ef þannig er miðað við umhverfið eitt. Matterhjörn nær varla 2000 metra hæð miðað við jökulinn undir norðurvegg þess. Til frek- ari skýringa segja fjallamenn oft að tiltekinn tindur sé 3500 m á hæð yfir sjó en um 1000 hæðar- metrar. Hæstu fjöll heims íslensk fjöll eru annað hvort sorfin af ísaldarjöklum úr hraun- Iagastöflum eða þau hafa risið sem eldfjöll yfir umhverfi sitt. Endanleg hæð þeirra er ekki mikil og eru hærri fjöll en hér bæði á Jan Mayen og í Græn- landi. Andesfjöllin og hluti af fjöllum Alaska eru á bilinu 5000- 6800 metrar á hæð yfir sjó. Allmörg Andesfjalla eru eld- stöðvar en oftar er þó um fell- ingafjöll að ræða; stórar jarð: lagafellingar sem hafa risið þar sem jarðskorpuplötur rekast á. Þannig er líka um hæstu fjöll jarðar sem eru í Mið-Asíu. Þau er ekki aðeins í Himalaya eins og oft er sagt, heldur heitir hinn marg- faldi fellingafjallgarður mörgum nöfnum. Himalaya er eiginlega sá hluti sem nær um landamæri Tíbets og Nepals/Sikkims. Aðrir hlutar heita t.d. Karakorum (í Pakistan), Pamí (í Sovétríkjun- Kina o.fl.. Aðal þeirra umfram Alpana og Andesfjöll eru hæðin yfir sjó: 6000-8800 metrar. Og þótt miðað sé við umhverfið eru fá fjöll sem komast í hálfkvisti við þau. Rupal-hlið fjallsins Nanga Parbat er um 4000 metra há mið- að við umhverfið en fjallið sjálft er 8124 metra hátt yfir sjó. Og Everest-fjall, sem raunar heitir á máli heimamanna Quomol- ungma er rúmlega 8800 metra hátt og nær um 3500 metra yfir umhverfið. ðll þegar klifin Af öllum heimsins fjöllum eru aðeins 14 sem ná yfir 8000 metra hæð og um 60 sem ná 7000 metra hæð. Oll 8000 metra fjöllin eru í Mið-Asíu; nokkur eru í Pakistan, önnur á landamærum Nepals og ríkja umhverfis, eða innan Nep- al, og eitt er íTíbet (Kína). Nöfn- in eru jafn dulúðug og fjöllin hafa lengst af verið, t.d. Gasherbrum, Co Oyu, Kanchenjunga og Shisa- bangma. Öll voru fjöllin klifin eftir 1950; það síðasta 1964, og á annað hundrað manns hafa stigið á hátind Everest-fjalls sem ekki er erfiðasti 8000-metra tindurinn. í 30 ár þar á undan höfðu menn árangurslaust reynt við sum þess- ara fjalla og margir farist við þau átök. Nú eru tveir menn, Reinhold Messner frá Týról og Michael Dacher frá Þýskalandi, hvor um sig, langt komnir með að klífa meirihluta þessara 14 fjalla og Doug Scott, sem hér var fyrir skömmu og bauð 4 íslendingum til Pakistan, hefur gengið á marga þeirra líka. Framan af voru gerðir út mannmargir leiðangrar með burðarmönnum (alls stundum 100 manns) og súrefnisbirgðir til að klífa háfjöllin. Nú er þetta lið- in tíð og smáhópar fara án súr- efniskúta á sömu fjöll. Gífurlegt álag Háfjallaklifur er um margt ólíkt venjulegum fjallaferðum upp í 4-5000 metra hæð. Leiðirn- ar eru langar, oft mjög erfiðar hvað varðar klifurtækni, og súr- efnisinnihaldið í mikilli hæð er komið í 1/3 hluta þess sem við venjumst. Orkueyðslan er laus- lega áætluð tvöföld miðað við erf- iði við sjávarmál (t.d. hlaup) og sálrænt álag er meira en gengur og gerist. Því velur m.a. spenna vegna einangrunar og hættu, t.d. afís- oggrjóthruni, auk álagssem verður vegna erfiðra og tvísýnna ákvarðana. Fyrir súrefnisskortinn bæta menn með hægri hæðaraðlögun. Hún felst í því að hækka sig hægt, fara upp og niður áfanga oftar en einu sinni og fjölga með því rauð- um blóðkornum og víkka æðar. Við aukinni orkueyðslu er helst að bregðast fyrirfram með því að þjálfa líkamann við mikil álag og neyta góðrar fæðu þegar á hólm- inn er komið. Auk þess þarf að drekka 4-5 lítra af vökva á dag. Sálræna álaginu má helst mæta með góðri ferða- og klifurþjálfun þannig að menn kunni að bregð- ast við öllum aðstæðum og atvik- um og velja réttar leiðir á tiltekn- um tíma. En þrátt fyrir allt er íþróttin ekki hættulaus. Of hröð upp- ganga leiðir til fjallaveiki og lungna- og heilabjúgs sem er bráðdrepandi. Snjóflóð eru al- geng í háfjöllum og erfitt að var- ast þau en kuldinn er gífurlegur, sérstaklega vegna tíðra og mikilla vinda. Ofan við 7500-7800 metra tekur svonefnt dauðabelti við: Þar hrörnar líkaminn, hvað sem gert er, og mega menn ekki dvelj- ast svo hátt uppi nema fáeina daga. íslendingar stefna hátt Margir íslenskir fjallamenn hafa klifið fjöll í Ölpunum og fá- einar hafa farið til Alaska (McKinley 6194 m), gengið á Mt Rainier á vesturströnd Banda- ríkjanna, á Acongaqua í Argent- ínu (6960 m) og þegar þetta er skrifað er íslenskur leiðangur í Perú (5000-6500 metra fjöll) og tveir íslenskir fjallamenn eru í Pakistan með leiðangri sem stefnir á fjöll yfir 7000 og 8000 metra. Heyrst hefur talað um að aðrir hópar fari í austurveg á næstu árum. Af hverju? Frægur fjallamaður sagði: „Af því fjöllin eru þarna“. Líklega eru ástæð- urnar margar og illtilgreinan- legar. Athugasemd Vegna mistaka og dálkaruglings ígreinAra Trausta Guðmundssonarí sunnudagsblaði Þjóðviljans endurbirtum við greinina um leið og höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar. — Ritstj. um), Teng Shan og Kun Lun í _________MINNING_____ Ketill Guðmundsson Fœddur 21. mars 1955 - Dáinn 17. júlí 1985 í bókinni Spámaðurinn, eftir Kahlil Gibran, segir svo um vin- áttuna: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Pú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mœlirþú honum óttalausteða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar lang- anir og allar vonir ykkar til og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegarþú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vœnst um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af sléttunni. “ Fjölskyldan á Lindargötunni sér nú á eftir sínum besta heimil- isvini, á miðju því ári sem hann fyllti þriðja tuginn. Eitt kvöld í október síð- astliðnum, sat hann hjá okkur sem oftar og fann að fótur sinn hafði bólgnað. Þannig kom sjúk- dómurinn, sem leiddi hann svo skjótt til dauða, í ljós. Ketill tók öríögum sínum með mikilli reisn. Hann reyndi það sem lækavísind- in eru lengst komin í baráttunni við sjúkdóminn. Bjartsýnn hélt hann til London, þar sem mögu- leikinn á lækningu er mestur. Þar naut hann ómetanlegrar hjálpar vina sinna, Þorvaldar og Bryndís- ar, og systur sinnar Kötu. Hug- rakkur barðist hann og hélt í von- ina í lengstu lög, því svo mikið elskaði hann lífið, að ekkert taldi hann of mikið álag á þrek sitt, svo hann mætti lifa áfram. Samt átti dauðinn síðasta orðið í þeirri viðureign. Við sem eftir lifum og er ekki gefið að skilja til fulls, hvers vegna svona hlutir gerast, höfum það ráð eitt að halda á lofti minn- ingu hans, með þeirri reisn og þeirri gleði sem einkenndi líf hans. Okkur vinum hans og fé- lögum í Samtökunum ’78 var ómetanlegur styrkur að finna þann kraft sem hann lagði í líf sitt, innan Samtakanna sem utan. Innan þeirra nýttist félagsþroski hans til fulls, ungu félagi í mótun. Ósérhlífni hans og vinnugleði var öðrum hvatning til starfa. Skiln- ingur hans á málefninu opnaði augu margra, félagsmanna sem annarra, fyrir þeirri staðreynd, að það að vera hommi éða lesbía er ekkert til að skammast sín fyrir. Við eigum þvert á móti að vera stolt af því að gangast við þeim tilfinningum sem búa í brjósti okkar.Þær eru jafn heil- agar og aðrar ástartilfinningar. Þess vegna var Katli mikið í mun að fólk niðurlægði sig ekki þeirra vegna, né færi gáleysislega með þær. Það sem einkenndi líf hans, eftir að hann kom úr felum fyrir fjórum árum, var gleðin yfir því að mega vera sá sem hann var. Mannkostir hans blómstruðu og nutu sín til fulls, þar sem hann hafði unnið bug á þeim bælingum sem heftu hann áður. Hann fann styrk sinn og gaf óspart af sjálfum sér vinum sínum og vinnufélög- um, sem löðuðust að hlýrri, glettnislegri framkomu hans. Það var ótrúlegt hvað hann komst yfit að sinna mörgum vinum úr öllum áttum og hlusta á vandamál þeirra. Stundum fannst manni jafnvel að hann mætti heimta meira fyrir sjálfan sig. En það var ekki hans Iífsmáti. Hann vildi samgleðjast, hvetja og sjá já- kvæðar hliðar á lífinu. Við undirritaðar eigum honum ómetanlega skulda að gjalda fyrir vináttu hans og þátttöku í heimil- isstofnun okkar með þeirri ást sem hann sýndi sambandi okkar, strax frá upphafi. Sú samstaða sem myndast í minnihlutahópum getur gert kraftaverk. í henni felst einhver upprunalegur lífs- kraftur. En það var ekki bara hún sem nærði samband okkar við Ketil, heldur það manneskjulega viðmót sem var honum svo eigin- legt og er uppspretta þess sem tengir vini saman. Synir okkar áttu í honum einlægan félaga. Þeir munu báðir sakna þess að sjá hann aldrei aftur sitja í eldhúsinu við spjall og snæðing. Aldrei verður skarð hans í hugum okkar fyllt. Við sem ætluðum að verða gömul saman og skemmta okkur í ellinni. Ferðast saman. Við átt- um eftir að sitja svo mörg kvöld og ræða saman. Við áttum eftir að syngja svo mikið, hlæja svo mikið. En Ketils býður annað hlut- verk, á öðrum stað. Hann fær þar örugglega verk að vinna. í hjarta okkar á hann hólf sem við viljum rækta. Þar geymum við í minn- ingunni persónu hans og tökum okkur til eftirbreytni; Gerum góðlátlegt grín að ýmsu í okkar skrýtnu tilveru; Reynum að gleyma aldrei að vera sönn og sjálfum okkur samkvæm; Fáum okkur gott að borða og kannski einn írskan kaffi eða rósavíns- glas, þegar við höfum efni á; Brosum. Elsku Lilja, Kata og bræður. Munið hvað Ketill trúði sterkt á lífið og hið góða í manninum. Við biðjum þess að okkur öllum gef- ist styrkur til að lifa áfram á þann hátt sem honum hefði líkað. Elísabet Þorgeirsdóttir Stella Hauksdóttir Það var fyrir rúmum fjórum árum að Ketill ákvað að ganga til liðs við okkur sem unnum saman í Samtökunum ’78. Hann slóst í för með hópi úr félaginu sem sótti frelsisviku lesbía og homma í Stokkhólmi jjað sumar, 1981. Þá kynntumst við strax þeim eigin- leikum sem okkur þóttu síðan einkenna hann, hlýlegri einlægni og opnum hug. Hann tók þátt í atburðum vikunnar af innilegri gleði og ánægju og mótaði sér jafnframt skýra afstöðu til þess í hvern farveg hann ætlaði að beina lífi sínu. Þeirri afstöðu fylgdi hann staðfastlega fram, og okkur þótti sem honum yxi æ síð- an lífstrú og lífsvilji, sem hann veitti ósínkt af. Ketill tók fúslega að sér að gegna mikilvægu starfi í stjórn félagsins, er hann annaðist síð- ustu þrjú ár, en það var untsjón með fjárreiðum þess og tengsl við félagsmenn. Auk þess var hann ævinlega boðinn og búinn að leggja ómælda vinnu af mörkum við verkefni sem honum þóttu þörf. Honum var sérstök ánægja að taka þátt í starfi skólahópsins, en margir nemendur munu minn- ast hans frá skólafundum. Með látleysi, hlýju og jákvæðu lífsvið- horfi átti hann greiða leið að opn- um hug nemenda. Undanfarin þrjú ár hélt Ketill heimili með góðum vini sínum og félaga, Þorvaldi Kristinssyni. Samúð okkar vottum við honum, móður Ketils og systkinum. Fráfall Ketils er mikill missir okkur öllum sem þekktum hann. Við kveðjum hann með miklum söknuði en þökk fyrir ánægjulega samleið. Böðvar Björnsson Guðni Baldursson Helgi Magnússon Örfá kveðjuorð skulu færð á blað í innilegri þökk fyrir kær- komin kynni. Við kynntumst Katli sem vinnufélaga og síðar góðum vini. Hann ætlaðist til þess að við gerð- um ávallt okkar besta og létum aldrei bugast. Sömu kröfur gerði hann til sjálfs sín og stóð vel undir þeim. Hann reyndi að hjálpa öðr- um sem best hann mátti og fórst það vel úr hendi. Hann lætur okkur eftir bjartar minningar og reynslu sem við gleymum seint. Innilegustu samúðarkveðjur til aðstandenda og vina. Guð blessi minningu hans og ykkur öll. Halla og Matta. Þriðjudagur 23. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.