Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
DflÖÐVIUIHN
Þriðjudagur 23. júlí 1986 166. tölublað 50. árgangur
Bíldudalur
Engin vinnuþrælkun
Fiskvinnslan hf á Bíldudal lœtur togara sinn aldrei koma með meiri
afla en vinnslan rœður við. Aldrei unnið eftir kl. fimm.
Vinna allt á hagkvœmasta hátt. Jakob Kristinsson framkvœmdastjóri:
Óhress með kvótann.
Við ákváðum það fyrir um
tveimur árum að vinna aldrei
eftir klukkan fimm. Ef við höfum
þurft að vinna meira en fjörtíu
tíma á viku höfum við unnið það á
laugardagsmorgnum. Til þess að
ná þessu stýrum við veiðum tog-
arans, þannig að hann kemur
aldrei með meiri afla á land en við
komumst yflr að vinna á þessum
vinnutíma, sagði Jakob Kristins-
son framkvæmdastjóri Fisk-
vinnslunnar á Bíldudal þegar
Þjóðviljinn sló á þráðinn til hans.
„Ég veit ekki annað en allir að-
ilar séu ánægðir með þetta, fólk
nær ágætum bónus á þessum tíma
og afköstin eru góð. f>að er
auðvitað tóm vitleysa sem gert er
víðast hvar annars staðar, að láta
vinnsluna í landi stjórnast af því
hversu mikill afli berst á land. Því
fylgir alltaf of mikið vinnuálag,
afköstin minnka og svo eru menn
að vinna fiskinn í einhverjar
pakkningar sem seljast fyrir lítið.
Með þessu fyrirkomulagi okkar
náum við alltaf að vinna aflann á
hagkvæmasta hátt.
Annars erum við hér afar
óhress með kvótakerfið eins og
það er a.m.k. hvað okkur við-
kemur. Þrátt fyrir að við stjórn-
um veiðunum á þennan hátt
verðum við búin með kvótann í
ágúst og þá liggur ekki annað
fyrir en að loka vinnslunni og við
getum þá ekki veitt fólki vinnu
frá ágúst til áramóta. Ef við vilj-
um halda uppi einhverri vinnslu á
þessum tíma þurfum við eigin-
lega að leggja í 40-50 milljón
króna fjárfestingu í öðru skipi
bara til að fá meiri kvóta, það er
engin skynsemi í því,“ sagði Jak-
ob að lokum.
gg
Thelma Righter er hér á landi ásamt
eiginmanni sínum
á 11 daga ferðalagi. mynd Ari.
Ferðamenn
Hringdi
í sendiráðið
til að panta
gott veður
Allt kom fyrir ekki.
Thelma Richter
bandarískur
ferðamaður: Lentum
í snjókomu ístaðinn
fyrir Floridaveðrið.
Fjárfestum í mörgum
lopapeysum.
Útsendarar Þjóðviljans voru
staddir niður í Austurstrætinu I
straumiðu reykvíska bæjarlífs-
ins. Við ætluðum að hremma
hinn dæmigerða „túrhest“ þenn-
an með bakpokann. Þá svífur á
okkur bandarísk húsmóðir sem
sagðist heita Thelma Richter og
vera í 11 daga ferð um ísland með
eiginmanni sínum.
„Hæ, mikið var ég undrandi að
sjá sólina í morgun þegar ég
vaknaði, við hjónin ætlum heim á
morgun og verð ég að segja að
mig langar ekki til að yfirgefa
ykkur. Við erum búin að vera á
ferðalagi fyrir austan í kalsaveðri
og snjókomu. Jú við vissum að
við vorum að fara til íslands en
allir ferðabæklingar sögðu okkur
að það væri sumar á íslandi. Við
vorum líka búin að hringja í
sendiráðið og spyrja hvernig
veðrið væri og fengum þau svör
að hér væri Florida veður.
„Við urðum að fjárfest í nokkr-
um lopapeysum í Rammagerð-
inni til að lifa „veturinn" af!“
sagði Thelma um leið og sýndi
mér að hún var klædd í nokkur
lög af peysum.
-sp
Ríkisútvarpið
Lista- og skemmtideild
lögð niður
Leiklistarráðunautur ráðinn aðnýju.
Pétur Guðfinnssonframkvœmdastjóri sjónvarps:
Vonum að lista- og menningarefni verði ekki undir.
Sú breyting hefur verið gerð á
deildaskipan í Sjónvarpinu,
að báðar dagskrárdeildir þess,
Frétta- og fræðsludeild og Lista-
og skemmtideild hafa verið
lagðar niður. í þeirra stað hafa
verið settar upp þrjár deildir,
fréttadeild, deild innlendrar dag-
skrárgerðar og innkaupa- og
markaðsdeild.
Hinrik Bjarnason, sem áður
var dagskrárstjóri Lista- og
skemmtideildar verður nú
deildarstjóri innkaupa- og mark-
aðsdeildar.
Emil Björnsson sem verið hef-
ur dagsicrárstjóri Frétta- og
fræðsludeildar frá upphafi Sjón-
varpsins lætur af störfum hinn 1.
nóvember næstkomandi vegna
aldurs.
Hafa því verið auglýstar til um-
sóknar stöður fréttastjóra og
deildarstjóra innlendrar dag-
skrárgerðar.
Þjóðviljinn hafði samband við
Pétur Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóra sjónvarps og
spurði hann hverju þetta sætti.
„Við teljum að nýting mannafla
gæti orðið markvissari ef þjón-
ustuaðilar geta snúið sér til eins
manns í sambandi við innlenda
dagskrárgerð en vissulega viður-
kenni ég að það geti orðið mjög
yfirgripsmikið starf og krefjandi.
Sá aðili sem í þessa stöðu verður
ráðinn verður auðvitað að hafa
víðtæka reynslu og góða
menntun. Við teljum líka að er-
lend innkaup gætu orðið hag-
stæðari ef einn maður hefur
stjórn á þeim og öðrum þræði eru
þetta aðgerðir sem miðast við
væntanlega samkeppni á þessum
markaði.” Þegar blaðamaður
innti hann eftir menningar- og
listaefni sagði Pétur að fljótlega
yrði einnig auglýst staða leik-
listarráðunauts og taldi hann
fulla þörf á slíkum innan stofnun-
arinnar. „Við hægðum á leikrita-
gerðinni um tíma, vegna sparn-
aðaraðgerða og enginn hefur
sinnt þessu starfi undanfarið. Nú
er komin reynsla á það og ljóst er
að það gengur ekki lengur.
Leiklistarráðunautur er nauðsyn-
legur og við vonum að lista- og
menningarefni verði ekki undir
þrátt fyrir þessar skipulags-
breytingar,” sagði Pétur að lok-
um. -vd
Skotgatið í eldhúsglugganum í
samanburði við meðalstóra manns-
hönd. Ljósm. Ari.
Sendiráðið
Byssu-
maðurinn
ófundinn
Málið í rannsókn hjá
RLR. Alltáhuldu.
Enn er á huldu hver skaut úr
haglabyssu í eldhúsglugga starfs-
mannabústaðar bandaríska send-
íráðsins á sunnudagsmorgun.
Lögreglan í Reykjavík hefur sent
málið til Rannsóknarlög-
reglunnar sem vinnur að rann-
sókn þess.
í sjónvarpsfréttum á sunnu-
dagskvöld var sagt að líklegast
væri um ameríkana að ræða sem
hefði átt í útistöðum við íbúa
hússins við Þingholtsstræti. Að
sögn Helga Daníelssonar hjá
Rannsóknarlögreglunni var þetta
misskilningur. Það hefði verið
bent á ákveðinn mann sem lík-
legan, en sú ábending hefði ekki
reynst á rökum reist. Helgi sagði
að málið væri í rannsókn og ekk-
ert væri hægt að segja um það að
svo stöddu.
—pv
Hagvirki
Dökkt
framundan
Hœtta á stórsam-
drætti með haustinu.
„Ekki allar sögur
sannar umfyrirtœkja-
kaup okkar. ”
„Nei þetta er ekki rétt en við
höfum heyrt þessa sögu. Okkur
var boðið að kaupa þetta fyrir-
tæki en við afþökkuðum,” sagði
Jóhann Bergþórsson fram-
kvæmdastjóri Hagvirkis að-
spurður hvort fyrirtækið væri
búið að festa kaup á matsölu-
fyrirtækinu Gæða-Mat í Hafnar-
firði.
Eigendur Hagvirkis hafa hins
vegar nýlega keypt vélsmiðjuna
Klett í Hafnarfirði og fyrr í sumar
gerðust þeir eignaraðilar að
Hvaleyri h/f sem tók við rekstri
BÚH.
„Nei, það vil ég ekki segja,”
sagði Jóhann aðspurður hvort
eigendur Hagvirkis væru að losa
fé úr fallvaltri verktakastarfsemi.
„Það eru núna um 330 manns í
vinnu hjá okkur en það er vissu-
lega dökkt framundan í haust og
vetur ef ekkert nýtt kemur uppá.
Ef ekkért gerist þá verðum við að
fækka í samræmi við samdrátt í
verkefnum og það er sorglegt að
þurfa að láta þessi stóru tæki
standa hérna eins og togara á
beit,” sagði Jóhann Bergþórsson.
-lg