Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 1
166. tölublað 50. árgangur ATVINNUUF MANNLÍF ÍÞRÓTTIR Neytendamál Refsiverðar blekkingar Víða villandi upplýsingar um innihald svaladrykkja. Rannsókn leiddi íljós: Vantaði vítamín íHi-C og Gosa-appelsín-drykki. 25 grömm af sykri í hverri lítillifernu afHi-C og Svala. að er verið að blekkja kaup- endur með því að gefa rangar upplýsingar á umbúðum - og það tel ég vera refsivert athæfl, sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Þjóðviljann í gær í kjölfar niðurstaðna úr rannsóknum á appelsíndrykkjunum Svala, Gosa og Hi-C. Iðntæknistofnun framkvæmdi þessa rannsókn og birtist hún í DV í síðustu viku. Síðan er kom- ið upp mikið auglýsingastríð á rás 2 í hljóðvarpi. Raunverulegt C- vítamín innihald reyndist vera mun minna í Hi-C og Gosa held- ur en gefið er upp á umbúðum. 25 grömm af sykri reyndust vera í hverri fernu af Svala og Hi-C. Viðmælendur Þjóðviljans hjá Hollustuverndinni og Heilbrigð- iseftirliti borgarinnar kváðu hér um lagabrot að ræða. Birgir Guð- mundsson hjá Mjólkurbúi Flóa- manna sem framleiðir Gosa- drykkinn kvað mistök hafa orðið í framleiðslunni sem hann harm- aði og kvað vöruna verða kallaða af markaði. Pétur Björnsson forstjóri Víf- ilfells, sem dreifir Hi-C drykkn- um kvað margt rangfært og upp- lýsingar villandi í rannsókn Iðn- tæknistofnunar. Sjá bls. 3.-pv/óg Það var glampandi sól og blíða við bæinn hennar Önnu á Stóru-Borg, þar sem umfangsmesti fornleifauppgröftur Þjóðminjasafnsins stendur nú yfir áttunda sumarið í röð. Frá vinstri sjáum við Einar Jónsson, Má Másson, Orra Vésteins son, Mjöll Snæsdóttur og Margréti Harðardóttur. Á innfelldu myndinni er rúna- pinninn. Ef einhver getur lesiö það sem á honum stendur er það vel þegið. Mynd: -eik- Fornleifafundur Bæn eða blautleg vísa? -Rúnapinni með rúnum sem enginnfœr botn ífinnstá Stóru-Borg. Trúlegafrál5. öld. - Við vitum ekki hvað stendur á þessum rúnapinna, en hann er trúlega frá 15. öld. Þetta geta verið bænir, töfraþula eða ein- hver ósómi. Rúnirnar eru mjög skýrar og líklega er þetta eitthvert villu- letur. Enn hefur enginn getað les- ið úr þessu, en ég ætla að skrifa íslenskri stúlku, sem er doktor í rúnaletri og býr í Svíþjóð og biðja hana að reyna að ráða í rúnirnar, sagði Mjöll Snæsdóttir, fornleifa- fræðingur, þegar blaðamaður og ljósmyndari hittu hana og lið hennar austur á Stóru-Borg, þar sem Mjöll stjórnar nú uppgreftri áttunda sumarið í röð. „Við erum búin að grafa hér upp margskonar bæjarhús, m.a. kirkju og kirkjugarð með 66 gröfum og á þriðja þúsund muni frá ýmsum tímum. Það elsta er frá 14. öld en megnið frá 15. öld og fram yfir aldamótin 1800. Hluti af þessu, m.a. kirkjugarð- urinn er kominn á kaf aftur í sandinn en það er hver síðastur að reyna að bjarga úr þessu lausum munum og sjá hvað hér er af húsum áður en sjórinn leggur allt undir sig. Við erum þó aðeins rúmlega hálfnuð að því er ég tel og vel má vera að við eigum eftir að finna enn eldri mannabústaði hér undir,” sagði Mjöll ennfrem- ur. Rúnapinninn sem um ræðir fannst nýlega og er hann nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Stefán Karlsson handritafræðingur var fenginn til að reyna að lesa það sem stendur á pinnanum, en hann fékk engan botn í það. Mikið hefur fundist af slíkum trépinnum frá miðöldum á Norðurlöndunum, en aðeins er vitað um einn slíkan hér á landi og fannst hann við Bergþórshvol. Stundum voru slíkir pinnar not- aðir sem sendibréf eða að á þá var ritaður blautlegur kveðskapur. Nánar verður sagt frá uppgreftr- inum á Stóru-Borg í blaðinu á morgun. -þs Pingvallavatn Minkur stelur murtum Galvaskur veiðimaður átti heldur ósléttar farir úr við- skiptum við kykvendi marðar- ættar við Þingvaliavatn nú um helgina. Hann var að veiðum í Vatnsvíkinni ásamt sjö ára gömlum syni sinum, og dró murt- una grimmt. Þegar hann dró flsk- ana á land hafði hann þann hátt á að sleppa þeim í lítinn poll, og ætlaði síðan að hreinsa úr pollin- um að loknum veiðidegi. Eftir nokkra stund, þegar 7 til 8 murt- ur voru komnar í pollinn, kom sonur hans með miklu írafári og sagði að búið væri að stela þeim öllum. Og mikið rétt, þær voru allar farnar þegar veiðigarpurinn leit í pollinn. Syndaselurinn þjóf- ótti hafði hins vegar skilið eftir sig slóð, og þegar nánar var að gætt, þá fundust murturnar í dauða- teygjunum í holu undir móa- barði, og öll ummerki bentu til þess að hér hefði verið minkur á ferðinni. -ÖS Skák Jólrann og Helgi efstir Jóhann þarf2V2 vinn- ing í viðbót ístór- meistarann. Jóhann Hjartarson þarf 2Vi vinning úr fjórum síðustu skákum sínum á Norðurlanda- mótinu til að tryggja sér stór- meistaratitU. Jóhann gerði í gær jafntefli við danska stór- meistarann Curt Hansen og er í efsta sæti eftir 7 umferðir ásamt Helga Ólafssyni með 5'/2 vinning en Helgi sigraði Yrjölá örugglega. í 5. umferð á laugardag gerði Jóhann jafntefli við norðmann- inn Helmers en Helgi vann finn- ann Westerinen. í 6. umferð á sunnudag vann Jóhann finnann Yrjolá og Helgi gerði jafntefli við Helmers. í gær fór skák þeirra Agdestein og Máki í bið og er hún tvísýn en Agdestein er kominn með 5 vinn- inga. Hann teflir við Jóhann í 8. umferð í dag. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.