Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 7
„Okkur þykir ís góður,“ sögðu Austurstrætisdæturnar við Ijósmyndarann. mynd Ari. Sól og blíða Mannlífið í Austurstrætinu Austurstrætið iðaði af lífi á hádegi í gær. Veðrið var eins og best var á kosið, og sá maður hina þrælpíndu launþega hreinlega fiýja út af skrifstofunum og nær- liggjandi búðum til að njóta blíðviðrisins. Allir voru sammála um að í svona veðri ætti að loka „sjopp- unni“ það ætti að lögbinda sóiarfrídaga eins og aðra frídaga, maður lifir jú bara einu sinni! Litla Reykjavík vaknar til lífs- ins um leið og sólin fer að skína og hinir brynjuðu landar brjótast út úr brynjunum. Labba brosandi um, rabba um veðrið við gesti og gangandi, og gleyma amstri hversdagsins í klukkutíma, með- an á matarhléinu stendur. Gamall þulur situr á bekk og horfir á lífið þjóta framhjá. Allt í kringum hann eru annasöm blað- sölubörn, syngjandi forsíðufrétt- irnar af mikilli snilld. Stoltar mæður viðra afkvæmin í góðviðr- inu og njóta lífsins fram í fingur- góma í syngjandi rólegheitum. Enda eru þetta dagarnar sem mannfólkið man eftir þegar húm- ar að kveldi og það fer að rifja upp farinn veg. Austurstrætisdæturnar skört- uðu sínu fegursta, og mátti ég hafa mig alla við að draga ljós- myndarann inn í hús. Hann vildi eyða deginum meðal hins fagra kyns og lái honum hver sem vill. -sp Darling hjónin stolt með ungann sinn, hana Þuríði Önnu. mynd Ari. Austurstrœti Draumabamið í sólinni Ragnheiður ísaksdóttir hélt stolt á frumburðinum henni Þur- íði Önnu, 2Vi rnánaða Reykja- víkurmær, þegar við hittum hana í sólinni í gær. „Hún er alveg eins og draumabarnið á að vera, sefur allar nætur og lætur bara heyra í sér þegar hún er svöng og blaut. Þuríður Anna er fædd 2. maí, en átti að fæðast þann 1. en það er ekki á allt kosið. Við mæðgurnar höfum verið mjög heppnar með veður, það sem af er lífshlaupi Þuríðar og höfum notið þess út í fingurgóma. Alvara lífsins tekur svo við eftir 2 vikur, þá ætla ég að fara að vinna úti hálfan daginn. Pabbinn, Robert Darling, sem er enskur tónlistarkennari sat stolt- ur hjá kvenpeningnum sagði: „That’s life! -sp Þriðjudagur 23. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.