Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.07.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Ungt par sem er aö byrja búskap, vantar gamla, góða og ódýra eldavél, lítið eldhúsborð og 2-3 eldhússtóla. Vin- samlegast hringið í síma 30447. Bókahilla og kommóða úr furulíki sem sér ekki á og kostar nýtt kr. 7.000, og selst saman á kr. 4.000. Hringið í síma 13839 eftir kl. 17. Til sölu á vægu verði, rörsnitti með lausum bökkum, dælumótor fyrir miðstöðvar- dælu og smergilskífur. Uppl. í síma 36935. Húsnæði óskast Ungt par með 3 mánaða barn, bráð- vantar ibúð strax. Sími 686258. Eldavél Nýleg eldavel til sölu (ofn með 2 hell- um) á kr. 3.000.- Sími 13686. Til sölu borðstofuhúsgögn úr teak-viði stórt borð (hægt að stækka), sex stólar og stór skenkur, gott verð. Næstum ný Passap- Automatic prjónavél, ódýr. Lítið notuð Zerowatt-þvottavél, Philips- hárþurrka, mjög ódýr. Hansa hillur og uppistöður. Dönsk leðurreiðstígvél nr. 42. Ensk kjólföt á grannan meðal- mann, enskur sextant, „húsun“ sem nýr. Uppl. í síma 77247. Timbur og trommusett Vantar þig útrás, ef svo er þá hef ég einnota timbur og trommusett handa þér. Sími 71828. Barnavagn Til sölu góður barnavagn á kr. 5.000. Uppl. í síma 29647. Tii sölu gömul og lúin Lada Tópas bifreið, árgerð 77. Hún fékk skoðun í vor og hefur reynst eigendum sínum traustur farkostur undanfarna mán- uði. Selst ekki yfir kr. 50.000. Uppl. í síma 93-1205. Nýsmíði - breytingar - viðhald T ek að mér smærri og stærri verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki, viðhald, breytingar og nýsmíði. Húsa- og hús- gagnasmiður, sími 43439. Okkur vantar gott byrjendareiöhjól fyrir 5 ára strák helst BMX. Einnig vantar á sama stað píanóbekk. Vinsamlegast hring- ið í síma 20772. Halló Vantar ykkur rúm undir nýja erfingj- ann? Við höfum eitt til sölu. Upp. í síma 666709. íbúð óskast 24 ára reglusöm stúlka í góðu starfi óskar eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Helst í miðbæ eða Þingholtum (þó ekki skilyrði). Einhver fyrirfram- greiðsla möguleg. Upplýsingar í síma 84563 eftir kl. 17. Kettlingar Vel vanda kettlinga vantar gott heim- ili. Uppl. í síma 23076. Hvítt gólftengt klósett óskast. Upplýsingar í síma 11949 eftir klukkan 19. Til sölu á vægu verði vegna flutninga: saumavél í skáp, eins manns svefnsófi, teppi (misbreiðir renning- ar) á ganga, bónvél, skrifborðsstóll. Upplýsingar í síma 36421. Til sölu Candy ísskápur, stór, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 35263 eftir klukk- an 19. Tjaldhiminn af þriggja manna tjaldi, ásamt súlum til sölu. Verð kr. 1800. Upplýsingar í síma 42480. Týndur köttur - týndur högni Mjög stór högni, hvítur með svörtum blettum, tapaðist fyrir hálfum mánuði frá Njörvasundi 38. Ef einhver telur sig hafa fundið kisa þá vinsamlegast hringið í síma 34836. Til sölu tjald og svefnpokar, fiskabúr og dæla og Ijósmyndastækkari. Einnig til sölu eldavél. Uppl. í síma 19410. Húsasmið vantar íbúð 1. ágúst, 3-4ja herb. Tvennt í heimili. Uppl. í síma 686502. Barnabílstóll óskast. Uppl. í síma 39263, eftir kl. 18. Sjúkraliði óskar eftir 3-4 herb. íbúð, helst í Ár- bænum, ekki skilyrði. Til greina kem- ur húshjálp sem hluti greiðslu. Skil- vísar greiðslur og alger reglusemi. Tilboð sendisttil auglýsd. Þjóðviljans merkt: Leiga XX. Skrifstofuhúsgögn óskast keypt á sanngjörnu verði. Sömuleiðis fundarborð og stólar. Upplýsingar í síma 13317. Forstöðumaður Sambýlis Svæðisstjóm Reykjanessvæðis málefnafatlaðra ósk- ar að ráða þroskaþjálfa eða mann með hliðstæða menntun til að veita forstöðu sambýli fyrir fatlaða í Hafnarfirði. Sambýlið mun væntanlega taka til starfa í september nk. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Svæð- isstjórnar Reykjanessvæðis á skrifstofu Svæðis- stjórnar á skrifstofutíma eftir 6. ágúst nk. Umsóknirskulu sendartil Svæðisstjórnar, Lyngási 11 210 Garðabæ. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjanessvæði Kennarar athugið Lausar kennarastöður við Hafnarskóla, Höfn, Horna- firði. Kennslugreinar: almenn kennsla og íþróttir í 1 .-6. bekk. Góð vinnuaðstaða, gott húsnæði á staðn- um. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 97- 8148 og yfirkennari í síma 97-8595. Skólnefnd. AWINNULÍF leiðslu. Þetta verðum við að vega allt og meta. Miðað við fjárfestingarkostn- að skapar þessi atvinnugrein mikil verðmæti og afurðin gefur okkur einnig hreinar gjaldeyris- tekjur. Loðdýraræktin skapar einnig umtalsverða atvinnu, hvert bú heldur uppi tveimur árs- verkum. Reysla annarra Norður- landaþjóða sýnir að það gefur besta raun að hafa búin fremur smá, best er að láta vinnuaflið á hverjum bæ ráða stærð búsins. Hvað með fóður- framleiðsluna? Gert er ráð fyrir að fóðurstöðv- arnar verði samvinnufyrirtæki bændanna sjálfra. Þeim verður komið fyrir þar sem hráefnið fell- ur til, í sjávarþorpum hvarvetna um landið. I fóðurstöðvunum verður hráefnið hakkað og blandað og síðan flutt með tank- bílum til bændanna. Ef vel á að takast til með þetta verður að byggja á afar góðri skipulagn- ingu. Búið er að ákveða hvar fóð- urstöðvarnar verða og um Ieið hver loðdýraræktarsvæðin verða. Það eru eða verða fóðurstöðvar á Sauðárkróki, Selfossi, Borgar- nesi, Patreksfirði, og á Flateyri. Hvar eru skinnin svo verkuð? Það er stefnt að því að koma upp mörgum verkunarstöðvum þar sem bændur geta verkað sín skinn sjálfir. Þekkingin á þessu sviði kemur frá Danmörku, Nor- egi og Finnlandi og Samband ís- lenskra loðdýrabænda, sem var stofnað árið 1970, er í ágætri sam- vinnu við danska loðdýraræktar- sambandið. Það rekur stórt upp- boðshús í Kaupmannahöfn og þangað fara öll skinn frá Sam- bandi íslenskra loðdýrabænda. SÍL hefur unnið mikið starf allt frá stofnun þess og í dag rekur það bæði innkaupa- og sölufyrir- tæki, sem hefur m.a. tekist að Iækka mjög verð á alls kyns rekstrarvörum svo sem vírneti og innfluttu fóðri. Loðdýrarækt er ákaflega vand- asöm búgrein og byggist á góðri samvinnu milli bændanna sjálfra og þetta þarf allt að skipuleggja vel. Fiskeldi Það er ekkert því til fyrirstöðu, að bændur gerist umfangsmiklir fiskeldismenn. Það sem þeir þurfa til að geta stundað fiskeldi á býlum sínum er fyrst og fremst nægur jarðhiti og þeir þurfa að hafa aðgang að miklu fersku vatni. Fjölmargar jarðir á íslandi uppfylla þessi skilyrði. Bændur sýna fiskeldi mikinn áhuga og sumir eru reyndar þegar farnir af stað, t.d. á Vestfjörðum. Það er eins og með loðdýraræktina, þetta þarf að skipuleggja vel og samvinna milli aðila verður að vera góð. Við íslendingar verðum að taka höndum saman um að gera fiskeldi að gildri atvinnugrein í landinu. Það þarf að veita miklu fé til rannsókna á þessu sviði á næstu árum, og efla verður allar þær stofnanir sem stunda rann- sóknir á fiskeldi. Jafnframt verð- ur að koma á góðri samvinnu milli þeirra. Þá vantar mikið upp á að leiðbeiningarþjónusta við bændur sé fullnægjandi. Við erum vel í sveit settir með fóðurframleiðslu til fiskeldis, því þar er í grundvallaratriðum notað sama fóður og til loðdýraræktar. Það má nýta allan fiskúrgang og allan úrgangsfisk í fiskeldisfóður og ef vel er á málum haldið er hægt að framleiða um 500 þúsund tonn af því á ári hverju. Hlunnindi Geta bœndur ekki nýtt hlunn- indi jarða sinna betur en nú er gert? Jú, mikil ósköp. Síðan 1980 hefur verið starfandi á vegum Búnaðarfélagsins sérstakur hlunnindaráðunautur og starf hans er þegar farið að bera tals- verðan árangur. Þar má nefna að á síðustu árum hefur æðarrækt verið efld til muna. Dúntekja hefur aukist mikið og nú er dúnninn nýttur betur en áður. Verð á dúni er gott um þessar undir og bændur eru mjög áhugasamir um æðarrækt. Gert hefur verið átak í að nýta rekavið, þar sem hann er tii stað- ar, sem er víða á norðurströnd- inni og á Ströndum. Rekaviður- inn er mikið notaður í girðingar- staura. Sumir hafa jafnvel notað hann til húsbygginga. Þá er rétt að geta þess, sem kannski er at- hyglisverðast í sambandi við rekavið, að þróuð hefur verið sérstök tegund upphitunarkatla fyrir úrgangsrekavið og er þá hægt að nýta hann til upphitunar húsa. Það hefur orðið mikil hreyfing í því að nýta silungsvötn á landinu betur. Það sem skeði í því á sínum tíma var það að silungur var ekki meðhöndlaður á tilhlýðilegan hátt. Hann þótti því ekki eftirsótt verslunarvara. Það leiddi til þess, að menn fóru að minnka veiðarn- ar. Þá varð offjölgun í vötnunum og ekki bötnuðu gæði fisksins við það, því ef öffjölgun verður í vötnum verður silungurinn smár og ekki góður til átu. Nú eru Bún- aðarfélagið, Veiðimálastofnun og Landsamband veiðifélaga far- in af stað með leiðbeiningarþjón- ustu til að þróa hentugri veiðiað- ferðir og sína mönnum hvernig best er að verka silunginn svo gæði hans verði sem mest. Það hefur sýnt sig að þegar rétt er að staðið er silungurinn fyrirtaks- vara. Áhugi á honum hefur enda aukist mjög og markaðurinn hef- ur skánað. Það leiðir til þess, að framleiðslan verður aukin og betra verð fæst fyrir fiskinn. Nú hafa verið stofnsettar sérstakar móttöku- og pökkunarstöðvar fyrir silungsveiðibændur, svo þetta er að verða drjúg tekjulind fyrir suma bændur. Heldurðu að ferðaþjónusta sé vœnlegur kostur fyrir bœndur? Ég hef trú á að ferðaþjónusta bænda eigi eftir að verða veruleg atvinnugrein og hún er þegar stunduð af fjölda bænda. Hún gefur þeim nokkurn arð. Ferðabændur stofnuðu með sér ferðamálasamtök fyrir nokkr- um árum og upp úr því réði Bún- aðarfélagið og Stéttarsamband bænda einn starfskraft til að vinna að þeim málum. Það hefur talsvert verið unnið að þessu und- anfarin ár, gefnir hafa verið út kynningarbæklingar o.fl.. Ferða- þjónustan hefur hlaðið utan á sig og möguleikarnir til að gera dvöl í sveitum landsins ánægjulega eru nánast óendanlegir. Bændur bjóða gistingu, leigja út hesta, selja veiðileyfi í ám og vötnum og svona mætti lengi telja. Það hlýtur að vera bráðskemmtilegt bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn að komast í nána snertingu við íslenska náttúru á þennan hátt, sagði Jónas að lok- um. gg ✓ A döfinni: Handbók um íslensk útflutningsfyrirtæki Hafin er vinna við útgáfu á handbók um íslenskan útflutn- ingsiðnað og þjónustu, sem koma mun út með haustinu. Bókin verður um 200-300 bls. að stærð, að hluta til litprentuð og upplag hennar verður 50-60 þúsund ein- tök. Ætla má að um 40 tonn af pappír fari í handbókina, svo að ef símaskráin er undanskilin, má ætla að ekki hafi önnur bók, unn- in hér á landi, komið út í stærra upplagi. Höfuðáhersla hefur verið lögð á að tryggja mikla dreifingu handbókarinnar. Hún er unnin í samvinnu og samráði við Ferð- amálaráð íslands, iðnaðarráðu- neytið, sjávarútvegsráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins og við- skiptaráðuneytið. Bókinni verð- ur dreift gegnum verslunarráð 600 borga í 25 löndum, á alþjóð- legum vörusýningum, sendi- ráðum íslands, Útflutningsmið- stöð iðnaðarins, umboðsskrif- stofum íslenskra flugfélaga og skipafélaga erlendis. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.