Þjóðviljinn - 08.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Blaðsíða 1
Skák Teflt í Moskvu Karpoff og Kasparoff hefja einvígið 3. september Tass-fréttastofan skýrði frá því í gær að einvígi þeirra Anatól Karpoffs og Garrí Kasparoffs hefjist í Moskvu þriðja septemb- er. Nokkur áhöld höfðu verið um einvígisstaðinn og vildi áskorand- inn Kasparoff tefla utan höfuð- borgarinnar eða utan Sovétríkj- anna, og hafði nefnt Leníngrad heppilegan stað. Febrúareinvígi þeirra í Moskvu var hleypt upp af FIDE-forsetanum Campomanes eftir 48 skákir og var staðan þá 5-3 Karpoff í vil. Nú verður tala tefldra skáka takmörkuð við 24. Teflt verður í Tsjækovskí-tónlistarhöllinni sem áður hefur rúmað nokkrar frægar viðureignir á hvítu og svörtu reitunum, meðal annars einvígi áskorandans Bronsteins við heimsmeitarann Botvinnik 1951. Botvinnik varði þá titilinn á jöfnum vinningum. -m/rauter Hún Mariko Ragnarsdóttir, japönsk-íslensk stúlka, búsett í Réykjavík, lét sig ekki vanta á fund Samtaka herstöðvaand- stæðinga við hlið bandarísku herstöðvarinnar í Keflavík sl. þriðjudagskvöld þrátt fyrir hvassa NA-átt og hitastig við frostmark. Minnst var fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjahers á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki 1945. gósm. Ari. gjá bls2. Framhaldsskólarnir kennaraskortur Rolf Johansen: Vissi ekki að ég œtti eftirað lifa það að vera tekinnfyrir ólöglegar veiðará sportbát Víða Víða úti á landi gengur mjög erfiðlega að ráða hæfa kenn- ara til kennslu í framhalds- skólum. Erfiðast virðist að fá kennara í raungreinar og í tölvu- fræði. Algengt er að ráðnir séu réttindalausir kennarar til starfa og til að mynda í Kefiavík er helmingur kennaraliðsins rétt- indalaus. Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðuneytinu vantar skólastjóra og nokkra kennara við Iðnskólann á ísafirði. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki vantar kennara í eðlisfræði. stærðfræði og tölvufræði. Á Laugarvatni vantar kenhara í stærfræði og ensku. í Vestmannaeyjum hefur enn ekki tekist að ráða kennara í þýsku, stærðfræði og féiagsfræði. Sumir segja að ástandið hafi ekki verið jafn slæmt í' fjölda ára. gg etta var svo mikið grín að ég trúi því varla, sagði Rolf Jo- hanscn heiidsali í samtali við Þjóðviljann en hann var ásamt fé- lögum sínum staðinn að ólögleg- um veiðum í Faxaflóa fyrir nokkru síðan. Þeir félagar fóru á sportbát á flóann um helgi og uggðu ekki að sér fyrr en flugvél Landhelgis- gæslunnar flaug mjög lágt yfir bátinn. Ég hafði heyrt talað um þetta helgarbann en hélt það næði ekki til skemmtibáta þar sem menn eru að þvælast með eina stöng eða svo. Ég hafði samband við gæsluna þegar við komum í land og þá kom í ljós að þeir höfðu tekið mynd af bátnum sem og öðrum sem voru að ólöglegum veiðum þessa helgina, en viður- lögin eru víst engin. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að lifa það að vera tekinn fyrir ólög- legar veiðar á sportbát hérna í flóanum. Annars hefur móðir náttúra séð fyrir því að maður hefur ekki komist á sjó í viku fyrir roki. Það er yfirleitt besta veðrið um helgar“, sagði Rolf Johansen. -•g UODVIUINN ATVINNUUF MENNING HEIMURINN ágúst 1985 fimmtu- dagur 179. tölublað 50. árgangur Fuglategund sem talið er að tjóni í skógræktarstöð ríkisins á að hann hafi gjöreyðilagt sáningu heiti Krossnefur olli miklu Hallormsstað í sumar. Má heita á lerki, greni og furu í ár. Kross- nefurinn komst inn í gróðurhúsið á Hallormsstað og át innan úr nær öllum fræjum sem sáð hafði verið um vorið eða vel á annað hundrað þúsund fræjum. Fuglinn brýtur skelina utan af fræjunum og étur síðan fræhvít- una. Þetta mun vera aðalfæða krossnefs. „Það kom ekki upp nema planta og planta á stangli eftir að fuglarnir höfðu etið nægju sína. Við sáðum rúmlega 200 þúsund fræjum, aðallega lerki, en við munum ekki uppskera nema hluta af því, slík var græðgin. Meirihluti þeirra fræja sem skilin voru eftir var ónýtur, fuglinn hef- ur flokkað þetta nákvæmlega og vitað upp á hár hvað væri boðlegt og hvað ekki. Tjónið hefur ekki verið metið í peningum enn sem komið er, en það er ljóst að það er verulegt. Ekkert þessu líkt hef- ur komið fyrir hér áður“, sagði Erla Vilhjálmsdóttir garðyrkju- maður á Hallormsstað í samtali við Þjóðviljann vegna þess. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við blaðið, að krossnefur væri flökkufugl og tæki sig stundum upp í stórum hópum og yfirgæfi sín venjulegu heimkynni. „Þetta er spörfugl, lítið eitt minni en skógarþröstur. Það hefur nokkuð orðið vart við krossnef í sumar og hann hefur einnig sést þó nokkuð í Færeyjum á sama tíma og hans varð vart á íslandi. Síðast er talið að krossnefur hafi heimsótt ísland fyrir um 10 árum en í mestum mæli var hann hér árið 1953. Þá sást hann hér í stórum hópum. Krossnefur á heimkynni sín víða í Evrópu, en þessir fuglar sem heiðra okkur með nærveru sinni held ég að komi frá Rússlandi og Fi'nnlandi. Þetta er mjög sér- kennilegur fugl“, sagði Ævar. gg Helgarbannið Rolf tekinn í landhelgi Hallormsstaður Krossnefur veldur stórtjóni Flökkufugl austan úrRússía herjar á lerkifrœ á Hallormsstað. Sáningin í ár meira og minnafyrir bí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.