Þjóðviljinn - 08.08.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MOÐVIUINN
Fimmtudagur &. ágúst 1985 179. tölublað 50. árgangur
Áburðarverksmiðjan
Verkfall boðað um helgina
Guðjón Jónsson: Iðnaðarmenn þar hafa dregist 18% aftur úr ílaunum.
Viljum knýjafram leiðréttingu. Höfum kynnt VSÍ okkar kröfur fyrir löngu.
h| rjú félög iðnaðarmanna hafa
r nú boðað verkfall gegn
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi þann 10. ágúst næstkomandi.
Félög þessi eru Trésmíðafélag
Reykjavíkur, Félag íslenskra raf-
virkja og Félag járniðnaðar-
f samtali við Þjóðviljann sagði
Guðjón Jónsson, formaður Fé-
lags járniðnaðarmanna, að með
þessum aðgerðum hygðust menn
knýja fram leiðréttingu á kjörum
sínum, en að mati iðnaðarmanna
hafa þeir dregist mjög aftur úr í
launum miðað við almennan
markað.
„Það var með samykkti beggja
aðila, að kjararannsóknárnefnd
var fyrir 3 mánuðum fengin til að
gera úttekt á því hvort við hefð-
um dregist aftur úr. í niðurstöð-
um hennar kemur fram að miðað
við maímánuð 1981 vantar okkur
ein 18% upp á til þess að fá
sambærilegar hækkanir og aðrir á
almennum vinnumarkaði“, sagði
Guðjón, við höfum kynnt kröfur
ökkar á viðræðufundum með
Kristjáni Þorbergssyni fulltrúa
V.S.I. og framkvæmdastjóra
Áburðarverksmiðjunnar síðan í
byrjun maí en ekkert gengið."
I fréttatilkynningu frá samn-
ingaráði V.S.Í. er deilt á það að
þið haflð ekki kynnt kröfur ykkar
áður en þið boðið til verkfalls.
Hvað viltu segja um það?
„Það er fjarri lagi að við höfum
ekki kynnt þeim málið, þegar í
desember hófst þessi umræða,
þegar við samþykktum ekki
samningana þá. Þeir hafa vitað af
þessu í marga mánuði, og það var
með samþykki beggja aðila .að
kjararannsóknarnefnd gerði
þessa könnun.“
Þjóðviljinn hafði samband við
Hákon Björnsson framkvæmda-
stjóra Áburðarverksmiðjunnar
og sagði hann aðspurður að hann
teldi að iðnaðarmenn hefðu ekki
dregist aftur úr öðrum í launum,
og vitnaði í umræddar niðurstöð-
ur kjararannsóknarnefndar máli
sínu til stuðnings. Einhver mis-
munur á túlkun virðist vera á
ferðinni samkvæmt þessu. Um
25-30 manns úr hópi iðnaðar-
manna hafa starfað hjá Áburðar-
verksmiðjunni við viðhald og við-
gerðir á vélum og tækjabúnaði og
er viðbúið að ef vélar bili þá verði
ekkert gert við þær á næstunni ef
til verkfalls kemur. Fundur milli
deiluaðila verður hjá ríkissátta-
semjara fyrir hádegi í dag.
-vd.
Vegagerð
Múlahlíð var vel gróin
bráð þó að sáð verði
birkikjarri og ýmsu skrúðgresi. Nú er þar risastórt sár eftir Vegagerðina. Hér sést ýta ryðja burt kjarrinu sem ekki mun koma aftur í
í sárin. Ljósm.: GFr.
Þetta
stingur
í augun
Já, ég viðurkenni að þetta
stingur í augun eins og þetta er
núna. Það er verið að hækka veg-
inn þarna vegna snjóþyngsla og
ekki gott að ráða við þetta, sagði
Bragi Thoroddsen yfirmaður
Vegagerðarinnar í A-Barða-
strandarsýslu, þegar Þjóðviljinn
grennslaðist fyrir um vegafram-
kvæmdir í Þorskafirði en eins og
sést á myndinni eru aðfarirnar
heldur grófar.
„Þetta eru eintómar klappir og
klettar, það verður að sprengja
mikið þarna og þetta er nú ekki
ýkja mikið kjarr sem fer. En það
er alltaf ákveðin fjárveiting sem
veitt er í að græða upp opin sár
eftir vegaframkvæmdir og hún er
þegar komin. Sáningarflokkar
fara um annað hvert ár og ég
vona að þetta svæði verði jafnfal-
legt eftir sem áður, þegar það
hefur verið grætt upp að fullu.“
-vd.
Þorskkvótinn
25 bátar
á mörkunum
Veiðieftirlit sjávarútvegsráðu-
neytisins hefur sent nokkrum
bátaeigendum viðvörun þar sem
minnt er á að aflakvóti viðkom-
andi báta er að verða uppurinn.
Nú þegar hafa nokkrir bátar
orðið að hætta veiðum þar sem
kvóti þeirra er fylltur. Það eru
eingöngu bátar sem völdu sökn-
arkvóta og hafa ekki heimild til
að kaupa sér viðbótarkvóta.
„Það eru um 25 bátar sem hafa
fengið senda viðvörun frá okkur
að undanförnu. Þeir eru allir
komnir á mörkin", sagði Björn
Jónsson hjá veiðieftirlitinu í sam-
tali í gær.
Björn sagði að flestir þessara
báta fengju viðbótarkvóta ann-
aðhvort millifærðan frá sömu út-
gerð eða aðkeyptan. „Við viljum
að menn gangi frá öllum pappír-
um strax og kvótinn er fylltur en
bíði ekki með þetta þar til í árs-
lok, þannig að menn viti hverju
sinni hvernig staðan er.“
-lg-
Lambakjötið
Nóg til af kjöti
Jóhann Steinsson hjá SÍS:
Það geta allir fengið kjöt.
Ingi Tryggvason:
Það grœðir enginn á geymslugjaldinu.
Það er hugsanlegt að einhverjir
ódýrir gæðaflokkar séu að
verða uppseldir, en annars er nóg
kjöt til í landinu og það geta allir
fengið sem um það biðja.
Staðhæfingar um að við liggjum á
kjötbirgðum vegna geymslu-
gjalds eru algjörlega úr lausu lofti
gripnar, því fyrr sem við losnum
við þctta, því betra, sagði Jóhann
Steinsson hjá búvörudeild SÍS í
samtali við Þjóð.viljann vegna
fregna um að Sambandið liggi á
kjötbirgðum vcgna hagnaðar af
gcymslugjaldi.
Frétt Þjóðviljans um kvartanir
vegna kjötskorts er tekin úr blað-
inu Austuríand. Þar eru nefnd
þrjú dæmi þar sem fyrirtækjum
tókst ekki að fá lamba- og kinda-
kjöt í júlí. Eitt dæmanna er stór-
verslun í eigu SS í Reykjavík, en
þegar blaðið bar þetta undir Jó-
hannes Jónsson hjá SS sagði hann
þetta vera út í hött. Jóhannes
sagðist hafa hringt í allar verslan-
ir SS í Reykjavík vegna þessa og
fengið þau svör að á þessu ári
hefði það aldrei borið við að
kindakjöt hafi vantað í verslan-
irnar.
„Ef einhver telur sig græða á
því.að liggja á kjötbirgðum vegna
geymslugjaldsins þá er það mis-
tök. Það borgar sig bara ekki að
gera þetta, til þess er gjaldið of
lágt. Auk þess er kostnaður við
þessa aðferð töluverður.
Mönnum er það frekar keppikefli
að losna við þetta sem fyrst“,
sagði Ingi Tryggvason hjá Bún-
aðarfélagi íslands í samtali við
Þjóðviljann.
Töluverðar birgðir eru nú til af
lambakjöti í landinu og er talið að
þegar sláturtíð hefst í haust verði
til um eins til tveggja mánaða
birgðir frá í fyrra. -gg
Sumarferð ABR
Maríuhöfn
heimsótt
í sumarferð ABR þann 17. ág-
úst næstkomandi verður fyrsti
áningarstaðurinn Maríuhöfn á
Hvalfjarðarströnd. Eins og menn
minnast e.t.v. fór þar fram forn-
leifauppgröftur sumarið 1983. Þá
kom fram að sú mikla verslunar-
höfn sem í annálum er sögð hafa
verið í Hvalfirði hefur verið í
Maríuhöfn og nágrenni hennar.
” í sumarferð ABR verður sér-
fróður maður á staðnum og mun
ítann upplýsa fólk um sögu og
staðháttu. í jólablað Þjóðviljans
1975 skrifaði prófessor Björn
Þorsteinsson grein um hinn forna
kaupstað í Hvalfirði þar sem
hann segir að „Hvalfjörður virð-
ist hafa verið aðalkaupstaður
landsins frá því um 1380 og fram
um svarta dauða".
En við fáum sjálfsagt að heyra
meira um Maríuhöfn og sögu
hennar í sumarferðinni þann 17.
ágúst.
IH