Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 3
FRETflR
Trilluveiði
Guðlaugur Tryggvi Karlsson fararstjóri Fáksmanna á Evrópumeistaramóti ís-
lenskra hesta situr hér á „Ljónslöpp" frá Kirkjubæ á Rangárvöllum.
Óvíst með
framhald veiða
Trillusjómenn komnir velfram úr árskvótanum. Ovissa um
framhaldið íráðuneytinu. Fundarhöld og undirbúningur aðstofnun
heildarsamtaka trillusjómanna um nœstu helgi.
Mikil óvissa ríkir meðal trillu-
sjómanna um hvað tckur við
eftir næstu mánaðamót, en trill-
urnar eru komnar töluvert yfir
þann aflakvóta sem þeim var út-
hlutaö fyrir allt þetta ár.
Heildarþorskkvóti báta undir
10 lestum er um 10 þús. lestir sem
skipt var niður á árshluta og áttu
um 1400 lestir að vera til skipt-
anna frá septemberbyrjun til árs-
loka. í júnílok var þorskafli trillu-
bátanna liins vegar kominn uppí
rúmar 11.500 lestir og í júlí var
dágóð veiði.
Sjávarútvegsráðherra hefur
heimild samkvæmt kvótareglu-
gerðinni að úthluta 1000 tonnum
til viðbótar lianda trillum fram til
ársloka. Verða trillueigendur að
óska eftir heimild til áframhald-
andi veiða til ráðuneytisins fyrir
miðjan þennan mánuð. Óvíst er
enn með öllu hvernig staðið verð-
ur að framhaldi veiðanna en
Halldór Ásgrímsson er á förum
til Sovétríkjanna og kemur ekki
heim fyrr en um rniðjan mánuð-
inn.
Töluvert skiptar skoðanir eru
meðal trillusjómanna hvernig
best sé staðið að þessum veiðum
en menn eru sammála um að nú-
verandi kerfi sé gagnslaust. Um
næstu helgi hefur verið boðaður
samráðsfundur með trillusjó-
mönnum alls staðar af landinu
þar sem þessi mál verða rædd og
undirbúin stofnun hagsmuna-
samtaka trillusjómanna en þeir
hafa til þessa ekki starfað saman í
neinurn skipulögðum samtökum.
-*g-
Svíþjóð
íslenskt
hestamót
Aðeins íslenskir
hestar á Evrópumóti í
Svíþjóð 15.-18. ágúst.
Guðlaugur Tryggvi:
andinnþar verður
vinátta,
Evrópumeistaramót íslenskra
hesta vcrður haldið dagana 15.-
18. ágúst í Tánga í Svíþjóð, sem er
nálægt Gautaborg. Það, sem er
sérstakt við mótið, er að íslcnski
hesturinn verður einráður. Þegar
eru 7 hestar farnir sjóleiðis á
mótið, en hinir hestarnir eru bú-
settir víðsvegar um Evrópu. Gall-
inn við þátttöku á slíkum mótum
erlendis er að gæðingarnir okkar
eiga ekki afturkvæmt heim til
feðra sinna.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
fer sem fararstjóri Fáksmanna og
kom og spjallaði við Þjóðvilja-
fólk um þennan atburð.
„Þetta verður meiri háttar
mót, þarna verður samankomið
fólk frá 14 þjóðríkjum, sem hefur
eitt sameiginlegt áhugamál, að
dýrka íslenska hestinn.
Þetta er gífurleg landkynning
því þarna verður fjölmiðlafólk
frá öllum þessum 14 þjóðríkjum
sem munu fylgjast með af áhuga,
hvað er að gerast í málum ís-
lenska hestsins.
Það verður tilkomumikil sjón á
opnuninni að sjá íslensku gæð-
ingana marsera um hinn erlenda
völl, og auðvitað halda knaparnir
á fánum og er hinn íslenski með
þeim fremstu. Það fer hrollur um
mann. Hinir ýmsu aðilar eins og
t.d. ullariðnaðurinn okkar gæti
svo sannarlega makað krókinn á
mótinu. Mér er tjáð að tískan
meðal hestamanna á íslenska he-
stinum sé íslenska Iopapeysan.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Sólarparadísin
við
Svartahafið
„Elenite holiday village" er nýr
sumardvalarstaður í sólarparadísinni við
Svartahafið. Gestir velja á milli dvalar í
nýtísku hótelherbergi eða í nýjum og stórglæsi-
legum studio íbúðum steinsnar frá ströndinni.
Fjöldi úrvals skemmti- og matstaða er í boði,
fullkomin íþróttaaðstaða og yndislegt veðurfar.
Fararstjóri í þessum ferðum er Guðbrandur
Gíslason.
Innifalið í fargjaldi er: flug, gisting, fullt fæði,
leiðsögn og ferðir til og frá flugvellinum
Næsta brottför 10. ágúst.
Nánari upplýsingar hjá okkur á skrifstofunni
FERDAZÍlZVAL
TRAVEL AGENCY
Lindargata 14
sími: 14480