Þjóðviljinn - 08.08.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Getuleysi Geirs
Gömlu fjölskyldurnar, sem hafa ráðið mestu í
Sjálfstæðisflokknum og eiga Morgunblaðið,
heyja nú enn eina orustuna við nýríka gengið í
flokknum, sem nú nýtur óskoraðrar pólitískrar
forystu Alberts Guðmundssonar fjármálaráð-
herra.
Geir Hallgrímsson hefur löngum verið helsti
fulltrúi gamla fjölskylduveldisins í Sjálfstæðis-
flokknum. Hann er stjórnarformaður Morgun-
blaðsins, í krafti þess fjármagns sem fjölskyldu-
fyrirtæki hans ráða yfir. Á þeirri forsendu varð
hann formaður Sjálfstæðisflokksins á sínum
tíma og á þeirri forsendu var hann einnig gerður
að utanríkisráðherra í ríkisstjórninni.
Klíkurnar og peningaöflin í Sjálfstæðisflokkn-
um hafa lengi eldað grátt silfur saman. Albert
Guðmundssyni tókst uppúr 1970 að binda á
bakvið sig mörg öfl nýríkra manna og annarra
fjármagnshagsmunahópa gegn gamla fjöl-
skylduveldinu.
Gamla fjölskylduveldið hafði hreiðrað vel og
vandlega um sig í gamla kerfinu; það stofnaði
íslenska aðalverktaka með Framsóknarflokkn-
um, og það hefur ráðið lögum og lofum í Eim-
skip. Hermangið á vegum gamla fjölskylduveld-
isins hefur gjarnan verið rekið í skjóli þessara
fyrirtækja, sem á margan hátt voru einokunar-
fyrirtæki.
Albert Guðmundsson og fleiri nýríkir flokks-
bræður hans hafa lengi litið gull gamla fjöl-
skylduveldisins öfundaraugum. Þessi öfl, sem
innan Sjálfstæðisflokksins hafa fengið orð ó-
menningarog siðleysis á sig.hafa staðið að
stofnun nýrra fyrirtækja til að reyna að ná ein-
hverjum skref af hermanginu yfir til sín. Það er
þannig engin tilviljun, að Albert Guðmundsson
er einn hluthafa Hafskips og stjórnaformaður
þess fyrirtækisins um skeið. Hafskip hefur ein-
mitt keppt við Eimskip, fyrirtæki gamla fjölskyld-
uveldisins, um flutninga fyrir bandaríska herinn í
Miðnesheiði.
Nýríka gengið og Albert Guðmundsson hafa
unnið hverja orrustuna á fætur annarri í stríðinu
við gamla fjölskylduveldið. Albert hefur malað
Geir í prófkjörum, hann hefur snúið á þennan
aðal í opinberri pólitík og í viðskiptaheiminum.
Getuleysi gömlu fjölskyldanna í þessu stríði
er ágæta vel lýst í samskiptum Geir Hallgríms-
sonar utanríkisráðherra við Bandaríkin. Með því
að Rainbow Navigation-flutningsfyrirtækið tók
yfir flutninga til hersins, var sameiginlegum
hagsmunum klíkanna í Sjálfstæðisflokknum,
Eimskips og Hafskips, stefnt í voða. Geir brá
skjótt við, ætlaði í trausti fornra og nýrra vináttu-
banda við ofstækishópa í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu að endurheimta aðstöðuna fyrir
íslensku skipafélögin.
Tæpast hefur liðið sá mánuður á undanförn-
um misserum, að ekki hafi verið gefin út opinber
yfirlýsing að Schultz utanríkisráðherra og Geir
Hallgrímsson bandingi hans hafi átt árang-
ursríkan fund um flutningamálin til hersins. Já-
kvætt andrúmsloft ríkti í New York, góð
stemmning í Lissabon, vinsamlegar viðræður í
Reykjavík. Og nú síðast sendir Schultz utan-
ríkisáðherra Geir vini sínum nánasta samverka-
manninn til að ræða sömu mál. Og hver er nú
niðurstaðan góðir hálsar? Hún er sú, að málið
sé býsna flókið en verði áfram tekið til vinsam-
legrar athugunar í Washington. Fátt lýsir betur
pólitísku getuleysi Geirs Hallgrímssonar og fall-
andi gengi gamla fjölskylduveldisins í Sjálf-
stæðisflokknum en þetta mál.
Albert Guðmundsson gjörþekkir máttleysi og
veikleika gamla fjölskylduveldisins, - tók sér
það fyrir hendur sem Geir dytti ekki í hug, hann
fór að glugga í hinn svokallaða „varnarsátt-
mála“. Og viti menn, Albert komst að þeirri
niðurstöðu að samningur þessi væri þverbrot-
inn. Þannig hefur það jafnframt gerst að fjár-
málaráðherrann hefur tekið að sér að gæta
hagsmuna íslenska ríkisins í stað utanríkisráð-
herrans. Enn einu sinni hefur Albert leyst Geir af
hólmi. Og enn einu sinni hefur Albert gert lítið úr
Geir Hallgrímssyni. Það er ekki nema von að
Morgunblaðið þegi.
-óg
KLIPPT OG SKORIÐ
Ognarjafn-
vægið enn
Morgunblaðiö er rækilega
skorðað við sitt heygarðshorn í
vígbúnaðarmálum í leiðara sem
blaðið birtir í gær um „40 ár í
skuggu sprengjunnar". Leiðar-
ahöfundi líst ekki á þær aðgerðir
sent friðarsinnar hafa uppi gegn
kjarnorkuvopnum:
„Táknræn mótmœli eins og að
hafast við í tjöldum eða fleyta log-
andi kertum auka ekki friðarlíkur
eða stuðla að öryggi í heiminum."
Nei, eina leiðin til að efla
friðinn að dómi Morgunblaðsins
er sú, að vígbúast enn meir. Fæl-
ingarmáttur kjarnorkuvopna
svonefndur er það eina sem gildir
að dómi blaðsins:
„Vegna fœlingarmáttar síns,
þess ótta sem þau vekja, gegna
kjarnorkuvopnin lykilhlutverki -
þau halda aftur af þeim sem gera
sér grein fyrir þeirri gífurlegu
eyðingu sem af beitingu vopn-
anna kann að hljótast. “
Þetta er kenningin um ógnar-
jafnvægið: risaveldi munu ekki
ráðast hvort á annað, vegna þess
að hvorugt getur eytt öllum
kjarnorkuvopnum hins á einu
bretti - alltaf verður nóg eftir til
að svara í sömu mynt og tortíma
árásaraðilanum - og kannski af-
gangnum af mannkyninu í
leiðinni.
En þessi kenning hefur orðið
fyrir miklum skakkaföllum að
undanförnu.
Daniel Ford heitir bandarískur
sérfræðingur um vígbúnað og
hefur fyrir skömmu skrifað bók
sem heitir „The Button. The
Pentagon’s Strategic Command
and Control System" og fjallar
um „hnappinn", um þau kerfi
sem bandarísk hernaðaryfirvöld
hafa til að fylgjast með kjarnork-
uvígbúnaði andstæðingsins og
stjórna sínum eigin.
Ford segir á þá leið, að það sé
útbreidd hugmynd, að Banda-
ríkjamenn eigi nóg af kjarnorku-
vopnum til að svara hverri sov-
éskri kjarnorkuárás. Forsetinn sé
einn um að geta tekið þá afdrifa-
ríku ákvörðun að beita slíkum
vopnum og hafi hann sér til
trausts og halds afar fullkomið og
áreiðanlegt viðvörunarkerfi.
Auk þess sé öllu svo fyrir komið,
að forsetinn muni varla efna til
heimsslita heldur sé jafnan hægt
að snúa aftur til samninga við So-
vétmenn, eins þótt skipst hafi
verið á kjarnorkuvopnum í tak-
mörkuðum mæli.
Daniel Ford hefur farið ofan í
kjölinn á þessum málum og
kemst að þeirri niðurstöðu, að
þetta mat manna standi á
brauðfótum. Stjórnkerfin banda-
rísku séu úrelt og óáreiðanleg og
auðvelt að fremja á þeim
skemmdarverk. Viðvörunarkerf-
in séu aðeins virk að nokkru leyti
á hverjum tíma og geti ekki gefið
upplýsingar um umfang eða ná-
kvæma stefnu sovéskra árásar-
flauga og tengsl viðvörunarkerf-
isins við hermálaráðuneytið og
forsetann eru, segir Ford, mjög
óáreiðanleg. Hann getur þess og,
að ýmsir herforingjar hafi lykla
að „hnappnum" fyrir utan forset-
ann - hann er semsagt ekki sá eini
sem getur tekið ákvörðun um að
hleypa öllu í bál og brand.
Þeir ætla að
verða fyrstir til
Allt þetta gerir kjarnorkustríð,
sem hæfist upp úr spennu og mis-
tökum í mati á því sem viðvör-
unarkerfi gefa til kynna, líklegra
en ella. En þetta þýðir og annað
og meira: að hugmyndin um
kjarnorkuvopn sem ráð til að
refsa árásaraðila, til endurgjalds
er ekki á dagskrá með þeim hætti
sem menn halda. Eða eins og
segir í ritdómi um bók Daniels
Fords í breska blaðinu Guardian:
„ Bandarískir herforingjar, sem
vita vel af hinum alvarlegu veik-
leikum viðvörunarkerfa sinna,
eru ákveðnir í því að „verða fyrst-
ir til“ ef til harðnandi kreppu
kemurí viðskiptum við Sovétríkin
- vegna þess að þeir óttast að ef
þeir bíði þá muni þeir ekki geta
skotið sínum kjarnorkuvopnum.
Afleiðing þessa er sú, að enda
þótt tœknilegir möguleikar séu á
því að gera stjórnkerfin áreiðan-
legri, þá hafa herforingjarnir ekki
áhuga á að gera þœr umbœtur
vegna þess að þeir telja þœr ekki
nauðsynlegar - það kerfi sem nú
er til er nógu gott til að greiða
fyrsta höggið."
Ford hefur m.a. átt viðtal við
áður háttsettan ntann í Pentagon,
hermálaráðuneytinu bandaríska
og hann hefur þetta að segja - svo
eitt dæmi sé nefnt:
„Við raunverulegar aðstœður
bera menn það ekki saman að
verða fyrstir til (að gera kjarnork-
uárás) og að leyfa hinum að vera
fyrstir til. Menn bera saman þann
kost að verða fyrri til eða að beita
alls ekki kjarnorkuvopnum. Ef
maður œtlar í kjarnorkustríð þá er
að duga eða drepast. Efþú leggur
af stað, þá leggur þú af stað.
Gerðu það. Ljúktu þessu af. “
Sovétmenn
líka
En hvað um Sovétmenn? Peir
segja miklu færra um þessa hluti
en Bandaríkjamenn - það væri
óhugsandi að óháður fræðimaður
fengi viðtöl við þá sem sitja ná-
lægt sovéska „hnappnum". En í
bók Daniels Fords er gert ráð
fyrir þvf, að Sovétmenn hljóti að
hafa sömu áhyggjur og Banda-
ríkjamenn af því, hvort þeir yfir-
leitt geti notað sín kjarnorku-
vopn eftir að þeir hafi orðið fyrir
árás.
„Pað leiðir með eðlilegum hætti
til þess að þeir sannfœrist líka um
að þeir verði að vera fyrri til. “
Með öðrum orðum: báðir vita
af því að þeirra vopnakerfi eru
viðkvæm vegna þess að hægt er
að trufla stýri- og viðvörunarkerfi
og að þau eru óáreiðanleg um
margt. Því er það mikil freisting í
erfiðri kreppu að vera fyrstur til.
„Ógnarjafnvægið" er ekki trygg-
ing fyrir stöðugleika eða „öryggi“
eins og Mogginn telur - heldur
þvert á móti. AB
DJÖÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndlr: Einar ólason, Valdís Oskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttip, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bilstjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. ágúst 1985