Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Side 8
MENNING Textíllist Gamlar hefðir og nýir straumar Norrœnir textíllistamenn sýna 80 verk á Kjarvalsstöðum. Engin ellimörk þrátt fyrir 11 árasögu Á Kjarvalsstöðum stendur um þessarmundiryfirsýning nor- rænnatextíllistamanna. Lista- mennirnir sjálfir hafa haft veg og vanda af sýningum nor- ræna textíllistahópsins allt frá upphafi en þettaerfjórðasýn- ing hópsins. Að sögn íslenska starfshópsins sem Ása Ólafsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Áslaug Sverris- dóttir og Anna Póra Karlsdóttir skipa, hafa sýningarnar verið lyftistöng fyrir textíllist, eða þráðlist eins og hún er stundum nefnd, á Norðurlöndum og skipt sköpum í þróun þessarar list- greinar. Sú þróun skilar sér oft í bættri hönnun og iðju. Glögg dæmi þess má sjá í Finnlandi þar sem margt textíllistafólk vinnur að hönnun. íslendingar hafa aft- ur á móti verið seinir til að nýta sér þá þekkingu og listrænu hæfi- leika sem textfllistamenn búa yfir. Samnorrænar textíllistasýning- ar eiga 11 ára sögu að baki og hafa verið haldnar þriðja hvert ár. Sýningarnar eru styrktar af Nor- ræna Menningarmálasjóðnum og mennta- og menningarmálaráðu- neytum Norðurlandanna. Sumir sýningarstaðir hafa og fellt niður leigu af húsnæði eða styrkt sýn- inguna með beinum fjárfram- lögum. Á sýningunni eru 80 verk sem valin voru úr 520 verkum. Dóm- nefnd sem skipuð var einum lista- manni frá hverju landi valdi verk- in. Ása Ólafsdóttir fulltrúi ís- lands í nefndinni sagði að dóm- nefndin hefði meðal annars haft það að leiðarljósi að láta gamlar hefðir og nýja strauma vera með á sýningunni og sem mesta breidd í aðferðum. Meðal sýnenda eru margir vel- þekktir listamenn og aðrir ungir og upprennandi. Fulltrúar Is- lands á sýningunni eru Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marin- ósdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Þá sýnir Þórdís Sigurðardóttir um- hverfisverk „Appelsínugulur rnorgun" sunnan við Kjarvals- staði. Textílsýningunni sem er far- andsýning var hleypt af stokkun- um í Noregi þann 8. júní. Héðan fer hún til Færeyja, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar. -aró ________________KVIKMYNDIR______________ Þrettán fög á einum degi Blað skilur bakka og egg Razor’s Edge Bandaríkin 1984 Leikstjóri: John Byrum Handrit: John Byrum og Bill Murray (eftir sögu W. Somerset Maugham) Leikarar: Biil Murray, Theresa Rus- sell, Catherine Hicks, Denholm El- liott, James Keach o.fl. Blað skilur bakka og egg fjallar um ungan Ameríkana, Larry, sem fer til Frakklands í heimsstyrjöldinni fyrri og gerist sjálfboðaliði Rauða krossins á vígstöðvunum. Stríðið breytir Larry og þegar hann snýr aftur finnst honum fyrirhugað hjóna- band sitt og staða í fjölskyldufyr- irtækinu lítt eftirsóknarverður kostur - illa farið með dýrmætt lífið sem hann var svo heppinn að fá að halda þegar margir ungir menn dóu. Hann fer því aftur til Parísar - lifir þar óbrotnu lífi verkamanns um stund og leggst síðan í ferðalög. Myndin er byggð á bók Som- ersets Maugham, The Razor’s Edge, sem kom út 1944. Ekki veit ég hversu merkileg sú bók er, en myndin ber öll merki þess að meira sé lagt upp úr ytri atburð- um í lífi Larrys en innri þróun. Parna er farið stórkarlalega yfir sögu: Larry pakkar inn fiski í Les Halles, síðan vinnur hann í kola- námu í Englandi, ferðast svo til Indlands og dólar við Ganges, loks liggur leiðin til lamaklaustra í Tíbet (þar sem hann lærir að lækna mígreni). Hvað hann er að hugsa á meðan veit enginn. Ahorfandanum fer eins og treggáfuðu barni sem er gert að sitja tíma í þrettán fögum á einum degi og verður að sætta sig við að byrja sífellt í nýjum tíma án þess að hafa getað komist til botns í því sem fram fór í tímanum á undan. Skyndilega er komin kreppa og maður veltir fyrir sér hvort maður hafi sofnað í bíó og misst af þýðingarmesta atriðinu. Með þessa atburðarás í huga, þá er það grunsamleg ákvörðun, svo ekki sé meira sagt, að láta myndina gerast á þessum tíma, á árunum milli stríða. Hún hefði allt eins getað gerst núna - enn fer margt ungt fólk, einkum am- erískt, að vinna sjálfboðavinnu á vegum líknarstofnana í stríðs- hrjáðum löndum. Það virðist sem tryggð hafi verið haldið við þetta tímabil Maughams vegna perí- ódusjarma; það er ekkert sem fleytir hugsunarlausri mynd eins vel áfram og atmosferísk leik- mynd og rómantískir búningar. En svo aftur sé komið að sögu- hetju Somersets Maughams, Larry, þá svipar honum um margt til þeirra Ameríkana sem kallaðir hafa verið týnda kyn- slóðin - þeirra sem dvöldust í Evrópu á fyrri helmingi aldarinn- ar í sjálfskipaðri útlegð frá heimalandi sínu. Þeirsem standa að myndinni virðast ganga út frá því að þarna sé sögulega hlið- stæðu að finna við sína kynslóð, Víetnam-kynslóðina, þá sem flúðu Víetnam eða Ameríku Víetnamáranna og settust að í öðrum löndum. Tengslin þarna á milli eru alls ekki augljós og myndin hefur heldur ekkert fram að færa í þessu tilliti. Bill Murray, sérvizkulegur gamanleikari úr Ghostbusters og fleiri gamanmyndum, leikur Larry. Það er mikið ólán fyrir Bill þenna, sem mér er annars vel við, að fyrsta alvarlega hlutverkið hans skuli vera honum svo ger- samlega ofviða. Og enn meira ólán fyrirframleiðendurnaað þeir skyldu hafa látið sér detta í hug að Bill gæti leikið hlutverk Larr- ys- I Bandaríkjunum hefur þessi mynd mátt þola slíkt tómlæti áhorfenda og óánægju kvik- myndagagnrýnenda, að fram- leiðendur ákváðu að taka hana úr dreifingu um óákveðinn tíma. Catherine Hicks og Bill Murray í Blaðinu: sofnaði ég í bíó? 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.