Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 08.08.1985, Page 13
HEIMURINN 40 ár Suður-Kyrrahaf kjamorkuvopnalaust ✓ Astralía, Nýja-Sjáland og önnur ríkifriðlýsa heimshlutann á Hírósímadaginn. Nœst: Viðrœður við stórveldin Rarotonga - Ráðstefna þrettán þjóðarleiðtoga í höfuðborg Cook-eyja samþykkti í fyrra- dag, á minningardegi Hírósíma-sprengjunnar, að lýsa Suður-Kyrrahaf kjarn- orkuvopnalaust svæði. Full- trúar Astralíu, Nýja-Sjálands Washington - Bandarískur dómstóll felldi í fyrradag þann úrskurð að gripið skyldi til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Japan vegna hvalveiða í trássi við alþjóðasamþykktir. Dómurinn tekur gildi eftir 90 daga verði honum ekki áfrýjað, og kernur Bandaríkjastjórn í óþægilega klípu: Annarsvegar eru viðskiptamál japana og bandaríkjamanna í viðkvæmu Santiago - Fjórtán stjórnar- andstöðuleiðtogar voru í gær sendir i afskekkt þorp langt sunnan höfuðborgarinnar. Ókyrrt hefur verið í landinu eftir að í Ijós kom í síðustu viku að lögregla átti hlut að morði þriggja félaga í Kommúnista- flokknum í mars. og sex annarra ríkja á svæðinu skrifuðu samdægurs undir Rarotonga-sáttmálann, en leiðtogar hinna ríkjanna fimm þurfa samþykki þjóðþinga sinna. I sáttmálanum er bannað að beita kjarnorkuvopnum á svæð- standi um þessar mundir, - hins- vegar kæmist Reagan-stjórnin í þá sérkennilegu stöðu að beita japani efnahagsþrýstingi útaf hvölum á sama tíma og hún þver- neitar efnahagsaðgerðum gegn kynþáttamisrétti og fasisnta í Suður-Afríku. Sækjendur í málinu voru samtök umhverfisverndar- manna, þar á meðal grænfriðung- Ættingjar leiðtoganna settust í gær að í skrifstofu Efnahags- bandalagsins og báðu ríkisstjórn- ir Vestur-Evrópu aðstoðar við að frelsa leiðtogana. Mann- réttindahópar segja tuttugu manns í haldi í Santiago eftir mót- mælahrinuna. Stjórnarandstöðu- flokkar af öllu litarafti hafa boð- að til mótmæla í dag og á morgun. inu, gera með þau tilraunir og koma þeim fyrir. Sáttmálaríkjun- um er hinsvegar í sjálfsvald sett að leyfa aðgöngu skipum og flug- vélum með kjarnorkuvopn. Bannað er að losa kjarnorkuúr- gang í hafið. Rarotonga-samþykktin nær til svæðisins frá Indlandshafsströnd Ástralíu að vestan að kjarnorku- vopnalausa svæðinu kringunt Suður-Ameríku að norðan og frá eyjunni Kiribati við miðbaug að Suðurheimskautinu þarsent kjar- orkuvopn eru bönnuð með al- þjóðasamþykkt. Ríkin þrettán hafa þegar óskað eftir viðræðum við kjarnorku- veldin og ætla sér að ná við þau tvenns konar samkomulagi. Éau óska eftir að Bandaríkin, Bret- land og Frakkland gerist aðilar að sáttmálanum fyrir hönd þeirra eylanda sem þessi ríki ráða með ýmsum hætti á sunnanverðu Kyrrahafi og í annan stað verður óskað viðræðna við þrjú ríki of- antalin plús Sovét og Kína um að þau geri ekki tilraunir með at- ómbombur á svæðinu. Upphafs- maður sáttmálans er Bob Hawke forsætisráðherra Ástralíu. Hvítir Johannesburg/... - Útvarp og dagblað hliðholl Suður-Afríku- stjórn hældu í gær Reagan Bandaríkjaforseta fyrir stað- festu hans og heiðarleika gagnvart minnihlutastjórninni í Pretoríu. „Forseti Bandaríkj- anna er traustasti bandamað- ur Suður-Afríku á Vestur- löndum” sagði Höfðaborgar- blaðið Die Burger í tilefni þeirra ummæla Reagans á blaðamannafundi í fyrradag að athafnir hers og lögreglu í landinu væru að nokkru leyti réttlætanlegar. Óeirðir halda áfrant og náðu í gær hámarki í Umlazi sunnan Durban-borgar þarsem svarti lögfræðingurinn Victoria Mxenge var myrt fyrir nokkrum dögunt. Þá hvetja ýntis samtök blökkumenn til að hætta við- skiptum við hvíta verslunar- Hvalur Dómur krefst aðgerða Ekkjur hinna myrtu mótmæla I Santiago. Chile Fjórtán úr umferð Kína Gengis-Kan endurreistur Peking - Stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa útlendingum að heimsækja grafhýsi höfð- ingjans Gengis-Kans á stepp- unum í sýsiunni Ejin-Horo, Mongólíu hinni innri. Á tímum rauðra varðliða og menningarbyltingar var Gengis- Kan fordæmdur harðlega fyrir níðingsverk og heimsvaldastefnu á þrettándu öld þegar mongóla- herir stórhöldsins ríktu rænandi og ruplandi yfir hinu víðlenda flæmi frá Kína til Evrópu. Rauðir varðliðar eyðilögðu grafhýsi Gengis-Kans af þessum sögulegu sökum, og raunar ekki síður vegna þess að hinn ágæti samtíð- armaður Snorra Sturlusonar er þjóðhetja mongóla og þótti þess- vegna skeinuhættur stórkín- verskri einingu sem ekki var talin mega við neinni rembu minni þjóða í alþýðulýðveldinu. Viðgerð hófst fyrirfimm áruni, og í blábyrjun ágústmánaðar söfnuðust um tvöþúsund manns, þarámeðal nokkrir útlendingar, að grafhýsinu til minningarat- hafnar unt kappann. Grafhýsið er byggt í líki þriggja mongóla- tjalda. Gengis-Kan er höfðingstitill, kappinn hét Temújín, fæddur 1162. Herir hans hertóku Peking 1215, og sneru síðan í vesturátt. Árið 1223 staðnæmdust menn kansins við ána Dnépr í Rússíá og fannst Temújín þá nóg kornið, sneri aftur austur og lést 4. ágúst 1227. f Hírósíma 6. ágúst 1985: Japönsk stúlka og bandarísk kveikja á hálfs þriöja metra löngu kerti I Friðargarðinum. 40 ár Deilt um bombuna Washington/Moskva - Fulltrúar risaveldanna eru síst á einu máli um réttmæti kjarnorku- árásar bandaríkjanna á Hiró- síma fyrir 40 árum. Reagan Bandaríkjaforseti hefur rétt- lætt árásina, en sovétmenn segja að henni hafi verið beint gegn Sovétríkjunum og ekki Japan. Á blaðamannafundi í fyrradag sagði Bandaríkjaforseti að það hefði án efa verið rétt ákvörðun að varpa kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar tvær í ágúst 1945. Innrás í Japan hefði kostað margar milljónir mannslífa þar- sem þjóðin hefði barist nánast til síðasta manns, og því ekki urn annað að ræða en að sýna ja- pönskum herforingjum frammá styrk Bandaríkjanna með árás- unum. Reagan sagði að þrátt fyrir allt hefðu árásirnar haft eitt jákvætt í för: Þær hefðu sýnt heiminum frammá hættur kjarn- orkustríðs. Sovétmenn hafa uppi annað viðhorf. í Prövdu var á Hírósíma- daginn sagt að sprengjurnar hefðu í raun ekki markað lok seinni heimsstyrjaldarinnar lield- ur hefðu fórnarlömbin 200 þús- und verið hinir fyrstu sem féllu í kalda stríðinu. í nýuppgötvuðum bandarísk- um stríðsáraskjölum kentur frarn að herstjórar vestra féllu frá því að sprengja yfir Japanshafi til að hræða japani, - talið var að ef slík sýning misheppnaðist hefði hót- unin öfug áhrif. Suður-Afríka hæla Reagan eigendur og hefur sú hreyfing þegar töluverð áhrif. Réttarhöldunum yfir 16 leiö- togum samtakanna UDF í Piet- ermaritzburg hefur verið frestað til mánudags nreðan dóntari at- hugar rök verjenda unr að ákærur séu ekki á rökum reistar og sækj- endur beiti réttaraðferðum í stíl við McCarthy-tímann í Banda- ríkjunum. 1459 hafa verið handteknir síð- an neyðarlögin voru sett, þaraf sleppt 597, 24 hafa látist í átökun- uni. Páfi fordæmdi í gær aðskiln- aðarstefnuna sem ómannúðlega áður en hann hélt í ferð til sjö Afríkuríkja. í Bandaríkjunum sagðist Jesse Jackson einn helstur leiðtogi blökkumanna niundu beita sér fyrir fjársöfnun til svartra í Suöur-Afríku. Þetta gerðist líka... ...Bandaríska geimskutlan Chall- enger lenti heilu og höldnu á Edwardsflugvelli i eyðimörk Kali- forníu í fyrrakvöld eftir átta daga geimferð. Geimfararnir höfðu átt i ýmsum vandræðum, farið útaf braut sinni og þurft að skjóta sér á hana aftur með eldflaugum. Um tíma var óttast að ekki væri nægi- legt eldsneyti. En allir komu þeir aftur... Þetta var fimmtugasta mannaða geimsending banda- ríkjamanna. ...Forbes Burnham forseti Gyuana í Suður-Ameríku lést í gær. Hann hefur verið leiðtogi landsins frá 1966 þegar það hlaut sjálfstæði undan bretum. Hann þjóðnýtti ýmis stærstu fyrirtæki í landinu, var áhugasamur um samstarf óháðra ríkja og var einn stofnenda Caricom, bandalags ríkja í Kara- biska hafinu. Stjórnarhættir hans þóttu þó bera keim af einræði. Spáð er valdabaráttu í stjórnar- flokknum um sæti forsetans. ...Bandarískt þykkvöðvungatíma- rit útnefndi Símon Peres forsætis- ráðherra ísraels heilsutröllið mesta í hópi þjóðarleiðtoga. Heiðurinn kom Peres frekar á óvart, hann reykir einsog stromp- ur og ver tómstundum sínum til lestrar og til að glápa á arabískar sápuóperur í sjónvarpinu. Peres afþakkaði kurteislega tilboð rit- stjórans um sjómann. ...Níu félagar úr hinni pólsku Ein- ingu eru í hungurverkfalli i fang- elsinu i Leczynka. í bréfi sem barst smyglleið úr fangelsinu í gær kvörtuðu þeir undan slæmum að- búnaði og barsmiöum. Þeir hófu hungur sitt 2. águst, krefjast betri aðbúnaðar, að pólitískir fangar fái að vera samvistum í fangelsunum og taka á móti heimsóknum frá fjölskyldu. ...Drukkinn sænskur bílstjóri neitaði að láta taka sér blóð á lög- reglustöð í úthverfi Stokkhólms í gær. Hann veifaði sjúkrahúsvott- orði, sagðist vera með AIDS og hótaði að bíta lögreglumenn. Sví- inn missir ökuskírteinið samt. ...Engar fréttir í BBC í gær, og ekki í öðrum útvarps- og sjónvarps- stöðvum í Bretlandi: verkfall gegn ritskoðunaráráttu Thatcher- stjórnarinnar. Útvarpað var tónlist og sýndar teiknimyndir i sjón- varpi. Meðal annars þagnaði utan- landsþjónusta BBC í fyrsta sinn í 53 ár. Þar er útvarpað á 37 tungu- málum og er áætlaður hlustenda- hópur yfir 100 milljónir manna. REUTER Umsjón: Mörður Árnason ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.