Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR
Skransalan
Prentar eigin víxla
Alfreð Þorsteinsson: Hefur tíðkast Í30 ár. Okkurþykir eðlilegra að
hafa víxlana íeigin nafni ístað þess að nota bankavíxla. Líklega einsdœmi hérlendis.
Sala Varnarliðseigna er líkast
til eitt af örfáum fyrirtækjum í
landinu, ef ekki það eina sem
prentar víxla með eigin haus í
stað þess að nota víxla frá
bönkum eða sparisjóðum. í
lögum er ekkert sem útilokar að
fyrirtæki og félög geti gefið út
víxla með eigin haus, uppfylli víx-
ileyðublaðið allar settar reglur.
„Petta hefur líklega tíðkast hér
í 30 ár. Lánskjörin eru í þessu
formi og því þykir okkur eðli-
legra að við höfum víxlana í eigin
nafni heldur en að nota víxla frá
bönkunum," sagði Alfreð Por-
steinsson forstjóri „skransöl-
unnar“ í samtali við Þjóðviljann.
„Ég hef nú ekki velt því fyrir
mér en sjálfsagt er þetta mjög
sjaldgæft að fyrirtæki prenti sína
eigin víxla," sagði Alfreð. Víxlar
sölunnar eru aðallega notaðir í
bflaviðskiptum og eru kjör þeirra
hverju sinni miðuð við víxlakjör
Landsbankans.
-*g-
Landbœtur
Uppgræðsla
vegna
Blöndu
í samningum um Blönduvirkj-
un var kveðið svo á, að gerðar
skyldu víðtækar uppgræðslutil-
raunir, ef verða mættu til þess að
bæta fyrir það land, sem yrði
drekkt. Hófust þær sumarið
1981. Var þá sáð í 127 ha lands og
borið á 22 ha á sex stöðum. Árið
1983 hófst svo uppgræðslan í
verulegum mæli. Sýnir eftirfar-
andi yfirlit hvernig henni hefur
miðað áfram.
Árið 1981 var sáð í 80 ha á
Auðkúluheiði, borið á 22 ha og
sáð í 47 ha á Eyvindarstaðaheiði.
Árið 1982 var borið á þessa
sömu reiti.
Árið 1983 var sáð í 360 ha á
Auðkúluheiði og 190 ha á
Eyvindarstaðaheiði.
Árið 1984 var sáð í 80 ha á
Auðkúluheiði og 20 ha á Eyvind-
arstaðaheiði.
Árið 1985 var sáð í 200 ha á
Auðkúluheiði, borið á 50 ha og
sáð í 200 ha á Eyvindarstaða-
heiði.
Alls hefur þannig verið sáð í
720 ha á Auðkúluheiði, borið á
72 ha og sáð í 457 ha á Eyvindar-
staðaheiði. Alls eru þetta 1249
ha.
Á öll svæðin hefur árleg áburð-
argjöf numið 400 kg af NP áburði
á ha utan eitt friðað svæði, sem
fékk 300 kg. í tilraunareitina frá
1981 var sáð ýmsum grastegund-
um og stofnum en síðan hefur
túnvingulstofninn Leik verið
mest notaður en honum var ekki
sáð 1981. Heimamenn hafa séð
um áburðardreifingu á sum svæð-
in en annars Landgræðsla ríkís-
ins.
Blöndusamningurinn gerir ráð
fyrir því, að borið verði á 2400 ha
á Auðkúluheiði og 600 ha á
Eyvindarstaðaheiði. í samráði
við'hlutaðeigandi sveitarstjórnir
var sú ákvörðun tekin að hraða
uppgræðslunni tiltölulega meira
á Éyvindarstaðaheiði vegna mik-
ils beitarálags þar.
-mhg
Ríkisútvarpið
Samið við
tæknimenn
Á þriðjudag var undirritað
samkomulag á milli fjármála-
ráðuneytis og Starfsmannafélags
útvarps og sjónvarps um launa-
flokkahækkanir til handa tækni-
mönnum.
„Það var gengið frá þessu á
þriðjudag," sagði Indriði Por-
láksson formaður samninga-
nefndar ríkisins „og þetta byggist
á því að lagt verður ákveðið mat á
starfsþjálfun og námskeið tækni-
manna. Pað mat gæti leitt til
tveggja launaflokka hækkunar
fyrir flesta.“
Kristján Valdimarsson: Hvet alla félaga AB til að fara að undirbúa vetrarstarfið, hver á sínum vettvangi.
Alþýðubandalagið
Hauststarfið hafið
Kristján Valdimarsson: landsfundur haldinn 7.-10. október
Haust- og vetrarstarf Alþýðu-
bandalagsins er nú að hefjast
af fullum krafti. Kristján Valdi-
marsson, skrifstofustjóri Alþýðu-
bandalagsins, sagði í samtali við
Þjóðviljann að undirbúningur
landsfundar myndi setja mestan
svip á hauststarfið, en auk þess
væru ýmsar stórar samkomur á
vegum flokksins ákveðnar.
Sjöundi landsfundur Alþýðu-
bandalagsins og jafnframt sá
fyrsti sem haldinn er samkvæmt
nýjum flokkslögum verður í
Borgartúni 6, 7.-10. nóvember
næstkomandi. Gera má ráð fyrir
að þessi fundur verði fjölmenn-
asti landsfundur Alþýðubanda-
lagsins til þessa, en flokksfélögin
kjósa einn fulltrúa á landsfund
fyrir hverja níu félagsmenn.
Kjöri fulltrúa á landsfund skal
vera lokið í félögunum þremur
vikum fyrir iandsfund, þ.e.a.s. í
miðjum október. Aðalmál fund-
arins verða efnahags- og atvinnu-
mál og verða þau rædd á grund-
velli tillagna sem hafa verið til
meðferðar í flokksstofnunum,
einkum þingflokki, frá mið-
stjórnarfundi í vor. Þá verður á
landsfundinum rætt sérstaklega
um utanríkis- og kjaramál og
auðvitað um stöðu Alþýðu-
bandalagsins. Þá verður væntan-
Jega rætt um endurskoðun á nýju
flokkslögunum í ljósi fenginnar
reynslu. Tillögurnar um laga-
breytingar verða að hafa borist
framkvæmdastjórn tveimur vik-
um fyrir landsfund.
Af öðru sem hefur verið
ákveðið má nefna ráðstefnu um
Þjóðviljann sem haldin er sam-
eiginlega af Útgáfufélagi Þjóð-
viljans og Alþýðubandalaginu.
Hún verður laugardaginn 21.
september að Hverfisgötu 105.
Hún er opin öllum flokks-
mönnum í Alþýðubandalaginu
og félögum í Útgáfufélaginu. Það
var flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins sem hvatti til þess
að ráðstefna af þessu tagi yrði
haldin, en auk þess er sérstök
ástæða til þess að ræða stöðu
Þjóðviljans til undirbúnings 50
ára-afmæli hans á næsta ári. Þá
má geta þess að framhaldsaðal-
fundur Útgáfufélags Þjóðviljans
verður haldinn 10. október n.k.
Daginn eftir Þjóðviljaráðstefn-
una efnir Alþýðubandalagið til
námsstefnu um nýja sókn í at-
vinnulífinu að Hverfisgötu 105
þar sem haldin verða 17 stutt er-
indi um hina ýmsu framtíðar-
möguleika í íslensku atvinnulífi.
Þá munu forystumenn Alþýðu-
bandalagsins halda áfram að
heimsækja rannsóknar- og vís-
indastofnanir sér til fróðleiks nú í
haust.
Miðstjórnarfundur verður
haldinn í Alþýðubandalaginu
dagana 4.-6. október n.k. að
Hverfisgötu 105. Þar verður rætt
um undirbúning landsfundarins,
en þó einkum um utanríkismál.
Þá má nefna að landsþing
Æskulýðsfylkingar Alþýðu-
bandalagsins verður haldið dag-
ana 28.-29. þessa mánaðar og að-
alfundur Byggðamanna verður
haldinn 16.-17. nóvember.
Ég vií hvetja fólk í félögum Al-
þýðubandalagsins til þess að fara
þegar að huga að undirbúningi
þessara funda hver á sínum vett-
vangi, sagði Kristján Valdimars-
son að lokum. _ös
•TORGIB’
Það hefur lengi verið styrkur af
mæðranefndum.
Norrœna húsið
Kammeikór
frá K-höfn
Föstudaginn 6. september kl.
i 20.30 verða tónleikar í Norræna-
húsinu, þar sem fram kemur
kammerkór úr Kór Sankt
Annæ-menntaskólans í Kaup-
mannahöfn. Kórinn skipa 30-40
félagar úr 140 manna blönduðum
kór Sankt Annæ-menntaskólans í
Kaupmannahöfn, en sá kór er
staddur hér á landi í tónleikaferð
um þessar mundir. Stjórnandi
kórsins er Ebbe Munk.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir W. Stenhammer, L.
Bernstein, Sv. S. Schultz og V.
Holmboe.
Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir.
UMFÍ
Sambands
þing að
Flúðum
I dag hefst 34. Sambandsþing
Ungmennafélags íslands að Flúð-
um í Hrunamannahreppi. For-
maður UMFÍ, Pálmi Gíslason,
setur þingið en í UMFÍ eru nú 213
félög sem mynda þessi lands-
samtök í gegnum 18 héraðssam-
bönd, samtals um 27.000 félagar.
Á dagskrá er meðal annars að
fara í skoðunarferð í Þrastaskóg
en þar hefur UMFÍ átt þátt í
skógrækt og uppbyggingu. Kosið
verður í stjórn, nefndir og ýmsar
trúnaðarstöður og rædd verða
húsnæðismál, átak í kynningar-
starfi og fleira. Nýlokið er við að
draga í Landshappdrætti ung-
mennafélaganna en vinningaskrá
birtist í blaðinu í gær.
-vd
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. september 1985
Alþýðubandalagið
Stuðningur við fóstnir
2.
sept. var haldinn fundur í
framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins þar sem lýst var yfir
fyllsta stuðningi við baráttu
starfsmanna dagvistarheimila og
foreldra gegn þeirri niðurrifs-
stefnu sem íhaldsöflin ástunda nú
í málefnum barna.
í fréttatilkynningu frá fram-
kvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins segir ennfremur að fram-
kvæmdastjórnin lýsi yfir áhyggj-
um sínum vegna síminnkandi að-
sóknar að Fóstruskóla íslands og
telur menntun og viðunandi
starfskjör starfsfólks á dagvistun-
arstofnunum undirstöðu þess að
dagvistarheimilin séu þær upp-
eldisstofnanir sem lög gera ráð
fyrir. Þessi erfiðu og mikilvægu
störf eru stórlega vanmetin bæði
hvað varðar starfsaðstöðu og
launakjör. Sú samfélagsþjónusta
sem rekstur dagvistarheimila er
og á að vera, er í hættu og núver-
andi stjórnvöld stefna augljós-
lega að því að beina henni yfir til
einkaaðila frá sameiginlegum
sjóði foreldra.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins skorar á alla for-
eldra í landinu og starfsfólk dag-
vistarheimila að hvika hvergi frá
kröfum sínum um góð og holl
uppeldisskilyrði fyrir yngstu
borgarana.