Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7 Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins eru sósíalísk samtök sem að forminu til eru samtök innan AB, þó svo að ekki sé nauðsynlegt að vera flokksbundinn til þess að starfa innan Æsku- lýðsfylkingarinnar. Æsku- lýðsfylkingunni (skamm- stafað ÆF) er skipt niður í deildir sem starfa víða um land. Reykjavíkurdeildiner þeirra stærst. Fólkið í ÆF er áaldrinum 15-30. Þeirsem hafa áhuga á að vita meira um þessi samtök ungs fólks ættu að halda áfram að lesa og heyra hvaðfor- maður Reykjavíkurdeildar- innar og starfsmaður ÆF, Hrannar B. Arnarson, hefur að segja okkur. Hrannar, nú ert þú starfsmað- ur ÆF, hvað er á döfinni? „Það er öflugt starf framund- an, það er alveg á hreinu. Á laugardaginn kemur verður hald- inn hinn árlegi Haustfagnaður ÆF og verður mun glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Þar koma fram kunnir skemmtikraftar t.d. Flosi og Einar Kára les upp úr bók sinni. Kaffihús verður starfrækt. Einnig verða heitar umræður um borgarstjórnarmál og ritstjórnar- stefnu Þjóðviljans. Þetta hafa verið umrædd atriði innan vinstri hreyfingarinnar að undanförnu og því munum við taka þau fyrir. Um kvöldið verður dansiball hér á H-105 (Hverfisgötu 105). 17. sept. hefst fræðslufundaröð um sósíalismann. Við höfum áður verið með svona fundaröð og hún hefur verið mjög vinsæl. Æskulýdsfylking AB Eru krakkarnir með þingmanninn í maganum? Hvað er Birtir? Hvað gerist á föstudagskvöldum í vetur? Um þetta allt og margt fleira geturðu lesið í viðtalinu við Hrannar B. Arnarsson 18 ára formann Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Það nýjasta nýtt verður svo kaffihús á hverjum sunnudegi á H-105. Og þar verða kappræður milli þekktra vinstri manna. í sambandi við skemmtanalífið eru einnig nýjungar. Því við í ÆF erum heilmikið fyrir það að gera okkur glaðan dag. Opin hús verða á hv'erju föstudagskvöldi, þar sem fólk getur hist og rabbað saman áður en það fer út á lífið.“ Fastir liðir Hvað um fræðslu og útgáfu- mál? „Jú, jú, það gengur allt saman ljómandi vel hjá okkur. Við gef- um út blað sem heitir Birtir og flestir framhaldsskólanemendur ættu að kannast eitthvað við, því við gefum Birti út í 7000 ein- tökum og dreifunt í framhalds- skóla. Hins vegar vantar okkur fleiri tengiliði í skólunum og ég vil endilega nota tækifærið og Hrannar B. Arnarsson er 18 ára nemi í MH. Hann er jafnframt for- maður Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. „Það er öflugt starf framundan, það er alveg á ........... i. E. Ól. Hópurinn sem var að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn stjórn- völdum í S-Afríku gaf sér tíma til þess að leggjast flatt fyrir E.ÓI. Ijósmyndara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.