Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 5
Búskapur Ekki allt rómantík Magnús Ingólfsson bóndi á Vífilsmýrum í Önundarfirði segirfrá búskap sínum og mannlífi vestra. Hann er Reykvíkingur að uppruna en hefur um 9 ára skeið rekið kúabú á Vífilsmýrum Hvað veldur því að Reykvfk- ingur, sem m.a. hefur unnið í Seðlabankanum, hefur búskap vestur á fjörðum og hvað veldur því að hjúkrunarfræðingur úr Borgarnesi gerist bóndakona í sveit? Þetta er raunin með þau Magnús Ingólfsson og Sigrúnu Lind Egilsdóttur sem í 9 ár hafa búið á Vífilsmýrum í Onundar- firði. Jörðin er í innsveitum fjarðarins undir fjallinu Krák og við komum aðvífandi þar sem Magnús er við útistörf en Sigrún að koma úr fjósi með barnavagn í eftirdragi. I honum liggur tveggja mánaða snáði, yngstur fjögurra barna þeirra, og má með sanni segja að hann fái að kynnast fjós- verkum snemma sá. Þau hjón eru á leið í kaffi og okkur er boðið með. - Hvernig stendur á því að þú borgarbarnið, Magnús, ferð að stunda búskap? Ég var í sveit austur á landi sem strákur og hef alltaf haft áhuga á búskap. Eg sótti upphaflega um ríkisjörð í Vallanesi þar eystra en þeir létu hestamenn hafa hana og ég fékk kost á Vífilsmýrum í sára- bætur. Ég sló til en svo er það spurningin hvort það var rétt ákvörðun. Þetta er þó að mörgu leyti ágæt jörð. - Vífilsmýrar eru þá ríkisjörð? - Ég er búinn að kaupa hana að hluta en ríkið á enn Vs hennar og húsin að undanteknu nýja fjós- inu. Það höfum við reist. Nánast allt í skuld - Hvernig jörð er þetta? - Við tókum við henni árið 1976 og þá var hér allt á fallandi fæti og ræktunin alveg kapítuli út af fyrir sig, túnin illa ræst og ó- slétt. Hér höfðu verið þrír ábú- endur og hver um sig ræktaði sinn litla blett af vanefnum. Endur- ræktun er mun dýrari en nýrækt og við höfum ekki ráðið við að koma túnunum enn í lag, það hef- ur allt farið í að koma fjósinu upp. Annars er þetta grasgefin jörð og góð kúajörð. Við erum með 22 mjólkandi kýr í fjósi eða nákvæmlega svokallað vísitölu- bú. - Byrjuðið með tvær hendur tómar? - Svo til, við áttum íbúð í Reykjavík sem var tilbúin undir tréverk sem við seldum til að koma okkur af stað. - Og hvernig gengur búskapur- inn? - Það er erfitt að svara því í stuttu máli en þetta hefur verið erfitt á allan hátt og við erum nánast með allt í skuld. Ég hef kennt á hverjum vetri allan okkar búskap og við höfum haft menn fyrir okkur til að sjá um búið á veturna. Þeir liggja bara ekki á iausu og ekki fyrir hvern sem er að vera hér einn um vetur. Sam- kvæmt verðlagsgrundvelli er áætlað að vinna við svona bú sé 3600-3700 stundir á ári eða 10 stundir hvern virkan dag að með- altali. Það er sem sagt fullt starf fyrir einn en bú af þessari stærð er þó yfirleitt rekið af tveimur fullgildum mönnum. Spáð í loðdyrarækt - Hvernig líst þér á landbúnað- arpólitíkina eins og hún gerist núna? - Það er ekki hægt að henda reiður á neinu eftir að ný fram- leiðsluráðslög gengu í gildi. Rök- in fyrir kjarnfóðurhækkuninni um daginn eru t.d. fáránleg og það er búið að beita svo mörgum rökum að þau eru farin að stang- ast á hver við önnur. Þetta er orð- ið svo ruglingslegt að það er ekki einu sinni hægt að mynda sér skoðun. Nú er verið að pína neytendur í gegnum kjúklinga- og svínabændur, sem stillt er upp við vegg. En það gengur ekki að skattleggja menn með því að færa til fjármuni. Það er hliðstætt því- að settur væri skattur á blaða- menn af því að prentarar væru svo illa staddir. Bændur hafa enga sjóði til að ganga í og velta þessu ekki fyrirvaralaust út í verðlagið. Ég held að landbúnað- arráðherra væri sæmst að draga þessa hækkun,til baka. - Er mikil umrœða um land- búnaðarmálin hér í Önundar- firði? - Nei, það er lítil umræða. Staða bænda, sem ekki hafa stað- ið í framkvæmdum, hefur styrkst en hinna, undantekningarlaust ungra bænda sem hafa þurft að standa í framkvæmdum, hefur stórversnað og á ekki eftir að lagast. Margir hafa farið út í loð- dýrarækt til að reyna að klóra í bakkann og það er svo sem ágætt. Þar er eitthvað verið að sýna lit á fyrirgreiðslu í loðdýraræktun- inni. - Eru mörg loðdýrabú hér? - Þau eru þrjú hér í hreppnum og eitt út á Ingjaldssandi og þau hafa gengið áfallalaust. Á Flat- eyri er komin fóðurstöð, ein af fáum á landinu sem er viður- kennd. - Ert þú kannski að spá í loð- dýrarœktina? - Ég er að spá en það er þó ekki á blað færandi enn sem komið er. - Eru ekki yfirleitt góðar bú- jarðir hér í Önundarfirði? - Það er talið. Búskapur stend- ur hér traustum fæti miðað við aðra staði á Vestfjörðum og það er töluvert af ungu fólki hér í Mosvallahreppi, það hefur fjölg- að að undanförnu. Hér eru t.d. um 10 börn innan skólaaldurs og önnur 10 á barnaskólaaldri. Margt af þessu unga fólki sem er að hefja búskap stendur þó veikum fótum nema það taki við af foreldrum sínum eða búi fé-. lagsbúi með þeim. Verkar þú mikið í vothey? - Votheysverkun er hvergi al- gengari en á Vestfjörðum og ég heyjaeingönguívothey. ?aðgef- ur meiri sveigjanleika varðandi tíma og veður. Svo er stór hluti túnanna hjá mér svo ósléttur að það er ekki hægt að þurrka á þeim. Ég hef miðað alla vélvæð- ingu við votheysverkun en það vantar endapunktinn á frá- ganginn í votheysturninum. - Eryfirleitt kúabúskapur hér í sveit? Fjölskyldan á hlaðvarpanum. F.v.: Agla, Jó- hannaLind, Magnús, Anna Fríða (heimasæta frá Hóli sem var gestkomandi), Sigrún með ó- skírðan dreng í fanginu og Sess- elja. Fjallið Haf- urshestur í bak- sýn. Ljósm.:GFr. - Það eru kýr á hverju lögbýli og við ásamt Dýrfirðingum erum styrkasta stoðin í mjólkurfram- leiðslu á norðanverðum Vest- fjörðum. Milli20og 25 prósentaf því sem lagt er inn í mjólkursam- lagið á ísafirði kemur héðan. Við erum líka farnir að selja mjólk til Þingeyrar en þeir höfðu áður orð- ið að fá hana frá Reykjavík. Brú og varanlegt sljtlag bylting í Önundarfirði - Nú er búið að brúa Önundar- fjörð. Erþað ekki mikil breyting? - Auk brúarinnar er komið varanlegt slitlag á allar aðalleiðir hér í firðinum og heim að mörg- um bæjum og þessi nýi vegur er hrein bylting. Frá mér eru 3 km á möl og síðan 11-12 km á olíumöl til Flateyrar. Brúin var geysilega mikil bót fyrir þá sem þurftu áður að fara inn fyrir fjörð. - Ersvo ekki verið að hugleiða brú yfir Dýrafjörð líka? - Það hefur ekki verið form- lega ákveðið en veitt var á síðustu fjárlögum 5 miljónum króna í að gera lokarannsóknir á brúar- stæði. Einnig er rætt um það í alvöru að gera tvenn göng til að tengja Súgandafjörð og ísafjarð- ardjúp við Önundarfjörð. Það yrði stórkostlegur ávinningur að tengja saman allt þetta svæði, ekki si'st fyrir þá fyrir norðan. Allt sem gert er í samgöngumál- um verður til þess að festa fólkið. í snjóléttum árum eins og var núna í vetur þegar Önfirðingar gátu komist til Isafjarðar til að sinna áhugamálum sínum eða rækja erindi sín hætta þeir að tala um að flytja í burtu. - Heldurðu að þessi göng verði á dagskrá á nœstunni? - Þeir Steingrímur Sigfússon og Sveinn Jónsson fluttu um það tillögu á þingi í vetur að gerð yrði áætlun um gerð jarðgangna á landinu. Ég fór svo á fund um daginn þar sem Matthías Bjarna- son samgönguráðherra talaði og hann taldi nauðsynlegt að gera slíka áætlun. Ég held að hann vilji gera eitthvað í þessu áður en hann hættir. - Finnst þér gaman að búa i sveit? - Þetta er ekki allt rómantík og ekki ætla ég að halda því fram að þetta sé göfugra líf en að búa í þéttbýli en það er allt annað og betra að ala upp börn í sveit. Það er þó eitt. - Þið voruð á ísafirði sl. vetur. Verðið þið þar næsta vetur? - Nei, við verðum hér næsta vetur. Árin 1981-83 voru mjög erfið veðurfarslega og við þurft- um að kaupa hey, við vildum því breyta til eins og fólk gerir á öðr- um stöðum og liður í því var að fara til ísafjarðar í vinnu yfir vet- urinn. í fyrra heyjuðum við hins vegar mjög vel og það horfir líka vel núna. - Nú hefur þú unnið í Seðla- bankanum. Ertu kannski kominn út í tölvuvæðingu í nýja fjósinu? - Nei, ég held að tölvuvæðing sé ekkert nema til þess að auka umstangið. Ég vann hjá Skelj- ungi líka og þekki þetta þaðan. Meðan á tölvuvæðingu stóð þar kallaði það á viðbótarmannafla en hann fór aldrei. Þetta mundi ekki henta í búskap. Bæði eru tækin dýr og mikill tími fer í tölv- uvæðinguna. - En þetta er farið að tíðkast? - Já, ég hef séð frásögn af svona fjósum í Bretlandi. Ef nyt hrapar í kú kemur rautt ljós og þá er sjúkdómssaga kýrinnar strax komin á skerm. Bóndinn er hætt- ur að vera bóndi og orðinn skrif- stofustjóri. Ég held að þetta sé spurning hvort menn verða þræl- ar tækninnar eða ekki. - GFr. Föstudagur 6. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.