Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Æskulýðsfylkingin hefur gefið út 4 tölublöð af Birti (tíðindablaði ungra vinstri sinna). Birti var dreift í framhalds- skólana. Ljósm. E. Ól. auglýsa eftir tengiliðum. Þeir þurfa að taka á móti Birti og skrifa fréttir úr sínum skóla. Haf- ið endilega samband við okkur þið sem hafið áhuga. Sími: 17500. Svo er annað sem við gerum. Við erum með bókasafn. Þar geta all- ir félagar í ÆF fengið lánaðar bækur um þjóðfélagsmál. Bóka- safnið er þó nokkuð notað, og alltaf að stækka. Ég má ekki gleyma að minnast á ferðalögin okkar. ÆF fer í 2-3 ferðalög á ári. Má þar t.d. nefna ferð í Þórsmörk og Flatey. Þær eru svo vinsælar að einu sinni kom meira að segja Heimdell- ingur í ferð með okkur. Við eigum land undir skála og það er stefnan að reisa hann einn góðan veðurdag, helst sem allra fyrst.“ 4 nýir í gær Er ÆF í lægð? „Nei, nú erum við í greinilegri hæð. Við höfum fundið mun meiri áhuga á okkar starfi að und- anförnu. Alltaf nýir félagar að bætast í hópinn. Komu t.d. 4 nýir í gær.“ Hvað fær 15 ára unglinga til þessa að ganga í pólitísk samtök eins og ÆF? „Flestir hafa einhvern veginn kynnst pólitísku starfi áður, t.d. í gegnum fjölskylduna eða fjöl- miðla. Fundist þetta skemmtilegt og spennandi viðfangsefni. Þau vilja kynnast nýju fólki og breyta þjóðfélaginu í kringum sig. Flest þetta fólk hefur líka mikinn áhuga á að sinna félagsmálum.“ Eru krakkarnir í ÆF með „þingmanninn í maganum“? „Abyggilega eru einhverjir með þvílfka drauma en það sem skiptir meirihlutann máli er að vasast í félagsmálum og um- gangast fólk með svipaðar lífs- skoðanir.“ Gerir ÆF gagn? „Það tel ég tvímælalaust vera. Því ef við gæfum ekki út okkar blað, Birti, myndu stuttbuxna- drengirnir í Sjálfstæðisflokknum einoka útáfumálin í framhalds- skólum. Við látum rödd ungra vinstri sinna heyrast. Svo gefum við oft út dreifibréf þegar mikið er að gerast í þjóðfélaginu t.d. í verkfallinu í haust, og komum þannig skoðunum okkar á fram- færi. Það sem skiptir ekki minna máli er það að ÆF heldur árlega námskeið í framsögn og ræðu- mennsku og undirbúum fólk til þess að láta skoðanir sínar óhikað í ljós á fundum o.fl. Þessi nám- skeið eru öllum opin.“ Hvað gerir þú Hrannar fyrir utan að vera í ÆF? „Ég er í MH á eðlisfræðibraut. í sumar vann ég sem húsvörður og verkamaður og svo fór ég til Danmerkur,“ sagði Hrannar að lokum. Blm. Þjóðviljans leit inn á H- 105 eitt kvöldið. Þar var hópur ungmenna að undirbúa aðgerðir til að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í S-Afríku. Það sem ÆF ætlar m.a. að gera er að benda fólki á hvaða vörur eru framleiddar í S-Afríku. Þannig getur fólk tekið þátt í því að mót- mæla kúgun hvíta minnihlutans á þeim svarta, þ.e. að kaupa ekki vörur frá S-Afríku. Blm. Þjóðviljans tók tvo stráka í ÆF tali. SA Ætla mér að stofna leikhóp innan ÆFR Daníel Ingi Pétursson vinn- ur á barnaheimili og er í Öldungadeildinni. Daníel starfar einnig með Stúd- entaleikhúsinu. Hann er 28 ára. Af hverju ert þú í Æskulýðs- fylkingunni? Ég var í bréfberaleikhópnum Dúfunni, sem berst fyrir bættum kjörum bréfbera, og það hófst gott samstarf milli leikhópsins og Æskulýðfylkingarinnar sem leiddi til þess að ég gekk inn í Æskulýðsfylkinguna í gær. Og ég hugsa mér að stofna leikhóp hér. Hvað ertu að gera hér í kvöld? Ég droppaði bara hingað inn og fékk mér kaffi. Gísli Þór Guðmundsson: „Við erum að undirbúa Haustfagnaðinn". Ljósm. E. Ól. Daníel Ingi Pótursson: „Ég gekk inn í ÆFR í gær“. Ljósm. E.ÓI. flokkurinn Gísli Þór Guðmundsson er 24 ára. Hann er nemi í Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Af hverju ert þú í Æskulýðs- fylkingunni? Af því að þetta er eini flokkur' sósíalisma, þjóðfrelsis og jafnréttis. Hvað ertu að gera hér í kvöld? Ég er með í að undirbúa að- gerðir til að stöðva sölu á s- afrískum vörum á íslandi í mót- mælaskyni vegna kúgunar hvíta minnihlutans á þeim svarta í S- Afríku. Og einnig erum við að undirbúa Haustfagnaðinn. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (-) 1. Stronger together - Shannon (3) 2. Secret - OND i (-) 3. Animal instinct - Commodores i (-) 4. You can win if you want -Modern Talking (5) 5.1’m a lover (-) 6. We don’t need another hero -Tina Turner (10) 7. Into the groove - Madonna (8) 8. Tarzan Boy - Baltimora (7) 9. You are my heart you are my soul -Modern Talking (2) 10. All fall down - Five star Grammið (1) 1. Low life — New Order (2) 2. Kona - Bubbi Morthens (3) 3. Skemmtun - Með nöktum (7) 4. Theames 2 - Psychic TV 2 (-) 5. True sides of the beast - Gun Club (-) 6. How will the wolf survive - Los Lobos (-) 7. A seacret wish - Propaganda (9) 8. First circle - Pat Metheny (-) 9. Don’t forget that beat - Fats comet (-) 10. The dream of the blue turtles - Sting Rás 2 1. (4) Dancing In the Street - David Bowie/Mick Jagger 2. ( 1) Into the Groove - Madonna. 3. ( 3) Tarzan Boy - Balti Mora. 4. ( 2) We Con’t Need Another Hero -Tina Turner. 5. (18) Rock Me Amadeus - Falco. 6. ( 5) Money for Nothing - Dire Straits 7. ( 2) Shake the Dlsasaese - Depeche Mode 8. ( 8) Peeplng Tom - Rockwell 9. ( 6) Á rauóu IJósi - Mannakorn 10. (11) In to the Deep - Dead or Alive 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.