Þjóðviljinn - 11.09.1985, Page 9
MENNING
Kór Langholtskirkju
Kvikmyndir
Örvœntingarfull
leit að Susan
Örvæntingarfull leit að Susan.
Regnboginn.
Bandaríkin 1984.
Leikstjóri: Susan Seideiman.
Kvikmyndataka: Edward Lac-
hman.
Handrit: Leora Barish.
Aðalhiutverk: Rosanna Arquette,
Madonna, Aidan Quinn, Mark
Blum.
ANNATHEÓDÓRA V
RÖGNVALDSDÓTTIR
Susan Seidelman lærði grafíska
hönnun á ungmeyjarárum sínum
og lagðist síðan í kvikmyndagerð.
Myndin hennar The Smithereens
var sýnd í Cannes 1982, fyrsta ó-
háða ameríska myndin valin á þá
hátíð. Það varð til þess að voldug-
ir menn snöruðu út 5 milljónum
Bandaríkjadala til þess að gera
Örvæntingarfulla leit að Susan,
sem nú er sýnd í Regnboganum.
Susan Seidelman valdi sér til
samstarfs Edward Lechman,
kvikmyndatökumann sem hafði
unnið nær eingöngu við óháðar
kvikmyndir. í sameiningu tókst
þeim, að eigin sögn, að varðveita
það andrúmsloft og vinnubrögð
sem gilda í óháðri kvikmynda-
gerð og forðast valdabaráttu og
þá nákvæmu verkaskiptingu sem
tíðkast við gerð kvikmynda yfir-
leitt.
Allt um það, myndin er eins og
konfektmoli, lítil og velsköpuð.
Þetta er lágstemmd gamanmynd,
hefðbundin að byggingu og skrif-
uð af Leoru Barish. Hún fjallar
um tvær konur, Robertu (Ros-
anna Arquette) og Susan (Ma-
donna). Þær tvær þekkjast ekki.
Roberta býr í smekklegu einbýl-
ishúsi í úthverfi og á mann sem
hefur efnast á sölu baðkera. Sus-
an býr allsstaðar og hvergi og fær
allt sem hún þarf sér til lífsviður-
væris, og meira til, með snöpum,
svindli og hnupli. Hún er svo
skæð að vinir hennar þora varla
að skilja hana eina eftir í íbúðinni
sinni. Roberta, sem er svo ung og
óreynd að maðurinn hennar gort-
ar af því við vini sína, verður
heilluð af hinni dularfullu Susan,
og eltir hana á götu eins og hvolp-
ur. Svo rammt kveður að aðdáun
Susan og óánægða húsmóðirin horfa til himins í von um ?
hennar, að þegar Susan fer inn í
búð og falar þar forláta stígvél af
búðarmanninum í skiptum fyrir
jakkann sinn, aðra forláta flík, þá
kaupir Róberta umsvifalaust
jakkann til þess að eignast hlut-
deild í hinni glæsilegu Susan.
Eins og áður sagði er þetta
gamanleikur með hefðbundnu
sniði: minnisleysi aðalsöguhetj-
unnar, misskilningur á misskiln-
ing ofan, hlutverkaskipti og ást-
ardrama. Efnismeðferðin ber
Tónlistarfélagið
Kirkjutónlist
hinsvegar með sér að myndin er
unnin af konum. Ég ætla ekki að
tína til einstök dæmi, enda eng-
inn tilgangur í því, en þetta sést
best á því, að kvenhlutverkin eru
vel skrifuð og afmörkuð, og
samtöl eðlileg. Enda leikurinn
með miklum ágætum í þessari
mynd (að undanskilinni Ma-
donnu sem leikur bara sjálfa sig,
eins og vera ber).
Tungutak karla og kvenna er
ólíkt, það eru flestir sammála
um, þótt engum mér vitanlega
hafi tekist að skilgreina það nán-
ar svo nokkurt gagn sé í, hvorki
meðal enskumælandi manna né
íslenskumælandi. Samtöl og tal-
aður texti í kvikmyndum eru kap-
ítuli út af fyrir sig og enginn vafi á
því að konur skrifa að jafnaði
eðlilegri samtöl fyrir konur -
einkum í gamanmyndum og kvik-
myndum af léttara taginu. Það
ber nokkuð á því að samtöl
karlpersónanna í Örvæntingarf-
ullri leit að Susan séu stirðbusa-
leg og ósannfærandi. Að vísu er
eiginmaður Robertu þar undan-
tekning, en hann er líka stöðluð
týpa. Hinir tveir, Jeff og Dez,
eiga það einnig sameiginlegt að
þeir hafa sama og engin áhrif á
framvindu sögunnar, hlutverk
þeirra er fyrst og fremst að ljá
myndinni dálítið sexapptl og sýna
aðalsöguhetjunum hluttekningu
á réttum augnablikum. Semsagt
sama hlutverk og konur gegna oft
í kvikmyndum.
í vetur býður T óniistarfélagið
tónlistarunnendum upp á átta
áskriftartónleika, og auk þess
þrenna kirkjutónleika, sem
haldnir eru sérstaklega í tilefni
afÁri tónlistarinnar.
Fyrstu kirkjutónleikarnir
verða haldnir í Bústaðakirkju
sunnudaginn 15. september nk.,
en þar mun Gunnar Kvaran selló-
leikari flytja þrjár einleikssvítur
eftir J.S. Bach. Aðrir tónleikarn-
ir í þessari röð verða í Krist-
skirkju þriðjudaginn 19. nóvem-
ber þar sem þau Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari og Hörður Áskelsson
orgelleikari flytja sónötur eftir
Hándel og Bach. Helga Ingólfs-
dóttir semballeikari mun síðan
halda síðustu tónleikana í röðinni
áður en Ári tónlistarinnar lýkur.
Fyrstu áskriftartónleikarnir
verrða laugardaginn 21. sept-
ember og eru þeir einnig sérstak-
lega tileinkaðir Ári tónlistarinn-
ar. Þar kemur fram RODNEY
HARDESTY counter-tenor og
TED TAYLOR pínó- og sembal-
leikar, en einnig munu íslenskir
tónlistarmenn aðstoða við flutn-
ing á aríum eftir Bach og Hándel
og í verkum eftir Philip Glass og
Richard Rodney Bennett.
16. nóvember mun Tónlist-
arfélagið í samvinnu við Sin-
fóníuhljómsveit íslands halda
kammertónleika þar sem einleik-
ari verður ANNE SOPHIE
MUTTER, fiðluleikari, og flutt-
ar verða Árstíðirnar eftir Vivaldi.
í desember kemur AMERÍCAN
STRING QUARTET, sem er
meðal bestu strengjakvartetta í
Bandaríkjunum, í heimsókn og
leika þeir tvö verk: Lyric Suite
eftir Alban Berg og Kvartett í D-
dúr eftir Schubert. Laugardaginn
11. janúar verður HALLDÓR
HARALDSSON píanókeikari
með tónleika, en einmitt um
þessar mundir eru liðin 20 ár síð-
an hann hélt sína fyrstu opinberu
tónleika í Reykjavík, og þá einn-
ig á vegum Tónlistarfélagsins. Á
efnisskrá Halldórs eru verk eftir
Beethoven, Chopin, Bartok og
Liszt.
Síðari hlut starfsvetrar hefst
með tónleikum NANCYAR
WEEMS, píanóleikara, laugar-
daginn 8. febrúar 1986, en hún
vakti mikla athygli er hún hélt
tónleika hér í Reykjavík fyrir fáa
áheyrendur. Þriðjudaginn 4.
mars verða tónleikar JANOSAR
STARKER sellóleikara og
ALAINS PLANES píanó-
leikara. Síðast þegar Starker var
á íslandi var umsögn eins blaða-
gagnrýnandans: „Óhætt er að
telja þessa tónleika Tónlistarfé-
lagsins með þeim merkari í sögu
félagsins, og er þar af mörgu að
taka“. Fimmtudaginn 13. mars
gefst tækifæri til að hlusta á gríska
píanóleikarann DIMITRI SGO-
UROS, sem er aðeins 16 ára
gamall, en hefur þó vakið heims-
athygli nú þegar. Síðustu áskrift-
artónleikarnir verða laugardag-
inn 19. apríl, þar sem sóprans-
öngkonan ELLEN LANG frá
Bandaríkjunum kemur fram við
undirleik WILLIAMS HUCKA-
BY, en hann hefur komið hér
tvisvar með William Parker.
og veraldleg
Jólaóratorían
Páll Jóhannesson tenórsöngvari
Tónléikar
og Messías
Tenorsöngur i
Austurbœjarbíói
Kór Langholtskirkju er nú að
hefjavetrarstarf sitt. Fyrsta
verkefni starfsársins ertón-
leikar sem tengjast eíns árs
vígsluafmæli Langholstkirkju,
en hún var vígð 16. septemb-
ers.l. ár. Á þessumtónleikum
verða flutt verk af efnisskrá
kórsins á tónleikaferð hans
um Austurríki, Þýskaland og
Ítalíuíjúnís.l. íþessari ferð
hélt kórinn 9 tónleika, söng
fyrir austurríska og þýska út-
varpið og söng við tvær mess-
ur, í Markúsarkirkjunni í Fen-
eyjum og Dómkirkjunni í Flór-
ens. Viðtökurvoru hvarvetna
mjög góðar og kórinn fékk
mikiðlofgagnrýendafyrir
flutning sinn á verkefnunum,
sem sum hver eru mjög erfið.
Tónleikarnir verða tvennir,
þeir fyrri laugardaginn 14. sept-
ember. kl. 17.00 í Langholts-
kirkju og þeir seinni í Selfoss-
kirkju sunnudaginn 15. kl. 17.00.
Næsta verkefni verður Jólaór-
atorían eftir J.S. Bach sem verð-
ur flutt í heild á tvennum tón-
leikum um næstu jól. Einsöngv-
arar verða Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Sólveig Björling, Jón Þor-
steinsson og Kristinn Sigmunds-
son. Þessi flutningur er tengdur
300 ára afmæli J.S. Bach og ári
tónlistarinnar. Eftir jól hefjast
síðan æfingar á óratoríunni Mess-
ías eftir G.F. Hándel sem flutt
verður á tónleikum fslensku
hljómsveitarinnar í apríl. Ein-
söngvarar verða Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Sólveig Björling,
Garðar Cortes og Halldór Vil-
helmsson.
Páll Jóhannesson tenórsöngv-
ari heldur tónleika laugardaginn
14. september kl. 14.30 í Austur-
bæjarbíói. Undirleikari á tónleik-
unum verður Ólafur Vignir Al-
bertsson. Á efnisskránni verða
lög m.a. eftir Inga T. Lárusson,
Sigvalda Kaldalóns, Karl O.
Runólfsson, P. Tosti, Vcrdi,
Puccini o.fl.
Páll hefur stundað nám á Ítalíu
undanfarin 4 ár. Hann tók þátt í
alþjóðlegri söngkeppni í Novara
á Italíu í júní síðastliðnum og var
meðal 5 efstu í þeirri keppni.
Vegna hinnar ágætu frammi-
stöðu stóð honum til boða tón-
leikaferðalag um Ítalíu.
Nú stendur yfir söfnun fyrir
nýju tónleikahúsi og flytjendur
hafa ákveðið að láta 10% af seld-
um aðgöngumiðum renna til
styrktar byggingar þess.
Miðvikudagur 11. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9