Þjóðviljinn - 11.09.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Bónusmálin Það endar með hruni ef vinnu- veitendur halda þessari iðju sinni áfram. Þeir stefna miljarða- mörkuðum okkar í hættu. Látið ekki bjóða ykkur þetta lengur, vinnið í títnavinnu og sýnið þeim að þið viljið breyta þessu, því það er vissulega hægt, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar m.a. á fundi með starfsfólki Hraðfrystistöðv- arinnar í gærmorgun. „Það er engin ástæða til að láta bjóða sér þetta. Vinnuveitendur hafa hingað til talið sig geta treyst því að fiskverkunarfólk og þá einkum konurnar geti ekki staðið saman, en mín reynsla er sú, að konur geta staðið betur saman og verið harðari ef þær bara taka sig til. Það besta sem frystihúsin gætu gert núna væri að taka þessu tilboði okkar. Þeir halda sér uppi nú með útlendingum og börnum, en þeir stefna að feigðarósi“, sagði Guðmundur. „Við konur ætlum að leggja niður bónusvinnu þar til leiðrétt- ingar fást á kjörunum. Konur verða að vera samhuga um þessar aðgerðir og ég skora á ykkur að standa saman í þessari baráttu. Við erum með gott fólk í samn- inganefndinni, sumt kemur beint af frystihússgólfinu og það er skylda okkar að styðja við þetta fólk í samningunum“, sagði Ragna Bergmann formaður Framsóknar við sama tækifæri. Félagar í Dagsbrún hefja sam- úðarvinnustöðvun á hádegi á morgun og Framsóknarkonur sólarhring síðar. Greinilegt var á fólkinu í Hraðfrystistöðinni að það var ákveðið í að reyna að ná fram kjarabótum. Allir voru sammála um að núverandi ástand væri gjörsamlega óviðunandi. -gg- Þjóðviljinn lagði flokksforystuna í hörkuspennandi spurningakeppni á haustfagnaði Æskulýðsfyikingarinnar á laugardaginn. Þegar fyrirætluðum spurningafjölda var lokið var staðan jöfn, hvoru liði hafði tekist að svara 4 spurningum rétt, en það voru hinir eitilhörðu fréttamenn Þjóðviljans sem tókst að svara aukaspurningunni rétt og framkvæmdastjórn flokksins sat eftir með sárt ennið. Myndin hér að ofan var tekin þegar spennan var í hámarki og flokksmenn lögðu greinilega allt í sölurnar. Ljósmynd: Einar Ólason. Látið ekki bjóða yldair þetta! GuðmundurJ. GuðmundssoníHraðfrystistöðinnií gœr: Pað besta semfrystihúsin gœtu gert vœri að taka tilboðinu Bónusverkfall Sífellt bætist í hópinn Fiskverkunarfólk á Vopnafirði hófaðgerðir ígœr. Breiðdalsvíkfrestar aðgerðum Sífellt bætist nú í hóp þeirra sem boða aðgerðir i sambandi við samningaviðræður VSÍ og VMSÍ um bónusmál fiskverkun- arfólks. Fiskverkunarfólk á Vopnafirði fór í bónusverkfall í gærmorgun og eru félögin sem þegar eru farin af stað orðin fimm talsins. Verkalýðsfélagið á Breiðdals- vík tók ákvörðun um það á mánu- dagskvöldið að fresta aðgerðum sínum þar til síðar í vikunni. En tala þeirra félaga eða staða sem annað hvort eru þegar komin út í aðgerðir eða hafa boðað fyllir nú annan tuginn. Þjóðviljinn hafði samband við Skagaströnd, Vopnafjörð og Breiðdalsvík í gær. Skagaströnd „Við byrjuðum á hádegi á mánudaginn og látum okkur nú bara líða vel í tímavinnunni. Við erum ekkert á því að fara yfir í bónus aftur fyrr en okkar kjör hafa eitthvað verið leiðrétt", sagði Erna Sigurbjörnsdóttir trúnaðarkona í Hólanesi hf. á Skagaströnd í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Þetta eru óskapleg viðbrigði að vinna svona hægt, ætli það megi ekki segja að það sé nálægt því að afköstin hafi minnkað um helming og þannig verður það þar til eitthvað gerist fyrir sunn- an. Við leggjum áherslu á að ná fram kröfum í sambandi við fastanýtingu og svo auðvitað bónusálaginu", sagði Erna. Landað var eitthvað yfir 100 tonnum á Skagaströnd á mánu- daginn og var mikið af þorski í aflanum. Vopnafjörður „Við byrjuðum í bónusverk- falli í morgun. Það eru u.þ.b. 30 konur sem vinna við snyrtingu núna og þær vinna allar á tíma- kaupshraða, engin í bónus“, sagði Kristjana Sævarsdóttir verkakona í Tanga hf. á Vopna- firði í samtali við Þjóðviljann í gær. „Mér heyrist að við séum allar óánægðar með okkar kjör. Best væri auðvitað ef hægt væri að sleppa bónusnum alveg og tvö- falda tímakaupið í staðinn. Þetta er allt annað líf að vinna á þessum hraða. Við ætlum að halda áfram eins og þurfa þykir“, sagði Krist- jana enn fremur. Á Vopnafirði vantar nú talsvert af fólki í vinnsluna og stutt er í að skólafólk hætti þrældómnum og fari í skólana. Breiðdalsvík Fiskverkunarfólk á Breiðdals- vík hefur ákveðið að fresta bón- usverkfalli fram á laugardag. Sú ákvörðun var tekin á fundi á mánudagskvöldið. Ástæðan er talin sú að flestir aðrir staðir á Austfjörðum byrja ekki fyrr en í lok vikunnar. „Þrátt fyrir þessa ákvörðun hefur hugur okkar ekkert breyst. Það eru allir ákveðnir í að fara út í þessar aðgerðir, en við byrjum bara um leið og aðrir“, sagði Linda Ásbjörnsdóttir verkakona á Breiðdalsvík þegar Þjóðviljinn sló á þráðinn þangað austur í gær. -gg- Miðvikudagur 11. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ætlar þú i bónus- verkfall? Lilja Sigurðardóttir: „Bónusinn eins og hann er og hef- ur verið er ekki heilbrigður. Ég fer í bónusverkfall eins og hinar, við verð- um að standa saman í þessu." Þóra Björk Harðardóttir: „Ég ætla að vinna á tíma- kaupshraða á föstudaginn. Það sem gildir í þessu er samstaðan og að mínu mati verðum við að halda þessu til streitu þar til samið verður." Anna Kristjánsdóttir: „Ég er alveg ákveðin í því að fara í bónusverkfall á föstudaginn eins og boðað hefur verið. Við ætlum að vinna á íímakaupshraða þar til þeim tekst að semja. Það er allt hægt ef viljin er fyrir hendi.“ Hallfríður Friðriksdóttir: „Auðvitað fer ég niður í tíma- kaupshraða þegar þar að kemur. Það verður mjög þægilegt að vinna þann- ig. Eins og fyrirkomulagið er á þessu núna er aðeins til eitt orð yfir þaö: ömuriegt. Og þá á ég við bónus, tíma- kauþ og álagið sem við erum undir. Þetta er bara til að eyðileggja mann. Ég ætla að vera í bónusverkfalli þangað til þeir semja.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.