Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Qupperneq 4
ÍÞRÓTTIR 2. deild Meistarar með glæsibrag Eyjamenn kvöddu 2. deild meðfimm mörkum ÍBV-UMFN 5-0 (3-0) ★ ★★ Það var fagnaðarhátíð í Eyjum .á laugardaginn. ÍBV er komið í 1. deildina á ný eftir tvö löng ár í 2. deild og bjartir tímar eru framundan. Það var svo sem nær 10ö prósent öruggt að ÍBV kæmist upp fyrir leikinn við Njarðvíkinga en sigurinn tryggði lið- inu meistaratitil 2. deildarinnar. Njarðvíkingar veittu frekar litla mótspyrnu en þó gerðist lítið þar til á 18. mínútu að Jóhann Georgsson, jafnbesti maður ÍBV í sumar, þrum- aði rétt framhjá samskeytum gest- anna. Tveimur mínútum síðar náði svo ÍBV forystunrii. Sigbjörn Óskars- son fékk stungu innfyrir vörnina, lék á markvörðinn en lét síðan Tómas Pálsson um að ýta boltanum yfir marklínuna, 1-0. Þremur mínútum síðar fékk ÍBV aukaspyrnu við víta- teig UMFN og úr henni skoraði Jó- hann beint með glæsilegu aukaskoti, 2-0. Á 26. mínútu sýndi Örn Bjarna- son í marki UMFN stórkostlega markvörslu er boltinn stefndi í blá- hornið eftir viðstöðulaust skot Sveins Sveinssonar. Jóhann gerði síðan sitt annað mark í leiknum á 37. mínútu með lúmsku skoti utan vítateigs, 3-0. Yfirburðir ÍBV héldu áfram eftir hlé og á 53. mín. skallaði Elías Frið- riksson rétt framhjá stöng. Á 55. mín- útu tók Ómar Jóhannsson auka- spyrnu skammt frá hliðarlínu, eina 25 metra frá marki. Flann gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr henni eins og honum einum er lagið, 4-0. Fimm mínútum síðar var Tómas felldur í vítateig UMFN. Vítaspyrna - og úr henni skoraði hann sjálfur, 5-0. Eftir þetta dofnaði yfir leiknum, Njarðvík- ingar náðu sínum eina sóknarkafla í leiknum og einu sinni þurfti Þorsteinn Gunnarsson að verja skot eftir þvögu í vítateig ÍBV. Þremur mínútum fyrir leikslok fékk svo Tómas gullið tæki- færi til að skora sitt þriðja mark í leiknum og sitt 15. í sumar er hann komst einn í gegn en Örn varði skot- hans. Maður leiksins: Jóhann Georgsson, ÍBV. -JR/Eyjum 2. deild Lokaði mafkinu og Blikar komnir í 1. deildina á ný Völsungur-Breiöablik 0-1 (0-1) *** Breiðablik er á ný komið í 1. deild. Eftir rúman 50 mínútna seinni hálf- leik mátti vel merkja á fagnaðarlátum Breiðabliksmanna að eitthvað merki- legt hafði gerst. Vafalítið hefur þjálf- arinn Jón Hermannsson faðmað Svein Skúlason markvörð fastar og lengur en aðra leikmenn því Sveinn var hetja þeirra í leiknum og honum geta Kópavogsbúar þakkað 1. deildarsætið. Blikar byrjuðu mun betur á renn- andi blautum vellinum og fyrstu mín- útur gerðu Völsungur lítið annað en að renna á rassinn í rigningunni. Á 17. mín. hafði hinn stórhættulegi framherji Jón Þórir Jónsson betur í vítateig Völsunga, lék á tvo varnar- menn og skoraði af öryggi. Eftir markið drógu Blikar sig aftur og Völsungar þéttu sóknaraðgerðir sínar og fengu mörg góð færi. Blikar komu ákveðnir til leiks eftir hlé. Hákon Gunnarsson fékk góða sendingu innfyrir vörn Völsunga en Gunnar Straumland náði að verja. Á 55. mín. var Hákon gróflega felldur en ekkert dæmt. Nú fór leikurinn að fara duglega í skapið á Blikum og gula spjaldið var nánast orðið regnhlíf fyrir Hauk Torfason dómara (úr KA!). Gunnar var þriðji Blikinn til að líta gula spjaldið á58. mín. og þremur mín. síðar leit hann það rauða fyrir grófa og vanhugsaða tæklingu á Jón- asi Hallgrímssyni. Nú voru það Völsungar sem óðu i færum og síðustu mínúturnar hljóta að hafa verið Jóni Hermannssyni þjálfara erfiðar. Á 83. mín. var Ómar með sendingu á Jónas sem stóð einn á markteig en Sveinn varði kollspyrnu hans. Fjórum mínútum síðar varði Sveinn hreint ótrúlega skalla Jónasar, og þá var sýnt að Völsungar myndu ekki jafna. Mínútu síðar var Jónas enn á ferð með skot sem Sveinn varði að sjálfsögðu. Á síðustu mínútu tók Helgi Helgason mikla og glæsilega einleikssyrpu. Hann lék á hvern varn- armann Blika af öðrum, komst að endamörkum og gaf fyrir. Á mark- línu við fjærstöng var Jónas mættur en á hreint óskiljanlegan hátt tókst honum ekki að skora. Þar með voru Blikar komnir í 1. deild og sjötti 0-1 ósigur Völsunga var staðreynd. Leikurinn varð aldrei góður, til þess var alltof mikið í húfi fyrir Breiðablik. En liðið hafði heppnina með sér og það gerði gæfumuninn. Sveinn og Hákon voru bestir Blika. Helgi var yfirburðamaður hjá Völs- ungi. Gunnar Straumland átti mjög góðan leik í sínum síðasta leik fyrir félagið. Maður leiksins: Sveinn Skúlason, Breiðabliki. -ab/Húsavík 2. deild 2. deild Tveir útaf! Fylkir-Leiftur 6-1 (2-0) ** Loks þegar þeir voru fallnir í 3. deild fóru Fylkismenn að skora mörk. Sex stykki í sögulegum leik gegn hinu botnliðinu, Ólafsfirðingum, á Árbæj- arvellinum á laugardaginn. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft og vakti það furðu í bæði skiptin. Jón Bjarni Guð- mundsson hjá Fylki var rekinn útaf eftir aðeins 15 mínútur og markvörð- ur Leifturs síðan 10 mínútum fyrir leikslok. Eftir 3 mínútur höfðu Óskar Theo- dórsson og Jón Bjarni skoraði fyrir Fylki og staðan 2-0. Falleg mörk og vel að þeim unnið. Helgi Jóhannsson, eini leikmaður Leifturs sem spilaði af áhuga, minnkaði muninn með skalla eftir aukaspyrnu á 57. mín, 2-1. Krist- inn Guðmundsson skoraði fallegt mark með þrumuskoti tveimur mín- útum síðar, 3-1, og síðan gerði Óskar sitt annað mark úr tvítekinni víta- spyrnu, 4-1. Þegar hér var komið sögu fór Kristni að leiðast þófið og skoraði tvö gullfalleg mörk á sömu mínútunni, 6-1, og skoraði því 3 mörk alls. Hann var bestur hjá Fylki ásamt Óskari og Antoni Jakobssyni. Maður leiksins: Anton Jakobsson, Fylki. -Logi 2. deild KA gerði sitt Allt á floti og pollur skoraði! ! Tryggvi Gunnarsson úr KA skoraði á Siglufirði og varð marka- hæstur í 2. deild með 16 mörk. KS-KA 1-2 (0-1) ** I vatnsveðri og við erfiðar aðstæð- ur gerðu KA-mcnn það sem þeir þurftu til að eiga möguleika á 1. deildarsætinu, sigruðu, en það reyndist ekki duga til og þeir leika áfram í 2. deild. Heimamenn þurftu að gata völlinn með loftpressu til að reyn að veita einhverju af vatninu í burt en það gagnaði lítið. Þetta var hörkuleikur og mesta furða hvað liðin náðu að sýna á köflum við þessar aðstæður. Ansi oft gerðu pollarnir á vellinum leik- mönnum lífið leitt og með dyggilegri aðstoð eins þeirra náði KA forystunni á furðulegan hátt eftir 15 mfnútna leik. Þorvaldur Þorvaldsson sendi boltann frá eigin vallarhelmingi innfyrirvörn KS. Sendingin varætluð framherjum KA en var of löng, en boltinn lenti í polli í vítateig KS og spýttist frmhjá forviða Gísla mar- kverði og í netið, 0-1! KS hafði verið heldur hættulegri aðilinn framað þessu en það sem eftir var hálfleiks var leikurinn jafn og ein- kenndist af miðjuþófi og sulli í poll- um. ÓIi Agnarsson komst einn innfyrir vörn KA á síðustu mínútunni en Þorvaldur Jónsson, sem var mjög öruggur í marki KA, varði vel. KS sótti meira í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. KA náði sinni fyrstu alvörusókn í hálfleiknum á 60. mínútu og komst á í 0-2. Enn kom pollur við sögu og uppúr þvæl- ingi í kringum hann fékk Steingrímur Birgisson boltann í vítateig KS, sendi á Tryggva Gunnarsson við mark- teiginn og hann skoraði sitt 16. mark í deildinni. Átta mínútum síðar löguðu Siglfirðingar stöðuna í 1-2. Hörður Júlíusson var upphafsmaðurinn og boltinn barst til Colins Thackers sem skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Eftir þetta fjaraði leikurinn út en harkan og baráttan entust til leiks- loka. Dæmigerður leikur þessara liða, eiii 6 gul spjöld fóru á loft - og áhorfendur sneru heim af þessum síð- asta leik sumarins á Siglufirði blautir og þungir. Maður leiksins: Njáll Eiðsson, KA. -rb/Siglufirði Tvísýnt í Borgamesi Skallagrímur-ÍBÍ 2-1 (1-1) ★ ★★ Borgnesingar lyftur sér uppí 5. sæti 2. deildarinnar með sigri á Isfirðing- um í fjörugum og tvísýnum leik á laugardaginn. Bæði lið fengu fjölda færa í leiknum en úrslitin réðust á 73. mínútu þegar Björn Axelsson skoraði sigurmark heimamanna uppúr þvögu eftir að Hreiðar Sigtryggsson hafði varið skot Gunnars Jónssonar. Sæbjörn Óttarsson skaut í þvers- lána á marki ÍBÍ á 18. mín. en strax á eftir skoraði Jóhann Torfason fyrir ísfirðinga eftir fyrirgjöf Jóns Odds- sonar, 0-1. Á 30. mín. fékk Skalla- grímur aukaspyrnu á vítateigslínu og uppúr henni jafnaði Ólafur Jóhann- esson þjálfari liðsins með skalla, 1-1. Bjarki Þorsteinsson, hinn ungi mark- vörður Skallagríms sem er með nagla í öðrum fætinum eftir fótbrot í vor, sýndi snilldarmarkvörslu í seinni hálf- leik og það var síðan Björn sem tryggði heimamönnum sigur með markinu sem áður er getið. Maður leiksins: Bjarki Þorsteins- son, Skallagrími. -eop/Borgarnesi 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Enska knattspyrnan Man. UM stefnir á met s / Atta sigrar íröð. Atta stigaforysta. Enn skorar McAvennie Manchester United hefur sett stefnuna á eítt glæsilegasta metið í ensku knattspyrnunni. Haustið 1960 vann Totten- ham fyrstu 11 leiki sína í 1. deild og á laugardaginn sigraði Manchester United í áttunda skiptið í jafnmörgum leikj- um. Það var líka sætur sigur, 3-0 gegn nágrönnunum og erkióvinunum Manchester City, og það á heimavelli þeirra síðarnefndu, Maine Road. Ríflega 51 þúsund áhorfendur sáu Man. Utd halda knattspyrnusýningu sem hæglega hefði getað endað með fleiri mörkum. Strax á 6. mínútu komst Mark Hughes inní sendingu til Alex Willams markvarðar Man. City sem neyddist til að fella hann og úr vítaspymunni skoraði Bry- an Robson, 0-1 Man. Utd fékk mörg dauðafæri áður en bakvörðurinn Arthur Albiston kom liðinu í 0-2 á 17. mín- útu með óverjandi skoti af 20 metra færi. Leikurinn jafn- aðist eftir hlé en Man. Utd náði yfirhöndinni á ný þegar leið á seinni hálfleik og á 73. mínútu skoraði Mike Dux- bury eftir að Frank Stapleton hafði skotið í þverslá, 0-3. Peter Barnes átti stórleik á kantinum hjá Man. Utd og sýndi gegn sínu gamla félagi að það voru mistök að telja hann útbrunninn, aðeins 28 ára gamlan. John Aldridge kom Oxford yfir gegn Liverpool eftir 15 mínútna leik í fyrstu viðureign þessara liða í deildakeppn- inni. Liverpool, með Steve McMahon ígóðuformi á miðj- unni, náði góðum tökum á leiknum og komst yfir með mörkum frá lan Rush og Craig Johnston. En Alan Kenne- dy sendi boltann í eigið mark áður en yfir lauk og úrslitin því 2-2. Everton kom sér f annað sætið, átta stigum á eftir Man. Utd, með sigri á Luton, sem veitti öfluga mótspyrnu. Kevin Sheedy náði að skora á 44. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok tryggði Graeme Sharp meisturun- um sigur, 2-0. Sigurður Jónsson og félagar í Sheff Wed. duttu niður í sjöunda sætið við 1-0 tapið gegn Arsenal á Highbury. Lundúnaliðið er hinsvegar á uppleið og það var Ian Allin- son sem skoraði sigurmark þess úr vítaspyrnu á 29. mín- útu. Leikurinn þótti leiðinlegur og lítið sást til Sigurðar. Frank McAvennie skorar enn fyrir West Ham. Hann gerði fyrsta markið gegn Leicester og er markahæstur í 1. deild með 7 mörk. Alan Devonshire og Tony Cottee sáu um hin. Chris Hughton tryggði Tottenham mikinn heppnissigur í Nottingham og Ray Clemence hélt liðinu á floti með stór- brotinni markvörslu. Kerry Dixon og Paul Canoville skoruðu mörk Chelsea gegn Southampton og Chelsea virðist líklegt til alls í vetur. David Geddis, fyrrum leikmaður Ipswich, kom í heim- sókn með Birmingham og gerði eina mark leiksins á Port- man Road. Paul Culpin, markakóngur sem Coventry keypti frá utan- deildaliði í sumar, gerði sitt fyrsta 1. deildarmark gegni Aston Villa. Steve Hodge jafnaði fyrir Villa. George Reilly 2, Neil McDonald og Jeff Clarke skoruðu fyrir Newcastle en Steve Mackenzie svaraði fyrir heillum horfið botnlið WBA. Luther Biisset og Nigel Callaghan tryggðu Watford sigur á OPR. Portsmouth er óstöðvandi í 2. deild - Nicky Morgan, Kevin Dillon og Paul Wood skoruðu gegn Stoke. _VS Urslit f ensku knattspyrnunni: 1. deild: Arsenal-Sheff. Wed...........1-0 Aston Villa-Coventry.........1-1 Chelsea-Southampton..........2-0 Everton-Luton................2-0 Ipswich-Birmingham...........0-1 Manch. City-Manch. Utd.......0-3 Newcastle-W.B.A..............4-1 Nottm.Forest-Tottenham.......0-1 Oxford-Liverpool.............2-2 Watford-Q.P.R................2-0 WestHam-Leicester............3-0 2. deild: Barnsley-Shrewsbury..........2-0 Blackburn-Wimbledon..........2-0 Bradford City-Hull...........4-2 Crystal Palace-Fulham........0-0 Grimsby-Carlisle.............1-0 Leeds-Sunderland.............1-1 Middlesbro-Nonvich..........-... 1-1 Millwall-Brighton............0-1 Oldham-Charlton..............2-1 Portsmouth-Stoke.............3-0 Sheff.Utd.-Huddersfield......1-1 3. deild: Blackpool-York City..........0-2 Bournemouth-NottsCounty......0-0 Bristol Rovers-Lincoln.......0-0 Bury-DerbyCounty.............1-1 Cardiff-Bristol City.........1-3 Doncaster-Brentford..........1-0 Gillingham-Chesterfield......1-1 Plymouth-Newport.............2-0 Rotherham-Reading............1-2 Walsall-Bolton...............2-0 Wigan-Darlington.............5-1 Wolves-Swansea City..........1-5 Efst: Reading 18, Walsatl 12, Wigan 12, Bury 10. Neðst: Bolton 5, Dariing- ton 5, Bristol Rovers 3, Wolves 3. 4. deild: Aldershot-Mansfield..........1-2 Halifax-Orient...............2-1 Hartlepool-Rochdale..........2-0 Hereford-Burnley.............2-2 Northampton-Crewe............0-1 Peterborough-Swindon.........3-0 PortVale-Cambrigde...........4-1 PrestonN.E.-Stockport........1-2 Southend-Scunthorpe..........2-1 Torquay-Chester..............0-3 Tranmere-Colchester..........3-4 Wrexham-ExeterCity...........1-1 Efst: Southend 14, Peterborough 13, Rochdale 13, Colchester 12. Staóan 1. deild: Manch. United... 8 8 0 0 21-2 24 Everton 8 5 1 2 16-9 16 Arsenal 8 5 1 2 11-8 16 Liverpool 8 4 3 1 18-8 15 Chelsea 8 4 3 1 11-6 15 Newcastle 8 4 2 2 14-14 14 Shetf.Wed 8 4 2 2 11-11 14 Tottenham 8 4 1 3 16-7 13 Watford 8 4 1 3 17-12 13 Birmingham 8 4 1 3 7-10 13 Q.P.R 8 4 0 4 10-11 12 Aston Villa 8 2 4 2 10-10 10 West Ham 8 2 3 3 11-10 9 ManchesterCity 8 2 2 4 8-15 8 Southampton .... 8 1 4 3 9-10 7 LutonTown 7 1 4 2 8-11 7 Nottm. Forest.... 8 2 1 5 8-11 7 IpswichTown .... 7 2 1 4 4-10 7 Oxford 8 1 3 4 12-16 6 Coventry 8 1 3 4 9-13 6 Leicester 8 1 3 4 6-16 6 W.B.A 8 0 1 7 6-23 1 2. deild: Portsmouth 8 6 2 0 18-4 20 Blackburn 8 4 3 1 12-7 15 Oldham 7 4 2 1 13-7 14 Brighton 8 4 2 2 11-8 14 Wimbledon 8 4 2 2 6-6 14 Charlton 6 4 1 1 12-7 13 Huddersfield 8 3 4 1 13-10 13 Barnsley 8 3 3 2 10-7 12 Sheffield United 6 2 3 1 9-7 9 Bradford City 6 3 0 3 10-9 9 Leeds United 8 2 3 3 10-14 9 Millwall 6 2 2 2 9-8 8 Norwich City 7 2 2 3 10-10 8 Crystal Palace... 6 2 2 2 8-8 8 GrimsbyTown... 8 1 5 2 11-12 8 Fulham 6 2 1 3 5-6 7 Stoke City 8 1 4 3 10-12 7 Middlesborough 7 1 3 3 3-8 6 HullCity 6 0 4 2 8-12 4 Shrewsbury 8 0 4 4 8-15 4 Carlisle 6 0 2 4 4-12 2 Sunderland 7 0 2 5 4-14 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.