Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 4
__________LEIÐARI______ Efnahagur í hættu A fundi Alþjóöagjaldeyrissjóösins í Suður- Kóreu á dögunum bjuggust margir við að Jam- es Baker 111. fjármálaráðherra Bandaríkjanna myndi leggja fram tillögur til lausnar á skulda- vanda þróunarríkjanna. Bandaríkjastjórn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefurorðið fyrir harka- legri gagnrýni talsmanna þróunarríkja að und- anförnu, t.d minnum við á útlistun Fidels Castro á því kapítaliska einræði sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og umfram annað efnahags- stefna Bandaríkjanna hefur komið á í heimin- um. En þeir sem bjuggust við einhverjum raun- hæfum tillögum af hálfu Bandaríkjastjórnar í Se- oul urðu fyrir miklum vonbrigðum. Bandaríkjamenn höfðu ekki annað fram að færa en tillögu um að á næstu þremur árum láni fjölþjóðlegir viðskiptabankar 20 miljarða dollara til 15 skuldseigra þróunarríkja. Sjálfir ætla þeir að nota aðstöðu sína til að sjá til þess að „rétt- um ríkjum" verði lánað, svo að peningastofnan- irnar í Bandaríkjunum fái sitt fé með skilum á næstu árum. Sérfræöingar í alþjóðamálum og hagfræð- ingar eru nær því á einu máli um siðieysi Banda- ríkjastjórnar í efnahagsmálum. ( anda þeirrar trúarsetningar sem í hægri pressunni gerði Ronald Reagan að kraftaverkamanni í efna- hagsmálum, hefur Bandaríkjastjórn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn gert að skilyrði fyrir lánum að þróunarríki skæru gegndarlaust niður útgjöld ríkisins, framkvæmdir væru stöðvaðar og hin- um „frjálsa markaði" í viðkomandi löndum látið eftir sviðið. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að hin hörðu skilyrði frjálshyggjunnar leystu engan vanda. Þvert á móti hefur dregið úr hagvexti í viðkomandi löndum, skuldir og vaxtabyrði hafa aukist svo ört og mikið að ekkert efnahagslíf getur staðið undir því, - og innanlands tog- streita og stéttaátök hafa farið vaxandi. Bandaríkjastjórn hefur þannig lent í svika- myllu frjálshyggjunnar. Ef þau halda áfram að vera kennisetningunni trú, - fá þau ekki afborg- anir og vexti til baka, þar sem hagvöxtur við- komandi landa stendur ekki undir greiðslubyrð- inni. En þegar mörg Afríkuríki og Suður- Ameríkuríki hætta að geta greitt af erlendu skuldunum, gæti það leitt til gjaldþrots stórra banka í Bandaríkjunum og hruns í peningakerf- inu. Og það er í þeim anda sem Alþjóðabankan- um er nú gert að ábyrgjast afborganir af lánum sem viðskiptabankar í Bandaríkjunum hafa veitt. Þeir eiga að fá sitt. Rótin að hinum óhugnanlegu skuldum og vaxtabyrði þróunarríkja iiggur fyrst og fremst í efnahagsstefnu Reagan stjórnarinnar. Fjár- lagahallinn í Bandaríkjunum á þessu ári nemur 200 miljörðum dollara. Að hluta til er hallinn fjármagnaður með erlendu fé. Það er það fjár- magn sem þróunarríkin vantar. Efnahagsstefna Reagan stjórnarinnar er að margra áliti beint tilræði við þróunarríkin og efnahagskerfi heimsins. Lykillinn að lausn skuldakreppunnar liggur ekki hjá alþjóða pen- ingastofnunum, heldur hjá voldugasta við- skiptaveldi heimsins Hinir háu vextir á alþjóð- legum lánamarkaði, dollaragengið sem er alltof hátt, viðskiptaþvinganir sem fara vaxandi þrátt fyrir allt frelsistalið; allt eru þetta afleiðingar hins óhugnanlegafjárlagahalla íBandaríkjunum. Og lang flestir álíta að ekki byrji að rofa til fyrr en dollaravextir lækki og það gera þeir fyrst þegar dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna og dollar- inn lækkar í verði. Á næstu misserum má því búast við að breytingar verði á alþjóðlegum lánamörkuðum, því það er komið að takmörku- num í greiðslugetu skuldugra ríkja. Hér á landi hefur Sjálfstæðisflokkurinn klifað á því að nú þurfi að skera niður, fresta fram- kvæmdum, draga úr þenslu, - og til þess hefur hann að því er virðist stuðning Jóns Baldvins Hannibalssonar. Reynslan t.d. frá þróunarríkj- um og afleiðingar af skilyrðum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sýnir að þetta er vitlaus stefna, sem leiðir til þess að íslendingar verði enn síður sjálfbjarga í efnahagsmálum. Niðurskurður núna, á gjöfulum tímum og árgæsku, þegar tækifærin hrópa á okkur, - gæti þýtt að íslend- ingt.r verði of seinir til nýrrar sóknar í atvinnu- málum. Ástand í alþjóðlegum efnahagsmálum er einnig svo ótryggt, að það getur ekki borgað sig að láta kutaliðið ráða ferðinni. -óg KUPPT OG SKORtÐ Samskipti fyrirtækja og fjölmiðla f tímariti sem heitir „Viðskipa- og tölvublaðið“ birtist fyrir skemmstu grein eftir ritstjórann, Leó M. Jónsson, sem fjallar um samskipti fyrirtækja og fjölmiðla. Þar segir sem svo, að „nœstum því daglega" megi sjá „neikvœða umfjöllun um fyrirtœki og atvinnugreinar í íslenskum fjöl- miðlum. Slíkt er talið „gottfrétta- efni“ hérlendis og greinilega metið sem betra efni en jákvœð umfjöllun, a.m.k. í sumum dag- b/aðanna". Greinarhöfundur kemst að þeirra niðurstöðu, að þessi „nei- kvœði" fréttaflutningur stafi ekki af því, að maðkar séu í mysunni hjá fyrirtækjum sem í fréttum hafa verið. Nei, þetta er að hans dómi fyrst og síðast tæknilegt úr- lausnarefni. Hann nefnir dæmi af tryggingafélögum, Seðlabanka, Framkvæmdastofnun og Lands- virkjun, sem stofnunum sem ávallt virðist eiga undir högg að sækja í fjölmiðlum. Og er ekki lengi að finna skýringuna: „Enda mun engin þessara stofnana hafa á að skipa sérfrœði- legri þekkingu á sviði almanna- tengsla eða leggja neiría rækt við slíka starfsemi“. Fróðleg dæmi Þetta er, segir ritsjórinn, mjög áberandi á fslandi og reyndar víðar í Evrópu - það er fyrst og fremst í Bandaríkjunum segir hann, sem menn hafa lært þá „tækni“ sem fólgin er í almenn- ingstengslum. Að vísu standi þetta til bóta. Hann fer til að mynda viðurkenningarorðum um Arnarflug, sem hafi tekist að komast hjá nokkurn afleiðingum þess, að skrifað hefur verið um taprekstur fyrirtækisins í fjöl- miðlum. Hann segir: ,,.SVo virðist sem Arnarflugi hafi tekist að virkja fjölmiðla með skipulagðri upplýsingamiðlun og þannig dregið úr þeirri neikvæðu ímynd sem tapreksturinn óneitan- lega skapar Þetta hafi Hafskipsmönnum hinsvegar ekki tekist - það má, segir í greininni heita undantekn- ing ef „jákvæð frétt“ birtist af því fyrirtæki. Aftur á móti er Davíð Oddsson borgarstjóri sá oddviti sem best kann á almannatengsla- tækni eða „PR“ eins þá það heitir á viðskiptaslangi. Vegna þess að hann hefur, segir greinarhöfund- ur, vit á því að koma ekki fram sem talsmaður einhvers leiðin- legs meirihluta í borgarstjórn heldur sem „borgarstjóri í fyrstu persónu“. Það er margt kyndugt í þessari samantekt og eins og óvart spaugilegt. Þar er að finna háþró- aðar og tæknilegar áminningar til forstjóra og annarra áhrifamanna um að þeir mega ekki láta blaða- menn fara í taugaranar á sér og heldur skuli þeir snúa á þá, með kurteisi ef ekki vill betur: Sá for- stjóri sem segir blaðasnápum að snáfa heim þegar þeir eru að spyrja um það hvað „varnarmála- nefnd“ borgar fyrir veiðileyfi í Norðurá, hann verður áreiðan- lega brenndur. En sá sem kann hina göfgu tækni „almenna- tengsla", hann verður langlífur í landinu - þótt að sönnu sé ekki svo langt gengið að halda því fram að hægt sé að fljóta á „réttri ímynd“ af ástandi í stofnun eða fyrirtæki einni saman. En sem- sagt - hún er talin skipta feiknar- legu máli. Siðfræði er svo saman dregin með þessum orðum hér: „Nútímafyrirtæki líta á álit og orðstír sem eign á sama hátt og viðskiptavild, aðstöðu og fast- eignir og þau leitast við að breyta ímynd sinni og áliti í þágu mark- miða, breyta jafnvel stefnu sinni í því augnamiði. Það sem skiptir máli er að koma réttri ímynd fyrir- tœkis til skila í þjóðfélaginu“. Hitt kynni að vera misskilning- ur hjá ritstjóra Viðskipta- og tölvublaðsins, að forstjóraveldið íslenska hafi ekki lesið eitthvað svipað áður. Menn eru alltaf í PR-leik. Það er sá leikur sem ger- ir það að verkum að aldrei eru nema jákvæðar fréttir um at- vinnulíf í staðarblöðum: Þar eru allir alltaf að bæta þjónustuna. Annað mál hvort menn taka svo nokkurt mark á svo samfelldum lofsöng. Og þeir stóru reyna líka að gera sitt besta - til dæmis Landsvirkjun sem bjó til heimild- armynd jákvæða og skáldlega um sjálfa sig og setti í sjónvarpið. Án þess menn yrðu sérstaklega hrifnir. fslendingar eru, sem betur fer, enn svo kaldhæðnir eða raunsæir, að þeir greina enn það sterka samband sem er á milli „almenn- ings tengslatækni" og ósköp venjulegs skrums. Eða þá felu- leiks með sannleikann. Nýtt dæmi Morgunblaðið - af öllum fjöl- miðlum - var reyndar í gær að bölsótast í leiðara út af hlálegri „almannatengslatækni“. í leiðara var vitnað í Tómas Árnason, fyrrum fjármálaráð- herra og einn af Seðalbanka- stjórum, sem hefur lýst því yfir, að gengisfelling komi ekki til greina. Aftur á móti verði gengið látið síga.. Eins og vonlegt er spyr blaðið með nokkrum þjósti að því hver sé eiginlega munur á þessu tvennu - eða er ekki í báðum til- fellum verið að tala um að krónan rýrni? Blaðið segir svo sárhneykslað: ,yAfleiðing yfirlýsinga af þessu tagi er einfaldlega sú að fólk hættir að taka mark á þeim sem þannig tala og þeim stofnunum sem þeir tala fyrir". Það er ekki nema satt. Tómas Árnason, ætlaði, eins og svo margir aðrir á undan honum, að reka jákvæða PR-starfsemi til að stjórn á fjármálum í landinu og ríkisstjórnin þá líka, liti betur út í augum almennings. En þá gerist það sem annars- staðar: framsókn almennings- tengslatækninnar, hún grefur undan því að menn taki mark á því sem sagt er í þágu stjórnar og stofnana og fyrirtækja. Orðin eru látin merkja allt annað en þau þýða. Að lokum þýða þau ekki neitt. ÁB DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqman, össur Skarphóðm$son. Ritstjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Frétta8tjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, MagnúsH. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. ^u^run Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Askrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vlkudagur 23. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.