Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 6
ÞJOÐMAL Atvinna - Innskrift Óskum eftir aö ráöa starfsfólk til innskriftarstarfa. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 81333. DJOÐVIIJINN PÓST- SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa VERKAMENN við lagningu jarðsíma á stór-Reykjavíkursvæöiö. Nánari upplýsingar veröa veittar í síma 26000. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir september mánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25.þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvem- ber. Fjármálaráðuneytið, 18. október 1985 Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Framsóknar á 12. þing V.M.S.Í. 15.-17. nóvember nk. Tillögum um 18 aðalfulltrúa og jafnmarga til vara, ber að skila til skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 30. október n.k. Stjórnin 9. LEIKVIKA - leikir 19. október 1985 VINNINGSRÖÐ: 112—. 1X2-X11— X21 1. Vinningur: 12 réttir, 3318 88354(6/11) 100067(6/11)105458(6/11)Úr 8. viku: 37558(4/11) 94435(6/11) 103791(6/11) 88506(6/11)+ kr. 116.805,- 2. Vinningur: 11 réttir, 101 11950 42844 55394 868 12177 45187 55810 1000 14939 45436 56624 1239 16777 46786 58392 1766 17655 47615+ 85974+ 1891 38118 48318 86357 2409 40513 49171 87003 4831+ 40833 49416 88594 6069 41193 51582 90468+ 6412 41745 53644 91434 6766 41928 54401+ 94950+ 8019 42096+ 54402+ 94968+ kr. 3.202,- 94969+ 103306 45366(2/11) 95101 + 103324 100480(2/11) 95135+ 103376+ 100595(2/11) + 95190+ 103650+ 101161(2/11) 100836+ 103731 102882(2/11)+ 101014 104236 105928(2/11) 101293 104687 101590+ 105423 Úr 8. viku: 101591 + 105424 9737+ 101603+ 105433 56476 101610 88860+ 103007+ íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík KÆRUFRESTUR er til 11. nóvember 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang tii Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. Garðar Sigurðsson Þurfum aö afla meira Garðar Sigurðsson: Lifum enn á þeirri uppbygg- ingu atvinnulífsins sem Alþýðubandalagið stóð fyrir fyrir 10-13 árum. „Ríkisstjórnin verður hvorki betri né verri eftir þessar tilfærsl- ur en þær stytta heldur ekki líf hennar. Höfuðatriðið var að * koma Þorsteini inn í ríkisstjórnina og vandræðagangurinn helgast af þeirri þörf. Til að koma honum fyrir þurftu þeir að taka einn skásta ráðherrann og planta honum uppí iðnaðarráðuneyti," sagði Garðar Sigurðsson. „Stjórnin hrynur ekki sundur innan frá strax því þeir reyna auövitað að gera eitthvað í nýjum stólum. Hins vegar gætu ýmsar ytri aðstæður drepiö hana - sjáv- arútvegurinn á í miklum erfið- leikum og mikil þensla er innan- lands á sama tíma og genginu er haldið föstu." „Ég held að menn geri sér al- mennt orðið grein fyrir því að við þurfum að afla meira. Fyrir 10-13 árum var mikil sókn í atvinnulíf- inu sem Alþýðubandalagið stóð fyrir og við lifum enn á því. Flokkurinn hefur unnið mikið í þeim efnum í sumar sem er góðra gjalda vert: Aðrir eru ekkert að gera!“ „Atvinnumálin eru þau mál sem flokkurinn leggur nú áherslu á og ég held að formaðurinn hafi startað á réttum stað í sumar með alla þá undirbúningsvinnu. Þetta er það sem gera þarf í landinu. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir að það finnst engin gullnáma og hér duga engin töfr- abrögð. Við verðum einfaldlega að juða okkur í gegnum þetta. Sávarútvegurinn á mikla mögu- leika og hefur átt allan tímann. Þeir hafa hins vegar ekki verið nýttir og við höfum hagað okkur eins og villimenn sem sést t.d. á þeirri staðreynd að meira en helmingurinn af fiskinum nær ekki fyrsta flokki. Við höfum úr- valshráefni en höfum farið illa með það bæði á sjó og landi, þannig að það er selt á undir- verði.“ „Það er enginn sérstakur mála- flokkur sem ég hef uppi málatil- búnað í umfram aðra. Maður ger- ir sitt ef maður sér eitthvað vánta á í tillöguflutningi en af honum er nóg. Allt of mikið af þingsálykt- unartillögum snúast um rann- sókn á hinu og þessu og eru bara auglýsingamál. Þær skástu eiga það sameiginlegt að vera um að efla atvinnulíf í hinum eða þess- um landshlutanum, en nær væri að flytja bara eina tillögu um eflingu atvinnulífs í landinu! Fólkið er ekki að flýja sjávar- plássin af því það hafi það svo skítt peningalega, þótt það bygg- ist reyndar á ómanneskjulega mikilli vinnu. Nei, það er að flýja einhæft atvinnulíf. Ef þú vilt ekk- ifara að færibandinu eða pökku- narborðinu þá verðurðu bara að fara. Plássin bjóða ekki upp á aðra möguleika. Þessu verður að breyta,“ sagði Garðar Sigurðsson að lokum. -ÁI Geir Gunnarsson: Ljóst að frjálshyggjan ætlar að ná því fram að markaðshyggjan eigi líka að ráða í launamálum þegar þau boð eru látin út ganga að kaupmátturinn verði óbreyttur á næstu árum. Geir Gunnarsson Eflum samtaka máttinn „Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að efla gróðaliðið í atvinnu- lífinu og hann ætlar nú ekki að- eins að leggja ríkisbúskapinn undir hníf sinn, heldur líka, launamálin og baráttu verkalýðs-' hreyfingarinnar. Það hlýtur að vera hlutverk Alþýðubandalags- ins og verkalýðshreyfingarinnar að efla samtakamáttinn og tryggja að honum sé beitt í sam- ræmi við upphafleg markmið, þ.e. að vernda þá sem minnst mega sín en ekki láta lögmál markaðarins ráða,“ sagði Geir Gunnarsson. „Frjálshyggjupostularnir sem mótuðu stjórnarstefnuna í upp- hafi eru tiltölulega ánægðir með atvinnulífið - grósserarnir í versl- uninni ráða þar öllu meðan at- vinnurekendur í útgerð og fisk- vinnslu hafa ekkert að segja. Þessir sömu herrar eru hins vegar ekki eins ánægðir með ríkisbú- skapinn því þó skorið hafi verið niður af verklegum framkvæmd- um, þá eru þær ekki nema 6% útgjaldanna og heildarútgjöld ríkissjóðs hafa ekki minnkað, heldur aukist á stjórnmálatíman- um. Þau eru nú orðin þau hæstu sem verið hafa miðað við fast verðlag. Uppreisnin í Stykkis- hólmi var til þess ætluð að ná líka tökum á ríkisbúskapnum,“ sagði Geir. „Þeir munu nú reyna til þrautar að ráðast á samneysluna og nota nauðsynina sem er á að- haldi í erlendum lántökum til að skera hana niður en ekki einka- neysiuna. Á sama túna eru svo heimilaðar erlendar lántökur til að stórauka verslunarrými í Reykjavík. Lífskjör almennings eru númer eitt, tvö og þrjú hjá Alþýðu- bandalaginu ekki síst núna þegar sá boðskapur er látinn út ganga að kaupmáttur launa eigi að vera óbreyttur á næstu árum,“ sagði Geir. „Þjóðartekjur á mann 1985 eru nú 96% af því sem þær voru 1982 en kaupmáttur tímakaups hins vegar ekki nema 74,6% af því sem hann var þá. Það er ljóst að frjálshyggjan ætlar að ná því fram að markaðshyggjan eigi líka að ráða í launamálum, þ.e. að kjarabætur eigi ekki að koma í samningum verkalýðshreyfingar- innar heldur eigi hver að sjá um sig og eiga sín kjör undir atvinnu- rekandanum. Þannig ætla þeir að halda baráttu launþegahreyfing- arinnar niðri, sem þýðir að kjara- bætur koma eingöngu til þeirra sem vinna í gróðagreinunum en ekki til annarra, síst til ófaglærða fólksins í fiskvinnslunni eða til kvenfólksins.“ „Aðalmálið er hvað flokkurinn gerir í heild en ekki einstaka þingmenn og þeirra mál. Maður er þó með ýmislegt á prjónunum og ég get nefnt að ég er að hug- leiða könnun á hagkvæmni þess að gera allt höfuðborgarsvæðið að einu lögsagnarumdæmi. Þá yrði þjónustan áfram í bæjunum, en ríkið notaði þá hagkvæmni sem felst í þéttbýlinu," sagði Geir Gunnarsson að lokum. -ÁI 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.