Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 5
...framkvæmd breytingar á erfðaiögum Guðrún Helgadóttir spyr dómsmálaráðherra hvað hafi ver- ið gert eða áætlað sé að gera til að kynna fólki þau réttindi til setu í óskiptu búi sem fengust fram með Iagabreytingu s.l. vor, í framhaldi af samþykkt frumvarps sem hún beitti sér fyrir. ...sölu á Flugleiðabréfunum Kjartan Jóhannsson spyr forsætisráðherra hvort hann teíji það samrýmast eðlilegum við- skiptaháttum af hálfu ríkisins að auglýsa Flugleiðahlutabréf sín til sölu á 9-földu nafnverði en selja þau síðan á mun lægra verði. Hann spyr einnig hvort ráðherra telji það samrýmast eðlilegum viðskiptaháttum að ganga frá sölu bréfanna til Flugleiða þegar réttmætur grunur hafi verið uppi um að Flugleiðum hefði borist vitneskja frá aðilum innan stjórn- arkerfis ríkisins um fyrirliggjandi tilboð annars aðila. Kjartan spyr um hversu stór fjárhæð muni renna til ríkisins vegna sölu bréf- anna með tilliti tilskattalækkunar hjá nýjum eigendum skv. hug- myndum Flugleiða um endursölu þeirra. Loks spyr Kjartan hvenær forsætisráðherra hyggist taka af- stöðu til rannsóknar á vinnu- brögðum við hlutabréfasöluna, sem Kjartan óskaði eftir bréflega 28. ágúst s.I. ...leit að brjósta- krabbameini Guðrún Agnarsdóttir spyr heilbrigðisráðherra hvað líði undirbúningi að skipulagðri leit að brjóstakrabbameini meðal kvenna með röntgenmyndatöku (mammografi). ...kynlífsfræðslu í skólum Kristín Halldórsdóttir spyr menntamálaráðherra á hvern hátt unnið sé að því að gera kenn- ara landsins hæfa til að annast lögboðna ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og foreldrahlutverk, og hvort ráðuneytið hafi upplýsing- ar um hvernig þessari fræðslu sé sinnt í skólum landsins. ...kennsluréttindi og lögverndun á starfsheiti kennara Guðrún Agnarsdóttir spyr menntamálaráðherra hversu margar stöður í framhaldsskóla landsins séu skipaðar kennurum með kennsluréttindi og hve margar réttindalausum kennur- um. Guðrún spyr einnig hvað líði störfum nefndar sem ráðherra skipaði 1984 til að semja frum- varp um lögvemdun á starfsheiti kennara og hvenær vænta megi þess að frumvarpið verði lagt fram. 60 miljónir borgaði íhaldið sínum fyrir 500 hektara fjalllendi í nágrenni Nesjavalla. Þar var Framsókn á móti braski með jarðhita en leggst á lagasetningu í þinginu. Ljósm. Sig. Jarðhitalög Framsókn stoppaói Sveiri Svavar Gestsson: Framsókn í hlutverki varðhunda fyrirstóreigna- menn í landinu. Skýtur skökku við afstöðuþeirra í borgarstjórn gegn kaupunum á Ölfusvatnslandi „Það eru athyglisverð tíðindi að Framsókn skuli setja sig í hlut- verk varðhunda fyrir stóreigna- menn í landinu, ekki sist ef litið er til andstöðu Framsóknarmanna í borgarstjórn gegn kaupunum á Ölfusvatnslandi," sagði Svavar Gestsson m.a. á alþingi á mánu- dag. „Afstaða Framsóknar í borgarstjórn sýnir þó að í þeim flokki er líka að finna menn sem telja nauðsynlegt að setja skýr lög um almannaeign á jarðhita." Miklar umræður urðu í neðri deild alþingis s.l. mánudag þegar Hjörleifur Guttormsson mælti fyrir lagafrumvarpi um almanna- eign á jarðhita undir 100 metra dýpi. Þetta er í þriðja sinn sem Hjörleifur og 6 aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins flytja frum- varpið en það hefur ávallt verið svæft í iðnaðarnefnd deildarinn- ar. Hjörleifur rakti í framsögu sinni hvernig ríki og sveitarfélög hefðu á undanförnum árum og áratugum greitt stórar fúlgur fyrir land vegna nauðsynlegra virkjan- aframkvæmda og sagði að steininn hefði þó tekið úr þegar Reykjavíkurborg greiddi 60 milj- ónir fyrir Ölfusvatnsland s.l. vet- ur, land sem talið er í mati 400 þúsund króna virði. Þá rifjaði hann upp umsagnir ýmissa lög- manna þ.á m. Olafs heitins Jó- hannessonar sem taldi að eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar hindruðu ekki laga- setningu í anda frumvarpsins. Hjörleifur sagði hins vegar að ekki myndi standa á AB ef menn teldu nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni til að stöðva brask með jarðhitaréttindi. Þá sagði hann það ósvinnu að lög- gjafinn hefði ekki enn kveðið skýrt á um þetta efni. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagðist á síðasta vetri hafa látið vinna frumvarp í iðnaðarráðuneytinu um al- mannaeign á jarðhita og fallvötnum á afrétti og almenn- ingum. Það væri ekkert leyndarmál að frumvarpið hefði strandað á andstöðu Framsókn- armanna. Sverrir sagðist eindreg- inn fylgismaður þess að lög yrðu sett um þessi mál og rökin sem Hjörleifur hefði talið væru fullgild. Kjartan Jóhannsson sagði ljóst að fáeinir menn í stjórnarflokk- unum tveim beittu alþingi ofríki í þessu máli. Þeir hefðu stöðvað frumvarp Sverris innan ríkis- stjórnarinnar og þeir hefðu stöðvað frumvarp Hjörleifs og frumvörp Alþýðuflokksmanna um sama efni með því að svæfa þau í nefnd. Þetta væru ótæk vinnubrögð sem hefðu endur- tekið sig ár eftir ár og jafnvel í áratugi. Skoraði Kjartan á Ingvar Gíslason forseta neðri deildar sem á sæti í iðnaðardeild að sjá til þess að nefndin afgreiddi frum- varp Hjörleifs hið snarasta. Svavar Gestsson rakti afstöðu minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn til kaupanna á Ölfusvatns- landi og sagði að meirihluti borg- arstjórnar hefði með þeim verið að dekra við sína með því að greiða 60 miljónir fyrir 500 hekt- ara af fjalllendi: land sem ekki lægi að Nesjavöllum og nýting borgarinnar á því væri mjög tak- mörkuð með kaupsamningnum. Svavar sagði óþolandi að fáeinir einstaklingar á alþingi gætu ár eftir ár stöðvað þetta mál í skjóli flokka sinna án þess að standa nokkurn tíma fyrir máli sínu. Þá óskaði Svavar eftir því að alþingi fengi frumvarp Sverris til athug- unar - vinnan við það væri kostuð af almannafé og því væri það al- mannaeign rétt eins og jarðhit- inn. Ólafur Þ. Þórðarson var eini Framsóknarmaðurinn sem til máls tók. Hann taldi ekki sjálf- gefið að frumvarp Hjörleifs færi til iðnaðarnefndar. Nær væri að senda það í allsherjarnefnd þar sem menn væru fljótir að afgreiða málin. Ólafur fullyrti að Ölafur heitinn Jóhannesson hefði ekki verið einn um áðurnefnda skoðun í Framsóknarflokknum, heldur hefðu margir aðrir verið sömu skoðunar. Hjöfleifur Guttormsson fagn- aði umræðunum sem um frum- varpið urðu og benti á að fyrir iðnaðarnefnd lægju allmargar umsagnir frá því í fyrra og hitteð- fyrra þannig að ekki ætti að vera erfitt að afgreiða málið sem fyrst úr nefnd. - ÁI ...rannsóknir við Mývatn Guðmundur Einarsson spyr menntamálaráðherra (Sverri Hermannsson, fyrrv. iðnaðar- ráðherra), hvort hann hyggist höfða mál fyrir hönd Náttúru- verndarráðs gegn iðnaðarráð- herra vegna útgáfu námaleyfis og forræðis um rannsóknir við Mý- vatn! ...einkarekstur á heilsu- gæsiustöðvum Þrír þingmenn Alþýðubanda- lagsins í Reykjavíkurkjördæmi þau Svavar Gestsson, Guðmund- ur J. Guðmundsson og Guðrún Helgadóttir spyrja heilbrigðis- ráðherra hver afstaða ráðuneytis- ins sé til áforma borgaryfirvalda í Reykjavík um einkarekstur á heilsugæslustöðvum. ...stöðu Sjó- efnavinnslunnar Kjartan Jóhannsson spyr iðn- aðarráðherra hvað líði úttekt á stöðu og rekstrarhorfum Sjó- efnavinnslunnar sem Sigmundi Guðbjarnarsyni rektor HÍ var falið að hafa forystu fyrir. Kjart- an spyr einnig hvað ákvarðanir hafi verið teknar um framtíð fyrirtækisins frá því skýrsla um það var til umræðu á alþingi í fyrra og hvernig rekstrarárangur þess sé á fyrstu 7-8 mánuðum árs- ins. Þá óskar Kjartan upplýsinga um rekstraráætlanir fyrir næsta ár. ...fræðslu varðandi kynlíf og barneignir Kristín Halidórsdóttir spyr heilbrigðisráðherra hvað líði störfum samstarfsnefndar land- læknisembættis og menntamála- ráðuneytis um kynfræðslu, og hvort von sé að aðgerðum til að framkvæma lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir. Hún spyr einnig hvort áform séu uppi um að sjúkrasam- lögin taki þátt í kostnaði vegna getnaðarvarna og hvernig því fé, samtals tæpri miljón króna hafi verið varið í fyrra og í ár sem veitt hafi verið vegna áðurnefndra laga. Nýir vara- þingmenn Sverrir Sveinsson, rafveitu- stjóri á Siglufirði hefur tekið sæti á alþingi sem varamaður Páls Péturssonar þingmanns Fram- sóknar í Norðurlandi vestra. Páll er í Evrópuheimsókn á vegum Norðurlandaráðs. Magdalena Sigurðardóttir frá ísafirði hefur tekið sæti Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra á þingi, en Steingrímur er nú á þingi Sameinuðu þjóð- anna í New York. Þau Sverrir og Magdalena hafa bæði setið áður á alþingi. -ÁI Miðvikudagur 23. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.