Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 14
MINNING Gréta var fædd í Stokkhólmi í Svíþjóð og voru foreldrar hennar Bettý Erdmann og Axel Erd- mann sem var þekktur myndlista- maður í sínu heimalandi. Um tví- tugt hóf hún nám í listaskóla í Stokkhólmi. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Jóni Björnssyni sem þá var við nám í sama skóla. Þau fluttust til ís- lands árið 1930 og hófu búskap á Vesturgötu 17 í Reykjavík. Ari síðar keyptu þau Laugatungu í Laugadal sem nú er hluti af gróðrarstöð og útivistarsvæði Reykvíkinga. Það þurfti að endurbyggja og breyta því hús- næði sem fyrir var, sem áður hafði verið fjós og hlaða. Af eins- takri smekkvísi tókst að gera þetta að rúmgóðu og vistlegu íbúðarhúsnæði sem einnig var vinnustaður fyrir þau. Ég kynntist þeim hjónum vorið 1946 þegar ég hóf nám í húsamálun hjá Hákoni Jónssyni sem þá var í samvinnu við Jón ásamt tveim öðrum málarameisturum. Fljót- lega tókust sterk tengsl með okk- ur Jóni og hans fjölskyldu sem þá bjó í Laugatungu og þaðan á ég margar góðar minningar. Húsa- kynnin í Laugatungu voru ekki háreist og þar var heldur ekki íburður innan dyra, en þar ríkti ferskur andblær og í vitund minni var Laugatunga menningarsetur og þar bjó mikilhæft og gott fólk. Greta Bjömsson listakona Fœdd 25. janúar 1908 Dáin 14. október 1985 Þar sat í öndvegi húsmóðirin og listakonan og deildi störfum sín- um á milli fjölskyldunnar og list- agyðjunnar þannig að aldrei kom til átaka. Umhverfis þessi húsa- kynni var stór garður alsettur litr- íkum gróðri, þar dvöldu þau hjónin mörgum stundum meðvit- andi um að allt sem lifir þarf á umhyggju að halda. En þar kom að fjölskyldan þurfti að yfirgefa þennan stað, það var ekki kærkomin ákvörðun en varð ekki umflúin. Nú kom glöggt í ljós að þau hjónin voru gædd góðum eiginleikum, sem í þessu tilviki varð að sætta sig við orðinn hlut og semja sig að breyttum aðstæðum. Nú hófst uppbygging á nýju heimili á Norðurbrún 20 þar voru skilyrði til ræktunar takmörkuð og sam- býli við aðra með öðrum hætti en í Laugardalnum. En þessi um- skipti höfðu einnig jákvæðár hliðar. Garðurinn í Laugardal gerði miklar kröfur til húsbænda sinna og nýi staðurinn hafði að bjóða meira útsýni. Við blöstu sundin blá og víðsýni til fjalla. Þegar húsið var risið af grunni var hafist handa við að skapa um- hverfi sem samrýmdist nýju heimili. Þar kom til skjalanna listræn sköpunargáfa þeirra hjóna. Garðurinn á Norðurbrún 20 ber hönnuðum sínum gott vitni. Þar fyrirfinnst ekki neitt formfast skipulag eins og auðkennir gerð margra húsgarða. Það er næstum eins og hver steinn og hvert blóm hafi haft aðsetur þarna áður en húsið var byggt. Þetta frjálslega samspil gróðurs og grjóts, forms og lita gerir umhverfið raunveru- legt, næstum því eins og maður væri staddur á afviknum stað upp til fjalla þar sem náttúran hefur notið skjóls fyrir utanaðkomandi áhrifum. Út af Jóni og Grétu er komið atorkufólk, elst af bömum var Betty fædd 9.1. 1930 gift Braga Einarssyni búsett í Garðabæ, Karin fædd 24.7. 1933 gift Jóni Þorvarðarsyni bónda Vindási Rangárvallasýslu, Sigurbjörg fædd 20.12. 1937 gift Jóhannesi Ingibergssyni búsett á Akranesi, Guttormur fæddur 13.5. 1942 giftur Emelíu Árnadóttur. Þau eru búsett á Akranesi. Þá má ekki gleyma Margréti dóttur Jóns, en Gréta hefur ætíð litið á hana sem eitt af sínum börnum og hafa þær verið mjög samrýmdar, Margrét er ógift, skólastjóri á Löngumýri í Skagafirði. Afkom- endur Grétu og Jóns munu nú vera 30. Gréta var gædd sterkum per- sónueinkennum, hafði fastmótaða skapgerð, glaðleg og aðlaðandi í viðmóti, hógværð og virðuleiki einkenndu samskipti hennar við fólk. Hún hafði þrosk- aðan listasmekk, sem endur- speglaðist í verkum hennar, þar gætti sterkrar þjóðerniskenndar frá hennar föðurlandi. En þrátt fyrir tryggð við uppruna sinn var hún og vildi vera íslendingur, hún dáðist að íslenskri náttúru og fjölbreytilegum litbrigðum henn- ar, sem hún kallaði fram í mynd- um sínum, og hún lagði sig fram til að kynnast þjóðlegri menn- ingu okkar. Þau hjónin voru mjög samrýmd, þrátt fyrir ólíka persónugerð, þau áttu mörg sam- eiginleg áhugamál og unnu mikið saman bæði við að skapa sitt eigið heimili og umhverfi og einnig að sérstökum verkefnum sem kröfðust faglegrar og listrænnar kunnáttu. Þær eru orðnar margar kirkjurnar vítt og breitt um landið sem bera svipmót hand- verka þeirra auk margra annarra smærri og stærri verkefna sem þau unnu að í sameiningu. Gréta hélt sjálfstæðar sýningar á verk- um sínum og tók þátt í samsýn- ingum, bæði hér heima og er- lendis. En þrátt fyrir listræna hæfileika Grétu og áhuga hennar á því sviði, var umhyggja hennar fyrir heimili og fjölskyldu þyngri á metunum í hennar lífi. Hún var börnum sínum traustur og góður félagi og tók þátt í leik þeirra og starfi. Þau hjónin ræktu vel sam- skipti við fjölskyldu, vandamenn og vini, enda að eðlisfari félags- lynd og vinahópurinn fjöl- mennur. Jón lést á afmælisdaginn sinn 30. júlí 1980 77 ára gamall. Ég og fjölskylda mín vottum afkomendum Jóns og Grétu dýpstu samúð á þessari stundu. Kynnin við þau veittu mér mikla lífsfyllingu og þá ekki síður að hafa orðið aðnjótandi að eiga traust þeirra og vináttu. Minning- in um þau mun lifa þótt þau séu nú bæði horfin af sjónarsviðinu. Hjálmar Jónsson. Einar Guðbjartsson verkamaður Fœddur. 15. 9. 1901 - Dáinn. 15. 10. 1985 Hann Einar í Efstasundinu er dáinn. Þótt við höfum ekki sést í mörg herrans ár langar mig í ör- fáum línum að þakka honum fyrir að hafa verið til. Þegar ég var að alast upp á sjötta áratugnum var tími stór- fjölskyldunnar ekki liðinn og mér eru í fersku minni fjölskylduboð- in hjá Einari og Skúlínu ömmu- systur minni í Efstasundi 6. Það voru án efa skemmtilegustu sam- komurnar af þessu tagi og þau Einar og Skúla í aðalhlutverki. Éinar stráði um sig sögum, kveð- skap og bröndurum á kjarnyrtu alþýðumáli og bjartur hláturinn í Skúlu yfirgnæfði kætina í öðrum veislugestum. Það var svo ekki fyrr en seinna sem ég bar skynbragð á að ein- mitt á þessum árum var Einar Guðbjartsson einn alræmdasti skelfir reykvíska auðvaldsins. Þetta var meðan söguleg verkföll voru enn háð og ávallt var Einar þar sem eldurinn brann heitast á verkfallsvörðum Dagsbrúnar. Fyrir vikið voru honum ekki vandaðar kveðjurnar í Moggan- um sem kallaði hann „kallinn í Kleppsholtinu". Einhverju sinni var mér sögð saga af Einari sem mér finnst lýsa honum betur en aðrar. Þegar hann hætti á sjónum og fór að vinna í landi varð fyrst fyrir hon- um að fara á Eyrina, í uppskipun hjá Eimskip þar sem hann komst fljótlega í svonefnt Djöflagengi, annálað fyrir vinnuhörku, rót- tækni og fleira. En ekki undi Ein- ar þar. Honum fannst vinnan óttalegt gauf og fór því til Togara- útgerðarinnar þar sem hann gat rótað í stíum gömlu síðutogar- anna að vild og án þess að vera öðrum háður. Einar var af þeirri kynslóð sem gerði vinnuna að trúarbrögðum og setti hana í hásæti dyggðanna. Skólaganga var í augum Einars og margra jafnaldra hans aðeins töf frá því að fólk gæti farið að þjóna sínum guði og því styttri sem hún var því betra. Og hann var þannig samsettur að stéttvísin og samstaðan gegn auðvaldinu blandaðist ríkri einstaklings- hyggju. Úr þessum þáttum var persóna Einars ofin og þegar við bættist hlýja og góð kímnigáfa var ekki hægt annað að hænast að honum. Einar var einn þeirra manna sem mótuðu mig. Þess vegna vil ég þakka fyrir samfylgdina, þótt hún væri stutt. Þröstur Haraldsson Hinn 15. október sl. lést í Reykjavík, Einar Guðbjartsson verkamaður. Hann var fæddur að Hamri í Múlasveit, Barða- strandasýslu þann 15. september 1901. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjartur Árnason og Halldóra Þórðardóttir. Ekki ætla ég í örfáum kveðju- orðum, að rekja æviferil, eða ættir Einars, en maðurinn var á margan hátt sérstæður, og átti ákaflega merkilegan feril sem verkamaður í Reykjavík. Einar mun sem barn hafa alist upp við fátækt, eins og títt var með barn- mörg heimili þeirra tíma. Korn- ungur mun hann hafa byrjað að stunda sjó, bæði á opnum bátum og skútum vestur á fjörðum, og unnið þar vestra við sjávarfang hvers konar. Skömmu eftir tví- tugt flyst hann til Reykjavíkur. Héðan og frá ýmsum verstöðvum stundaði hann sjó á mótorbátum og togurum og þess á milli vann hann í landi t.d. vann hann við Sogsvirkjun. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Skúlínu Haraldsdótt- ur 1926 og varð þeim sjö barna auðið, þau eru öll á lífi nema einn sonurinn Haraldur, sem féll frá á besta aldri. Barnabörnin eru fjöl- mörg. Ævintýri og sjóferðasögur sagði Einar manni ekki, þó mun hann oft hafa komist í hann krappan og haft frá mörgu að segja. En 1940-41 réðist hann sem hafnarverkamaður hjá Eim- skipafélaginu, þar vann hann milli 20 og 30 ár og þar kynntist ég honum, enda var varla maður við Reykjavíkurhöfn sem þekkti ekki Einar a.m.k. af afspurn. Maðurinn var þvílíkur víkingur til allrar vinnu, að með fádæmum var. Þó hafði hann ekkert sérs- takt útlit til þess, hann var meðal- maður og grannur. Á styrj- aldarárunum var vinnutíminn við höfnina langur og oft unnið nótt sem dag. Þó reisti hann sér íbúð- arhús að Efstasundi 6 á þessum árum og vann megnið af því sjálf- ur. Það hlýtur að hafa verið á svefntíma venjulegs fólks. En fyrir hvað er Einar þá svo minnisstæður? Hann var harðvít- ugur verkalýðssinni og hafði gífurlega sterk áhrif. Verkstjórar virtu hann og óttuðust. Þeir virtu hann fyrir dugnaðinn en óttuðust að enginn einn maður gat komið stöðvun af stað á jafn áhrifa- mikinn hátt og hann, ef honum fannst verkamönnum misboðið, eða gengið á rétt þeirra. „Gengið“ (vinnuflokkur) gekk undir nafninu „Djöflagengið“, eða „Englarnir". Sennilega hefur enginn vinnuflokkur haft jafn mikil áhrif við Reykjavíkurhöfn og þetta fræga „gengi". Þeir unnu fullkomlega með tvöföldum af- köstum. En það þýddi ekki fyrir neinn verkstjóra, að vera með hótanir eða ofsóknir á neinn þeirra. Samstaðan var einstök, og aðal forystumaðurinn var Ein- ar. Hann var gæddur fádæma viljastyrk og festu og það ásamt góðri greind, gerði hann ótrúlega sterkan og áhrifamikinn á vinnu- stað. Var hann ljúfmenni? Já og nei, börn hændust að honum, en hann var harður í öllum sam- skiptum. Oft á tíðum ósamvinnu- þýður og að mér fannst óbilgjarn, en hann hafði fæðst vestur í Múlasveit í fátækt, barist við sjó- ana á Breiðafirði og út af Vest- fjörðum, strax í bernsku, sótt sjó við öll skilyrði, allt í kringum landið, komið upp stórum barna- hóp og orðið að lifa af almennum launum. Þetta setti á manninn mark, hann var agaður og harð- ur. Fáir menn hafa skammað mig jafn mikið og hreytt í mig öllu kaldranalegri ónotum, en fáir hafa veitt mér jafn mikla fræðslu í festu og hörku fyrir málum verkamanna. Margar voru þær stundir, sem að Einar bókstaf- lega bjargaði mér, út úr erfið- leikum, með festu sinni og mann- dómi. Þá reyndist hann sannur vinur. Fjarri fer því að samkomu- lag milli stjórnar Dagsbrúnar og Einars væri alltaf gott, en ómetanlegur er þáttur hans í því að reykvískir hafnarverkamenn stóðu betur saman en aðrir menn. Frá Eimskip fór hann til Tog- araafgreiðslunnar og þegar hann hafði unnið þar nokkur ár, varð hann fyrir mjög slæmu slysi, sem hefði orðið flestum að aldurtila. Ég man eftir að ég heimsótti Ein- ar oft á sjúkrahús, sem allir hugðu vera banaleguna. Og hann gekkst undir stóra uppskurði. Fátalaðir læknar sögðu aðspurðir að það væri lítil sem engin von um líf. En harkan og seiglan sagði til sín og hann reis upp á ný og í staðinn fyrir að venjulegir menn hefðu vart haft fótavist meir, þá hóf hann aftur hina erfiðu vinnu hjá Togaraafgreiðslunni. Síðustu árin voru Einari á ýms- an hátt erfið. Kona hans veiktist mjög alvarlega og hefur legið meðvitundarlítil í nokkur ár á sjúkrahúsi. Þá sá ég Einar fyrst bogna. Ýmsir erfiðleikar sóttu að honum og heilsan orðin mjög slæm, en harkan hélt í honum líf- inu. Én tvö af uppkomnum börn- um hans, Hörður, sem bjó með föður sínum, og Halldóra, sem bjó með stórri fjölskyldu á neðri hæð í sama húsi, voru honum ómetanleg stoð í veikindum hans. Stundum stríddi ég Einari á Múlasveit, sem væri gróðurlítil sveit með rýrar jarðir. Mér tókst oft að reita hann til reiði með þessu, því að honum voru æsku- stöðvarnar kærar. Nú er Múla- sveitin komin í eyði og Einar Guðbjartsson fallinn frá. Farðu vel Einar. Guðmundur J. Guðmundsson 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 23. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.