Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348.,Helgarsími: 81663.
Mlðvlkudagur 23. október 1985 233. tölublað 50. örgangur
HIOÐVIUINN
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
Fömm ekki úr BSRB
Haraldur Hannesson: Legg allt kapp á að verða
kjörinnfyrsti varaformaður BSRB. Hvarflar ekki að
okkur aðfara úr BSRB
að hvarflar ekki að okkur að
ganga úr BSRB nú og það hef-
ur ekki verið rætt í stjórn Starfs-
mannafélagsins, en við munum
leggja allt kapp á að ég verði kjör-
inn fyrsti varaformaður BSRB á
þessu þingi, sagði Haraldur
Hannesson formaður Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
þegar Þjóðviljinn spurði hann í
gær hvað væri hæft í því að hann
ætli að leiða Starfsmannafélagið
út úr BSRB nái hann ekki kjöri.
Haraldur og Albert Kristins-
son, núverandi varaformaður eru
enn ákveðnir í að gefa kost á sér
til kjörs fyrsta varaformanns á
laugardaginn. Sem kunnugt er
hefur sú hefð verið ríkjandi í
BSRB að staða fyrsta varafor-
manns sé í höndum Starfs-
mannafélags Reykjavíkur en það
breyttist á síðasta þingi banda-
lagsins, þegar Albert Kristinsson
var kosinn í það embætti, en hann
var þá formaður Starfsmannafé-
lags Hafnarfjarðar. Búist er við
hörðum kosningaslag milli
þeirra, sem báðir eru yfirlýstir
Sjálfstæðismenn. Þær raddir hafa
heyrst að forysta Sjálfstæðis-
flokksins hafi reynt að blanda sér
í þennan slag þeirra félaga, en án
árangurs að því er séð verður.
-gg
Háskólinn
Kosið
í dag
Kosningar til 1. des.-nefndar
stúdenta eru haldnar í dag á fjór-
um stöðum í húsnæði háskólans, í
aðalbyggingu, Odda, Hjúkrunar-
skólanum og húsi VR.
Kosið verður frá níu til sex og
ættu úrslit að liggja fyrir nokkr-
um tímum síðar. Tveir listar eru í
kjöri, A-listi Vöku („Öflugur há-
skóli”) óg B-listi, Félags vinstri-
manna („Háskólann í allra
þágu”).
Kennarar
Alvar-
legt
ástand
441 réttindalaus kennari
viðstörfílandinu. íhaust
voru ráðnir ífyrsta sinn
156 réttindalausir kenn-
arar. Aðeins 13 réttinda-
lausir í Reykjavík
Menntamálaráðherra upplýsti
á alþingi í gær vegna fyrirspurnar
Hjörleifs Guttormssonar alþing-
ismanns að alls væru nú 441 rétt-
indalaus kennari við störf í
landinu. Þar af aðeins 13 í
Reykjavík. í haust voru 156 rétt-
indalausir kennarar ráðnir til
starfa i fyrsta sinn. '
Réttindalausir kennarar í kjör-
dæmum landsins skiptast þannig:
Reykjavík 13, Reykjanes 61,
Vesturland 55, Vestfirðir 61,
Norðurland vestra 51, Norður-
land eystra 80, Austfirðir 71 og
Suðurland 49. Menntamálaráð-
herra taldi að eina leiðin til að
bæta úr þessu ástandi, sem hann
taldi ekki gott, væri að bæta laun
kennara og efla Kennaraháskóla
íslands.
Hjörieifur Guttormsson benti
á hve mjög hallaði á landsbyggð-
ina í þessu máli og hann benti
einnig á hve alvarlegt ástandið
væri orðið þegar um það bil 40%
kennara í landinu væru án kenn-
araréttinda.
-S.dór.
Veðurguðinn
Óveðrið hindraði flug
Þessir feðgar voru meðal þeirra fjölmörgu sem fengu að kenna á hörku veðurguðanna í gær, þegar
innanlandsf lug lagðist að mestu niður vegna hvassviðris og slæms skyggnis. Flugleiðum tókst að fara tvær
ferðirtil Akureyrarfyrir hádegið ígær, en eftir hádegið lagðist allt innanlandsflug niður. Á innfelldu myndinni
má sjá þá síðustu sem voru svo heppnir að komast ferða sinna flugleiðis í gær. Ljósm. E.ÓI.
Fjármunir
10% tekna stungið undan?
ÁsmundurStefánssonforsetiASÍtelurað ríkið verði afmiljörðum
króna vegna undandráttar
Talið er að allt að 10% tekna sé
stungið undan skatti sem gæti
þýtt um 6 til 7 miljarðar króna -
og ríkið þannig orðið af 3 til 4
miljörðum króna tekjum, sagði
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
m.a. í erindi sem hann flutti á
ráðstefnu viðskipta- og hagfræð-
inga sem haldin var í gær.
Ásmundur benti m.a. á að þeg-
ar fjallað væri um aðhald og
niðurskurð á fjárlögum mætti
ekki gleyma möguleikum til að
auka tekjur ríkissjóðs. Hann
kvað skattaeftirlitið vera lélegt
og alls konar ruglanda gætti í
stjórnun efnahagsmála. Hann
nefndi sem dæmi okurbúlurnar
sem fást við verðbréfaviðskipti
og byggju ekki við neina bindi-
skyldu eins og aðrar peningast-
ofnanir.
Þá nefndi forseti ASÍ í erindi
sínu á að kreditkortin væru talin
hafa valdið hærra verðlagi á
vörum sem næmi allt að 1 V2%.
Hann taldi að rétt væri að beita
sérvirkum efnahagsaðgerðum til
að leiðrétta misgengi; þenslu í
verslun og þjónustu á kostnað
annarra atvinnugreina.
Á fundinum í gær fluttu þeir
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra, Tór Einarsson, Magnús
Pétursson og Vilhjálmur Egils-
son erindi auk Ásmundar. Að
loknum ræðum þeirra voru pall-
borðsumræður.
-óg
Bíldudalur
Þrjár aurskriður
féllu í gær
Tvær aurskriður féllu á Bfldu-
dal um 2 leytið í gær. Skrið-
urnar féllu yfir aðalgötuna í bæn-
um, ollu ekki skaða og engan sak-
aði. Síðdegis féll síðan önnur án
þess að nokkurn sakaði. Á Vest-
fjörðum hefur rignt geysilega síð-
asta sólarhring en hefur nú slotað
nokkuð. Sem dæmi um úrkom-
una má nefna að í Dýrafirði var
úrkoman um 150 millimetrar á
síðasta sólarhring.
1 Þjóðviljinn hafði samband við
Guðjón Petersen hjá Almanna-
vörnum í gær og sagði hann að
menn á Vestfjörðum væru í við-
bragðsstöðu og hefðu ákveðna
áætlun til að fylgja ef aurskriður
falla. Guðjón sagði að hætta á
aurskriðum væri einum 5 til 6
klukkustundum eftir að hætti að
rigna.
Á Bfldudal voru fimm íbúðar-
hús rýmd á meðan mesta vatns-
veðrið gekk yfir. Einnig var
kennsla felld niður í skólanum.
Aurskriður hafa víða fallið á
vegi á Vestfjörðum vegna mikilla
vatnavaxta og valdið skemmd-
um. -IH