Þjóðviljinn - 28.11.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Page 1
LANDIÐ MANNLIF HEIMURINN Stálvík Ekki til fyrir launum Skipasmíðastöðin Stálvíkígreiðsluerfiðleikum. Helmingur starfsmanna ekkifengið útborgað. Reiknað með úrlausn í dag. Jón Friðriksson stjórnarform.: Raðsmíðaskipið gleypir nœr allt rekstrarfé. Stjórnvöld ábyrgfyrir stöðunni Um helmingur starfsmanna Skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur í Garðabær hefur ekki enn fengið greidd laun sín sem borga átti út sl. föstudag, en Stál- vík á við nokkra fjárhagserfið- leika að etja ekki síst vegna mikils fjármagnskostnaðar af því rað- smíðaskipi sem búið er að vera í stöðinni í nær þrjú ár og hleður á sig kostnaði. „Þetta er vissulega erfið staða en menn eru að reyna að leysa þetta. Þessir erfiðleikar stafa að mestu leyti af þessu raðsmíða- skipi sem við erum búnir að vera með í um þrjú ár en í því liggja 80-90 miljónir. Ríkissjóður hefur lánað 80% af þeirri fjárhæð en við þurfum að kosta það sem uppá vantar og þetta gleypir nán- ast allt rekstrarfé stöðvarinnar," sagði Jón Friðrik.sson stjórnar- formaður Stálvíkur í samtali við Þjóðviljann í gær. Samkvæmt heimildum blaðs- ins áttu þeir Guðjón Jónsson for- maður Félags járniðnaðarmanna og Jón Sveinsson forstjóri Stál- víkur viðræður við Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra í gær vegna greiðsluerfiðleika Stálvík- ur og er vonast til að bankayfir- völd greiði úr stöðu fyrirtækisins í dag eða á morgun. „Það kaupir enginn skip sem hefur ekki kvóta en það þarf meira til. Verðið á þeim er orðið svo hátt vegna fjármagns- kostnaðar öll þessi ár að vilyrði um 65% lán frá Fiskveiðasjóði hrökkva skammt. Ég veit ekki hverjir eiga að ráða við þetta dæmi,“ sagði Jón Friðriksson stjórnarformaður Stálvfkur. -lg- Fjölkvœni Fírugir öldungar Peking — í héraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Kína er uþb. helmingur íbúanna múhameðs- trúar en hjá þeim trúflokki tíðk- ast fjölkvæni, þótt í mismiklum mæli sé. í kínversku dagblaði er nýlega frá því greint að 102ja ára gamall bóndi i héraðinu hafi gifst hvorki meira né minna en 38 kon- um um ævina. Auk þess að hýsa marga mús- lima eru í Xinjiang samankomnir flestir öldungar landsins. Þar hafa 865 manns ná hundrað ára aldri. Og ntargir karlanna eru upp á kvenhöndina því auk þess sem að ofan er greint frá eru í héraðinu 33 öldungar sem gifst hafa 2-15 konum hver um dag- ana. —ÞH/reuter Bœkur Djass í hálfa öld Jón Múli skrifar yfirlitsverk um djasstónlist. Iðnskólaútgáfan og FIH gefa út Jón Múli Árnason: Bókin er fyrir næstum því alla sem til eru nema þá sem ekki eru með á nótunum. Ljósm. Sig. Þetta er ekki fagleg músikbók heldur nokkurn veginn það sem ég þykist hafa haft uppúr því að heyra, sjá og hlusta í hálfa öld, sagði Jón Múli Árnason höfundur bókarinnar Djass sem Félag ís- lenskra hljómlistarmanna og Iðnskólaútgáfan gefa út í samein- ingu. I fyrstu var ætlunin að gera stutta handbók til hagræðis fyrir nemendur Tónlistarskóla FÍH en það kom í ljós að efnið var viða- meira en svo og varð úr að Jón Múli Árnason tókst á hendur að semja yfirlitsverk um djassmúsík í hálfa öld. í bókinni er miðað við djass á plötum frá 1917-1967. Bókin er byggð upp eins og kennslu- eða útvarpsþættir enda mikið af efni bókarinnar verið flutt í djassþáttum útvarpsins, þar sem vísað er beint í tónlistina. Bókin er að öðru þræði plötuskrá með nöfnunt og númerum á út- gáfuplötum, gömlum og nýjum, og hægur vandi að nálgast þá tón- list. Aðspurður sagði Jón Múli það ekkert einkennilegt að Iðnskól- aútgáfan gæfi bókina út, fyrstu djassistarnir í New Orleans, kre- ólarnir hefðu margir hverjir verið iðnlærðir menn og Halldór Lax- ness hefði sagt í Brekkukotsannál að öll tónlistarmenning ef ekki öll menning væri frá iðnaðar- mönnum komin. Bólcin Djass lýkur á þætti sem heitir Hér heima en gæti alveg eins heitið íslandssagan 1874- 1974 að sögn Jóns Múla og sagð- ist hann telja sig hafa sannað þar að án lúðrasveita væri lítið um tónlistarmenningu og í næstu bók ætlaði hann að sanna að án karl- akóra væri engin tónlistarmenn- ing á íslandi Hafskipsmálið Skellurinn verður mjög harður Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra: Útvegsbankinn mun tapa miklufé íHafskipsmálinu, en hve miklu veit enginn ennþá. Stuttí úrslit málsins. Vantrúá Islenska skipafélaginu Ólafsvík Aukið atvinnuleysi Atvinnuleysisdagar í Olafsvík eru orðnir 2000 talsins það sem af er þessu ári, en allt síðast liðið ár voru þeir um 800. Fjöldi manna hefur verið á atvinnuleys- isskrá í Ólafsvík nú í haust, en að sögn Bárðar Jenssonar formanns verkalýðsfélagsins Jökuls er nú full atvinna á staðnum. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hóf vinnslu á ný í síðustu viku eftir að vinnsla hafði legið niðri í nokkrar vikur vegna hráefnisskorts. „Það má segja að það sé full atvinna hér núna og við vonum að svo verði fram að jólum. En þessi aukning atvinnuleysisdaga er í- skyggileg“ sagði Bárður í gær. Bátar á Ólafsvík eru nú flestir á snurvoð. Aflabrögð voru frekar léleg fram eftir hausti, en eru nú að glæðast. “88 Mér er það ljóst að Útvegs- bankinn mun fá skell og tapa miklu fé í Hafskipsmálinu, en það liggur ekki enn Ijóst fyrir hve stór sá skellur verður, sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. I fyrrakvöld boðaði Matthías stjórn Seðlabanka íslands og stjórn Útvegsbankans á sinn fund um þetta mál og þar fékk ráð- herra upplýsingar um stöðu mála, sem þó er enn óljóst, eins og hann orðaði það. Matthías sagði það sína skoðun að Útvegsbankinn hefi færst of mikið í fang í viðskiptunum við Hafskip miðað við eigin fjárstöðu bankans þá. Hitt væri annað mál að það væri lögmál í viðskiptum að taka áhættu, en hún gæti gengið of langt. Þeir aðilar sem Þjóðviljinn hef- ur rætt við og best þekkja til mála hjá Hafskip/ísl. skipafélagið, hafa ekki trú á að þessum aðilum takist að standa af sér storminn. Það sé aðeins tímaspursmál hve- nær dregur til uppgjörs í þessu máli. -S.dór. Glansmynd hafnað í Kvosinni í Þjóðviljanum í dag er flett ofan af þeirri glansmynd sem aðr- ir fjölmiðlar hafa dregið upp af nýrri deiliskipulagstillögu fyrir Kvosina, miðborg Reykjavíkur. Tekið er dæmi af aðeins einu húsi af þeim hálfa þriðja tug sem á að rífa samkvæmt tillögunni og sýnt framá hversu ótvírætt varðveislu- gildi þess er. Sjá bls 7-9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.